Morgunblaðið - 10.02.1985, Side 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985
Rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg 50 ára:
Hús Rannsóknastofu háskólans við Barónsstíg, sem byggt var
1934.
Bráðabirgðahúsið, byggt 1976.
Fyrsta rannsóknastofan, síðar Líkn, nú í Árbæjarsafni. Rann-
sóknastofan var þar 1917—1934.
,3tærsta framfaraskrefið í
vísindarannsóknum á Islandiu
— segir forstöðumaðurinn, Jónas Hallgrímsson, prófessor
Á SÍÐASTLIÐNU ári var hálf öld liðin frá því að hafin var starfræksla Rannsóknastofu
Háskólans við Barónsstíg. Háskólinn hafði þá starfrækt rannsóknastofu í hátt á annan áratug
annars staðar í bænum, en haustiö 1934 var hús Kannsóknastofunnar við Barónsstíg tekið í
notkun. Þar sem almenningur veit yfirleitt lítið um þá starfsemi sem fram fer innan veggja
Rannsóknastofunnar, þótti við hæfí að skyggnast þar innfyrir í tilefni afmælisins. Það var
gert á dögunum í fylgd prófessors Jónasar Hallgrímssonar, sem er forstöðumaður stofnunar-
innar. Einnig var rætt við aðra yfirlækna Rannsóknastofunnar, þá Arinbjörn Kolbeinsson,
yfírlækni sýkladeildar, og Ólaf Bjarnason, yfírlækni réttarlæknisfræðideildar.
Stærsta framfarasporið á
sviði læknavísinda á íslandi
Jónas sagði fyrst frá stofnun og
sögu Rannsóknastofunnar: „Rann-
sóknastofa Háskólans var stofnuð
árið 1917 og var hún til húsa í
gömlu „Líkn“, timburhúsi við hlið-
ina á alþingishúsinu. Þá var stofn-
uð dósentsstaöa í meina- og sýkla-
fræði við læknadeild Háskóla ís-
lands, sem Stefán Jónsson var
skipaður í, og varð hann þar með
fyrsti forstöðumaður Rannsókna-
stofunnar. Þá voru aðeins tveir
aðrir fastráðnir kennarar við
læknadeildina, prófessorar í hand-
læknisfræði og líffærafræði. Guð-
mundur Thoroddsen tók við af
Stefáni árið 1923 en árið 1926 var
Níels Dungal skipaður dósent, þá
ungur maður nýkominn frá námi.
Tók hann þá jafnframt við for-
stöðu Rannsóknastofunnar. Hann
var skipaður prófessor árið 1932
og gegndi þessum störfum þar til
að hann lést, árið 1965. Þá tók
Ólafur Bjarnason við. Árið 1978
var stofnað prófessorsembætti í
réttarlæknisfræði og réttarlækn-
isfræðideild hér og tók Ólafur við
þessum störfum en ég var skipað-
ur prófessor í meinafræði og tók
þá jafnframt við forstöðu Rann-
sóknastofunnar, sem því starfi
fyteir.
Haustið 1934 var hús Rann-
sóknastofunnar við Barónsstíg
tekið í notkun. Starfsemin fór
myndarlega af stað og var ný-
tískuleg, miðað við það sem þá
þekktist. Aðalverkefnin voru sjúk-
dómagreiningar í meina- og sýkla-
fræði, kennsla læknanema og vís-
indalegar rannsóknir undir stjórn
Níelsar Dungal. í upphafi var
húsaskipan sú að í kjallaranum
voru krufningar, rannsóknastof-
urnar á 1. hæð, á 2. hæð íbúð Ní-
elsar og kennslustofa og í risinu
geymslur, kaffistofa og ljós-
myndastofa.
Frá upphafi hafa þrjár greinar
læknisfræðinnar tilheyrt verkefn-
um Rannsóknastofunnar. Líffæra-
meinafræði: Sjúkdómagreiningar
á vefjum sem teknir eru í skurðað-
gerðum og krufningar Sýkla-
fræði: Greining á sýklum úr hvers
konar sýkingum. Réttarlæknis-
fræði: Réttarkrufningar sam-
kvæmt lögum um mannskaða-
rannsóknir, það er á þeim sem lát-
ast skyndilega eða voveiflega. Vís-
indaverkefni voru fyrst aðallega á
sviði sýklarannsókna, bæði á
mönnum og búfé. Síðar urðu
krabbameinsrannsóknir helsta
vísindaverkefnið og urðu tilraunir
Níelsar Dungal með saltaðan og
reyktan mat þekktar víða um
heim. Út frá búfjársjúkdóma-
rannsóknunum spratt síðan Til-
raunastöð Háskólans í meinafræði
sem tók til starfa á Keldum árið
1948, undir forstöðu dr. Björns
Sigurðssonar, sem var brautryðj-
andi á sviði rannsókna á hæg-
gengum veirusjúkdómum. Starfs-
menn voru 7 við opnun, árið 1934,
en eru nú samtals 94, þar af 18
læknar. Sumir starfsmannanna
eru reyndar í hlutastarfi.
