Morgunblaðið - 10.02.1985, Síða 32
32 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985
I
Þegar Matthías Johannessen
var á ferð um Norðausturland,
heimsótti hann séra Sigmar á
Skeggjastöðum og hlustaði á hann
syngja stef úr Þorlákstíðum í
gömlu kirkjunni, sem prestur
bjargaði frá niðurrifi. Matthías
varð svo hrifinn, að hann segir, að
enn hljómi rödd prestsins í eyrum
sér, og bætir síðan við: „Þetta er
víst eitthvert minnsta prestakall
landsins, en enginn tekur eftir því:
presturinn stækkar það með
nærveru sinni.“ Þannig er hægt að
segja mikla sögu í ótrúlega fáum
orðum. Þau orð sýna glögglega, að
Matthías er skáld, sem tekst að
gæða staðreyndir meira lífi, en
nostursöm sagnfræði. í sömu ferð
leit hann heim að Djúpalæk. Þá
kom honum annað í hug og skrifar
heimkominn: „Skammt frá Bakka-
firði er Djúpilækur, þaðan er
Kristján skáld. Hann hélt eitt
sinn að kommúnismi væri það
sama og húmanismi, nú veit hann
betur." Stundum hef ég velt því
fyrir mér, hvort til séu margir
sannfærðir kommúnistar á Is-
landi. Mörkin milli hægri og
vinstri virðast oft harla óglögg og
vinstri pólitíkin er amk. eins og
skræpóttur kjóll. Þar skiptast á
litbrigði, rauð, bleik, svört, grá og
hvít.
Ég hef aldrei rætt um pólitík við
Soffíu Guðmundsdóttur tónlist-
arkennara á Akureyri. Mér hefur
hins vegar skilist á mörgum, að
hún sé kommúnisti, vegna þess að
hún hefur um árabil setið í bæjar-
stjórn og bæjarráði fyrir Alþýðu-
bandalagið, tekið sæti varamanns
á Alþingi og nú síðast var hún
kjörinn fulltrúi þess í úthlutunar-
nefnd listamannalauna. Það hefur
raunar aldrei hvarflað að mér að
spyrja Soffíu, hvar hún standi í
pólitík. Hitt veit ég, að hún er
húmanisti, unnandi fagurra lista
og menningar. Áhugi hennar hef-
ur beinst að framgangi félagslegra
umbóta í kaupstaðnum við Poll-
inn, og ekki fer á milli mála, að
hún vill hlut mennta og lista sem
mestan þar. Þeir, sem vilja efla
andlega velferð og menningarlega
reisn í byggðarlagi sínu og vinna
að því eftir mætti, hljóta að
stækka staðinn með nærveru
sinni, hvar í flokki sem þeir
standa.
II
Áhugi Soffíu Guðmundsdóttur
beinist ekki einvörðungu að tónlist
og tónlistaruppeldi, sem er hennar
megin viðfangsefni, heldur ann
hún fagurbókmenntum og síðast
en ekki síst myndlist. Eg gerði
mér ferð á heimili þeirra Soffíu og
Jóns Hafsteins Jónssonar mennta-
skólakennara, til þess að skoða
myndir. Soffía var ekki alls kostar
ánægð með upphengingu mál-
verka þeirra hjóna og vildi leita
álits áhugamanns, í þeirri gömlu
trú, að glöggt sé gests auga. Þess
vegna leit ég við að Þórunnar-
stræti 128 snemma dags, þega
góðrar birtu naut, til þess að sjá
myndirnar við sem best skilyrði.
Þegar ég kom upp á loftskörina
blasti við sjávargata á Eyrar-
bakka undir skyjakápu, sem geng-
in var niður í hafið handan lítilla,
en rishárra timburhúsa. Þetta er
málverk eftir Jóhannes Geir á
grábláum vegg, nákvæmlega þeim
bakgrunni, er hæfir öguðum lit-
brigðum þess sunnlenska himins í
undandráttarveðri, sem boðar
stormátök af hvaða átt sem er. í
bjartri stofu vekur músikölsk olíu-
mynd eftir Karl Kvaran sérstaka
athygli. Hún er of sterk fyrir önn-
ur ágæt verk, er nær henni hanga.
Svífandi bogadregin form f heit-
um litum lyfta sér til flugs eins og
leikandi léttir tónar. Mér kemur
til huga rökfærsla íslensks heim-
spekings, sem ég hlýddi á í fyrra,
er hélt því fram að of mikið væri
gert úr áhrifum tónlistar á mynd-
listarsköpun eða öfugt. Mér er
sagt að segja ómögulegt að sam-
sinna þessu, enda dæmin svo fjöl-
mörg um hið gagnstæða. í gær-
kvöldi var haft eftir Hafliða Hall-
grímssyni í fréttum, að ný tón-
smíð hans hefði orðið til fyrir
áhrif af myndverkum Marc Chag-
all. Ekki veit ég hvaða tónar hafa
haft áhrif á Karl Kvaran, þegar
hann gerði þessa mynd, ef til vill
hafa þeir sprottið fram úr hugar-
fylgsnum málarans; kannski úr
stereotæki í horni vinnustofunnar.
