Morgunblaðið - 10.02.1985, Síða 26

Morgunblaðið - 10.02.1985, Síða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBftÚAR 1985 Bjarni Halla Þau segja ... Taktu og lestu! Biblían er heilt bókasafn. Þar eru margvíslegar bækur, sagn- fræði, sögur, bréf, Ijóð og spekirit. Hún geymir 61 rit og höfundarnir eru margir og frá mörgum stöðum og tímaskeiðum. Samt er hún heild og í henni er sterkt samræmi. Gyðingum og kristnu fólki er ÉG HRINGDI til Þorbjargar í Kirkjuhúsinu til að spyrja hana hvaða gögn væru þar á boðstólum til hjálpar við biblíulestur. Þorbjörg benti á nýja bók, sem bókaútgáfan Salt gefur út og heitir Að Ijúka upp Biblíunni. Bókin er eftir sænska biskupinn Bo Gierts. Þá fæst líka hin nýútkomna biblíu- lestraskrá fyrir þetta ár, sem Hið íslenzka biblíufélag gefur út, og lítið hefti um það hvernig eigi að lesa Biblíuna. í Kirkjuhúsinu fást manna- korn, litlir miðar með ritning- argreinum, sem mörgum finnst gott að nota. Þar fæst íslenzk biblíuhandbók og biblíuskýr- ingar og biblíuhandbækur á er- lendum málum. Barnabiblíur eru til hjá Þorbjörgu, en sumar þeirra eru einfölduð endursögn á Sigga og Sveinn lesa ekki Biblíuna vegna þess að það nær ekki nokkurri átt, segja þau, að trúa svo barnalegum fullyrðing- um að Guð hafi skapað heiminn á sjö dögum, stanzað sólina og látið mann deyja á krossi til að frelsa aðra menn. Þau segja að Guð ætti frekar að snúa sér að því að gefa svöngu fólki mat og stöðva styrjaldir en vera með þetta rugl, sem er í Biblíunni, þau vilja fá eitthvað skynsam- legra en Biblíuna til að byggja líf sitt á. Gamla testamentið orð drottins Kristnu fóki er Biblían öll orð guðs Hver höfundur hafði sinn sérstaka stíl, sitt eigið málfar, sína söguskoðun. En sérhver þeirra var undir handleiðslu Guðs, innblásin af Guði. Það er á þann máta, sem Biblían er „inn- Biblíunni og margar fallega myndskreyttar og henta raunar bæði börnum og fullorðnum. Fleira efni um Biblíuna er til fyrir börn og fullorðna. Kirkjuhúsið selur bækur frá öðrum kirkjudeildum, sem líka hafa sínar eigin bókabúðir og sölustaði. Þangað er afar fróð- legt að koma eins og í Kirkju- húsið. Aðventistar hafa hókabúð á Skólavörðustíg 16, Hvíta- sunnumenn í Hátúni 2, kaþólskir selja bækur á Hávallagötu 16 og Öldugötu 10. Og svo er Biblíufé- lagið í Hallgrímskirkju og Salt á Freyjugötu 27. Að ógleymdum öllum almennu bókabúðunum. Svo það er fjöldi fólks, sem er reiðubúið til að hjálpa ykkur, kæru lesendur, til að finna góð hjálpargögn við biblíulestur. Bára og Böðvar lesa ekki Bibl- íuna af því að þau nenna því bara ekki. Þau þekkja fólk, sem les Biblíuna, og láta sér oft detta í hug að ná í hana upp í efstu hillu. En þegar til á að taka verður aldrei neitt úr því. Kannski gera þau það samt seinna, segja þau, a.m.k. þegar þau eru orðin gömul, því þá fer fólk oft að hugsa um eitthvað svona. Davíð og Dóra segja að þeim finnist það menningarsnautt að fólk i kristnu landi skuli ekki blásin" bók. Nokkrir tugir rit- höfunda víðsvegar um heiminn og á löngu tímabili voru undir sérstakri stjórn Guðs. Þannig varð Biblían til. Hún varð til af því að Guð vildi tala við fólk sitt. Við þig, í nýju íslenzku biblíuútgáf- unni er kennslubók aftast. Þar er hægt að sjá hvenær ritin voru skrifuð, hver skrifaði þau, hvar og hvers vegna. Þar er hægt að aðgæta á korti hvar atburðirnir gerðust. Það hjálpar okkur mik- ið við biblíulestur að gera okkur grein fyrir hinum stærstu at- burðum hjálpræðissögunnar, sögunnar, sem Biblían segir. Gamla testamentið segir söguna fyrir fæðingu Krists, Nýja testa- mentið segir sögu Krists og kirkjunnar, sem var stofnuð með fólkinu, sem hann kenndi. Það er gagnlegt að gera sér grein fyrir því hvenær bækurnar voru skrif- aðar og hvernig ástand ríkti þá. Eru þær spámannarit, guðspjall, bréf til kirkju ellegar sálmur, sem var sunginn við guðsþjón- ustu? Við getum notað hefðbundnar aðferðir við að lesa Biblíuna, keypt okkur skýringar og fylgt leiðbeiningunum þar. Við getum líka notað okkar eigin máta við lesturinn, sett atburðinn á svið fyrir sjálfum okkur, íhugað þá og gert þá lifandi. En allt verður að miða að því að Biblían fái að tala. Við megum ekki bara geta okkur til um hvað kaflarnir eru að segja og láta okkar eigin hugmyndir ráða ferðinni. Við þurfum að kafa eftir merking- unni og láta hana móta hugsanir okkar. Það kostar vinnu. Það er spennandi. Það er stórkostlegt. lesa og þekkja Biblíuna. Biblían sé ekki bara hluti af menningu okkar, heldur