Morgunblaðið - 10.02.1985, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBROAR 1985
B 13
til dæmis hjartaþræðingar, spegl-
anir, röntgenskoðanir og sýnatök-
ur úr vefjum og blóði.“
Vefjarannsóknir þýð-
ingarmestu verkefni
líffærameinafræðideildar
Jónas er yfirlæknir líffæra-
meinafræðideildarinnar og lýsti
hann starfsemi hennar á eftirfar-
andi hátt: „Á sviði líffærameina-
fræði eru vefjarannsóknir stærsta
verkefnið og jafnframt það þýð-
ingarmesta, því á þeim byggist oft
sjúkdómsgreining, mat á árangri
aðgerða og val á frekari meðferð.
Sérstaklega er þetta þýðingarmik-
ið í krabbameinslækningum. Við
fáum sýni hingað frá öllum
skurðstofum landsins og þeim
læknum sem taka vefjasýni á
lækningastofum sínum. Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri fær
vissa þjónustu hér en þar starfar
meinafræðingur sem gerir endan-
legar sjúkdómagreiningar. Árið
1983 komu hingað til rannsóknar
vefjasýni frá tæplega 14 þúsund
sjúklingum.
Sem dæmi um vefjarannsóknir
get ég nefnt fæðingarblettina sem
til umræðu hafa verið í fjölmiðl-
um vegna tengsla á milli sólbaða
og notkunar sólarlampa og húð-
krabbameins. Öll slík sýni eru
send hingað og meinafræðingar
greina hvort um er að ræða
krabbamein eða saklausa fæð-
ingarbletti og meta jafnframt
hvort allt meinið hafi verið numið
á brott við skurðaðgerð, en það
sést ekki nema með smásjárskoð-
un.
Smásjárskoðun fer fram á ör-
þunnum vefjasneiðum og er þann-
ig hægt að skoða einstakar frumur
mjög vandlega. Sneiðarnar eru
einungis um tveir þúsundustu af
millimetra að þykkt. Til þess að
átta sig betur á, hversu þunnar
þær eru, getum við sagt sem svo,
að 500 slíkar sneiðar lagðar saman
yrðu aðeins einn millimetri að
þykkt. Meinatæknar skera sneið-
arnar á sérstökum skurðsleðum og
lita þær en meinafræðingar fram-
kvæma síðan sjúkdómagreiningar.
Með þessari greiningaraðferð fær
skurðlæknirinn sjúkdómagrein-
ingu tveim til þrem dögum eftir
aðgerð. Finni skurðlæknir við
skurðaðgerð eitthvað sem hann
hefur grun um að geti verið
krabbamein eða vilji hann fá end-
anlega staðfestingu á vefjameini á
meðan á aðgerð stendur, til að
geta gert nauðsynlega aðgerð
strax, er hægt að gera vefjagrein-
ingu á nokkrum mínútum. Vefja-
sýni er þá sent hingað beint frá
skurðstofunni með sérstökum
sendiboða, vefurinn hraðfrystur,
sneiddur, litaður og skoðaður og
skurðlækninum síðan gefinn úr-
skurður símleiðis innan nokkrra
mínútna frá því að sýni er tekið.
Þessi aðferð er til dæmis viðhöfð
þegar um er að ræða greiningar og
skurðaðgerðir vegna krabbameins
í brjóstum kvenna.
Við eigum megnið af þeim
vefjasneiðum sem gerðar hafa
verið hér frá upphafi . Þær eru
nauðsynlegar til samanburðar við
ný sýni frá fólki sem gengur undir
endurteknar skurðaðgerðir og sem
efniviður við vísindalegar rann-
sóknir á hegðun og útbreiðslu
sjúkdóma, eins og til dæmis
krabbameins. Starfsmenn Rann-
sóknastofunnar hafa ritað fjölda
vísindalegra ritgerða sem byggðar
hafa verið á þessum efniviði.
Nær þridji hver látinn
íslendingur krufinn
Hér er gerður verulegur hluti
þeirra krufninga sem gerðar eru í
iandinu en láta mun nærri að
þriðji hver íslendingur sem deyr
sé krufinn til könnunar á dánar-
meini og öðrum sjúkdómum sem
þá hrjáðu. Þetta er með því mesta
sem gerist í heiminum. Réttar-
krufningar hafa nokkra sérstöðu
eins og fram kemur síðar.
