Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 1
112SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 58. tbl. 72. árg._______________________________ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kampelman formaður bandarísku samninganefndarinnar í Genf: Heitir ábyrgum og mark- vissum samningaviðræðum Ge«í, 9 nura. AP. Lech Walesa: * „Akærurnar brot á mann- réttindum“ Varejá, 9. mars. AP. LECH WALESA leidtogi Samstödu og þrír samstarfsmonn hans mættu hjá saksóknaranum í Gdansk í morgun samkvæmt kvaðningu. Þeim er gefíð að sök að hafa æst til óláta og skipu- lagt ólöglegar mótmælaaðgerðir. Þeir eiga ylir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi ef stjórnvöld kjósa að sækja þá til saka. Kkkert lak út um hvað fór á milli Walesa og saksóknara, en eftir yfirheyrsluna sagði hann í áheyrn fréttamanna, að sakargiftirnar á hendur sér væru „rakalausar og aðfor gegn sjálfsögðum mannréttindum". Walesa afhenti fréttamönnum tilkynningu frá sér og þar átaldi hann yfirvöld fyrir að vilja ákveða hvaða einstaklingar tækju þátt í „opinberu lífi og hverjir ekki“, eins og hann komst að orði. „Samstaða er öflug og verður það svo lengi sem allur þorri almennings í landinu óskar eftir því. “ Valda kolin olíulækkun? Cinoi, 9. marz. AP. LAttSN brezku koladeilunnar gæti fljótlega haft nýja erfiðleika í för með sér fyrir OPEC-ríkin, að sögn orkuráðherra Venezúeia. Lausn koladeilunnar þýðir að á markað bætast kol, sem nema jafngildi hálfrar milljónar olíu- fata daglega. Við það myndast spenna, sem kann að leiða til nýrrar verðlækkunar á olíu. Spáði ráðherrann því að ástandið á olíumarkaðinum mundi ekki breytast sem neinu næmi næstu árin, og verð því ekki hækka. Alþjóðaorkustofn- unin spáir því að eftirspurnin muni aukast um 300 þúsund oliuföt á dag á þessu ári vegna 3% hagvaxtar í iðnríkjunum. Þessi viðbót kemur ekki OPEC- ríkjum til góða, heldur fram- leiðendum Norðursjávarolíu og framleiðsluríkjum utan OPEC, að sögn orkuráðherra Venezú- ela. Gervihjarta- þegi látinn Tuc.son, Arizona, 9. mars. AP. GERVIHJARTAÞEGINN á sjúkra húsi háskólans í Tucson lést í nótt. Þetta var Thomas Creighton, 33 ára gamall vélvirki, og uppskuður hans vakti einkum athygli fyrir það, að gervihjartað sem notað var hafði ekki verið samþykkt til nota í mannslík- ama. Læknir hans, Jack Copeland, taldi sig hins vegar tilneyddan er gallað hjarta Creightons bilaði og ekkert mannshjarta var til reiðu. „Þetta var að mínu viti eina von Creightons, við höfðum reynt mannshjarta sem tók ekki við sér og áttum ekkert hjarta sem við töldum að passaði," sagði Cope- land. Creighton lifði i 11 klukku- stundir með gervihjartað, og fyrra mannshjartað var grætt í hann á fimmtudaginn. Hann lést er lækn- ar voru að græða f hann annað mannshjarta sem tckist hafði að afla. BANDARÍSKU fulltrúarnir í af- vopnunarviðræðunum sem hefjast á næstu dögum í Genf, komu til svissnesku borgarinnar í dag og nefndarformaðurinn, Max M. Kampelman, lofaði fréttamönnum að fram rayndu fara „ábyrgar og markvissar" viðræður sem miðuðu að því að ná „sanngjörnum og að- gengilegum“ samningum. Hann varaði þó við því, að ágreiningur Bandaríkjanna og Sovétríkjanna væri „djúpstæður" og vart við því að búast að samkomulag næðist á „einni nóttu“, eins og Kampelman komst að orði. Bandarísku sendinefndina skipa 80 manns sem skiptast í þrjár nefndir, nefnd Kampel- mans mun ræða við Sovétmenn um varnarkerfið í geimnum gegn kjarnorkuvopnum sem Banda- ríkjamenn eru farnið að huga að þrátt fyrir hávær mótmæli Rússa. John Tower veitir for- stöðu nefndinni sem mun fjalla um langdrægar kjarnorkuflaug- ar og Maynard Glitman og menn hans munu hafa meðaldrægar kjarnorkuflaugar á sinni könnu. Þeir Kampelman, Tower og Glitman voru í Washington á föstudaginn og sátu þá lengst af á fundi með Ronald Reagan Bandaríkjaforseta, sem sagði þeim m.a. að „gera allt sem í þeirra valdi stæði til að góður árangur næðist á þessum fund- um með Sovétmönnum". „Við munum kanna allar mögulegar og ómögulegar leiðir og hlusta þolinmóðir og jákvæðir á allt sem Sovétmenn hafa fram að færa. Við skiljum fullvel að sam- komulag næst ekki með ein- Að sögn fréttastofunnar Irna, gætu loftárásir írana hafist „þá og þegar“. Aðeins borgunum Najaf, Karbala, Kazemieh og Samerra yrði hlíft. Voru íbúar annarra borga hvattir til að flýja borgirnar áður en látið yrði til skarar skríða. stefnu annars tveggja deiluaðila. Ég vitna í Andrei Gromyko utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna þeg- ar ég segi að það ætti að vera æðsta markmið allra að tryggja að öllum kjarnorkuvopnum verði komið fyrir kattarnef sem fyrst. Þetta tökum við Bandaríkja- menn auðvitað undir, þetta er jafnframt okkar markmið og það er góður grunnur til að byggja íranir sögðu íraka hafa skotið eldflaugum í tveimur lotum á Dezful meðan flestir borgarbúar sváfu. Hefðu a.m.k. 75 manns fallið eða særst. í kjölfarið fylgdu eldflaugaárásir á Khorr- amabad og hefðu flestir hinna föllnu verið konur og börn. viðræðurnar á,“ sagði Kampel- man. Sovésku fulltrúarnir koma til Genfar á morgun, sunnudag, en talið er að viðræður þessar geti staðið yfir næstu árin. 15 mánuð- ir eru síðan Sovétmenn gengu út frá slíkum viðræðum í Genf, eftir að bandalagsríki NATO hófu að koma fyrir meðaldrægum kjarn- orkuflaugum í Vestur-Evrópu. Talsmaður stjórnarandstæð- inga í írak hélt því fram í dag, að stjórn Saddams Hussein hefði iátið taka af lífi 10 menn úr Al- Hakim-fjölskyldunni, en í henni eru margir trúarleiðtogar. Sé þetta sannleikanum samkvæmt hafa 29 fjölskyldumeðlimir, sem átt hafa samstarf við stjórn Khomeinis erkiklerks í íran, ver- ið líflátnir frá 1974. íranir hóta að skjóta á flestar borgir í Irak Nikóstu, 9. mare. AP. íranir skýrðu frá því að írakar hefðu látið eldflaugum rigna yfir borg- irnar Dezful og Khorramabad í morgun með þeim afleiðingum að á fimmta hundrað manns hefðu fallið eða særst. Hétu íranir hefndum með árás á allar borgir í írak nema fjórar, þar sem helgidóm shíta er að finna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.