Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 °7 Tívolí í Hveragerði Hveragerdi, 8. marz. HAFIZT var handa við fyrsta verk- þáttinn við gerð skemmtigarðs í Hveragerði í dag. Það eru Eden, Hveragerði, og Kaupland sf. í Reykjavík, sem hafa fengið 25.000 fermetra land undir skemmtigarð, sem ætlunin er að hefji starfsemi 1. maí í vor. Við byrjun verksins í dag sagði Bragi Einarsson, eigandi Eden, m.a.: „Okkur sem stöndum að þessu fyrirtæki er að sjálfsögðu ljóst að skemmtigarður sambærilegur við það sem best gerist erlendis sprettur ekki upp á einni nóttu — við ætlum okkur að reka hann í byrjun að mestu undir berum himni. Ef vel gengur er ætlunin að byggja yfir hann, svo að í framtíðinni risi hér „Höll sumarlandsins" til ánægju fyrir alla landsmenn. Við erum sannfærðir um að Hveragerði með allan sinn jarðhita er óskastaður fyrir slík- an skemmtigarð. Tívólígarður er ekki aðeins fyrir yngstu kynslóð- ina, við höfum þá trú að í hverj- um manni blundi barnið inni fyrir, og öll höfum við gott af saklausri skemmtun." Sigrún. Fyrsta skódustungan tekin: frá vinstri: Karen Mellk, Bragi Einarsson, eigandi Eden, og Olga Bragadóttir, sem tók fyrstu skóflustunguna. MorKunblaðið/SiKrún Hagstætt verð á loð- skinnaupp- boðunum HIÐ HÁA verð sem fengist hefur fyrir loðskinn á uppboðum í vetur hélst á uppboðum sem haldin hafa verið að undanförnu. Eftirspurn eftir refaskinnum hefur þó heldur farið minnkandi. Á uppboði finnska loðdýrarækt- arsambandsins í Helsingfors sem nýlokið er voru boðin upp rúmlega 400 þúsund blárefa- og skugga- skinn og seldust 93% þeirra. Fyrir blárefaskinnin fengust 2.290 kr. íslenskar og 2.600 fyrir skugga- skinnin. 83% framboðinna silfurrefaskinna seldust fyrir 5.814 kr. að meðaltali. Á sama uppboði voru boðin upp rúmlega 400 þúsund svartminkaskinn. 89% högnaskinnanna seldust fyrir 1.200 kr. ísl. að meðaltali en 99% læðuskinnanna fyrir 1.060 kr. Boð- in voru upp rúmlega 200 þúsund brúnminkaskinn. Högnaskinnin seldust 100% fyrir 1.236 kr. að meðaltali en læðuskinnin seldust 96% fyrir 870 kr. Á uppboði hjá Hudson’s Bay- uppboðshúsinu í London í síðustu viku voru boðin upp rúml. 600 þús- und minkaskinn, þar af um 1.000 íslensk. Boðin voru upp rúmlega 236 svartminkaskinn og seldust þau 99%. Fyrir högnaskinnin fengust um 1.300 kr. isl. að meðal- tali en 1.140 kr. fyrir læðuskinnin. Þá voru einnig boðin upp 95 þús- und brúnminkaskinn og seldust þau 98—99%. Fyrir högnaskinnin fengust 1.120 kr. að meðaltali en 800 ísl. kr. fyrir læðuskinnin. Samkvæmt upplýsingum frá upp- boðshúsinu var þetta mjög gott uppboð og komu margir kaupend- ur á það. Djúpivogur: Sunnutindur með 115 tonn eftir þriggja daga veiði Djúpavogi, 8. mars. Sunnutindur SU 59 kom hér inn í fyrrakvöld með 115 tonn af fiski, eftir aðeins þriggja daga útivist, svo hér vinna allir sem vettlingi geta valdið. Meðan á verkfallinu stóð var fiskvinnslufólk að vinna hér í saltfiski við ormahreinsun og fleira. í dag er hér sæmilegasta veður en gengur á með éljum. Vegir eru vel færir í allar áttir. Fréttaritari FARARSTJÓRAR: , JÓN BALDVIN HALLDÓRSSON KJARTAN L. PÁLSSON, (g. (þannig að golfkyifur eru velkomnar meðferðis)^^ íi h líindi páskana Dublin 4/4 (skírdagur) til 8/4 (annar í páskum) Hinar þékktu páskaferðir okkar til Irlands eru ógleyman- legar öllum þátttakendum og hafa undantekningarlaust selst upp á undanförnum árum. Við fpúgum í beinu leiguflugi inn í yndislegt írskt vorið, gistum á Burlington hótelinu í Dublin, kynnumst hinum vinalegu og skemmti- legu frændum okkar, (rum, og förum í skoðunarferðir um nágrannasveitir. Petta er ódýr og lífleg ferð sem þú getur fariö án þess að taka frí frá vinnu! Verð aðeins kr. 13.900 (flug, gisting í 2 m. herb. m/morgunverði, fararstjórn). Vor í Grikklandi FARARSTJÓRI: SICURÐUR A. MACNÚSSON Vouliagmeni 2/4 til 16/4 Við efnum til heillandi tveggja vikna vorferðar til Grikklands um páskana. Gist verður á Hotel Paradise, fyrsta flokks hóteli á Vouliagmeni-ströndinni skammt frá Aþenu, en þar er framúrskarandi baðströnd og afslöppunaraðstaða. Farnar verða einstakar skoðunarferöir til ýmissa markverðustu staða vestrænnar menningar. Möguleiki á aukadvöl í Amsterdam á heimleið. verð aðelns kr. 27.150 (flug, gisting í 2 m. herb. m/morgunverði, fararstáórn). ATH! Takmarkaður sætafjöldi! Samvinnuferóir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SfMAR 21400 & 23727
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.