Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 Nýjasta mynd franska sjón- listamannsins Jean-Luc Godards hefur svo sannarlega vakið at- hygli. Það er að vísu ekkert nýtt fyrir Godard, en að þessu sinni hefur honum tekist að hneyksla óvenju marga. Það sem fer svo óskaplega fyrir brjóstið á fólki, er að God- ard hefur fært söguna um Maríu mey í nútímabúning. Fólk, sem vill lesa þetta ævaforna ævintýri af gulnuðum blöðum bibliunnar, virðist kunna þvi ansi illa að nútímafólk segi söguna á nú- tímavísu. Viðbrögð þessa fólks hefur lika verið eftir þvi: það sit- ur um bíóin sem sýna myndina og abbast upp á fólk sem kaupir miða, klerkar úthúða myndinni í fjölmiðlum, kvikmyndaeftirlitið bannaði hana, en það var dregið til baka fyrir dómstólum og guð veit hvað. í útgáfu Godards er María engin önnur en dóttir bensín- stöðvareiganda. Jósef er leigu- bílsstjóri, og það fyrsta sem hon- um dettur i hug, þegar hann veit að María er ófrisk, er hve marga elskhuga hún hafi átt. (Þessi punktur einn er vægast sagt skelfilegur i augum heittrúaðra.) En ekki skánar það. Erkiengill- inn Gabríel er drykkfelldur iðju- leysingi, og Jesú sjálfur ofsa- fengið smábarn, sem segir fátt annað en: „Ég er sá sem er.“ En Jósef, sem má ekki vera að því að hlusta á smábarnavæl, segir syni sínum að þegja. Og til að bæta gráu ofan á svart, þá birtist María allsnakin í ekki ófáum at- riðum. En höfundurinn Jean-Luc Godard lætur sér fátt um finn- ast. Hann hefur efni á að brosa; myndin verður vinsælli eftir því sem gagnrýnisraddirnar verða háværari. HJÓ. Myriem Roussel leikur Maríu í nýjustu mynd Godards. Myndin hefur farið fyrir brjóstið á viðkvæmu fólki. Stjörnugjöfin Stjörnubíó: The Karate Kid ★ ★ * Tónabíó: Með ástarkveðju frá Rússlandi ★★Vi Háskólabió: Gorky Park ★ ★ Austurbæjarbíó: Greystoke ★ ★V4 Purple Rain ★ ★ Nýja bió: Batchelor Party ★ ★ Bíóböllin: Heimkoma njósnarans ★'/4 fsræningjarnir ★'/» Þú lifir aðeins tvisvar ★ ★ Reckless ★W Regnboginn: Hotel New Hampshire ★ ★ ★ Cannonball Run II ★ París, Teias ★ ★ ★ ★ Vistaskipti ★ ★ ★ av. hneykslar lýðinn I I tiCIMI KVII\MyNliANN4 Godard BÍÓHÖLLIN: BÍÓHÖLLIN mun von bráðar taka til sýninga myndina „Reuben, Reuben“ með Tom Conti í aðal- hlutverki. Myndin fjallar um ærslabelginn Gowan, skáld sem þykir sopinn ansi góður. Tom Conti var útnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í „Reuben, Reuben", en beið lægri hlut fyrir Robert Duvall. Það var annað kvikmyndahlutverkið sem Conti fékk , í fyrri myndinni lék hann á móti David Bowie í „Merry Christmas, Mr. Lawr- ence“ sem Bíóhöllin sýndi á sín- um tíma. Conti hefur mikið leik- ið á sviði beggja megin Atl- antshafsins, fékk m.a. Tony verðlaunin fyrir aðalhlutverkið I „Er ekki þetta mitt líf?“ Persónan sem Conti leikur í „Reuben, Reuben“, er skrautleg, svo ekki sé meira sagt, því hún er blanda af skáldunum Brendan Behan og Dylan Thomas, sem voru jafn frægir fyrir drykkju og verkin sem þeir skrifuðu. Það læðist að mér sá grunur að gamla brýnið Julius Epstein hafi haft ævisögu Dylan Thomas til hliðsjónar þegar hann samdi handritið að myndinni (Const- antine FitzGibbon skráði ævi- sögu skáldsins). Stór hluti myndarinnar fjallar um fyrir- lestrarferð skáldsins Gowan McGland, sem hefur ekki skrifað orð í fimm ár, um Bandaríkin þvers og kruss. Eins og Dylan Thomas, er Gowan alveg fyrir- munað að lesa úr verkum sínum edrú. í aukahlutverki er Kelly McGillis, rúmlega tvítug leik- kona, sem hefur vakið mikla at- hygli fyrir leik sinn í nýjustu mynd Harrison Ford, Witness, sem var frumsýnd í febrúar í Bandaríkjunum. HJÓ. Kelly McGillis og Conti. The Natural STJÖRNUBÍÓ frumsýndi mynd- ina The Natural í síðustu viku. Barry Levinson, sem gerði Diner, er leikstjóri, en aðalhlutverkið er Roberts Redford; það fyrsta síðan 1980. Hann tók því rólega eftir að hann fékk Óskarinn fyrir að leik- stýra Ordinary People. Meðal annarra sem leika í myndinni, má nefna Robert Duvall, Glenn Close (Garp), Kim Basinger (Never Say Never Aga- in) og Barbara Hershey (The Entity). Myndin er byggð á dulmagnaðri skáldsögu eftir Bernard Malamud. Tom Conti leikur lífsglaða skáldið í „Reuben, Reuben"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.