Þrátt fyrir háþróaða tækni,
menntun og reynslu lækna leikur
oft vafi á endanlegri dánarorsök
og útbreiðslu sjúkdóma í líkaman-
um. Krufningar skera þar úr um
og læknar telja þær nauðsynlegar
til að fá endanlega vitneskju um
hvað þeir voru að fást við, ekki
sist til að nota þá reynslu við
næsta sjúkling sem ber að með
svipaða sjúkdómsmynd. Gæði
sjúkrahúsa eru oft metin eftir því,
hversu hátt hlutfall þeirra, sem
þar deyja, fer til krufningar. Oft
er sagt að þetta sé einfaldasta
gæðamat á sjúkrahúsum. Þessi
orð má þó ekki misskilja þannig
að gæði sjúkrahúsa séu ekki fyrst
og fremst fólgin í því hversu
marga tekst að lækna á viðkom-
andi sjúkrahúsum, heldur að með
krufningum fari sem minnst fram
hjá af því sem raunverulega var
að sjúklingunum.
Hér eru til allar krufninga-
skýrslur síðan árið 1934. Við lest-
ur þeirra má sjá breytingar á
þeim sjúkdómum sem herjað hafa.
Ég get nefnt sem dæmi að í elstu
skýrslunum voru berklar yfir-
gnæfandi sjúkdómur, sérstaklega
í ungu fólki. En nú eru það hjarta-
og æðasjúkdómar og krabbamein
hjá eldra fólki og slys hjá yngra
fólki, sem eru algengustu dánar-
orsakirnar.
Litningarannsóknir hafa verið
gerðar hér á landi á annan áratug,
fyrst á vegum erfðafræðinefndar
Háskólans en síðan á okkar veg-
um. Þetta er ung fræðigrein og í
örum vexti. Fyrir rúmum þrem
áratugum höfðu menn til dæmis
rangar hugmyndir um litninga-
fjölda í mannsfrumu, en síðan
hafa framfarirnar orðið svo stór-
stígar að nú er hægt að lesa úr
litningum mannsins eins og á bók.
Megnið af litningarannsóknum í
dag er á legvatni til ákvörðunar á
hugsanlegum fósturgöllum, sem
gætu gert fóstureyðingu nauðsyn-
lega. Fóstureyðing er ekki gerð
nema að undanfarinni erfðaráð-
gjöf á vegum barnadeildar og
kvennadeildar Landspítalans.
Annað stórt verkefni er að rann-
saka blóð frá börnum sem fæðast
með vanskapnað eða fólki sem
aðrir gallar koma fram f síðar á
ævinni og gætu verið erfðabundn-
ir.“
V ísindarannsóknir eru
hluti af starfseminni
Á sviði líffærameinafræðinnar
eru hér aðallega stundaðar vís-
indarannsóknir á tveimur sviðum:
Annarsvegar á krabbameini í ís-
lendingum og hinsvegar á hjarta-
sjúkdómum í mönnum og til-
raunadýrum. Með rannsókn á
hjartasjúkdómum tökum við þátt i
stóru verkefni sem dr. Sigmundur
Guðbjarnason hjá Raunvísinda-
stofnun Háskólans stýrir og orð-
inn er vel þekktur fyrir, bæði
innanlands og utan.
Rannsóknirnar á hjartasjúk-
dómum eru mælingar á fitu í
hjartavöðva manna sem dáið hafa
úr hjartasjúkdómum, aðallega
kransæðastíflu, og samanburður
við þá sem látist hafa af öðrum
ástæðum en voru með eðlilegt
hjarta. Reynt hefur verið að lesa
út úr þessu, í tengslum við rann-
sóknir á tilraunadýrum, hvaða
þátt fitubúskapur hjartans eigi í
starfsemi þess og hættu á hjarta-
sjúkdómum.
Krabbameinsrannsóknirnar
hafa aðallega falist í flokkun
hinna ýmsu tegunda krabbameins
innan sama líffæris og tíðni þeirra
á tslandi samanborið við önnur
lönd. Við þær hefur verið haft ná-
ið samráð við starfsmenn krabba-
meinsskrár Krabbameinsfélags
tslands. Þessar rannsóknir hafa
til dæmis leitt t ljós að ákveðnar
tegundir af krabbameini eru al-
gengari hér en í öðrum löndum
Evrópu og ýmsum líkum verið
leitt að því hvernig á því standi.
Til dæmis er lungnakrabbamein
hjá konum óvenju algengt á ís-
landi og líklegt talið að það megi
rekja til reykinga. Krabbamein í
þvagblöðru er óvenju algengt hjá
íslenskum konum og hefur verið
Arinbjörn Kolbeinsson, yfirlsknir sýkladeildar, við blóðræktunartæki deild-
arinnar.
Kennsla læknanema er mikilvægur þáttur starfseminnar. Hér eru nokkrir
læknanemar í „Krukkuborg", sem er líffærasafn notað til kennslu.
Unnið við konubrjóst, sem tekið var vegna krabbameins.
Vefjasýni sneitt í örþunnar sneiðar til smásjárskoðunar.
