Morgunblaðið - 10.02.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.02.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRtlAR 1985 B 19 Leifarnar af Endurance, skipi Shackletons, enn i floti, en skammt er í endalokin. Suður- , Sajnlokuoyjar, ÞÉTTIR ÍSJAKAR 9. m»ra 1919. Ölduhreyfingar á «num t. jar>.-9. april 1916. -a í Patience-öudum Stormur 23.-29. des. J91Í ' Ferðast á sleðum : J* 30. okt.-23. des. 1915. •21. nóv. 1915. • l Orean-hiHVim ENDURANCE sekkgr V ^27. okt. 1915. ENOURANCE yfirgeHriV Weddel-haí SAMFROSINN ÍS ENDURANCE rekúr> með meginisnum 18. jan. 1915. ENDURANCE föst í is 5 des 1914 Haldiö frá Grytviken é ENDURANCE Sudur-iíeorgíu eyja landscvjar SUÐUR- AMERÍKA ^-ÍKJdJand 2 mai 1918. / Rekakkenð sHtnar aftan ityr / Scú i / 24. aprð 1916 } SuMl lagiuppa«mimbéaV 17. vrti9i6. Fflaeyja®^^ 9 aprii 1916. I baiana Jjrlá S Jóladagur 1914 SIDURSKAUTSLAND 24. feb. 1915. Mðguleikar á að skipiö losni taldir úr sögunni Kortið sýnir hrakninga Shackletons og félaga hans í Suðurskautsleiðangri hans 1914—1916. Shackleton og nokkrir félagar hans leggja upp i einum biti með stefnuna setta i Suður-Georgíu-eyju. Ljósmynd úr leiðangri Shackeltons. Mennirnir reyna að grafa sig niður til að fi skjól eftir að þeir ni Fflaeyju. allmarga Hjaltlandshesta, sem hann treysti mjög á. Ég var viss um að þetta voru hættuleg mistök og mér til sorgar átti það líka sinn þátt í hinum dapurlegu örlögum sem Scott hlaut... Við völdum okkur bækistöð á íshellunni og það gerði mikinn gæfumun, því að dvalarstaður Scotts á meginland- inu varð meginorsök þess að hann komst ekki alla leið aftur frá skautinu. í fyrsta lagi eru veður harðari á meginlandinu en á ísn- um. Jafnvel í sínum besta ham er veðráttan við Suðurskautið hin versta á jarðríki sakir hinna æð- isgengnu og þrálátu storma. Veð- urhæðin er alveg ótrúleg. Scott lenti oft og einatt í hvassviðri svo að ómögulegt var að standa upp- réttur. Hann og félagar hans áttu oft í stríði vegna illviðra á hinum löngu og lýjandi vetrarmánuðum í bækistöð sinni. Á dvalarstað okkar á ísnum var veðurlag hins vegar miklu skárra og við áttum aldrei í vök að verjast. Vegna fyrri reynslu byggðum við okkur alveg vindheld skýli og af því okkur tókst að útbúa góða loftræstingu leið okkur í alla staði notalega... Bækistöðin í Hvalflóa var okkur á margan hátt til framdráttar þegar við hófum ferðina til Suðurskauts- ins. I fyrsta lagi var hún nokkru nær skautinu en bækistöð Scotts og svo leiddi reynslan í ljós að leið sú sem við urðum að fara suður eftir var langsamlega greiðfærust. En það sem reið samt aðaliega baggamuninn voru hundarnir. Ástæðan var í stuttu máli þessi: Við höfðum þá aðferð er við sótt- um fram til skautsins að fara fyrst margar ferðir frá aðalbæki- stöðinni suður á bóginn og setja hvert forðabúrið af öðru með margra dagleiða millibili, sem við gætum stuðst við á heimleiðinni, en þyrftum ekki að draga allt nestið með okkur. Það var fljót- legra að koma þessum forðabúrum fyrir og í hverju þeirra gátum við örugglega skilið eftir hæfilegan matarskammt til heimferðarin- nar. Þegar ég var að ákveða fjar- lægðina milli forðabúranna og matarforðann í hverju þeirra gat ég minnkað ækið með því að reikna kjötið af hundunum, sem drógu það, til manneldis. Þar sem ætilegt kjöt af hverjum Græn- landshundi er um 25 kg var það fljótséð, að fyrir hvern hund sem við höfðum með okkur suður eftir þurfti 25 kg minna af mat, bæði á sleðana og í forðabúrin. í áætlun minni um aðalferðina til skautsins var nákvæmlega tilgreint um hvern hund fyrir sig, hvenær hann skyldi leystur frá ækinu og lógað til matar handa okkur. Þessi áætl- un stóð því nær alveg heima. Þessi aðferð stuðlaði öðru fremur að því að ferðin heppnaðist suður á skautið og sömuleiðis að þvi að við komumst heilir heim. Scott fórst ásamt félögum sinum á heimleið- inni frá skautinu, ekki af því að þeir létu bugast vegna þess að við urðum á undan þeim, heldur af hungri. Þá þraut vistir. Þessi mis- munur á afdrifum