Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 Morð hans 1541 aftur sett á svið Eftir messu 26. júní snæddu Pizarro og nokkrir vinir hans hádegisverð í höll hans við Plaza de Armas í borginni, sem hann hafði stofnsett sex árum áður þegar hann hafði tekið Inkakeisarann Atahualpa til fanga og líflátið hann. Þar sem höll Pizarros stóð stendur nú forsetahöll Perú, gegnt glæsilegri dóm- kirkju, þar sem Pizarro hvílir í marmara- kapellu. Hópur um 20 vopnaðra tilræðismanna „La conquista del Perú“, fyrsta bókin sem var gefin út um Perú (1534). undir forystu Juan de Herrada réðst inn í óvarða höllina þegar Pizarro var að ljúka við að snæða hádegisverð sinn og veifuðu stríðsöxum, sverðum, spjótum og lásbogum. Samsærismennirnir voru svokallaðir Almagristar. Hernando Pizarro, hálfbróðir Francisco, hafði tekið Diego de Almagro af lífi fyrir samsæri í júlí 1538. Stuðnings- menn Almagros voru staðráðnir í að hefna ástsæls leiðtoga síns og höfðu gert ungan son hans, Diego yngra, að leiðtoga sínum. Þegar Almagristar réðust inn í höll Piz- arros varð snarpur bardagi, en flestir félag- ar Pizarros flúðu. Pizarro fór í brjóstbrynju sína og felldi einn árásarmanninn áður en hann hneig sjálfur niður og lézt af mörgum sárum, sem hann hlaut. Hálfbróðir Pizarros, Francisco Martin de Alcantara, féll við hiið hans. Francisco de Chaves, ofsafenginn maður, var myrtur, þótt hann væri vinur Almagrista og reyndi að rökræða við þá. í átökunum særðist Pizarro á þeirri hendinni, sem hann hélt sverðinu með, að Francisco Pizarro var ólæs og óskrifandi svínahirðir þegar hann steig fyrst fram á svið sögunnar. Þegar ævi hans lauk, hálfri öld síðar, hafði hann getið sér það til frægð- ar að hafa lagt voldugt ríki Inka að velli, stofnsett borgina Lima, gegnt embætti vísi- konungs i Perú og komizt yfir gífurleg völd og auðæfi. NÆGAR heimildir eru til um blóði drifínn feril spænska landkönnuðarins Francisco Fizarro og blóðugan dauða hans. í fjórar aldir hefur hins vegar verið deilt um jarðneskar leifar hans. Nú telja vísindamenn sig hafa ráðið þá gátu að iokum. Að sögn Los Angeles Times segjast vísindamennirnir hafa boriö kennsl á bein Fizarros svo að óyggjandi sé og um leið svipt hulunni af fals-múmíu. Þetta hefur gert þeim kleift að setja 444 ára gamalt morð Fizarros aftur á svið af ótrúlega mikilli nákvæmni. Þessi vísindareyfari náði hámarki þegar bein Fizarros voru lögö til hinztu hvíldar í Lima í janúar sl. við hátíðlega athöfn, sem fór nákvæmlega eins fram og landvinningamaðurinn gamli hafði mælt fyrir um í erfðaskrá sinni 1537. Franisco Pizarro „Blæddi út“ Pizarro var 1,75 metrar á hæð, grann- holda og sterklegur, alsettur örum og 63 ára að aldri þegar hann féll með sverð í hendi sunnudaginn 26. júní 1541. Hann lét lífið í fyrstu stjórnarbyltingunni, sem sögur fara af í nýlendum Spánverja í Ameríku. „Pizarro blæddi út,“ sagði meinafræðing- urinn Uriel Garcia. „Banahöggið var sverðstunga í hægri kjálkann. Sennilega hafa hóstarbláæðin og hálsslagæðin skorizt í sundur og líklega hefur hann hryggbrotn- að. Trúlega var hann lamaður þegar hann gaf upp öndina." Garcia og starfsfélagar hans í Perú fengu aðstoð margra sérfræðinga við að ieysa Pizarro-ráðgátuna. Fornleifafræðingar, mannfræðingar, sjúkdómafræðingar, sér- fræðingar í geislafræði, eðlisfræðingar, sagnfræðingar og fleiri tóku þátt í þessu leynilögreglustarfi í sjálfboöavinnu. Þeir voru frá margvíslegum stofnunum eins og sjúkrahúsum, listasöfnum og há- skólum. Allir höfðu þeir eitthvað fram að færa er stuðlað gat að ráðningu gátunnar. „Um leið og Pizarro-dellan skaut rótum fylltist margt spennt fólk ástríðufullum áhuga,“ sagði Hugo Ludena, fornleifafræð- ingur og sagnfræðingur, sem stjórnaði leit- Osigur Inkanna, myndskreyting eftir Theodore de Bry (1596). inni að Pizarro. Hann er forstöðumaður stjórnarstofnunar, sem verndar söguleg verðmæti. Saga þessi er tvíþætt og 436 ár Iiðu frá upphafi fyrri hluta hennar til upphafs hins síðari. Árásin á höllina Þrálátur orðrómur var á kreiki í Lima í júní 1541 um yfirvofandi tilraun til að ráða landstjórann af dögum, en Pizarro gerði engar sérstakar varúðarráðstafanir. RUNTAL OFNARNIR FRÁ ONA VEITA YLINN. OFNASMÐJA NORÐURLANDS FUNAHÖFÐA 17 - v/ÁRTÚNSHÖFÐA SI'MI 82477 - 82980 -110 REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.