Morgunblaðið - 10.02.1985, Page 27

Morgunblaðið - 10.02.1985, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985 B 27 Þessir drengir eiga heima austur í Vík í Mýrdal. Þar efndu þeir til hlutaveltu til ág- óAa fyrir Hjálpar- stofnun kirkjunn- ar. Söfnuðu þeir 340 krónum. Drengirnir heita Pétur Halldórsson, Karl Eyjólfur Karlsson og Stein- ar Örn Sigurdsson. Þaó var fyrir alllöngu að þessar telpur efndu til hlutaveltu til ágóóa fyrir Blindrafclagió. Telpurnar heita Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og Helga Jóns- dóttir. Þær söfnuðu 575 krónum til félagsins. Þessar telpur, sem eiga heima i Breióholtshvern efndu til hlutaveltu til ágóóa fyrir Styrktarfél. lamaóra og fatlaðra (Akraseli 26 (ýrir nokkru. Þær söfnuóu 360 krónum. Þensar ungu dömur eiga heima suóur ( Hafnarfirði. Aó Breióvangi 77 þar ( bæ efndu þer til hlutaveltu til ágóóa fyrir Styrktarfélag lamaóra og fatlaóra. Þ»r söfnuóu 850 krónum tll félagsins. Þessir krakkar eiga heima í Breiðholtshverfinu og eiga heima í Skaga- og Skrióuseli. Þau efndu til hlutaveltu til ágóóa fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar og söfnuóu rúmlega 500 krónum. Þau heita: Fanney, Sigga, Geróa, Egill, Benni og Sverrir. Síðbúin Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson HLH og gestir Jól í góóu lagi Steinar. Hún er harla síbúin þessi um- fjöllun um jólaplötu HLH- flokksins, en því er helst um að kenna, að mér barst hún ekki fyrr en allra síðustu dagana fyrir jól og þá var of seint í rass- inn gripið og eftir áramótin hef- ur verið í nógu að snúast og um- fjöilunin því dregist lengur en efni stóðu til í öndverðu. Eins og nærri má geta eru hér jólalög af öllum gerðum og f framúrskarandi góðum flutningi jól í góðu lagi HLH-flokksins og gesta hans undir yfirumsjón Björgvins Halldórssonar. Hann hefur orðið býsna gott vald á upptökustjórn og veit vel hvað hann vill og hverju hann sækist eftir, t.d. í útsetningum og „sándi“. Ég er enda sannfærður um að yfir- bragð plötunnar hefði orðið allt annað hefði einhver annar ann- ast upptökustjórnina og heildar- útsetningar. Meirihluti laganna á plötunni er erlendur í útsetningu Björg- vins og Magnúsar Ingimarsson- ar. í það heila tekið er hér snoturlega að verki staðið þótt ekki hafi ég gaman af syrpum á borð við þá sem boðið er upp á í fyrsta lagi plötunnar. Phil Spector-trix af þessu tagi falla ekki að mínum tónlistarsmekk. Aðrir hafa þó vafalítið gaman af. íslensku lögin á plötunni eru ágæt þótt mér finnist ég hafa heyrt lagið hans Björgvins undir einhverju öðru heiti, a.m.k. kafla úr því. Sér til aðstoðar hefur HLH-flokkurinn valinkunna hljóðfæraleikara og skila þeir allir einu af öryggi. Þá koma söngkonurnar Eva Gunnarsdótt- ir, Sigríður Beinteinsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir við sögu og sleppa misvel frá sínu. Þuríð- ur syngur að vanda átakalítið og fallega en Sigríður hefur oftast gert betur. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta hih þægilegasta afþrey- ingarplata og hefur það vafalítið verið tilgangurinn með gerð hennar. ✓ / NYJA BIO

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.