leiðangranna stafaði einmitt af þeim kostum sem hundarnir okkar höfðu fram yfir farartæki Scotts. Það sem gerðist að öðru leyti er flestum kunnugt. Ásamt félögum mínum, þeim Wisting, Hansen og Bjaland, komst ég á Suðurskautið 14. des. 1911. Við dvöldum þar í þrjá daga og rannsökuðum svæðið 10 km á alla vegu út frá tjaldstæðunum, til þess að vera vissir um að við hefð- um komið á skautið sjálft enda þótt staðarmæling okkar hefði ekki reynst alveg hárnákvæm. Við skildum þar eftir norska fánann og komumst heilir heim í bæki- stöðina. Mánuði síðar, í janúar 1912, kom Scott á Suðurskautið og fann skjöl þau er við höfðum skilið eftir. Scott og förunautar hans gerðu frækilega tilraun til þess að komast aftur til bækistöðva sinna, en dóu úr hungri og ofreynslu áð- ur en þeir komust alla leið.“ Allir komu þeir aftur Nú höfðu menn komist á bæði heimskautin. Enn hafði þó enginn farið þvert yfir Suðurskautslandið um pólinn. Sú dáð ögraði. Það verkefni beið enn Ernest Shackl- etons. Haustið 1915 var hann lagð- ur af stað með 27 menn í þann leiðangur. Skip þeirra, Endurance, malast í ísnum, á 69. gráðu suður- breiddar og mennirnir verða að yfirgefa það á ísnum á hinu hættulega Wendel hafi, á ísbreið- unni miðja vegu milli Suðurpóis- ins og næstu byggðar manna í meira en 1900 km fjarlægð. Hon- um var vel ljóst hve hæpið var að þeir kæmust frá þessu, enda vissi enginn að þeir væru í hættu staddir og þeir höfðu engin sendi- tæki til að gera aðvart um það, en engan þeirra hefur þó órað fyrir því hvilíkar andlegar og líkamleg- ar þrautir þeir áttu eftir að þola og fyrir þeim þjáningum sem á þá voru lagðar áður en yfir lauk. En þeir voru aleinir í ísauðninni og urðu að komast af sjálfir, fyrstu mánuðina á ísnum og jöklum sem tóku um sumarið að brotna undan þeim og síðan á litlum bátum á hættulegasta hafi heims og ein- asta vonin að hitta á smáeyju, Fílaeyjuna. Skipið var yfirgefið 27. október 1915 og þangað komst hópurinn hrakinn og illa haldinn 24. apríl 1916. En allir á lífi. Þar var aðeins hægt að híma í hrá- slagalegri fjöru með hafið á aðra hönd og jökla gnæfandi yfir. Og þarna var engin von á mönnum. Eini möguleikinn að komast til manna var að ná til annarrar lít- illar eyjar, Suður Georgíu handan meira en 1000 km hafsvæðis og mesta stormabeltis veraldar. Það gerði Shackleton við fimmta mann á skáska smábátnum, James Ca- ird, meðan hinir reyndu að lifa af og tókst það. Bæði hittu þeir á Georgíueyju og það sem ekki var síður merkilegt eins og þeir voru á sig komnir - höfðu verið blautir og tsaðir allan tímann frá 24. april til 10. maí, sejskinn8pokarnir þeirra meira að segja að grotna í sundur, matar og olíulitlir og loks vatns- lausir — að þeim tókst að brjótast yfir fjöll og jökia til hvalveiði- stöðvarinnar Grytviken 5. des- ember. Þeir höfðu aðeins eina öxi og nokkra spotta, en engum tókst að leika það eftir þeim fyrr en árið 1955 og þá leiðangur frægra fjalla- klifrara með allan nútímaútbún- að. Enn biðu hinir leiðangurs- mennirnir á Fílaeyju og mundu vart lifa af veturinn. Shackleton fékk þrisvar skip til að sækja menn sína. Tvö sneru við í ísnum, annað illa laskað, en því þriðja tókst, 30. ágúst, að brjótast til eyjarinnar. Tilraunirnar höfðu tekið þrjá mánuði, en meira en fjórir mánuðir voru liðnir síðan leiðangursmenn á Fílaeyju höfðu horft á eftir litla bátnum með fé- lögum þeirra og vissu ekkert hvort jjeir hefðu komist til manna. Sú hetjudáð sem Shackelton sýndi við að koma leiðangursmönnum öllum til byggða þykir með ólíkindum. Frá henni er sagt í bókinni Endur- ance, sem þýdd hefur verið á ís- lensku undir heitinu Hrakfarir og hetjudáðir. En myndirnar sem hér eru birtar eru úr ensku útgáfunni. í síðasta sjónvarpsþættinum er sögð sú saga. En að sjálfsögðu er ekki hægt að gera efninu þau skil sem gert er í langri bók. Að þeir skildu allir koma aftur var ótrú- legt afrek allra og ekki síst leitog- ans. (Tekið saman af E.PA)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.