Við byggingu húss Rannsókna-
stofunnar við Barónsstíg varð
bylting á sviði þeirra fræða sem
hér voru stunduð, bæði hvað varð-
ar þjónustu og vísindarannsóknir.
Einnig í kennslu læknanema. Ég
held að óhætt sé að segja að þetta
hafi verið stærsta framfaraskrefið
á sviði vísindarannsókna á ís-
landi. Níels Dungal stóð fyrir
byggingu hússins af sínum al-
kunna dugnaði og bjartsýni. Hon-
um tókst það þrátt fyrir árekstra
við ýmsa valdamenn í þjóðfélag-
inu í þá daga. Húsið var að nokkru
leyti byggt fyrir fé sem fékkst af
sölu bóluefnis við sauðfjársjúk-
dómum sem Níels framleiddi og að
nokkru fyrir opinberar fjárveit-
ingar."
Níels Dungal, prófessor, forstöðu-
maður 1926—1965.
Gæði sjúkrahúsa fara eftir
þeim rannsóknum og aðgerð-
um sem framkvæmdar eru
„Síðan hafa þessar þrjár grein-
ar læknisfræðinnar, líffæra-
meinafræði, sýklafræði og réttar-
læknisfræði, verið stundaðar hér í
vaxandi mæli, eftir því sem þörf
hefur verið á á hverjum tíma.
Rannsóknastofan hefur þjónað
öllu landinu frá upphafi og gerir
enn að mestu leyti. Auk þjónustu
Ólafur Bjarnason, prófessor,
forstöðumaður 1965—1978, núver-
andi yfirlæknir réttarlæknisfræði-
deildar.
og kennslu lækna og annarra heil-
brigðisstétta hafa áfram verið
stundaðar vísindalegar rannsókn-
ir, eins og í upphafi.
Árið 1977 var tekið í notkun
bráðabirgðahús hér á lóðinni sem
tvöfaldaði húsrými okkar, en varð
samt strax of lítið. Einnig hefur
farið fram endurnýjun á eldra
húsinu en þeirri endurnýjun er
enn ekki að fullu lokið vegna fjár-
skorts. Starfsemin fer núna fram í
þessum tveimur húsum. Sýkla-
fræðin flutti alveg í nýja húsið en
önnur starfsemi fer fram í báðum
húsunum, sem er til nokkurs
óhagræðis. Reksturinn hér hefur
lengst af verið á vegum Ríkisspít-
alanna og nú er stofnunin í raun
hluti af Ríkisspítölunum. Þrátt
fyrir það heldur hún sínu gamla
nafni og hefur sérstakan fjárhag.
Reksturinn stendur undir sér inn-
an þess þrönga ramma sem okkur
hefur verið markaður af ríkisvald-
inu. Tengslin við Háskóla íslands
eru fólgin í því að prófessorinn í
meinafræði er jafnframt forstöðu-
maður Rannsóknastofunnar og
hér starfa flestir kennararnir í
meina-, sýkla- og réttarlæknis-
fræði.
Rannsóknastofan er dæmigerð
fyrir rannsóknastofu við stórt
sjúkrahús, en rannsóknastofurnar
eiga verulegan þátt í sjúkdóma-
greiningum og ákvarðanatöku
varðandi meðferð. Þetta þekkir al-
menningur ekki, því að honum
snýr fyrst og fremst legurýmið á
sjúkrahúsunum. Það er svo í dag
að stærð og gæði sjúkrahúsa eru
ekki lengur miðuð við rúmafjölda,
nema að litlu leyti, heldur frekar
við þær rannsóknir og rannsókna-
aðgerðir sem framkvæmdar eru,
Jónas Hallgrímsson, prófessor, forstöðumaður frá 1978.