Morgunblaðið - 10.02.1985, Side 24
24 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985
TVEIR UNGIR DALVÍKINGAR
KLI'FA HRAUNDRANGA
Toppurínn þ
rugga mátfi
að laus að
honum tíl
Dalvík í oklóber.
Þeir sem leiö eiga um Öxnadal eða Hörgárdal
veita afhygli hinum tignarlega fjallgarði er skilur
að þessa dali. Sérstaka athygli ferðamanna vekur
hár og sérkennilegur tindur sem gnæfir upp úr
skörðóttum fjallseggjum þessum. Tindurinn heit-
ir Hraundrangi og er 1075 m yfir sjávarmáli og
var lengst af talinn ókleifur. Fjallamenn sem
þarna fara um líta drangana með lotningu. 5.
ágúst 1956 sigruðust þrír klifurgarpar á tindinum.
Tók það þá sex klukkustundir að klífa tindinn.
Samkvæmt munnmælasögum átti kútur, fullur af
peningum að vera geymdur upp á Hraundranga og
félli hann í skaut þeim er fyrstur kæmi upp. Engin
auðæfi höfðu þessir fyrstu klifurgarpar með sér
niður og enn hefur kúturinn ekki fundist.
Þverhníptur fjallsveggur Hraundranga.
Útsýni af Hraundranga niður Öxnadal
ann 6. ágúst sl.
tóku tveir ungir
ofurhugar frá
Dalvík sig til og
klifu á Hraun-
dranga. Gunn-
laugur Sigurðs-
son og Vilhelm Hallgrímsson, en
svo heita þeir, eru báðir 18 ára
gamlir og sjálfsagt þeir yngstu sem
á tind Hraundranga hafa komið, en
samkvæmt heimildum er þetta
fjórði leiðangur klifurmanna á
Hraundranga. Þeir eru báðir félag-
ar í björgunarsveit SVFÍ á Dalvík
og hófu æfingar í fjallaklifri, svo-
kölluðu tækniklifri, nú fyrst í vor.
Tækniklifur krefst mikils útbúnað-
ar og hafa þeir komið sér upp öllum
búnaði sem samanstendur af hnet-
um, fleygum, karabínum, perlon-
fjallalínum, lykkjum, prussikbönd-
um o.fl. Gunnlaugur og Vilhelm
lögðu til atlögu við drangann í
norðurhlíð hans, Hörgárdalsmegin.
Síðustu 80 metrana er um hreint
bergklifur að ræða, en neðri hluti
tindsins er úr mölnandi bergi svo
erfitt er að fá þar festu, en þegar
ofar dregur festist bergið og verður
betra til klifurs. Gróðurtægjur
teygja sig víða um bergið allt upp
undir topp.
Að sögn þeirra félaga tók það þá
2‘Æ—3 tíma að klífa sjálfan drang-
ann og var klifið í þremur áföngum
(spönnum). Er upp á tindinn kom
gátu þeir sest á hann klofvega og
virt fyrir sér útsýnið allt í kring og
hengiflugið til beggja handa. Topp-
urinn er stór steinn ‘h. fermetri í
þvermál og það laus að rugga mátti
honum til.
Hraundrangi er talinn einn erf-
iðasti tindur að klífa á Islandi. í
bókinni Fjallamennska er hann
talinn af III—IV gráðu bergklifurs.
I sömu bók segir um IV gráðu
bergklifur: „Erfitt klifur. Hér má
segja að klifrið taki að stefna inn á
alvarlegri brautir. Þó nokkur klif-
urreynsla nauðsynleg. Aukin notk-
un millitrygginga. Lengri spannir".
Ferð þessa töldu Gunnlaugur og
Vilhelm draumsýn eina f byrjun
sumars er þeir hófu æfingar í
fjallaklifri. Þeir settu sér það mark
að reyna sig við Hraundranga og
hétu sér því að tækist þeim að sigra
drangann þá gengju þeir í íslenska
alpaklúbbinn og töldu sig þannig
vera búna að sanna hæfni sína og
geta þar með orðið fullgildir með-
limir. Drengirnir hafa engrar til-
sagnar notið í íþróttinni, en lesið
sér til í bókum og þá einkum bók-
inni Fjallamennska. Síðan æfðu
þeir sig í snarbröttum hlíðum
ólafsfjarðarmúla með svarrandi
hafið undir svo og í Brimnesárgili
ofan Dalvíkur.
Nú að lokinni ferð finnst þeim
ekki mikið til afreks síns koma.
Ætla þeir nú að leggja meira upp
úr erfiðasta klifri og klífa helst
þverhnípta klettaveggi. Báða lang-
ar þá að komast utan og reyna sig
við erlend fjöll og eins og allir full-
gildir fjallamenn eiga þeir sér
þann draum að fá tækifæri að príla
í Mt. Everest.
Myndir þær sem hér fylgja með
tóku klifurgarparnir tveir í ferð
sinni. Frcttaritarar.
Gunnlaugur Sigurðsson á leið upp Hraundranga.