Morgunblaðið - 10.02.1985, Page 10

Morgunblaðið - 10.02.1985, Page 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985 IAFTURGONGURI Stalin er enn sprell- lifandi — þannig séð Ráðamönnum í Moskvu finnst fátt eins skemmtilegt og ein- hvers konar stórafmæli og að þessu leyti verður nýbyrjað ár óvenjugjöfult. 40 ár eru liðin frá stríðslokum, 80 ár frá byltingunni 1905 og 50 ár frá stofnun þeirrar verkalýðshreyfingar, sem kennd er við vinnusjúklinginn Stakh- anov. I síðasta mánuði var annað afmæli, tengt minningu Stalíns, en um það var hins vegar þagað þunnu hljóði. Fyrir fimmtíu árum efndi Stal- ín til fyrstu réttarhaldanna yfir andstæðingum sínum innan kommúnistaflokksins. Grigori Zinoviev og Lev Kamenev, sam- herjar Lenins, voru þá fundnir sekir um að hafa með „hugmynda- fræðilegum" hætti hvatt til morðsins á Kirov, flokksleiðtoga í Leningrad, sem þótti mjög dular- fullt. Þeir voru báðir dæmdir í fangelsi, en seinna var efnt til nýrra réttarhalda yfir þeim og þá játuðu þeir að hafa lagt á ráðin um að myrða Kirov og raunar Stalín líka og voru skotnir. Réttarhöld, aftökur og harðir fangelsisdómar höfðu verið dag- legt brauð í Sovétríkjunum fyrir 1935, en í janúar það ár fannst Stalín tími til kominn, að flokkur- inn færði dálitlar fórnir líka. Þeg- ar þeirri hrinu lauk, lágu hundruð þúsunda kommúnista í valnum, þ.á m. herforingjar, ráðherrar og félagar í stjórnmálaráðinu. í sov- éskum kennslubókum er sagt frá þessum atburðum og þeir for- dæmdir, en á mjög stuttaralegan hátt. Það er heldur ekki líklegt, að sovéskir ráðamenn muni nokkru sinni gera endanlega upp sakirnar STALÍN: minningin gegnsýrir kerf- ið. við þessa atburði og ógnarstjórn Stalíns. Krúsjeff komst kannski hvað næst því þegar hann gaf í skyn, að Stalín hefði sjálfur látið myrða Kirov, en síðan hefur ekki verið talað um það meir þótt all- flestir erlendir fræðimenn séu sömu skoðunar. Væntanlegt 40 ára afmæli stríðslokanna á sinn þátt í þessari afstöðu og minning- in um Stalín gegnsýrir ennþá sov- étkerfið og þjóðarvitundina. Að kveða niður vofu Stalíns er eins og meiriháttar viðgerð á gömlu húsi: Það er betra að fara varlega og brjóta ekki niður burðarveggina. Þegar kom fram á árið 1945, var Stalín vinsæll leiðtogi í Sovétríkj- unum og hann þurfti ekkert að óttast um sætið sitt þótt hann leyfði Zhukov hershöfðingja að heilsa sigurgöngunni á Rauða torginu af hvítum hesti. Sá ljómi, sem leikur um Stalín sem foringj- ann í fræknasta sigri Rússa, mun líklega aldrei hverfa, og þess vegna er það ekkert undarlegt þótt nú vilji sumir endurvekja nafnið Stalíngrad, sem má heita sam- nefnari fyrir þjáningar Rússa í stríðinu og glæsta sigra þeirra. Áður fyrr hét borgin Tsaritsyn, kennd við zarana, keisarana, sem að sjálfsögðu gat ekki gengið, og var hún þá skírð Stalíngrad. Síðar þótti það ekki nógu gott og nú heitir hún Volgograd. í fyrra, þegar hægri hönd Stal- íns, Vyacheslav Molotov, varð 94 ára gamall, var hann aftur tekinn í flokkinn, en það var þó ekki í neinum tengslum við hugsanlega endurreisn Stalíns. Molotov er enn opinberlega talinn ábyrgur að sín- um hluta fyrir ógnarstjórninni miklu og vitað er, að hann iðrast einskis. Hann var rekinn úr flokknum fyrst og fremst vegna andstöðu sinnar við Krúsjeff, en ekki vegna þess að hann var glæpanautur Stalíns. Arfur Stalíns er mikill og að- dáendur hans nú á dögum vilja trúa því, að hann hafi verið strangur leiðtogi, sem kom á reglu í samfélaginu. „Við þurfum á hans líka að halda