Morgunblaðið - 10.02.1985, Síða 28

Morgunblaðið - 10.02.1985, Síða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRtJAR 1985 LIF OG ÁSTIR Þann 11. desember 1964 lést Alma Mahler í New York, þá 85 ára ad aldri, ekkja hins kunna tónskálds Gustavs Mahl- er. Alma var ein athyglis- verðasta kona 20. aldar- innar, sagt er að fegurð hennar og töfrar, hafi haft áhrif á verk flestra skap- andi listamanna mið Evr- ópu á fyrri hluta 20. aldar- innar. Hún átti þó fleiri eiginmenn en Mahler, eft- ir dauða hans giftist hún arkitektinum Walter Gropius, upphafsmanni Kauhaus, og síðar rithöf- undinum Franz Werfel. Áður en hún giftist Gropi- us var hún um nokkurra ára skeið ástkona lista- mannsins Oskars Kok- oscka, sem sumir segja að hafi verið stóra ástin í lífi hennar. hennar varð því aldrei nema nokkrir mánuðir. Á þessu tfmabili var móðir hennar farin að eyða sífellt meiri tíma með Carli Moll, sem var fyrrum aðstoðarmaður föður hennar, og var Alma því mikið ein á unglingsárum sínum. Samtímamenn Olmu sögðu að hún hefði þegar á þessum árum verið farin að draga athygli allra að sér, ekki eingöngu vegna fegurðar heldur ekki síður vegna geislandi persónuleika sem krafðist bæði athygli og virðingar. Alma sjálf var þó á annarri skoðun, fannst hún hafa verið ljót og hallærisleg á þessu tímabili, í fötum sem Anna móðir hennar hafði saumað. „Það voru fjölmargar mun fallegri stúlkur í Vín.“ Fyrstu ástir Ölmu Max Burchard, sem þá var leikhússtjóri f Vin, hafði verið góður vinur föður hennar. Hann bauðst til að kenna henni eftir lát föður hennar og hvatti hana m.a. til að lesa bækur eftir Friedrich Nietzsche, og ljóð eftir þá Richard Dehmel og Rainer Maria Rilke, sendi henni reglulega miða á leiksýningar og opnaði fyrir henni heim leikhússins. Árið 1897 giftist móðir hennar Carli Moll, og þó hann hefði hálfpartinn tilheyrt fjölskyldunni lengi, átti Alma erf- itt með að sætta sig við að hann kæmi f stað föðursins. Skömmu eftir þetta kom listamaðurinn Gustav Klimt inn i líf hennar. Hann var þá 35 ára gamall og við- urkenndur listamaður, en móður ölmu var ekkert mjög um það gef- ið að hún væri mikið að umgang- ast hann, þar sem hann lifði að hennar mati of miklu bóhemlífi. Alma var auk náms f tónlistinni f myndlistartfmum, henni gekk sér- staklega vel f höggmyndum, og vann til viðurkenninga á þvf sviði. Hún hafði lært ýmislegt af hinum fjölmörgu listamönnum sem höfðu sótt foreldra hennar heim. Alma hélt áfram að hitta Klimt, og hann fylgdi henni m.a. eftir til Feneyja, þar sem hún var á ferða- lagi ásamt fjölskyldu sinni. Gkk- ert varð þó úr áframhaldandi sambandi þeirra, en þau voru góð- ir vinir þar til Klimt lést. Árið 1897 hóf Alma nám f tónsmiðum hjá Alexander von Zemlinsky. Hann var átta árum eldri en hún, og ekki leið á löngu þar til þau voru orðin ástfangin hvort af öðru. Alma tók tónsmíð- arnar alvarlega, og á þessu tíma- bili samdi hún rúmlega eitt hundrað sönglög, nokkur lög fyrir hljóðfæri og byrjun á óperu. Zeml- insky hvatti hana áfram, svo og samnemendur hennar, en einn þeirra var Arnold Scoenberg sem varð vinur hennar til æviloka Eiginkona Gustavs Mahler Fyrr á þessu ári kom æfisaga Ölmu Mahler út í London. Höfundurinn Karen Mons- on segir i formála að hún hafi leit- ast við að varpa Ijósi á þessa konu sem var þegar í lifandi lífi nokk- urs konar goðsögn. Bókin er byggð á bréfum, æfisögum og dagbókum Ölmu og lífsförunauta hennar. „Konur eins og Alma eru ekki til í dag“ segir höfundurinn í formála. „Hefði hún verið uppi hundrað ár- um síðar, væri hún eflaust annað hvort tónskáld eða hljómsveitar- stjóri." Alma var aðeins 16 ára þegar hinn kunni listamaður Gustav Klimt tjáði henni ást sína. Hið sama gerði Max Burchard, hinn bekkti leikhússtjóri f Vín, en hún varð ástfangin af tóniistarkenri- ara sínum Alexander von Zeml- insky. Eiginkona Mahlers varð Alma 22 ára og lífsförunautur hans þar til hann lést 1911. Ástarævintýri ölmu voru um- töluð, og eflaust hefur ekki alltaf verið fótur fyrir því sem sagt var. Hún var enginn engill, „hennar ríki var ekkert himnaríki“ segir Anna dóttir hennar, en þrátt fyrir það, eða ef til vill einmitt þess