Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ1985 Punktar frá Amsterdam . . . o N R D - Haukur Hólm segir frá stuttu viðtali sem hann átti við Leonard Cohen á hljómleikum hans, sem voru í Amsterdam nýlega hljómburðinn. Þar heyrðist meðal annars stórkostleg útgáfa af laginu „Joan of Arc“, þar sem Cohen og hljómborðsleikarinn Anjami Thomas, fegurðardís frá Hawaii, skiptu með sér hlut- verkum í ljóðinu. Eftir að hafa fengið smjörþefinn af því sem koma skyldi, átti ég örstutt spjall við Leonard Cohen. Örstutt spjall Jeff Klinell, sem var farar- stjóri í þessari hljómleikaferð, opnaði dyrnar og bauð mér inn í búningsherbergið. Um leið og inn var komið, kom Cohen á móti mér og bauð mig velkom- inn. Þrátt fyrir að ég hafi kannski séð manninn í miklum aðdáunarljóma sá ég að þarna var maður með gífurlega per- sónutöfra. Hann virtist dálítið þreyttur, enda á löngu ferðalagi. Hann bað mig að afsaka að hann væri ekki upplagður í strangt viðtal þar sem röddin væri ekki upp á það besta. En hann var mjög rámur og talaði lágt. Hann bauð mér að setjast hjá sér og hvítvín að drekka. Síðan spurði hann um veðrið á íslandi, og ég sagði honum frá hinu und- arlega veðurlagi sem við íslend- ingar höfum búið við í vetur. Cohen hafði greinilega haft ein- hverjar spurnir af því. „Það fer að verða athugandi að fara til íslands í frí í staðinn fyrir Spán eða aðra sólarstaði," sagði hann. Eg spurði hvað ætlunin væri að halda marga hljómleika í þessari ferð. „Við spilum á 35 stöðum í Evrópu og síðan annað eins í Bandaríkjunum.“ „Hefur þér aldrei dottið í hug að koma til íslands?" „Jú,“ svaraði hann, „það hefur komið til greina, en því miður var ekki hægt að koma því við í þetta skipti." Hann stóð upp og náði í meira hvítvín og skenkti aftur í glösin. Hann bauð mér að borða, því inni í herberginu var borð hlaðið krásum. Síðan sagði hann: „Ég hitti íslenskan kvik-* myndaleikstjóra í Montreal og þá kom til tals að spila á íslandi. Þið eruð með listahátíð, er það ekki? Ég hefði mikinn áhuga á að koma og halda hljómleika á íslandi." Ég sagði honum að aðsóknin yrði góð, líkt og annars staðar. Nú kom einhver inn og sagði að það væru fimm mínútur þar til hljómleikarnir hæfust, svo að þetta spjall gat ekki orðið lengra. Við stóðum upp og kvöddumst, og hann þakkaði mér fyrir komuna. Frammi á gangi hitti ég Klin- ell fararstjóra og sagði hann mér að á öllum hljómleikunum til þessa hefði verið uppselt, og svo væri raunar líka um flesta eða alla þá sem eftir væru. Nú kom Leonard Cohen út úr bún- „Hey þú gleymdir Morgunblaðinu þínua Aísköldu febrúarkvöldi var tíðindamaður Mbl. staddur í Rott- erdam þeirra erinda að fara á hljómleika hjá Leonard Cohen. Kanadíska ljóðskáldið, rithöf- undurinn, lagasmiðurinn og söngvarinn Leonard Cohen var kominn á kreik á ný eftir nokk- urra ára hlé. Núna fimmtugur að aldri hefur hann rofið þögn- ina svo um munar. Níunda hljómplatan, „Various Posit- ions“ nýútkomin, alveg stórgóð, einnig ný ljóðabók, sú sjötta (fyrir utan úrvalsljóð) og heitir hún „Book of Mercy“. Þá hefur hann farið inn á nýjar brautir, eins og til dæmis myndbönd, en fyrirtækið Blue Memorial Video sem Cohen er einn af eigendum að gerði hálftíma sjónvarpsþátt sem heitir „I am a Hotel“, en þáttur þessi var sýndur í ís- lenska sjónvarpinu fyrir skömmu. Fékk þátturinn fyrstu verðlaun á alþjóðlegri sjón- varpshátíð í Montreux í Sviss. Blue Memorial Video vinnur einnig að kvikmyndun á fyrri skáldsögu Cohens, „The Favor- ite Game“, sem er hálfgerð sjálfsævisaga. Þar að auki gerði hann textana við tónlist Lewis Furey að poppóperu-kvikmynd er heitir „The Merry-Go-Man“. Og nú var hann á hljómleika- ferðalagi. í Rotterdam voru hljómleik- arnir haldnir í hljómleikahöll er heitir De Doelen, í miðborginni. I húsinu eru tveir salir og voru þessir hljómleikar í þeim stærri, en hann rúmar yfir tvö þúsund manns. Var uppselt og búið að vera það í fleiri vikur. Hljómprófun Með Morgunblaðspassann að vopni tókst mér að komast inn um bakdyrnar á De Doelen. Eft- ir skamma stund heyrði ég tón- list fylla húsið og gekk því á hljóðið. Er ég kom í gættina á sviðinu sá ég að þar var lista- maðurinn sjálfur í dökkum jakkafötum og svartri skyrtu ásamt hljómsveit að athuga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.