Morgunblaðið - 10.02.1985, Síða 22
22 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985
Bandaríkin
andaríska tímarítið Forbes birti nýverið lista með nöfnum 400 auðug-
ustu íbúa Bandaríkjanna, en til að komast á þann lista þurfti viðkom-
JLP andi að ráða yfir eignum upp á að minnsta kosti 150 milljónir dollara,
eða sem svarar 6.150 milljónum íslenzkra króna. Þetta eru þó aðeins smá-
munir hjá þeim eignum, sem auðugasti maður Bandaríkjanna, og ef til vill
heimsins, hefur yfír að ráða. Sá heitir Gordon Peter Getty, og eru eignir hans
metnar á sem svarar 155 milljörðum króna, eða eins og skrifað er kr.
155.000.000.000,-. Sá sem ræðuryfír þessum gífurlegu fjármunum heitir Gord-
on Peter Getty, og fékk hann auðæfín í arf frá föður sínum, Jean Paul Getty,
sem lézt áríð 1976. Til samanburðar má geta þess að niðurstöðutölur fjáríaga
íslands fyrír yfirstandandi ár nema tæpum 25 milljörðum króna, eða tæpum
sjötta hluta eigna Gettys.
Þegar Jean Paul Getty lézt fyrir
rúmum átta árum, var hann auð-
ugasti maður heims. Eignir hans
voru að mestu bundnar í sérstök-
um sjóði, sem sonurinn Gordon
Peter stjórnar í dag. Fyrir lát föð-
urins hafði Gordon Peter þegar
misst tvo hálfbræður sina, auk
þess sem gamli maðurinn hafði
gert tvo aðra syni sína svo til arf-
lausa. Það eina sem ógnar nú
stöðu Gordons Peter, sem auðug-
asta manns Bandaríkjanna, eru
málaferli, sem nokkrir ættingj-
anna eiga enn f til að reyna að
komast til áhrifa f sjóðnum mikla.
Lögfræðingar segja þó að Gordon
Peter hafi ekkert að óttast. Eng-
inn annar en hann komi til með að
hafa neitt að segja meðan hann
lifir. Og fari svo að hann eignist
erfingja, telja lögfræðingarnir lfk»
legast að barnið taki við stjórn-
inni síðar meir.
Ekki eins og
Jóakim frændi
Þótt Gordon Peter Getty geti
ekki tekið út þessa 155 milljarða
króna til að velta sér upp úr gull-
inu eins og hann Jóakim frændi
Andrésar andar, er það hann sem
ákveður hvernig á að ávaxta sjóð-
inn, og hvernig hagnaðinum er
varið. „Ég er fjármálamaður af
þvf ég verð að vera það,“ segir
Gordon Peter Getty um sjálfan
sig. En f frístundum dundar hann
við tónsmfðar, píanóleik og söfnun
listaverka, en það sfðastnefnda er
vinsæl tómstundaiðja þeirra ríku.
Flestir hafa erft auðinn
Hverjir eru svo þessir 399, sem
aftar eru á listanum yfir 400 auð-
ugustu borgara Bandaríkjanna? í
einstaka tilvikum eru þetta menn,
sem komizt hafa áfram af eigin
rammleik, sem sýnir að enn er
unnt að byrja með tvær hendur
tómar og enda með fullar hendur
fjár. En flestir á listanum hafa
erft auð sinn, og meðal þeirra má
finna nöfn, sem þekkt eru víða um
heim, eins og Ford, Rockefeller,
Heinz, Hilton, Kellogg, du Pont,
Kennedy og Wrigley. Heildareign
þessara 400 útvöldu nemur um kr.
5.000.000.000.000,-, fimm þúsund
milljörðum króna, sem er nærri
því jafn mikið fé og nemur heild-
arupphæð allra dollaraseðla sem í
umferð eru.
Margir sjóðir
Mikið af öllum þessum auðæf-
um er bundið f sérstökum fjöl-
skyldusjóðum, og þar sem svo er
deilist heildarupphæð hvers sjóðs
niður á þá í fjölskyldunni, sem
hafa yfirráð yfir honum. Þeir, sem
þannig teljst eiga eignir upp á 150
milljónir dollara eða meira, kom-
ast þvf á auðmannalistann, stund-
um fleiri en einn úr hverri fjöl-
skyldu. Þannig eru til dæmis á
listanum átta með eftirnafnið
Rockefeller, fjórir sem heita
Hearst (blaðaútgáfa), fjórir Ford
(bílar), sjö sem bera nafnið du
Pont, fimm Bass (olía), og þrfr
Milliken (vefnaðarvara), svo dæmi
séu nefnd.
Fimtn leiðir
Hvernig verja auðmennirnir svo
fjármunum sínum? Forbes-tfma-
ritið skýrir frá fimm leiðum, sem
algengar eru:
1. Sumir halda áfram að safna fé.
Allur hagnaður fer f nýjar fjár-
festingar jafnóðum til að auka enn
höfuðstólinn.
