Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985
41
Kaup á Helgarpóst-
inum ekki skilyrði fyr-
ir því að fá blaðið NU
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi frá Katrínu Baldursdótt-
ur og Jenný Axelsdóttur, útgefend-
um tímaritsins Nú:
„Það voru margir sem settu upp
furðusvip skömmu eftir að Tíma-
ritið Nú kom út. Menn áttu ekki að
fá það afhent ókeypis, eins og til
stóð, nema þeir keyptu Helgar-
póstinn. Útgefendur brugðust
skjótt við er þetta barst þeim til
eyrna, enda tengsl tímaritsins Nú
engin við Helgarpóstinn, að öðru
leyti en því að Nú-ið var keyrt út í
sömu bílum og Helgarpósturinn.
Útgefendur hugðust greiða Helg-
arpóstinum fyrir að dreifa ritinu,
en það stóð aldrei til að Nú yrði
fylgirit Helgarpóstsins.
Er hringt var í Helgarpóstinn
vegna þessa máls, voru svörin
mjög loðin og ekki hægt að fá
haldbæra skýringu á því hvers
vegna á þessum misskilningi
stæði. Ekki náðist í framkvæmda-
stjóra blaðsins og er loks tókst að
ná í ritstjóra Helgarpóstsins, vildi
hann ekkert við þetta kannast, en
sagðist skyldi sjá til þess að
hringt yrði í alla sölustaði og
þetta leiðrétt. Útgefendur Nú,
vildu sjálfir ganga í það mál, en
gátu hvorki fengið afhentan lista
yfir sölustaðina, til þess að leið-
rétta þetta sjáifir, né upplýsingar
um það hvaða aðililar keyrðu út
blöðin til þess að grafast fyrir um
hvernig á þessum misskilningi
stæði.
Útgefendur vilja biðja við-
skiptavini og lesendur ritsins Nú
afsökunar á þessum rangfærslum
og vonast til þess að slíkt komi
ekki fyrir aftur. Nú-ið er og verður
frítt og kaup á Helgarpóstinum
ekkert skilyrði fyrir því að fá ritið
afhent."
Útifundur fram-
haldsskólanema
Framhaldsskólanemar gengust fyrir útifundi á Lækjartorgi á fóstudag undir
yfírskriftinni „Menntun skal meta að verðleikum, því menntunarmál eru
framfaramál". Upphafíega átti að halda fundinn á fímmtudag, en honum var
frestað til fóstudags vegna veðurs. Stærri myndin er frá útifundinum, en að
honum loknum var Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra afbent álykt-
un fundarins. „ .,
MorgunblaOio/Bjarni
Af hverju Mallorka?
Sól:
Á Mallorka skin sólin næstum alla daga
heit og hlý, án þess aö vera hitaþrugandi.
Hægur andvari af hafi svalar þér viö
heita ströndina.
Hlýr sjór:
Góður matur:
Það er samdóma álit aö maturinn sé góöur,
og úr nógu aö velja. Það er enda töluvert
tómstundagaman aö velja á milli
hinna gómsætustu rétta á sérkennilegum
veitingastöðum.
Sjórinn er hlýr — 2“ undir meðallofthita,
og hreinn.
Kannanir sýna aö við Mallorka er einn
hreinasti sjór viö strendur Evróþu.
Hrein strönd:
Ströndin er mjúk og hrein, enda þrifin
á hverju kvöldi — og með miklu grunnsævi
fyrir börnin til aö busla í.
Fallegt og framandi:
Á Mallorka er fallegt og framandi umhverfi.
Gróöursæl landbúnaðareyja, meö ótrúlega
fjölbreyttu landslagi og framandi gróöri.
Hótel ATLANTIK eru staðsett
á eftirsóttustu stööunum á
ströndinni.
Líf og fjör:
Lif og fjör einkenna Mallorka öðru fremur.
Strandlifið er fjölbreytt og fjörugt:
Seglbretti, róörabátar, hraðbátar, busl og sprell.
Næturlifiö slær öllu viö, dans og diskó
— sértu að leita aö ævintýrum, finnur þú
þau hér...
Paradís fyrir börn:
Það er hægt að fullyrða að Mallorka
sé paradis fyrir börn. Bæði eru Spánverjar
meö afbrigöum barngóðir, og eins er þar
urmull af leiktækjum, rennibrautum,
sundpollum og spilum, auk þess sem sjálfsagt
þykir aö börnin fylgi foreldrum
út aö boröa á kvöldin.
Fjölbreyttar skoðunarferðir:
Hægt er aö velja um fjölbreyttar og sérkennilegar
skoðunarferöir vitt og breitt um þessa fallegu
eyju i fylgd með islenskum fararstjórum.
Verslun:
Á Mallorka kaupa menn perlur og leöurvörur,
jakka, kápur og skó, á sérlega góöu veröi.
— Auk þess sem hægt er að heimsækja
ævintýralega útimarkaöi.
Ódýrt:
Og þá er ótalin einn álitlegasti kosturinn
viö Mallorka — þú færö mikiö fyrir peníngana.
Þaö er ódýrt aö borða góðan mat og drekka
góö vin. Hægt er aö nota greiðslukort
næstum hvar sem er. — Þú lifir i ódýrum lúxus.
Reyndu Mallorka:
Viljið þú velheppnað sumarleyfi —
Reyndu Mallorka — þú iðrast þess ekki.
UmbOÖ a islandi fyrir
DINERS CLUB
INTERNATIONAL
m^T«(
d 4-í.r- Allt flug er þægilegt
Drotttor: dagflug til Palma.
April: 3ja og 17. — mai: 6. og 27.
Júni: 17. — Júli: 8. og 29. — Ágúst: 19.
September: 9. og 30. — Október. 21.
FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580
E