Morgunblaðið - 10.02.1985, Side 46
46 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985
LR LEIMI EVIEMyNEANNA
Nýja Bíó:
„Steggjagillið“
Úti í Bandaríkjunum tíökast
þaö nokkuö aö halda svokölluö
„bachelor party“ eöa pipar-
sveinapartý nú eöa eins og Nýja
Bíó kallaö þaö, „steggjagilli“. Þaö
er sú tegund samkvæma, sem
haldin er til heiöurs brúöguman-
um væntanlega og þau eiga aö
gefa honum síöasta tækifærið til
aö fara á ærlegt fyllerí meö vin-
unum áöur en hann kvænist. Þaö
held óg aö minnsta kosti aö sé
aöalhugsunin á bak viö þessi
partý en nú hefur þetta oröiö aö
yrkisefni kvikmyndageröar-
manna fyrir vestan haf og mun
afuröin sýnd í Nýja Bíói.
Bachelor Party segir frá strætó-
stjóranum Rick Gassko, sem
ákveðið hefur að ganga í það heil-
aga með elskunni sinni Debbí
Thompson. Foreldrum Debbíar er
ekkert um ráðahaginn gefið og
heldur ekki gamla kærastanum
hennar, honum Cole. Vinir Ricks
fá þá hugmynd að halda „kveðju-
samsæti" og leigja í því skyni
herbergi á góðu hóteli og einn vin-
anna ræður hóp gleðikvenna í
samsætið. Cole á eftir að verða til
vandræða fyrir þau Rick og Debbí
en sennilegast er að allt fari vel að
lokum.
Hugmyndin að Bachelor Party
varð til árið 1982 þegar framleið-
andanum Bob Israel var haldið
piparsveinapartý á Holiday Inn í
Hollywood. Þegar kampavínið var
Brúöguminn
uppurið gerðu Israel og félagi
hans, Ron Moer, sér grein fyrir að
þeir hefðu upplifað hreint ljóm-
andi hugmynd að kvikmynd.
Bob hafði samband við bróður
sinn Neal, sem tók að sér að leik-
stýra og skrifa handritið að film-
unni. Neal þessi er hálfgerður
nýgræðingur á sviði kvikmynda-
leikstjórnar en hann hefur getið
sér gott orð fyrir auglýsinga- og
sjónvarpsþáttagerð. Frægastur
hlýtur hann þó að teljast fyrir
handritið að „Police Academy"
(Lögregluskólinn), sem var geysi-
vinsæl gamanmynd fyrir vestan
síðasta sumar.
Tom Hanks leikur aðalhlut-
verkið, Rick Gassko. Hanks þykir
með efnilegri leikurum, en hann
gat sér gott orð fyrir aðalhlut-
verkið í myndinni „Splash", sem
sýnd var í Bíóhöllinni fyrir
skömmu. __
Stephen King:
Konungur
hryllingsins
Rifhöfundurinn Stephen King
hefur oröiö milljónamæringur
(mælt í dollurum) á því aó hræða
lesendur sína uppúr skónum.
Flest hans hugverk hafa verið
fest á filmu og varpaö á hvíta
tjaldiö, sérstaklega nú á seinni
tímum með Cujo, The Dead Zone,
Fírestarter, Christine og Children
of the Corn.
Stephen King
King er afkastamikill rithöfund-
ur. Sagt er aö hann skrifi fimm-
tánhundruö orö á dag um leið og
hann hlusti á háværa rokktónlist.
Vinsældir hlaut hann fyrst aö ein-
hverju ráöi með Carrie fyrir rótt
rúmum tíu árum, en síöan hafa
meira en 40 milljónir eintaka af
bókum hans selst.
„Svona lagaö gerir maður ekki
ef maöur er í lagi í kollinum. Ég
gerðist ekki rithöfundur vegna
þess aö ég héldi aö ég gæti unniö
mér fyrir sæmilegum peningi. Fyrir
sum verk fékk ég ekki nema 35
dollara en svo fór fólk aftur aö fá
áhuga á hryllingssögum og hryll-
ingsmyndum í leiöinni. Slíkur áhugi
kemur og fer og þaö vildi svo til aö
ég græddi vel á því aö vera á rótt-
um staö á réttum tíma. En ég hafði
stritaö til aö komast á rétta staö-
inn.“
Úr Cujo
King er misánægöur meö þær
myndir, sem geröar hafa veriö eftir
sögum hans. „Mér fannst Carrie
stórkostleg. Mér fannst þeir gera
gott úr Christine, þótt ég hafi
margt aö athuga við þá mynd. The
Shining mistókst." — ai
STJÖRNUGJÖFIN
Stjörnubíó; The Karate Kid ☆ ☆ ☆ Ghostbusters ☆ A V4
Hafnarfjaröarbíó: Rauöklædda konan ☆ ☆
Tónabíó Rauö dögun * ☆
Háskólabíó: Vistasklptl ☆ ☆ ☆
Austurbæjarbíó: Purple Rain ☆ ☆ Gullsandur * V4 Hrafninn flýgur ☆ ☆ ☆ V4
Nýja bíó: Dómsorö ☆ ☆ ☆
Laugarásbíó. Eldvakinn * ☆
Bíóhöllin: Stjörnukappinn ☆ ☆ V4 Rafdraumar ☆ ☆ V4
Regnboginn: Cannonball Run II ☆ Leigumorðinginn ☆ V4
Spielberg
í Hollywood
Spielberg upptekinn
Gulldrengurinn Steven Spiel-
berg á talsvert annríkt þessa dag-
ana en fyrirtæki hans, Amblin
Entertainment tekur þátt í gerö þó
nokkurra mynda á árinu; allt frá
Peter Pan, sem tekin veröur í
London á þessu ári mínus Michael
Jackson, til nokkurs konar barna-
útgátu af Indiana Jones, en þaö er
mynd sem byggö veröur á hinni
vinsælu teiknimyndahetju Tínna.
