Morgunblaðið - 10.02.1985, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985
B 47
Ofurstinn sem fenginn er til að elta Te Wheke.
Tónabíó:
UTU
— réttlát refsing
Laugarásbíó:
Skemmdarvargurinn Conan
Conan, sem vakti ýmist aödáun eða hatur áhorfandans, er kom-
inn aftur, nú undir heitinu „Skemmdarvargurinn". Þaö er sami
gaurinn, sem leikur Conan, og í hinni fyrri, hver annar en krafta-
karlinn og vöðvabúntiö Arnold Schwarzenegger.
Herra Schwarzenegger er
frægur fyrir að standa nakinn,
fyrir utan smápjötlu kringum
mittið, fyrir framan milljón manns
og hnyklar allt lauslegt á kroppn-
um. Hann hefur að minnsta kosti
orðið herra Alheimur fjórum
sinnum og hlotiö ólympíu-titilinn
sjö sinnum. Hann er þýðverskur
aö ætt og uppruna, fæddist
þremur árum áður en tuttugasta
öldin varö fimmtug, en hélt vest-
ur um haf tvitugur aö aldri til aö
freista gæfunnar.
Schwarzenegger lauk námi í
viðskiptafræöi og alþjóöafjár-
málum við Wisconsin-háskóla,
og eftir aö hann fór aö fikta viö
líkamsrækt byrjaði hann aö gefa
út bækur um þá skemmtilegu
iöju og komst í álnir fyrir vikið.
Viöskipti hans hfa aukist ár frá
ári, hann rekur alþjóölegt póst-
pöntunar-fyrirtæki og gefur út
myndbönd með líkamsræktar-
formúlum, sem hann leikur sjálf-
ur í. Og ekki er allt upp taliö enn-
þá, hann á eigið kvikmyndafélag
og önnur arðbær kompaní.
Arnold Schwarzenegger lék í
sinni fyrstu kvikmynd áriö 1976.
Hún hét „Stay Hungry“ og var
meðleikari hans Jeff Bridges. Þá
lék hann í „Pumping lron“, sem
var fræðslumynd um lyftingar. En
fyrsta raunverulega hlutverkið
var í barbaranum Conan, sem
var jólamynd Nýja bíós fyrir
tveimur árum. Heilinn á bak við
þá mynd var John Milius (nýjasta
mynd hans „Rauð dögun” er
sýnd í Tónabiói), en í fyrravor
kom svo framhaldið um Conan.
Milius lagöi mikla áherslu á hiö
heiöna í fari barbarans, en Rich-
ard Fleischer, sem gerði fram-
haldiö, Skemmdarvarginn Con-
an, leggur meira upp úr farsan-
um, fjörinu.
Schwarzenegger hlaut tals-
veröa frægö fyrir alla vöðvana og
allt, sem þeim tengist, en þaö var
ekki í rauninni fyrr en hann lék
Conan aö hjól frægöarinnar tóku
aö snúast af krafti. Conan-
myndirnar tvær, svo og nýjasta
myndin, The Terminator, sem
hlaut mikla aösókn í Bandaríkj-
um og góöa krítík, voru allar
mjög aröbærar. Engu að síður
eru margir sem telja, aö vegna
vaxtar hans og þýska hreimsins
sé frami hans í heimi kvikmynd-
anna mjög takmarkaöur; þaö er
að segja, aö líkamsburöir hans
beri allan tilfinningahita, sem
leiklistin útheimtir, ofurliði.
Schwarzenegger hefur ekki
miklar áhyggjur af þessu. Hann
býr yfir geysimiklu sjálfstrausti,
enda hefur þaö fleytt honum yfir
mörg úthöfin. Hann svarar áöur-
nefndri gagnrýni á þann veg, aö
margir haldi aö tilfinningar skorti
þegar líkamsburöirnir eru áber-
andi. Hann segist vera feginn aö
aörir geri sér rellu út af þessu,
því ekki geri hann þaö. Og Arn-
old Schwarzenegger bætir viö,
ófeiminn aö vanda: „Hvaö mig
varðar, þá verö óg eftir örfá ár
kominn þangaö, sem toppstjörn-
urnar Clint Eastwood, Sylvester
Stallone eöa Robert Redford eru
núna, þeir leikarar sem best eru
launaöir. Ég er alveg sannfræöur
um að mér takist þaö."
i nýlegu viötali var Arnold
Schwarzenegger spuröur hvort
sjálfsálit hans væri í sama stærö-
arflokki og vöðvarnar á skrokki
hans. Hann svaraði:
„Þaö þarf mikiö sjálfsálit til aö
framkvæma mikið. Þaö er nú
einu sinni sjálfsálitiö, sem knýr
þig áfram. En ég þarf ekkert aö
hafa fyrir því að halda mínu
sjálfsáliti í skefjum. Þaö nægir
mér að fara í fimleikasalinn. Þar
er hvorki hughreystingu né hjálp
aö fá. Þú stendur einn þíns líös.“
HJÓ.