En myndin orkar á áhorfandann
eins og gleðjandi tónlist, þegar
horft er á hana um stund. Ég
undrast því ekki, að tónlistarmað-
ur skuli hafa valið sér hana. Hins
vegar er myndin of sterk í návist
annarra verka á veggnum, sem
eru á lægri nótunum.
III
Eftir nokkrar umræður og
vangaveltur um rétta staðsetn-
ingu málverka, kemur mér í hug,
að ekki sé nein fjarstæða, að
spjalla við Soffíu um viðhorf
hennar til félags- og menningar-
mála. Það kemur á daginn, að þau
hjónin hafa verið búsett á Akur-
eyri frá árinu 1954, en hvorugt
þeirra er upprunnið þaðan. Jón
Hafsteinn er Skagfirðingur að ætt
og uppruna, frá Hafsteinsstöðum í
Staðarhreppi. Hann var hins veg-
ar við nám á Akureyri og lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um þar vorið 1948. Síðar lauk
hann cand. mag. prófi frá Kaup-
mannahafnarháskóla árið 1953 og
var aðalnámsgrein hans stærð-
fræði, sem hann hefur síðan kennt
við MA. Soffía er Reykvíkingur,
dóttir hjónanna Guðmundar Sig-
geirs Guðmundssonar, stofnanda
og framkvæmdastjóra Hampiðj-
unnar og Láru Jóhannesdóttur.
Þegar flett er upp í íslenskum
æviskrám, kemur í ljós, að Guð-
mundur hefur haft næmt lista-
mannsauga, því þar segir: „Hann
er listasmiður, hugvitssamur og í
hvívetna hinn besti drengur." Því
má bæta við að hann var áhuga-
maður um tónlist og lék á hljóð-
færi. Og víst er um það, að tvö
barna hans héldu út á listabrautir,
Karl leikari, sem jafnframt hefur
getið sér gott orð sem þýðandi
leikbókmennta, og Soffía, sem að
loknu stúdentsprófi fór í tónlist-
arnám. Þegar ég inni hana eftir
því, hvort hún hafi numið við
Tónlistarskólann í Reykjavík, þá
kveður hún nei við. „Én ég var í
einkatímum í píanóleik, m.a. hjá
Árna Kristjánssyni. En eftir stúd-
entsprófið hélt ég til Kaupmanna-
hafnar og innritaðist í Det konge-
lige danske konservatorium, sem
nú er einfaldlega nefnt Tón-
listarháskólinn í Kaupmannahöfn.
Þaðan tók ég lokapróf eftir fimm
ára nám með píanóleik sem aðal-
grein. Alllöngu síðar fór ég í fram-
haldsnám til Leipzig, 1965—’66, en
þá tókum við hjónin okkur árs-
leyfi frá störfum hér. Jón fór til
Sviss og stundaði framhaldsnám í
stærðfræði við háskóiana í Bern
og Zúrich. Þetta var sérlega
skemmtilegur tími og ósjaidan
skroppið á milli Þýskalands og
Sviss það árið. En upphaflega,
þegar við komum til Akureyrar
1954, fór ég að kenna við Tónlist-
arskólann hér og hef gert það all-
ar götur síðan.
IV
— Nú fór það svo, að þú lést að
þér kveða á vettvangi bæjarmála.
„Jú, ég hef löngum verið félags-
lega sinnuð, og þegar ég hafði búið
hér á Akureyri í ein 16 ár, þá var
ég kjörin í bæjarstjórn fyrir Al-
þýðubandalagið eða 1970. Það var
svo sem ekkert árennilegt, því ég
var eini fulltrúi þess þar í átta ár,
en frá árinu 1978 til ’82 vorum við
tvö fulltrúar Alþýðubandalagsins,
ég og Helgi Guðmundsson. Að
loknu því kjörtímabili hætti ég í
bæjarstjórn. Ég átti löngum sæti í
bæjarráði og frá 1974 til 1982 var
ég formaður í féiagsmálaráði bæj-
arins. Að mínu mati er það mjög
mikilvæg stofnun. Á þessum árum
hafði félagsmálaráð mikið verk að
vinna. Við vorum fimm, sem skip-
uðum það, að sjálfsögðu kjörin
pólitískri kosningu, en allt um það
var samstarfiö gott og satt að
segja breyttist margt til batnaðar
á þessu tímabili. M.a. byggði bær-
inn þá mikið af húsnæöi, sem tók
við af óíbúðarhæfum húsakynn-
um, sem um alltof langt skeið
hafði hýst fólk, er ekki hafði að-
stæður og þrek til þess að byggja
sér eða leigja dýrt. Þá var ráðinn
eftirlitsmaður með þessum bygg-
ingum, sem er mjög nauðsynlegt.
Einnig var félagsmálastofnun
komið á laggirnar og hún byggðist
fljótt upp og efldist. Hefur hún
ágætu starfliði á að skipa og er
Jón Björnsson félagsmálastjóri
forstöðumaður stofnunarinnar.
