Morgunblaðið - 10.02.1985, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 10.02.1985, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985 B 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI K TIL FÖSTUDAGS Um friðhelgi hins ófædda barns Jón Valur Jensson skrifar: 24. þ.m. birtist hér bréf frá „bankastarfsmanni", og virðist augljóst, að það sé úr sömu herbúð- um og skrif huldukonunnar „Söruh Jóhanns”, sem ég hef gert að um- talsefni hér í blaðinu. Sömu rökin birtast hér enn: fátækt og aðstöðu- leysi einstæðra mæðra eru látin réttlæta fósturdeyðingar og þessi afleiti málflutningur síðan kór- ónaður með langsóttum Biblíutil- vitnunum, sem bréfritari hefur greinilega misskilið. (Að sjálfsögðu segir Biblían hvergi neitt um „rétt“ okkar til að deyða ófædd börn — í stað þess t.d. að velja þann kost að gefa þau einhverjum þeirra mörgu barnlausu hjóna, sem þrá að eign- ast kjörbarn, en fá það ekki.) Einnig hér er það sama upp á teningnum og í bréfi „Söruh“ — af- drif hins deydda fósturs angra sam- vizkuna og þá er gripið til endur- fæðingarkenningar til að friða sál- ina! Segir „bankastarfsmaður" sigri hrósandi, að % mannkyns trúi á sálnaflakk. Ég veit ekki til þess, að nein allsherjarskoðanakönnun hafi verið gerð í því efni, en hvað sem líður afstöðu heiðinna trúarbragða, er sú kenning langt frá því að vera kristin (eins og ég bendi á í grein, sem bíður birtingar hér í blaðinu). Bréfritari segir, að hvergi í Biblí- unni sé minnzt á „rétt hins ófædda barns". Það stenzt að vísu, ef aðeins er leitað að þessari framsetningu í þeim fjórum svolátandi orðum. Hins vegar er meiningin greinilega til staðar í Biblíunni, þótt önnur orð séu viðhöfð. Til samanburðar má minna á, að hugtök eins og „erfða- Kenningar um eðli drauma Þorsteinn Guðjónsson skrifar: í tveggja blaðsíðna grein um eðli drauma (Mbl. 3. feb.) sam- kvæmt viðtali blaðamanns við dr. Matthías Jónasson fyrrum upp- eldisfræðikennara hefur það alveg gleymzt að minnast á íslenzka kenningu um þetta efni enda þótt dr. Matthías hafi sjálfur í bók sinni „Eðli drauma" 1983, ekki séð sér fært að ganga framhjá þeirri kenningu. Dr. Matthías lét þess getið í bókarlok eftir að hann hafði skýrt frá hinum áður mjög frægu, en nú víða vefengdu, kenn- ingum Jungs og Freuds að íslenzk- ur vísindamaður, dr. Helgi Pjet- urss, hafi sett fram kenningu um eðli drauma. Hef ég áður minnzt á þetta dr. Matthíasi til lofs, enda þótt ég teldi framsetningu hans á því máli allt annað en nógu skýra. Með grein sinni hefur blaða- maðurinn sett fram stóra og góða mynd af dr. Matthíasi, en litla og heldur lélega mynd af dr. Freud. Má vera að þetta sé réttlætanlegt út frá því, að dr. Matthías sé nú að byrja að komast á skilningsleið þangað sem Freud komst aldrei. Ég ítreka að til er íslenzk vís- indakenning um eðli drauma og hver sá sem reynir að koma sér hjá að skilja hana er ófróður um það mál. Hundruð íslendinga, að minnsta kosti, hafa tileinkað sér þennan skilning á eðli drauma og erlendis vekur hin íslenzka draumakenn- ing athygli í vaxandi mæli. — En jafnvel þótt svo væri ekki, breytti það engu um hið raunverulega eðli drauma. „Hún snýst samt,“ sagði Galileó og draumsamböndin koma í hvern mann á hverri nóttu, hversu fráleitar hugmyndir sem hann