Þaö er ekki oft sem nýsjálensk-
ar kvikmyndir eru sýndar hér-
lendis, en Tónabió hyggst sýna
eina slíka á næstunni. Myndín
nefnist UTU, sem á maórískri
tungu þýóir réttlát refsing. Hún
vakti mikla athygli þegar hún var
sýnd á Cannes-kvikmyndahátíó-
inni árió 1983.
Höfundur myndarinnar, Geoff
Murphy, haföi gert aö minnsta
kosti eina meiriháttar mynd áöur
en hann réöst í gerö UTU, sem var
dýr á nýsjálenskan mælikvaröa. Sú
mynd hét „Goodbye Pork Pie“.
Hún sló i gegn á sínum tíma og
hagnaöurinn af henni varö umtals-
veröur. Myndin var m.a. sýnd í ís-
lenska sjónvarpinu.
Nýsjálenskir kvikmyndagerö-
armenn eiga viö svipaö vandamál
aö stríöa og íslenskir kollegar
þeirra; fjármagniö. Metnaöargjarn-
ir listamenn þurfa á meira fjár-
magni aö halda en hinir skotfljótu
og óvandvirku. UTU varö tíu sinn-
um dýrari í framleiöslu en „Pork
Pie“. Geoff Murphy hefur ekki fariö
varhluta af því aö landar hans
kunna ekki aö meta hann fyrr en
útlendingar hafa hlaöið hann lofi.
„UTU — réttlát refsing“ er
byggö á sögulegum staöreyndum.
Myndin gerist í Nýja Sjálandi á
seinni hluta nítjándu aldar, þegar
blóð hatrammrar baráttu flæddi
um landiö. Fólk af maórískum
ættstofni átti í sífelldum útistööum
viö evrópska nýlenduherra. Maórí-
ar voru indíánar Nýja Sjálands.
Þeir voru frumbyggjar landsins, en
þar sem þeir voru friösamir í eöli
sínu, fengu þeir ekki aö lifa í sátt
og samlyndi fyrir yfirgangí hinna
hvítu nýlenduherra.
Te Wheke heitir aöalpersóna
myndarinnar. Hann er maóri, en
hefur kynnst evrópskri lífsmenn-
ingu. Hann starfar sem leiösögu-
Eitt fórnarlamba blóóbaósina,
Williamson, sem hefnir konu
sinnar.
maður hjá evrópskum landvinn-
ingaher. Herinn kemur í þorp eitt á
leiö sinni um landiö; þar hafa veriö
framin fjöldamorö. Þorpinu hefur
veriö eytt, allir myrtir. Þetta þorp
er gamla heimili Te Whekes; fjöl-
skyldu hans hefur veriö slátraö.
Þessi reynsla er Te Wheke um
megn. Honum rennur blóöiö til
skyldunnar. Hann segir evrópsku
nýlenduherrunum UTU á hendur:
hann ætlar aö refsa þeim á réttlát-
an hátt.
Þegar Geoff Murphy og félagar
hófu tökur í nágrenni viö afkom-
endur Te Wheke, þá var ekki laust
viö aö þaö færi um kvikmynda-
Zac Wallace leikur maóriska upp-
reisnarmanninn To Wheke.
tökuliöið. Hinir maórísku frum-
byggjar voru mjög varir um sig, og
ætluðu ekki aö láta ókunnugt fólk
vaöa ofani sig. En Geoff haföi vaö-
iö fyrir neöan sig: hann lét foringja
maóríska fólksins lesa handritiö aö
myndinni og eftir þaö gekk allt eins
og í sögu. Frumbyggjarnir hjálp-
uöu meira aö segja viö gerð mynd-
arinnar, þeir spöruöu Geoff og fé-
lögum ærna fyrirhöfn og mikla
peninga meö þvi aö taka aö sér
viss hlutverk í myndinni. Geoff
fannst þaö stórkostleg upplifun aö
starfa meö afkomendum þeirra,
sem myndin fjallaöi um.
Aöalhlutverkiö, Te Wheke, er í
höndum Zac Wallace, sem er
þekktari i heimalandi sinu fyrir af-
skipti af stjornmálum en kvik-
myndaleik. Fyrstu fórnarlömb
hans, Williamsen-hjónin, leika II-
ona Rodgers og Bruno Lawrence.
Te Wheke myröir konuna, en Willi-
amson ærist og byrjar aö leita aö
moröingjanum. Kelly Johnson leik-
ur Scott lautinant, en hans starf er
aö finna upp aöferðir til aö kveöa
frumbyggja eins og maróana í kút-
inn. Yfirmaöur Scotts er Elliott
ofursti, spilltur og úrkynjaóur her-
maöur, og hafa yfirvöldin fengiö
hann til aö slökkva glóðina sem Te
Wheke hefur kveikt.
HJÓ.
Kraftakarlinn
Arnold Schw-
arzenegger í
hlutverki Con-
ans. Meðal ann-
arra sem leika í
þessari mynd
er söngkonan
Grace Jones.