Morgunblaðið - 10.02.1985, Page 5

Morgunblaðið - 10.02.1985, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985 B 5 maður sé bara í sálför. Þá heyrist kona gráta hljóðlega yfir barninu sínu og maður forðar sér út í sól- skinið. Þegar við komum aftur daginn eftir er verið að dreifa mat til um tvö þúsund fjölskyldna, vigta börnin og mæla, athuga sjúka. Fimmtán hjúkrunarfræðingar, 12 danskar og 3 írskar, sinna öllum hópnum, heimamenn hjálpa til. Einstaka maður reynir að komast aftur í röðina til að fá annan skammt. Dönsk hjúkrunarkona, sem situr við skýrslugerð í njiðj- um hópnum, verður allt í einu vör við hvað hann er að reyna og segir stundarhátt, eins og við sjálfa sig: „Hold kæft!“ Hann hrökklast frá. Sumir liggja á sprunginni jörðinni — einstaka er orðinn svo vanur útlendum blaðamönnum að hann leggst á mörkina, flettir frá sér klæðum og sýnir á sér rifbeinin báðum megin. Svo réttir hann fram hendina — eitthvað að laun- um, takk. Amaníka bræðir hjarta Krakkarnir hópast í kringum okkur og vilja fá penna. Ég er að tala við 10—12 ára strák úr næsta þorpi, ágætlega haldinn en mestmegnis að leika sér við hina krakkana í búðunum, þegar sendi- maður stjórnarinnar, Skugga- Sveinn, kemur að og hreytir ein- hverju í strákinn. Hann verður feiknarlega kvikindislegur og krakkarnir í kring sömuleiðis. Samtalið fór útum þúfur. Á eftir rýk ég fokvondur í Skugga — hvurn fjandann varstu að segja við drenginn? Áttu ekki að vera að hjálpa okkur i stað þess að hræða fólkið, sem ég er að tala við? Hann fer undan í flæmingi en segir svo að hann hafi verið að banna stráknum að sníkja af mér penna: „Það verður að koma í veg fyrir að þau betli. Þessi strákur á ekkert að vera hér, hann á heima í þorp- inu og fær nóg að borða heima hjá sér.“ Framvegis reynum við blaða- mennirnir að fara hver i sína átt- ina, ekki eltir hann alla i einu. Það gengur ágætlega. Gullfalleg lítil stúlka kemur að bílnum. Jónas talar við hana á amarísku og segir að hún sé átta ára og hafi verið tvo vetur i skóla. Hún kunni dálitið að lesa og að telja. Hún segir mér að hún heiti Amaníka og vill halda i höndina á mér. Fleiri börn koma að og heilsa blíðlega með handabandi, sum kyssa á handarbak mér („í auð- mýkt, virðingu og þakklæti,” segir Jónas kristniboði). Þegar við erum á förum fara karlar með tradisj- ónal gönguprik sin að æpa á krakkana og reka þau í burtu. Einn slær til Amaníku, sem bregður við, lítur til mín andartak og fer að hágráta. Þá er ekki hægt annað en að reyna að hugga hana, segja nokkur gæluorð á islensku og verða óskaplega magnvana. Skugga-Sveinn hellir óbóta- skömmum yfir karlinn með prikið, sem horfir á Skugga-Svein og mig til skiptis, afsökun i svipnum, leið- ir svo Amaníku burtu og lætur vel að henni. Þegar við stönsum við nokkra strákofa utan við búðirnar til að þiggja boð eins bóndans um að líta inn og taka myndir er hún komin aftur, hoppandi og glöð. Nokkrar konur sitja i hring undir tré, klappa saman lófum í sterkum takti og taka undir með konu i miðjum hópnum, sem sönglar og fettir armana. Brúðkaup í Dessie Undir kvöld komum við til Dessie, höfuðborgar Wollo-fylkis. Það er bær á stærð við Reykjavík. Okkur sýnist strax að þar sé tals- vert meira um að vera en í Addis, mannlífið fjörlegra og slömmin ekki eins yfirgengileg. Á þokka- legu hóteli þar var hópur af út- lendingum — japanskir sjón- varpsmenn, amerískir hjálpar- liðar, Austur-Evrópumenn og SJÁ NÆSTU SÍÐU Hád*gismatur í Worgesa, þar sem íslensku hjálparliðarnir starfa. Mjölgrautur