Meöai leikstjóra sem munu vinna
fyrir Spielberg eru Martin Scor-
sese, Richard Donner (Superman)
og Barry Levinson (Diner). Á meö-
an gulldrengurinn er svona upp-
tekinn er varla von til þess aö hann
geri framhaldiö af E.T. fyrr en um
1990. Þaö er einnig harla ótrúlegt
aö honum vinnist timi til aö gera
þriöju Indiana Jones-myndina,
eöa, eins og orörómur er uppi um,
aö hann byrji á annarri trílógíunni í
Star Wars-flokknum fyrir vin sinn
George Lucas. Þá mun Spielberg
hafa keypt kvikmyndaréttinn aö
nýjustu bók Stephens King, Tho
Talisman, sem King skrifaði í sam-
vinnu viö Peter Straub (höfund The
Gost Story). Bókin er geysivinsæl
vestur i Bandaríkjunum um þessar
mundir og ekki minnkar áhuginn
nú þegar Spielberg hefur keypt
réttinn. En hvaö hann ætlar svo aö
gera úr bókinni veit enginn.
Nicholson kaupir
Bonaparte
Jack Nicholson bauö nýlega
hæst í kvikmyndaréttinn aö bók-
inni umdeildu, Murder of Napol-
eon eöa Napóleon myrtur, eftir
kanadíska Bonaparte-sérfræðing-
inn Ben Weider. i þessari bók
sinni, sem þegar hefur veriö þýdd
á átta tungumál, heldur Weider því
fram aö Napoleon hafi veriö byrlaö
eitur en ekki dáiö úr krabbameini
eins og sagan kennir okkur. Nich-
olson varö svo hrifinn af verkinu
aö hann borgaöi 250.000 dollara
fyrir réttinn og yfirbauö um leiö
menn eins og Marlon Brando og
Stanley Kubrick og hann lofaöi
höfundinum því aö ef myndin hlyti
einhver Óskarsverölaun borgaöi
hann Weider hálfa milljón dollara
aö auki.
Marilyn II
Hollywood lýsir nú eftir nýrri
Marilyn Monore. Ja, raunar hefur
Monroe
Hollywood veriö aö lýsa eftir nýrri
Monroe í meira en tuttugu ár. En
núna þurfa ný Betty Grable og ný
Lauren Bacall aö fylgja meö líka.
Rétt er nú þaö. i fyrsta sinn frá
dauöa Marilyn áriö 1962 veröur ein
af vinsælustu myndum hennar
endurgerö fyrir áhorfendur níunda
áratugarins. Þaö er myndin How to
Marry a Millionaire frá 1953 og
þaö er Allan Carr sem sér um gerö
myndarinnar.
Molar
Edward Fox tók viö hlutverki
Richards heitins Burton i Wild
Geese II, en myndin sú fjallar um
björgun eöa stuld (þiö ráöiö hvaö
þiö kalliö þaö), Rudolf Hess úr
Spandau-fangelsinu í Berlín. Mark
Hamill vinnur aö þvi höröum hönd-
um aö kasta af sér Luke Sky-
walker-hamnum og hefur undan-
farið hlotið einróma lof gagnrýn-
enda fyrir kvenhlutverk í banda-
rískum söngleik á Broadway.
Kannski hann eigi eftir aö snúa sér
aftur aö Star Wars-myndunum,
sem Leia prinsessa ... Fáar
bandarískar kvikmyndir er aö finna
í kvikmyndahúsum í íran í dag,
ólíkt því sem var á dögum keisar-
ans. Nú er þar hellingur af sovésk-
um myndum og myndum handan
járntjaldsins og skýrir það kannsi
fækkun kvikmyndahúsa um nær
helming frá því sem áöur var. Þaö
er þó hægt aö finna bandaríska
mynd í iran ef viljinn er fyrir hendi,
en þá er hún gömul og má nefnda
sem dæmi High Noon og The
Chase. __ ai