einmitt núna,“ sagði við mig miðaldra maður, sem hafði komið fyrir mynd af Stalín, gamalli blaðaúrklippu, á bílrúð- unni. Hann var ökumaður að at- vinnu og fyrir honum var Stalín gömlu, góðu dagarnir þegar um- ferðin var minni í Moskvu og starfið auðveldara. Þessi ökumaður og fólk úr hans stétt hefur engin tök á að koma aftur á stalínisma í Sovétríkjun- um og valdastéttin, nokkrar millj- ónir manna, hefur ríka ástæðu til að láta það ekki gerast. Stalín er enn sem eitur í beinum sovésks samfélags vegna þess, að hann neyðir ráðamennina til að breyta sögulegum staðreyndum og koma í veg fyrir, að þjóðin fái að kynnast sannleikanum. Ágætt dæmi um það er myndin um Zhukov marskálk. Stalín þótti Zhukov láta fullmikið yfir sér og árið 1948 skákaði hann marskálk- , inum í hálfgerða útlegð austur til Úralfjalla sem yfirmanni hersins þar. Seinna varð Zhukov fyrsti hermaðurinn til að skipa æðstu virðingarstöðu í flokknum, en þá aðeins til að vera útskúfað á nýjan leik, að þessu sinni af Krúsjeff. Um þetta er steinþagað í kvik- myndinni. - MARK FRANKLAND [GEISLUNl Listin að losna við kjarnakljúf Aþessu ári verður í fyrsta sinn tekinn úr notkun kjarnaklúfur, sem rekinn hefur verið með fullum afköstum í langan tíma. Verður hann tekinn í sundur, komið um borð í flutningapramma og sendur í 7.800 mílna ferð til áfangastað- arins þar sem hann verður graf- inn. Umhverfisverndarmenn, t.d. í Evrópu, hafa mikinn áhuga á þessum flutningi og líta hann vægast sagt óhýru auga. Kjarnaklúfurinn, sem er í Shippingport, 25 mílur frá Pittsburgh í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, hefur nú náð þeim aldri, sem honum er ætlað að endast, en mun samt sem áð- ur verða geislavirkur í þúsundir ára. Þegar hann hefur verið tek- inn í sundur verður hann settur um borð í flutningapramma og dreginn eftir Ohio- og Mississ- ippi-fljóti út í Mexíkóflóa, gegn- um Panamaskurð og norður með vesturströndinni til Washing- tonríkis, þar sem hann verður grafinn á svæði, sem herinn hef- ur til umráða. Eins og fyrr segir verður þetta í fyrsta sinn, sem kjarnaklúfur er tekinn úr notkun og þess IOGÆFUHLIÐIN Allt á kafi í kókaíni Nefnd, sem Bandaríkjaforseti skipaði til að kanna glæpa- starfsemina í landinu, hefur feng- ið þær upplýsingar, að kókaín- verslunin hafi frá árinu 1981 vaxið úr 32 milljörðum dollara upp í 50 milljarða dollara á síðasta ári. Svo mikið er framboðið í bandarískum borgum, að verðið hefur lækkað um helming, og er nú kókaínið, sem lengi hefur verið í tísku meðal hvíts millistéttarfólks, einnig orð- ið yfirfljótandi í fátækrahverfun- Fyrir tveimur árum taldist starfsmönnum eiturlyfjaeftirlits- ins svo til, að 15 milljónir Banda- ríkjamanna hefðu komist í kynni við vímuna, sem fylgir neyslu hvíta duftsins úr coca-plöntunni í Andesfjöllum. Nú eru þeir taldir vera 24 milljónir og kókaínversl- unin er orðin mesta uppspretta ólöglegs gróða í Bandaríkjunum. í skýrslu, sem birt var í fyrra, segir, að afleiðingar kókaínneyslunnar séu geðveiki, heilaskemmdir og dauði, en þrátt fyrir það virðist sem fólk láti sér ekki segjast. Kókaínið leggur nú líf og starf fleiri Bandaríkjamanna í rúst en nokkru sinni fyrr. í Kaliforníuríki einu létust 480% fleiri menn í fyrra en fyrir fjórum árum af völdum kókaínsins og ofbeldisins, sem jafnan fylgir eiturlyfjaversl- uninni. Frá 1982 hefur þeim fjölg- að um 192%, sem leita aðstoðar vegna kókaínnautnar. Hvergi falla fleiri fyrir kókaín- inu en í hinum fjölmennu hverfum svertingja, Asíumanna