Morgunblaðið - 10.02.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.02.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985 B 9 Fjírhirsla Aþenu eins og hún kemur ferðamönnum fyrir sjónir í dag. Þessi veggur var hlaðinn eftir að fyrra Appollonshofið brann 548 f.Kr. til að mynda traustar undirstöður undir það sem síðar var byggt. Súlur hofsins í baksýn. „omfalos" eða nafli heimsins. Yfir hann byggðu þeir must- eri, fyrst helgað Gaiu, móður jörð, en síðar Apollo, hinum fegursta af guðum, guð íþrótta og veiða, tónlistar og æsku. VÉFRÉTTIN — ÖRLAGAVALDUR GRIKKLANDS Delfi var trúarmiðstöð landsins og friðhelgur staður. börn, flytja inn í hús sem ein- göngu var ætlað henni og búa við ákveðnar trúarlegar regl- ur. Véfréttin klæddist skraut- klæöum, hún var þó sjáldan af mjög göfugum ættum, yfirleitt var hún venjuleg bóndakona þar til guðinn Appollo valdi hana sem talsmann sinn. í dag er hof Apollons aðeins nokkrar súlur sem bera við himin. Leiðin upp að hofinu er nefnd hinn heilagi vegur, en hann liggur m.a. fram hjá á brott, við höldum áfram upp brattann, og komum loks að gamla leikvellinum. Þarna standa túristarnir flestir móð- ir, másandi og löðursveittir, skammt frá okkur situr stúlka nokkur sem hefur snúið á sér ökklann og félagar hennar reyna að aðstoða hana eftir föngum. Á vellinum er ungl- ingahópur sem er greinilega í góðu formi, því þeir taka á rás eftir vellinum og hlaupa nokkra hringi. Séð yfir rómverska markaóstorgið í Delfí. Bak við súlurnar má greina verslanir. Appollo var einnig guð vé- fréttarinnar í Delfi og hægt var að biðja guðinn um hvað- eina. Merkasta hlutverkinu gegndi þó véfréttin, en hún gaf svör við ýmsum erfiðum spurningum og var mikill ör- lagavaldur í landinu. Véfréttin mælti fyrir munn Appollons, var nokkurs konar miðill, féll í trans eftir að hafa dreypt á heilögum vökva, og orð hennar og spádómar voru túlkuð af prestum. Véfréttin var venju- lega kona sem komin var yfir fimmtugt. Ekki var talin ástæða til að hún væri hrein mey, en um leið og hún tók að sér þetta guðdómlega starf varð hún að yfirgefa mann og fjárhirslu Aþenu, upp að leikhúsinu. Fjárhirslan var reist eftir stofnun lýðveldis í borginni árið 508 f.K. og þar voru helstu fjársjóðir borgrík- isins geymdir. Reyndar var mjög vinsælt að geyma fjár- muni á hinu heilaga og frið- helga svæði og fjárhirslur því á öðru hverju strái. Við göngum upp að leikhús- inu, en þaðan er fallegt útsýni yfir hlíðarnar í kring. Hér hafa grískir harmleikir verið fluttir fyrir rúmum tvö þús- und árum, og gaman væri að hverfa um stund á eina slíka leiksýningu. Yfir höfðum okkar skín brennheit sólin og rekur allar slíkar hugleiðingar Hitinn er nú orðinn kæf- andi. Við ákveðum að líta að- eins á safnið, þar sem hinn frægi ökumaður er til húsa, gullfalleg stytta sem talin er vera frá því um 500 f.K. Og síðan tökum við á rás niður í lindina sem er skammt frá bílnum okkar, en þar hefur myndast biðröð af þyrstum ferðamönnum. Lindin svalar sárasta þorstanum, en ferða- fólkið stígur aftur upp í bíla og rútur og yfirgefur þennan forna helgireit. Framundan er akstur í farartækjum nútím- ans, eftir hraðbrautum sem stinga undarlega í stúf við hellulagðan heilagan veg í Delfi. Þessi steinn er fyrir utan rómversku búóirnar sem taldar eru vera frá 4. öld f.Kr. Ekki er gott að segja hvaft þessi kross merkir. IVtYNDIR OG TEXTI: VALGERÐIJR JONSDOTTIR I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.