undirstaða henn- ar. Þeim finnst það tilheyra menningu kristins lands að þekkja Biblíuna og vitna í Mar- gréti Danadrottningu, sem sagði eitthvað á þá leið nýlega. Þeim finnst það líka út í bláinn, frá- munalega barnalegt og ómenn- ingarlegt að fólk skuli hafna bók, sem það hefur ekki lesið. Anna og Árni segjast lesa Biblíuna. Áf því að hún sé orð Guðs. Af því að þar finni þau boðskap Jesú Krists. Af því að hvergi annars staðar finnist þessi boðskapur í sinni uppruna- legu og áreiðanlegu mynd og hann sé uppspretta alls annars, sem er satt og rétt, hvort sem er um trúna eða önnur efni. Af því einfaldlega að þau geti ekki lifað án þess. Hvers vegna fínnst þér skynsamlegt að lesa Biblíuna? María Pétursdóttir skólastjóri Nýja hjúkrunarskólans svarar: Vegna þess að því oftar sem hún er lesin kemur betur í ljós hve mikið er á henni að græða og meiri líkur verða til þess að öðl- ast dýpri skilning á þeim sann- indum sem hún hefur að geyma. Hvaöa ráð gef- uröu byrjendum í biblíulestri? Séra Halldór Gröndal prestur í Grensássókn svarar: Ég ráðlegg fólki fyrst og fremst að byrja á að lesa guð- spjöllin og biðja Guð að gefa skilning á því sem það les. Ég sýni fólki oft fyrirheit Jesú um hjálp til að skilja og hvet það til að halda sér fast við þetta fyrir- heit. Það er í Jóh. 14.26. Lesið lítið i einu og íhugið það sem þið lesið. Kynnist fyrst Jesú. Kynn- ist honum vel. Farið svo að lesa Postulasöguna og svo getið þið farið að lesa Gamla testamentið. Hvernig lest þú Biblíuna? Bjarni Karlsson aðstoðaræsku- lýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar svarar: Ég les hana oft með föður mínum og litla bróður áður en við förum í bólið. Ég næ ekki í múttu mína, sem er i útlöndum í vetur, annars myndi hún lesa með okkur. Við drögum þá iðu- lega mannakorn til að lesa og biðjum saman. Mannakornin koma ekki í staðinn fyrir biblíu- lestur. Mér finnst þau eiginlega eins og konfekt. Mínum eigin biblíulestri haga ég svo þannig að ég les í Biblíunni einhvern tíma dagsins og fer ekki að sofa án þess að hafa lesið eitthvað. Ég vel mér oft ákveðið rit og les það í framhaldi smátt og smátt. Stundum mikið i einu, stundum lítið. Mér finnst gott að ræða við aðra um það sem ég les. Ég hitti margt fólk, sem les líka Biblí- una, og hún berst i tal innan um önnur mál. Það væri vissulega gott að vera i biblíuleshópi en mér hefur ekki auðnast að skipu- lcggja dagana þannig að tími verði til þess. Það er dýrmætt að lesa Biblíuna. Það er dýrmætt vegna þess að það er nauðsyn- legt, alveg nauðsynlegt fyrir líf okkar. Ef maður les hana ekki á maður erfitt með að standast í mótlæti daganna. Ég held að byrjendur ættu að byrja á Mark- úsarguðspjalli. Það er einfalt og sagan skemmtileg. Hvernig svarar Biblían okkur hér og nú? Ilalla Bachmann kristniboði svarar: Það var í Torremolinos á Spáni. Ég ráfaði þar um dag einn og kom auga á skilti: Iglesia Evangélica. Á laugardagskveldi var þar samkoma úti í yndisleg- um trjágarði. Þar var hópur unglinga samankominn víðs veg- ar að úr heiminum. Þau áttu það sameiginlegt að þau höfðu öll verið að leita og höfðu fundið. Sumir höfðu leitað í eiturlyfjum og skemmtunum, aðrir höfðu hætt háskólanámi, lagt af stað út í heim til að leita, leita að tilgangi lífsins. Þau ætluðu jafn- vel að ferðast um allan heiminn þar til þau fyndu svar við ráð- gátu lífsins. Og þau fundu svarið á þessum stað, í Orði Guðs, í Guði sjálfum eins og hann birt- ist í Jesú Kristi, Frelsaranum. Þau hættu að leita. Þess var ekki lengur þörf en þau dvöldust þarna um tíma til að uppbyggj- ast í Orði Guðs. En við þurfum ekki að ferðast um heiminn til að fá svar því Guð kemur sjálfur til okkar, jafnvel þar sem við er- um á okkar landi, inni í herbergi okkar. Það segir hann í 5. Móse- bók 30:11—12. — Lestu Nýja testamentið, þá muntu finna. Kristilegar bókabúðir Skoðanir Jóns og Gunnu og fleira fólks Jón og Gunna segjast aldrei lesa Biblíuna. — Hún er bara gömul bók, segja þau, og hvað ætli hún sé réttari en Kóraninn eða bækur Austur- landaspekinganna, fornra og nýrra, sem eru svo miklu skemmtilegri? Og hvað ætli sé betra að tönnlast á Biblíunni en lesa bækur um dularfull fyrirbæri og miðla, sem eru svo miklu skiljanlegri? Þau segja að sumir prestar og fleiri tali eins og Guð hafi látið Biblíuna detta fullprcntaða þarna að ofan og eins og hún hafi ekki margruglast í afskriftum, þýðing- um og af margs konar misskilningi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.