2. Sumir koma á fót ættarveldi.
Þeir stefna að þvf að tryggja að
börn þeirra og barnabörn feti í
fótspor þeirra, og koma fjármun-
um sínum fyrir í sérstökum sjóð-
um sem bera ættarnöfn þeirra, en
þar eru fjármunirnir bundnir svo
þeim verði ekki sóað.
3. Sumir vilja ef til vill rækta
mannkærleikann með því að gefa
mannúðar- og líknarsamtökum
fjármuni sína. Ekki er nú mikið
um það, þótt margir hafi stofnað
sérstaka sjóði til styrktar líkn-
armálum. Þótt þar sé oftast um að
ræða að meirihluti eftirtekjunnar
renni til fjölskyldunnar sjálfrar,
og aðeins lítill hluti til lfknar-
mála, verða þessir litlu hlutar að
miklum fjárupphæðum þegar
saman safnast.
4. Sumir safna listaverkum. Á
þann hátt má komast hjá þvf f
Bandaríkjunum að greiða háa
skatta, og er það trúlega ein af
ástæðunum fyrir þvf hve margir
stunda söfnun listaverka. Og svo
er það að sjálfsögðu ánægjulegt að
kaupa fallega hluti þegar ekki
þarf að hafa neinar áhyggjur af
verðinu. Þegar svo safnarinn deyr,
má koma öllum verkunum fyrir f
safni, sem ber nafn hans, og gera
hann þannig örlftið ódauðlegri en
ella. Þannig er til dæmis nú verið
að koma upp Getty-listasafni, og f
New York eru Guggenheim- og
Frick-listasöfnin góð dæmi um
það hvernig losna má við peninga.
5. Sumir fara út f stjórnmálin. Þar
er Kennedy-fjölskyldan eitt bezta
dæmið, þar sem John varö forseti
Gordon Pcter Getty með konu sinni
Ann.
Henry Ford með konu sinni og sonarsyni í fyrsta Ford-inum frá árinu 1896.
David Rockefeller.
Bandaríkjanna, Robert dóms-
málaráðherra og Edward öldunga-
deildarþingmaður. Þrfr með Rock-
efeller-nafni hafa verið rfkisstjór-
ar og á nýliðinu hausti varði Jay
Rockefeller um 10 milljónum doll-
ara f baráttu sína fyrir kjöri til
öldungadeildarinnar. Mótfram-
bjóðandi hans hafði ekki úr eins
miklu að spila og Jay náði kjöri.
„Ég borga það sem það kostar,"
sagði hann, og er nú nefndur sem
hugsanlegt forsetaefni demókrata
í forsetakosningunum 1988. Kosn-
ingabarátta er fjárfrekt fyrirtæki,
og það er þvf ákjósanlegt að vera
ríkur ef hún á að bera árangur.
Flestir auðmenn Bandaríkjanna
eru búsettir f þremur rlkjum, New
York, Kalifornfu og Texas. Tlu
prósent þeirra hafa stundað nám
annaðhvort viö Princeton- eða
Yale-háskólana. Elzta auðsöfnun-
in á rætur að rekja allt aftur til
ársins 1802 til fyrirtækis sem Pi*
erre Samuel du Pont og sonur
hans ráku, en yngsta ríkldæmlð er
hjá Steven Jobs, sem stofnaðl
Apple Computers-tölvufyrlrtækið
árið 1977.
I gróðahyggjuþjóðfélagi okkar
dreymir marga um að verða örlft-
ið ríkari þótt fæstum takist að
komast langt í auðsöfnun. En
draumurinn um að sitja úti við
barm eigin sundlaugar með
kampavín og kavíar sér við hlið er
lífseigur.
Sparsemi
Er það þannig að auðmennirnir
eyða frístundunum? Sú er ekki
niðurstaða dr. Blotnicks, sem
kannað hefur málið fyrir Forb-
es-tímaritið. Þeir eru að sjálf-
sögðu til sem lifa f vellystingum,
en meirihluti auðmannanna er
áberandi sparsamur. Flestir
þeirra hafa neyðzt til sparsemi f
æsku, ýmist vegna þess að auðugir
foreldrar skömmtuðu þeim spar-
lega fé, eða þá að þeir höfðu þá
ekki enn náð þvf að koma sér upp
eigin fjármagni. Yfirleitt halda
þeir svo áfram að gera sér grein
fyrir gildi peninganna og verða
fhaldssamir á fé. Auk þess er það
svo þannig hjá þeim flestum að
obbinn af eignum þeirra er bund-
inn f hlutabréfum, fasteignum,
An Wang, Bandaríkjamaðurinn frá
Shanghai.