Morgunblaðið - 10.02.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.02.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985 B 15 Saxófónn og sígild tónlist Sígildar skífur Konráö S. Konráðsson Eftir: L-E. Larsson, A. Glazunov og J. Panula. Einleikari á altsaxófón: Pekka Savijoki. Nýja Kammer- hljómsveit Stokkhólms. Stjórn- andi: Jorma Panula. BIS LP-218, Digital, DMM. Útgáfuár: 1983. Til hliðsjónar: L-E. Larsson: Kon- sert fyrir saxófón og strengjasveit op. 14. Symfóníuhljómsveit sænska útvarpsins; Stj.: L. Seger- stam; Einl.: C. Johnsson. (Caprice CAP 1242). Það mun hafa verið árið 1846 sem Adolphe Sax fékk einkaleyfi í Brussel fyrir því hljóðfæri, sem við í dag nefnum saxófón. Að gerð er saxófónninn bastarður málm- og tréblásturshljóðfæris. Þannig er pípusveigt hljómrörið úr látúni með íyklum líkt og óbóið, en munnstykkið einfalt reyrblað, sömu gerðar og í klar- ínettunni. Af hljóðfærinu eru nú fjögur afbrigði helst: Sópran, alt, tenór og baríton. Sakir þess- ara sérstæðu eiginleika sinna vann saxófónninn sér fljótlega sess í lúðrasveitum samtímans, þar sem hann brúaði bilið milli málm- og tréblásturshljóðfær- anna. Síður gekk hljóðfærinu hins vegar að vinna sér sess í alvarlegri tegund tónlistar þar sem að vonum ekki voru til nein sígild verk þar sem notast var við þessa gerð hljóðfæris. Þann- ig er t.d. enn í dag ekki gert ráð fyrir saxófón í hefðbundinni skipan symfóníuhljóm- sveitarinnar. Saxófónninn náði hins vegar, við afskipti Bandaríkjamanna af fyrri heimsstyrjöldinni og hern- aði þeirra í Evrópu, til Banda- ríkja N-Ameríku og var tekið tveim höndum af djasslista- mönnum vestur þar. Þarf vart að tiunda það fyrir lesandanum að saxófónninn varð á skömmum tíma eitt höfuðhljóðfæri þeirrar tegundar tónlistar, aðdáendum alvarlegri tónlistar oft til sárrar armæðu, þar sem hljóðfærinu er oft á tíðum beitt og í það blásið án tillits til upprunalegrar gerð- ar eða augnamiðs. Svo er þó raunar einnig hvað varðar eitt þeirra nýklassísku verka á þeirri mætu skífu sem hér er til um- fjöllunar. Sænska tónskáldið Lars-Erik Larsson skrifaði verkið „Konsert fyrir saxófón og strengjasveit" á fjórða áratugnum sérstaklega fyrir saxófónleikarann Sigurd Rascher. Rascher þessi var á sín- um tíma frægur fyrir óvenjulega kunnáttu sína og leikni á hljóð- færi sitt. Tókst honum að ná úr því tónum og hljómum, sem að öllu jöfnu voru utan við tónsvið þess. Beitti hann til þess brögð- um sem öðrum saxófónleikurum samtímans voru ókunn eða ógerleg. Það var einmitt m.t.t. þessarar sérstöku leikni Rasch- ers sem Larsson skrifaði verkið á sínum tíma. Úir þar og grúir af brellum og brögðum þar sem Rascher fékk að njóta sín, en varð og til þess að konsertinn hefir lítt sem ekkert verið leik- inn síðan. Þess vegna einfaldaði Larsson verk sitt nýverið til að verkið yrði auðveldara í flutn- ingi. Það er þó í upprunalegri gerð, sem konsertinn er fluttur hér af saxófónleikaranum Pekka Savijoki. Savijoki fæddist í Helsinki 1952 og lauk námi í saxófónleik frá Sibelius-akademíunni finnsku 1977. Savijoki mun hfa eytt til þess mánuðum að ná fram tónbrigðum og yfirtónum þeim sem Larsson skrifar og er ekki að heyra að þeim tíma hafi hann kastað á glæ. Með góðum stuðningi Nýju kammersveitar Stokkhólms, undir stjórn landa síns, Jorma Panula, fer