af bláum plastdiskum. ræða stöðvar úr vel heppnuðu stjórnarprógrammi, sem þeir kalla „Matur fyrir vinnu“. Þá fær enginn mat nema hann vinni fyrir því — hvort sem það er að undir- búa eigin akra eða annarra. Ný- stofnuð bændafélög og hverfasam- tök í flokkslegum tengslum beita sér fyrir vinnu af því tagi og er jafnan einn í hverjum hópi vopn- aður Kalasjnikov-riffli. Þar er þó verið að vinna, undirbúa betri tíð með blóm í haga. En í fleiri búðum er ástandið vonleysislegra. Þar sitja konur og karlar úr sveitun- um í kring með börn sín, oftast með ílát eða pokaskjatta af ein- hverju tagi. Konurnar eru miklu fleiri — þær standa frekar í mat- arútvegun og heimilisrekstri en karlarnir. Þær eru teknar í fram- an og dapurlegar, líka þær ungu. Sumar eru með börn á brjósti og fleiri börn með sér. Krökkunum þykir gaman að láta taka af sér myndir ekki síður en gömlu körl- unum. Þau svara brosi með öðru leiftrandi en gjörbreyta um svip þegar þau raða sér í kringum bíl- inn með útréttar hendur. Útlínur beina í gegnum dúkinn í sjúkraskýlinu í búðunum í Senbete, ca. 250 km norður af Addis, situr ung, ófrísk kona yfir barni sínu og strýkur sér um brjóstin. Gæti verið með stálma. Barnið liggur í fletinu með þembukvið, varla nema ársgamalt. Tjöld skipta skýlinu (sem einnig er tjald) þannig að þrjú eða fjögur fleti eru í hverri „stofu". Alls eru inni um 60 manns, nær helmingi færri en voru fyrir mánuði, mest mæður og börn. Börnin liggja í fletjunum, stundum tvö og þrjú vafin í teppi. Mæðurnar sitja yfir þeim á hækjum sér eða liggja hjá þeim á plastinu, sem breitt hefur verið á sviðna leirmoldina. Tvær konur sitja yfir karlmannslíki, sem sveipað hefur verið hvítu laki. Útlínur beinanna sjást í gegnum dúkinn. Konurnar kveina hástöf- um, innfæddir starfsmenn í búð- unum hasta á þær og banna þenn- an gauragang allan. Mest líklega vegna þess að hvítir menn með myndavélar framan á sér fylgjast Vikuleg vigtun í búöum LWF. Et bömin eru treg til aö boröa heima er margra aöra munna aö metta. með, þrumu lostnir. Dönsk hjúkr- unarkona reynir að fá lifandi hungurvofu til að koma niður nokkrum bitum af brauði og glasi af eggjahvítumjólk. Barnið vein- aði af vanlíðan, húðin strekkt á beinin, hárið að mestu horfið. „Ef hann fæst til að borða er von með hann,“ segir danska stúlkan. Hún hefur verið þarna í hálfan mánuð og séð ýmislegt... í Kastljósi „Það er erfitt að gefa honum að borða," sagði hún. „Það er skrítið — hann er veikur af hungri en getur samt ekki borðað. Og það getur jafnvel gengið verr en þetta að fá mæðurnar til að hjálpa okkur. Þeim finnst að þegar börn- in séu með uppköst og niðurgang eigi maginn að fá frið. Heima hjá þeim getur líka gengið illa að fá börnin til að borða og þá fá aðrir í fjölskyldunni matinn, sem veika barnið kemur ekki niður.“ Hún brosir breitt, hefur greinilega brynjað sig fyrir hörmungunum í kringum sig. Sumt fólk í hjálpar- starfi getur það, aðrir fara fljót- lega heim. Af og til er einhver evr- ópsku eða amerísku hjálparlið- anna sendur til síns heima, þá hef- ur hryllingurinn og vonleysið sýnst of yfirgengilegt. Og svo stendur maður mitt í þessum heimi, Kastljósinu. Geng- ur um og horfir á fólkið. Fylgist með konunum kveina yfir líki bróður þeirra. Hugsar hvað hefur orðið um konuna hans og börnin. Hugsar um konuna sína og börnin og hve heimskulegt er að vera að hafa áhyggjur af videovíxlum og gólfteppum. Samt er eins og þessi heimur sé óraunverulegur, að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.