vegna voru mörg helstu bók- menntaverk, málverk og tónverk tileinkuð henni. Menntagyðja snillinganna var Alma kölluð, og virtist hún veita mönnum sínum innblástur til að skapa þeirra bestu verk. Uppvaxtarár Ölmu Schindler Alma var fædd 31. ágúst 1879, dóttir Jakobs Bmil Schindler sem var einn þekktasti landslagsmál- ari Austurríkis og konu hans Önnu von Bergen. Foreldrar Ölmu kynntust i Vín, en þangað hafði Anna komið til að leggja stund á tónlist, en lagði námið á hilluna er hún giftist Gmil manni sínum. Lengi framan af var efnahagur þeirra frerr.ur bágbcrinn. Emil var draumóramaður og eyddi gjarnan umfram efni. Þegar Álma fæddist. var t.d. engin vagga til handa henni, og hún því lögð ofan í kommóðuskúffu, eins og algengt var meðal þeirra sem lítil fjárráð höfðu. Anna móðir hennar virtist vera fyrirmyndar eiginkona og móðir, en er Alma var tveggja ára eignaðist hún þó dóttur sem síðar kom í ljós að var ekki samfeðra Ölmu. Faðir Gretu hálfsystur Ölmu reyndist hafa verið með sárasótt, en það var þó ekki fyrr en Greta var orðin fullorðin að veikindi hennar komu í ljós. Greta var sett á stofnun fyiir geðsjúka, og Alma gekk á móður sína um faðerni Gretu. Greta var tekin af lífi af nasistum árið 1940, en þeir töldu hana vera í hópi þeirra sem óæskilegir voru samfélaginu. Anna móðir þeirra bar hita og þunga uppeldis dætra þeirra, en Gmil sá til þess að hugmyndaflug þeirra fengi byr undir báða vængi og þær væru umvafðar ást. Hann var báðum stúlkubörnunum góð- ur, hafði ekki hugmynd um annað en hann væri faðir þeirra beggja, en*þó var greinilegt að Alma var uppáhaldið hans. Hann var óbreytandi að segja þeim sögur um kónga og prinsa, hafði gaman af dýrum og fallegum munum, og erfði Alma smekk hans í þessum efnum. Sögur Emilis gegndu veigamiklu hlutverki í uppeldi þeirra. Stúlkurnar fengu kennslu heima fyrir, þar sem þau Anna og Emil höfðu ekki mikið álit á al- mennri skólagöngu. Alma var mjög hænd að föður sínum og dáð- ist að honum. Fyrsta og langt í frá síðasta áfall hennar í lífinu var lát föður hennar er hún var aðeins 12 ára gömul. Emil Schindler var jarðaður í Vín og stuttu síðar var reist stytta af honum í skemmti- garði borgarinnar rétt hjá stytt- um þeirra Mozarts, Schuberts og Strauss. Tónlistarnám Ölmu Schindler Eftir dauða föður síns sat Alma löngum stundum við píanóið og spilaði uppáhaldslög hans, lög eft- ir Robert Schuman. Áhugi hennar á tónlist jókst dag frá degi, hún lagði sig alla fram, gafst nægur tími til að nema upp á eigin spýt- ur, og varð brátt mjög leikin á pí- anóið og vel að sér í sögu tónlist- arinnar. Eítt sinn var hún béðin um að leika einleik á nemendatón- leikum, en ákvað að þeim loknum að spila aldrei fyrir neinn nema sjálfa sig og vini sína I framtíð- inni. Hún hafði lengi látið sig dreyma um að fara í skóla og vera innan um jafnaldra, og er hún var 15 ára rættist sá draumur. Það var þó ekki jafn stórfenglegt og hún hafði imyndað sér, og skólaganga Fjórum árum síðar kynnist hún vinafólki Gustavs Mahler og er boðið í kvöldverð heim til hans ásamt fleira fólki. Alma hafði mikið álit á Mahler sem lista- manni, en hafði takmarkaðan áhuga á að kynnast honum per- sónulega. Hún lét þó tilleiðast og fór með vinum sínum í kvöldverð- inn sem átti eftir að hafa örlaga- ríkar afleiðingar. Mahler varð strax ástfanginn af henni, og kom ekki blundur á brá nóttina eftir. Mahler hafði átt hamingjusnauða bernsku, bjó þegar hér var komið með systur sinni, Justi, sem sá um heimilið fyrir hann, og hafði stað- ið í nokkrum misheppnuðum ást- arsamböndum. Hann var þá rúm- lega fertugur en hún um 20 árum yngri. Mahler bað ölmu að sýna sér eitthvað af þeim tónverkum sem hún hafði samið, orti til henn- af Jjéð, skrifaði bréf <yg hað henn- ar að lokum. Áður en þau giftust gerði hann Ölmu þó grein fyrir því að í sam- búð þeirra yrði aðeins einn tón- smiður, hann sjálfur. Ef Alma ætlaði að giftast honum varð hún að leggja eigin tónsmíðar á hill- una. Hann skrifaði ölmu bréf þar sem hann gerir lítið úr hæfileik- um hennar, og segir hana einungis hafa komist áfram í tónlistarnám-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.