Nú er hún staðsett í ágætum hús-
akynnum, þó gömul séu, og veitir
margháttaða þjónustu. Má þar
nefna sálfræðiráðgjöf, leiðbein-
ingar varðandi forræðisdeilumál,
heimilisaðstoð, fjárhagsaðstoð og
ráðgjöf um málefni aldraðra, þá
er barnaverndarnefnd þar til
húsa. Á vegum stofnunarinnar
hafa verið haldin námskeið fyrir
aðstandendur alkóhólista, ráð-
stefnur um málefni þroskaheftra
og dagvistunarmál. Þannig er
unnið markvisst að því að koma á
góðri skipan félagslegrar þjón-
ustu. Félagsmálaráð hefur jafn-
framt beitt sér fyrir byggingu og
stofnun skóladagheimila. Mér
voru þessi mál löngum mjög hug-
leikin, enda skipta þau miklu fyrir
velferð hvers sveitarfélags. En í
bæjarráði er hins vegar öllum
málum sinnt er varða stjórnsýslu
bæjarins og óneitanlega öðlaðist
maður fjölþætta reynslu þar, sem
var auðvitað fróðleg."
V
— Kenndir þú við Tónlistar-
skólann á þessum árum?
„Já, ég stundaði kennslu allan
tímann. En nú sinni ég einungis
Tónlistarskólanum, svo þar mynd-
ast engar eyður. Satt að segja hefi
ég nokkrar áhyggjur af framtíð-
arstarfi tónlistarskólanna, vegna
háværra radda um breytingu á
rekstri þeirra. TÖnlistarskóIinn
hér er ríkisrekinn að því leyti, að
ríkið greiðir laun kennara. Akur-
eyrarbær styrkir skólann mynd-
arlega, sér honum fyrir húsnæði
og fjármagnar uppbyggingu
hljóðfærakosts. Skólagjöldin
standa síðan undir almennum,
daglegum rekstri. Nú er hins veg-
ar að mótast sú stefna í sambandi
við fjármál og verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga, að færa
fleiri og fleiri verkefni til sveitar-
félaganna. Það er stutt þeim rök-
um, að þannig eigi sveitarfélögin
að fá aukið frelsi. Ég óttast mest
að þau fái frelsið til þess að leggja
þessa starfsemi niður. Auðvitað
má segja sem svo, að rekstur Tón-
listarskólans ætti ekki að vera
ofvaxinn svo stóru bæjarfélagi.
Hins vegar er engin trygging fyrir
því, að þeir menn muni sitja í bæj-
arstjórn, sem vilja styrkja skól-
ann eins og þörf er á. Þeir menn
gætu komið til skjalanna, sem
teldu þörf á að þrengja hag hans á
kostnað einhverns annars. Skólinn
hefur vaxið geysilega á undan-
förnum árum. Ég tel það beinlínis
skyldu ríkisins, að sjá til þess að
fólk hafi sömu eða amk. líka að-
stöðu alls staðar á landinu. Nú er
árangur af starfi Tónlistarskólans
m.a. orðinn sá, að hér á Akureyri
starfar hljómsveit, sem er á góðri
leið með að verða fullgild sin-
fóníuhljómsveit. Það er helst til
baga, að fólkið, sem nemur við
Tónlistarskólann stansar hér
stutt, svo það er mikil hreyfing á
skipan hljóðfæraleikara. En þessi
hljómsveit æfir reglulega af kappi
og einnig smærri samspilshópar.
Það yrðu mikil viðbrigði, ef þetta
menningarstarf legðist niður. En
hugmyndin um að færa allan
reksturskostnað til sveitarfélag-
anna hefur sætt mótmælum for-
ráðamanna tónlistarskólanna og
ég vona sannarlega að þau mót-
mæli verði tekin til greina. Bæjar-
félagið hér hefur nóg verkefni á
sinni könnu og þar á meðal að
bæta aðstöðu hér til tónleika-
halds. Það var stefnt að því að
gera íþróttahöllina nýju þannig úr
garði, að hún gæti gegnt hlutverki
tónleikahúss. Það hlaut að mis-
takast, vegna þess að í íþróttasöl-
um er lögð áhersla á að dempa
hljómburð, en í tónlistarhúsi verð-
ur að gæta þess, að hljómburður
verði sem mestur og bestur. Ég er
sammála Jóni Hlöðver skóla-
stjóra, að vel komi til greina að
breyta Nýja bíói í tónlistarhöll. Þá
gæti gamla íþróttaskemman, sem
áður var áhaldahús bæjarins, vel
gegnt hlutverki tónlistarhúss, ef
hún yrði lagfærð með það í huga.
Mér þykir miður, hvað bæjarblöð-
in á Akureyri eru tómlát um tón-
listarviðburði hér. T.d. greindu
þau ekkert frá nýjárstónleikum
hljómsveitar Tónlistarskólans,
sem ég tel hafa verið meiri háttar