kann að gera sér um það mál í vöku. synd“ og „Heilög þrenning" koma sem slík hvergi fyrir í Biblíunni, enda þótt þau feli í sér órjúfanlegan þátt í kenningu Heilagrar Ritning- ar. (Ef þess verður óskað, get ég vísað á nokkra erlenda bæklinga, sem sanna með ótvíræðum biblíu- legum rökum, að fósturdeyðingar eru beint og alvarlegt brot gegn 5. boðorðinu.) Lífsrétturinn vegur þyngst Það er algengt, að rauðsokkur láti það villa um fyrir sér, að tals- verð líking er með hugtökunum „lífsréttur fósturs" og „réttur konu yfir lífi sínu“ eða „réttur hennar til mannsæmandi lífs“. En sú líking er aðeins á yfirborðinu. Fyrrnefndur bréfritari fellur í þessa gryfju þeg- ar hann setur fram rétt móðurinn- ar og barna hennar gegn rétti hins ófædda barns. Með þessari óskýru hugsun er verið að lítillækka (trivi- alisera) hugtakið lífsréttur, svo að það nái ekkert síður yfir „réttinn til mannsæmandi lífskjara“ (og jafnvel „rétt til að haga lífi sínu að eigin vild“). Vitaskuld eiga menn rétt á því, að þjóðfélagið láti þá ekki búa við sult og seyru, meðan aðrir njóta ríkidæmis. En hitt ætti að blasa við hverjum sem er, að réttur minn til mannsæmandi kjara getur ekki á neinn hátt jafnazt á við rétt náunga míns til sjálfs lífsins (þ.e. að fá að halda lífi). MannshTið hefur hér greinilega grundvallargildi — og á að njóta forgangs — fram yfir ýmis önnur gildi eða gæði, sem við gerum kröfu til. Af þessari ástæðu eiga hagsmun- ir og velferð móður og annarra í fjölskyldu hennar aðeins að vega upp á móti sjálfu lífi hins ófædda barns. Siðferðilegur réttur fósturs- ins til lífs vegur þyngra en réttur hinna til einhverra tiltekinna lífs- kjara, og þeim vogarskálum verður ekki haggað nema með gerræðis- fullri íhlutun, þ.e. beinu ofbeldi. Réttur hins bjargarlausa barns gerir tilkall til okkar allra að vernda það, en þrátt fyrir forgang þess réttar ónýtir hann ekki rétt móðurinnar til mannsæmandi lífskjara. Aðeins ber að minnast þess, að sá réttur móðurinnar gerir kröfur til okkar, að við styrkjum hana sem bezt má verða, en getur hins vegar aldrei gert tilkall til lífs hins ófædda barns hennar, því að það er friðheilagt. Ef alþingismenn hefðu þessi sannindi að leiðarljósi væri þess skammt að bíða, að fósturdeyðingar heyrðu sögunni til og að í stað þeirra væri gert stórátak í velferð- armálum bágstaddra foreldra. Þorskalýsi eða ufsalýsi? Dísa skrifar: Að undanförnu hefur mikið ver- ið rætt og ritað um lýsi og holl- ustu þess. Þá er yfirleitt talað um þorskalýsi og að úr því megi vinna fitusýrur sem talið er að vinni gegn kransæðastíflu og öðrum hj artasj úkdómum. Nú spyr ég: Er ufsalýsi ekki gætt þessum eiginleikum? Ef ég vil gæta heilsunnar og reyna að koma í veg fyrir hina ýmsu sjúk- dóma, ætti ég þá að hætta að taka inn ufsalýsi og snúa mér að þorskalýsinu? Með von um skýr og góð svör. SlGGA V/öGA £ DAÍO Athugiö að panta hin vinsælu og vönduðu DATO húsgögn tímanlega fyrir fermingarnar. Sendum bæklinga ef óskað er. DATO húsgögnin hafa verið valin til sýningar hjá íslenskum húsbúnaði, Langholtsvegi 111. TOPPHUSGOGN SmíÖastofa EyjólfsEövaldssonar Bíldshöfða 14 Reykjavík, sími 687173 HVIW MUNPK? ÞU GEÉH ME0 5EX KRRKKR 06 KRRL HEFPI EKKI RUNNlt) RF i JRFNMÖ'Ró

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.