Unnið við rannsókn á litningum.
bent á reykingar og kaffidrykkju í
því sambandi. íslendingar, ásamt
hinum Norðurlandaþjóðunum, eru
mestu kaffiþambarar veraldar. Til
dæmis er kaffineysla sumra Evr-
ópuþjóða nú rétt komin upp á það
stig sem var hjá okkur um síðustu
aldamót.
Síðastliðin fimm ár hefur verið
starfandi hér sérstök deild á sviði
frumulíffræði. Hún er í leiguhús-
næði í Hjúkrunarskóla íslands og
er þar fengist við tilraunir sem
snerta orkubúskap í einfrumung-
um og krabbameinsfrumum. Þess-
ar rannsóknir tilheyra svokölluð-
um grunnrannsóknum í læknis-
fræði sem hafa sáralítið verið
stundaðar hér á landi fram til
þessa. Frumulíffræðideildin ann-
ast einnig mælingar á næmi
krabbameins í brjósti fyrir kyn-
hormónum. Þegar krabbamein er
tekið úr brjósti konu fer hluti af
æxlinu ferskur, og því með lifandi
frumum, þangað og á grundvelli
mælinga er ákvörðun um lyfja-
meðferð tekin, þegar hennar er
þörf. Þetta er ein af mörgum nýj-
ungum í læknisfræði sem hafa
verið að ryðja sér til rúms hér á
landi síðustu árin.“ Þannig lauk
Jónas Hallgrímsson frásögn sinni
af starfsemi líffærameinafræði-
deildarinnar.
Bakteríur og sveppir
aðalrannsóknarverkefni
sýkladeildar
Arinbjörn Kolbeinsson er yfir-
læknir sýkladeildar Rannsókna-
stofunnar og skýrði hann frá
starfseminni, sem er til húsa í
bráðabirgðahúsi stofnunarinnar á
Landspítalalóðinni, á eftirfarandi
hátt í samtali við blm.: „Þessi
starfsemi var í upphafi og lengst
af tengd líffærameinafræðinni.
Árið 1976 var stofnuð sýklarann-
sóknadeild með sérstökum yfir-
lækni og starfsémin flutt í nýtt
húsnæði, þar sem hún hefur verið
síðan.
Hlutverki deildarinnar má
skipta í fjóra meginþætti: 1.)
Aðalstarfssviðið er þjónustur-
annsóknir fyrir sjúkrahús, aðrar
heilbrigðisstofnanir og lækna. Að-
alverkefni á þessu sviði eru ann-
ars vegar rannsóknir á bakterium
og sveppum og hinsvegar blóð-
vatnsrannsóknir. 2.) Kennsla í
sýklafræði (bakteríufræði) fyrir
stúdenta í greinum heilbrigðisvís-
inda á háskólastigi. 3.) Ráðgjafar-
og fræðsluþjónusta fyrir starfslið
heilbrigðisstofnana og stjórnend-
ur heilbrigðismála. 4.) Grunn-
rannsóknir, úrvinnsla gagna og
ritstörf.
Þetta er eina rannsóknastofan
hér á landi sem vinnur að öllum
þessum þáttum sýklafræðinnar og
stór hluti rannsóknanna er ein-
göngu framkvæmdur hér. Einfald-
ari rannsóknir eru gerðar á 20
sjúkrahúsum og heilsugæslustöðv-
um víðs vegar um landið. Þessar
litlu rannsóknastofur starfa í nán-
um faglegum tengslum við sýkla-
rannsóknadeild RH.
Á fyrstu áratugum Rannsókna-
stofu Háskólans var þróun í sýkla-
rannsóknum hægfara og þörfin
fyrir þær að mestu takmörkuð við
greiningu sjúkdóma af völdum
berklabaktería, þarmabaktería,
barnaveikibaktería og kíghósta-
baktería. Eftir 1950 urðu snögg
umskipti, þá jókst notagildi
bakteríufræði við greiningu og
meðferð margra smitsjúkdóma.
Orsökin var sú að sýklalyfin, sem
tekin voru í notkun snemma á
fimmta áratugnum, hættu að
verka á ýmsar sýkingar, sem þau
höfðu áður læknað. Bakteríurnar
höfðu öðlast ónæmi gegn lyfjun-
um. Þetta kallaði á skjóta og
nákvæma greiningu sjúkdóma af
völdum baktería og sveppa, ásamt
könnun á næmi bakteríanna fyrir
hinum ýmsu sýklalyfjum. Beiðn-
um um almennar bakteríurann-
sóknir og næmispróf tók nú mjög
að fjölga enda lögðu þessar rann-
sóknir grundvöllinn að réttri
greinigu og meðferð bakteríu- og
sveppasjúkdóma.