Morgunblaðið - 10.02.1985, Page 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985
Kapphlaup landkönnuðanna um að komast
fyrstir á enda veraldar, það er á Norður-
pólinn og Suðurpólinn, og glæsilegir sigrar
og harmleikir, sem því voru samfara á ár-
unum fyrir fyrri heimsstyrjöldina, komu á
haustdögum á dagskrá vegna frábærra
sjónvarpsþátta um eina af höfuðpersónun-
um, Englendinginn Ernest Shackleton. At-
hyglin beinist þar að sjálfsögðu að honum
þótt þar komi við sögu ferðir landa hans
Roberts Scott og Norðmannsins Roalds
Amundsen, sem báðum tókst að komast á
Suðurpólinn með mánaðar millibili. En
hlutur þeirra í sjónvarpsþáttunum vakti
spurningar og áhuga hjá yngra fólki, sem
ekki man þá tíma þegar hetjudáðir
heimskautafaranna voru á hvers manns
vörum um allan heim. Fjölmargar bækur
hafa verið skrifaðar og gefnar út um þessa
þrjá og aðra þá, sem þátt tóku í þessu
kapphlaupi við að komast áleiðis og sífellt
nær pólunum. Einnig um ástæðurnar fyrir
því að Bandaríkjamaðurinn Peary varð á
undan Amundsen á Norðurpólinn og að
Amundsen varð svo á undan Scott á Suð-
urpólinn og að Scott og félagar hans kom-
ust ekki lífs til baka, eins og sást í sjón-
varpsþáttunum þar sem þeir lágu hel-
frosnir í tjaldi sínu. Hér verður því til
fróðleiks gluggað í nokkrar þessara bóka
og birtar myndir úr þeim. En þeim sem
enn kynnu að vilja vita meira um atburði
og persónur þessara hetjusagna og harm-
leikja bent á bækurnar sjálfar.
Viðhorf og aðstæður hafa
á þeim 70 árum sem liðin
eru breyst svo mikið að
varla er von að nútíma-
fólk geti áttað sig á þvf. í bókinni
um kaptein Scott og harmleikinn
á Suðurskautinu, sem til er f ís-
lenskri þýðingu, skrifar Sir Vivian
Fuchs í formála: „í þessari bók eru
höfuðþættirnir f sögu Scotts
dregnir skýrum dráttum. Um leið
kemur glöggt í ljós munurinn á
hugsunarhætti og aldaranda
okkar kynslóðar og þeirra manna
er uppi voru í lok Viktoriutfmans.
Þjóðarstolt, drengskapur, agi og
sjálfstjórn eru ekki lengur metnir
á sama hátt og þá. Þegar við dæm-
um Scott, þá ættum við að hafa í
huga manngildishugsjón samtíðar
hans, en leggja ekki á hann mæli-
stiku nútímans. Vissulega er það
íhugunarefni, hvort allar þær öru
breytingar á gildismati sem orðið
hafa séu til hins betra. Sú spurn-
ing verður áleitin við lestur þess-
arar bókar. MikiII munur er á
þeirri tækni og þeim útbúnaði sem
á okkar dögum er notaður við
könnun á heimskautalöndunum og
þeim er tíðkaðist á dögum Scotts.
I upphafi aldarinnar þekktu menn
lítið til aðstæðna á Suðurskauts-
landinu og enginn vissi hvernig
hagkvæmast væri að ferðast þar.
Þeir leiðangrar sem þangað hafa
verið farnir á okkar dögum eiga
mikið að þakka þeim er brautina
ruddu og urðu að þola allar þær
þjáningar er sú bitra reynsla hafði
í för með sér. Það er fjarstæða að
gagnrýna þá með því að bera út-
búnað þeirra saman við nútima
tækni og þekkingu sem er orðin
meiri en þá gat nokkru sinni órað
fyrir. Það er engum vafa undir-
orpið að Scott var opinn fyrir nýj-
ungum því að hann tók loftbelg
suður með sér, sem hann notaði til
landkönnunar og varð fyrstur
manna til þess að reyna þar vél-
sleða. Að vfsu reyndist hvort
tveggja illa og hann varð að
treysta á hefðbundnar aðferðir.
Leiðangur hans notaðist við
hunda og hesta, auk þess sem
menn hans drógu sleðana sjálf-
ir... Scott var haldinn þeirri
áráttu Breta að fara vel með dýr
og gat ekki hugsað sér að fara illa
Sigur
Harmleikur Frækileg
endurkoma
Roald Amundsen
Robert Falcon Scott
Sir Ernest Shackleton
Scott og menn hans vonsviknir og illa haldnir á Suðurpólnum, þaðan sem þeir áttu ekki afturkvæmt: Oates, Bowers,
Scott, Wilson og Evans.
með þau eða valda þeim þjáning-
um. Alltaf var hægt að grfpa til
þess ráðs að draga sleðana sjálfir,
og sá grunur læðist að mönnum að
hvorki hestar, vélsleðar eða hund-
ar hafi skipað alvarlegan sess í
raunverulegri áætlun hans. Það
kann að sýnast kaldhæðnislegt að
nú skuli Bretar hafa lært að fara
með hunda í slíkum ferðum og
þeir skuli vera eina þjóðin sem
enn notar þá við rannsókn Suður-
skautsins. Reynslan hefur sýnt að
þeir eru öruggasta samgöngutæk-
ið á hættusvæðum og gera
mönnum kleift að fara þar um
sem enginn vélsleði kemst. Þess
má að lokum geta, að það var
hin gífurlega líkamsáreynsla við
að draga sleðana sem varð völd að
óförum leiðangursmanna."
Amundsen varð
á undan Scott
Svo sem fram kemur i sjón-
varpsþáttunum var Shackleton
með Scott í leiðangrinum 1901—4
þegar hann komst lengra suður og
nær pólnum en nokkurn tíma
hafði áður verið farið. Scott hlaut
af þeim leiðangri mikla frægð í
London. Þessi duli maður var
skyndilega f sviðsljósinu, umvaf-
inn frægðarljóma, hlaðinn veg-
tyllum og gullorðum og neyddist
til að taka þátt i ótal viðhafnar-
veislum og halda fyrirlestra fyrir
gapandi áheyrendahóp. Hann tók
aftur við störfum í sjóhernum og
var hækkaður f tign. Og hann
gerði í kyrrþey sfnar eigin áætlan-
ir um aðra ferð á Suðurpólinn.
Hann varð því bæði undrandi og
reiður þegar hann las fréttina um
fyrirhugaða för Shackletons, sem
hafði eignast stuðningsmann um
sjálfstæðan leiðangur þar sem var
Beardmore stóriðjuhöldur í Glas-
gow. Scott umgekkst nú eftir að
hann hafði aflað sér frægðar mik-
ið listamenn, rithöfunda, leikara
og málara. Hann kynntist þar
myndhöggvaranum Kathleen
Bruce sem var nýkomin heim frá
París og var kunningi Rodins og
náin vinkona Isadoru Duncan er
voru fulltrúar þess fólks sem
krafðist fullkomins frelsis lista-
mönnum til handa, jafnt í listum
sem ástum. Þótt þau væru yfir sig
ástfangin hikaði hún lengi við að
láta frelsi sitt fyrir hjónaband, og
sló úr og í. Erfiður fjárhagur