Savijoki á kostum troðnar jafnt sem ótroðnar slóðir á altsaxófón sín- um svo áheyrandinn situr eftir að leiknum Ioknum spyrjandi sjálfan sig hvort þetta hafi virkilega verið jafn erfitt fyrir flytjandann og sagt var. — Er leikur hans snarpur og ákveðinn og er síst að heyra að honum verði hált á svellinu þó víða sé farið og oft út fyrir hin viður- kenndu mörk tónsviðs altsaxó- fónsins. Hin verkin tvö, eftir þá Alexandr Glazunov, sem raunar skrifaði verk sitt einnig með Rascher í huga, og Jorma Pan- ula, stjórnanda strengjasveitar- innar, eru einföld og áferðarfal- leg, en sist jafn tilþrifamikil og athyglisverð og konsert Lars- Eriks Larssons. Athyglisvert er til saman- burðar að hlýða á nýja útgáfu Caprice (CAP 1242) á konsert Larssons þar sem leikin hin ný- lega útgáfa hans á verkinu. Er þar að heyra annan og róman- tískari Larsson en fyrr. Þar er sleppt s.s. áður er að vikið brell- um og hátónaloftfimleikum Raschers, en fyrir vikið er sem verkið öðlist heillegri svip og tónlistin streymir ljúfar. Þannig er verkið í þessari nýju útgáfu auðteknara en þó um leið nokkru sviplausara en frumgerðin. Upptakan er með ágætum, svo sem vænta má af von Bahr. Tónmyndin er skýr og djúp, en á stundum en þó sem einleiks- hljóðfærið flökti í tónsviðinu og lyklaglamrið er stöku sinnum truflandi; hvort tveggja þó smá- vægilegir agnúar á annars fag- urlega unninni útgáfu. Pressun og frágangur sömuleiðis sem von er í besta gæðaflokki. Annaðist Teldec pressun, sem unnin er samkvæmt „direct metal mast- ering“-aðferð. Ekki get ég stillt mig um að hafa á eftir þessu spjalli svolít- inn eftirmála: Þar sem norrænu verkin tvö eru næsta fáséð á skífu hefir útgáfu þessarar verið getið víða og er um hana fjallað m.a. í tveim stærstu tímaritun- um sem um sígildar skífur fjalla á Bretlandseyjum: „Gramo- phone" og „HiFi News & Record Review". Var gagnrýnandi hins fyrrgreinda ákaflega hrifinn af útgáfunni, bæði hvað snertir tónlist og tækni, en gagnrýnandi HFN&RR hafði hins vegar allt á hornum sér og taldi m.a. að Sa- vijoki spilaði falskt er hann hætti sér í hátónana. Hlutust af þessu offorsi gagnrýnandans opin bréfaskipti í hvössum tón milli Roberts von Bahr (stjórn- anda upptöku og framleiðanda) og gagnrýnandans, Barbara John, sem birt voru í HFN&RR. Allt um það, en niðurstaðan hlýtur að vera sú að síst skyldi taka gagnrýni hvers konar sem tæmandi sannleik, heldur frem- ur sem einstaklingsbundið álit. Það álit getur lesandirin síðan haft sér til gamans eða jafnvel til hliðsjónar þegar hann svo myndar sér sína eigin skoðun á því sem um ræðir. TILBOÐ ÓSKAST Tilboö óskast í Ford Bronco II X LT árgerö 1984, sem veröur á bifreiöaútboöi þriöjudaginn 12. febrúar nk. kl. 12—15 aö Grensásvegi 9. Sala varnarliðseigna. ÞUGETUR AUBVmB MALADAFTUR B< Ml ÞAXFT ÞAB EKKl Ending og styrkur International málningar ersiíkur að ein yfirferð með henni er margfaldur jafnoki venjuiegrar málningar. íLitahúsinu á Hringbraut 119 færðu International plastmálningu, gólfmálningu, húsgagnalakkog skipamálningu. Þar fást einnig ýmis verkfæri, lím og þéttiefni. Opið: mánudaga-fimmtudagakl. 9.00-18.00, föstudagakl. 9.00-19.00 og laugardaga kl. 9.00-16.00. International - níðsterk og ódýr LITAHÚSID HRINGBRAUT119, SÍM116550.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.