Morgunblaðið - 10.02.1985, Side 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985
Á VIT VÉFRÉTTAR
Dagstund í Delfí,
nafla heimsins
Ekki alls fyrir löngu lá leiðin til Delfi, nafla heims-
ins eins og Grikkir nefndu staðinn áður fyrr. Við
höfðum hugsað okkur að kaupa eina af mörgum
pakkaferðum sem eru á boðstólum fyrir túrista, en
þegar vinkona mín, sem búsett er í Aþenu, fréttir
af slysalausum jeppaakstri á eyjunni Naxos, sting-
ur hún upp á því að fara akandi í bflnum hennar.
Delfi er í um þriggja klukkustunda ökufjarlægð frá
Aþenu, við ákveðum að undirrituð verði ökumaður
ferðarinnar, en vinkonan siglingafræðingur, vegna
þekkingar hennar á staðháttum og grískri tungu.
SéA yfir útileikhúsið í Delfí, byggt úr kalksteini úr Parnassos-fjalli. Leikhúsið er staðsett uppi í hlíðinni og þaðan er
gott útsýni yfir hlíðarnar í kring.
Hinn ævaforni leikvöllur f Delfí, en hann er talinn hafa verið byggður á 5.
ðld f.Kr.
Mikilvægasta byggingin í Delff var hof Appollons, súlurnar eru taldar tilbeyra hofínu sem reist var á 4. öld f.Kr.
í aftursætinu eru tveir bak-
sætisbílstjórar, synir okkar
tveir sem aldurs vegna eru
ekki komnir með bílpróf upp á
vasann. Við ákveðum að leggja
af stað snemma morguns og
gera tilraun til að verða á und-
an túristaumferðinni, og verða
ekki alltof óþyrmilega fyrir
barðinu á sólinni á leiðinni.
Verst er að komast út úr
borginni, umferðarþunginn er
mikill, og umferðarreglur
öðruvísi en við eigum að venj-
ast, við erum t.d. ekki fyrr bú-
in að koma okkur fyrir á innri
akgreininni á hringtorginu,
fyrr en siglingafræðingurinn
segir: „ég gleymdi að segja þér
að það á enginn réttinn í
hringtorgum!" Við leggjumst
því bara á flautuna eins og
hinir bílstjórarnir og olnbog-
um okkur á bílnum út úr þvög-
unni.
ÖDIPUS OG
MENNTAGYÐJUR
Aksturinn gengur greiðlega
eftir að út á þjóðvegina er
komið, vegir eru flestir vel
merktir, fyrst birtast við vega-
brúnirnar stór skilti með
leiðbeiningum á grísku, en í
nokkurra metra fjarlægð frá
má sjá leiðbeiningar á letri
sem við skiljum. Smám saman
nálgumst við alheimsmiðjuna,
ökum upp í hlíðar Parnass-
osfjalls, þar sem m.a. gætir
mikilla andstæðna í náttúr-
unni, öðru megin við veginn er
grýttur og hrjóstrugur jarð-
vegur en hinum megin skógar
og gróður sem minna á lands-
lag í Austurrísku Ölpunum.
Það ku hafa verið einhver-
staðar á þessum slóðum sem
Ödipus varð gamla manninum,
föður sínum að bana, fór til
Þebu og kvæntist þar drottn-
ingu sem reyndist vera móðir
hans, en hingað fór hann til að
flýja örlög sín, spádóm vé-
fréttarinnar.
Fyrr en varir erum við stödd
í borginni Arakova sem er í
þúsund metra hæð, hér er opið
fyrir vindum úr öllum áttum,
enda borgin nefnd storma-
borg. Og nokkrum mínútum
síðar erum við búin að leggja
farartækinu rétt við lindina í
Delfi.
Sólin er nú farin að hella
geislum sínum af miklu örlæti
yfir ferðafólkið, eflaust við
mismikla hrifningu, því fátt er
um skuggsæla staði á leiðinni
upp hlíðina. Hér á þessum
stað stóð áður lítið þorp, en
franskur fornleifafræðingur
gróf helgidóminn úr jörð fyrir
um 80 árum, þorpið var flutt
til og stendur nú handan við
hæðina. Fyrir ofan helgistað-
inn gnæfa tveir tindar Parn-
assosfjalls, þar sem mennta-
gyðjurnar eru sagðar hafa
tekið sér bólfestu. Þetta er
töfrandi staður, meistaraverk
náttúrunnar, enda hafa
Grikkir frá fyrstu tíð haft
hann í hávegum, í fornum
grískum sögnum er sagt frá
því er trúaðir menn kon,u
hingað og vildu hlusta á röc d
guðdómsins eins og hún birtist
í vindaþyt í klettaskörðum eða
gufumekki sem sté upp úr
jörðu. Steinninn sem stóð yfir
sprungunni sem gufan kom
upp úr var í augum þeirra
miðdepill landsins og nefndur