og fólks af suður-amerískum uppruna. Áður var tiltölulega erfitt að komast yf- ir kókaínið og alltaf hættulegt, en nú er það orðið jafn auðvelt og að koma við í kaupfétaginu. Svo er „grjóthúsunum" svokölluðu fyrir að þakka. „Grjóthúsin", sem eru allt að 1.000 talsins í Los Angeles, eru rammlega víggirt hús eða íbúðir, með rimla fyrir gluggum og hálfs þumlungs þykkt stál í hurðum. Þar er hægt að kaupa kókaín. Viðskiptavinirnir ýta peningunum inn um litla lúgu eins og í bönkun- um og út kemur „grjótið" í litlum plastpoka. „Grjótið" er hreinn kókaínmoli á stærð við fingurnögl, sem eiturlyfjaneytendurnir reykja síðan úr pípu eða neyta á annan hátt. „Grjóthúsin" eru aðallega á veg- um hinna alræmdu unglinga- glæpaflokka í Los Angeles, en að sögn lögreglunnar hafa 65 manns verið drepnir síðustu 12 mánuði í baráttunni um markaðinn. Á ein- um degi geta húsin tekið inn 5—10.000 dollara og mörg miklu meira. „Þann 15. hvers mánaðar, þegar tryggingabæturnar og at- vinnuleysisbæturnar eru greiddar út, tökum við inn 25.000 dollara," sagði einn eiturlyfjasalanna, eftir að hann hafði verið handtekinn, en í fyrra réðst lögreglan til at- lögu við 150 „grjóthús". Vinsældir kókaínsins eru enn jafn miklar meðal fína fólksins í Kaliforníu og það þótt fjöldinn allur af frægu fólki hafi snöktandi viðurkennt að vera þrælar eiturs- ins. Margir kunnir menn hafa lát- ið lífið fyrir kókaíninu og endur- hæfingarstöðvunum fjölgar dag frá degi. Þrátt fyrir það er varla haldið það samkvæmi í Holly- wood, að ekki sé þar kókaín á boð- stólum. — WILLIAN SCOBIE vegna er víða fylgst með fram- kvæmdinni af miklum áhuga. Miklu skiptir líka fyrir kjarn- orkuiðnaðinn, að vel takist til og að hann geti sýnt fram á, að hann sé fær um að koma fyrir á öruggan hátt geislavirkum og banvænum úrgangsefnum. Um- hverfisverndarmenn hafa hins vegar mestar áhyggjur af flutn- ingnum um Panamaskurð. Geislavirk úrgangsefni eru mesta vandamál kjarnorkuiðn- aðarins, sem átt hefur dálítið undir högg að sækja hjá almenn- ingsálitinu að undanförnu. í Bandaríkjunum einum verða a.m.k. 15 kjarnaklúfar teknir úr notkun um aldamótin og aðrir 70 árið 2010 og þess vegna verður iðnaðurinn að sýna almenningi fram á það núna, að hann geti annast verkið á öruggan hátt. Shippingport-kjarnakljúfur- inn er innan í stáltanki og er ætlunin að fylla tankinn með steypu. Allur pakkinn, tankur- inn, kjarnaklúfurinn og steypan, mun þá vega um 770 tonn og verður iyft með geysimiklum krönum um borð í pramma á Ohio-fljóti. Kostnaðurinn við flutninginn verður um 80 millj- ónir dollara. Bandaríska orkuráðuneytið segir, að hér sé um að ræða ódýr- asta flutninginn og minnsta hættan á að verkamennirnir verði fyrir geislun. Ef kjarna- kljúfurinn yrði sendur landleið- ina þyrfti til þess 80 risastóra flutningabíla. Shippingport-kjarnorkuraf- stöðin var sú fyrsta í Ameríku og sú fyrsta í heiminum, sem eingöngu var reist til rafmagns- framleiðslu. Hún tók til starfa árið 1957. — SYLVIA COLLIER. IAUSCHWITZI Sjö þús- undir tórðu af fjórum milljónum Það var 27. janúar árið 1945 sem sovéskir hermenn náðu Auschwitz á sitt vald, alræmdustu útrýmingarbúðum nasista í Pól- landi. Þegar þeir gengu inn um hliðið með yfirskriftinni „Arbeit macht frei“, „Vinnan gerir yður frjálsan", hittu þeir fyrir í búðun- um 7000 mannverur, lifandi beina- grindur, sem rétt drögnuðust áfram, einu eftirlifendurna af fjórum milljónum karla, kvenna f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.