Morgunblaðið - 12.03.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 12. MARZ 1985
ÚTVARP / S JÓN VARP
Hús, hús, hús
að var mikið fjallað um hús-
næðismál í ríkisfjölmiðlun-
um þessa helgi og ekki að ósekju.
Þau undur hafa nefnilega gerst
með þjóð vorri, að allt í einu er
einni kynslóð ætlað að greiða þær
skuldir sem fyrri kynslóð, sú sem
er vel komin á miðjan aldur og
situr í helstu valdastöðum í sam-
félaginu, hlóð upp í krafti erlendr-
ar lántöku og óðaverðbólgu, er
náttúrulega hentaði þeirri kynslóð
prýðilega þá hún var að koma sér
upp eigin húsnæði.
Já, það er gaman fyrir ungt fólk
að lenda í höndunum á slíkum
mönnum, sem á sínum tíma víluðu
ekki fyrir sér, að hrifsa megnið af
því sparifé sem aldamótakynslóð-
in lagði til hliðar í bönkum til elli-
áranna, en snúa nú við blaðinu og
verdtryggja það fjármagn er þeir
sjálfir hyggjast geyma til efri ára.
Er nema von að húsbyggjendur
snúi bökum saman gegn þeirri
valdastétt er lét verðbólguna
óáreitta svo lengi sem henni hent-
aði, en svínbeygir nú þá er standa
í húsakaupum eða nýsmíði með
nánast okurvöxtum og er jafnvel
nógu frökk til að halda þvi fram
að menn byggi of stórt í dag. Þeir
geta trútt um talað sem búa í
köstulunum fremst á Arnarnes-
tánni.
/ sambandi við frétt
Já, svo sannarlega voru ríkis-
fjölmiðlanir stútfullir af fréttum
af „ ... aðgerðum aðþrengdra hús-
byggjenda" þessa helgi. Þannig
birtust bæði í sjónvarps- og út-
varpsfréttum viðtöl við forystu-
menn nýstofnaðra samtaka:
Áhugamanna um úrbætur í hús-
næðismálum, en þessi samtök
hafa opnað skrifstofur víða um
land, þar sem símalínur eru hreint
út sagt ... glóandi. Mér tókst
samt að ná sambandi við Reykja-
víkurskrifstofuna og setti mig þá í
afskaplega fréttamannslegar
stellingar. En þar sem ég býst við
að fréttamannafundir verði
haldnir næstu daga á vegum for-
svarsmanna samtakanna, ætla ég
ekki að rekja hér frekar samtal
mitt við einn þeirra. Þó er mér
minnisstæð ein setning frá hans
hálfu: Það hringdi hérna kona í
dag og sagðist svo sem geta gengið
í samtökin, en það skipti varla
máli því íbúð hennar yrði boðin
upp á morgun. Ég held að það gæti
verið áhugavert fyrir skattayfir-
völd að athuga hverjir bjóða í slík-
ar íbúðir og húseignir sem fara
gjarnan úr höndum fólks sem hef-
ir oftast nær greitt sína skatta og
skyldur til samfélagsins og þrælað
sér út í láglaunastörfum, en ræður
ekki við miskunnarlausa okur-
vexti og aðra óáran af mannavöld-
um. Það skyldi þó aldrei vera að
eitthvað af hinu „ósýnilega fjár-
magni", sem allir tala um að sé til
í þjóðfélaginu, en við launamenn
sjáum hvergi glitta í, komi í ljós
við hamarshöggið?
Horft fram á veg
En það var ekki bara vikið að
greiðsluerfiðleikum húsbyggjenda
í ríkisfjölmiðlunum þessa helgi,
þar var og fjallað í Kastljósi um
almenna þróun í byggingarmálum
hérlendis. Gaf Sigurveig Jónsdótt-
ir fréttamaður ágæta mynd af
stöðu þessara mála hér í borg er
hún ræddi við skipulagsstjóra,
arkitekta og húsbyggjendur. Tel
ég raunar brýna nauðsyn bera til
að Sjónvarpið beiti sér fyrir ráð-
stefnu um þessi efni í sjónvarpssal
þar sem hinir ýmsu aðilar er koma
nálægt húsbyggingum svo sem
arkitektar, verkfræðingar, smiðir,
pípulagningamenn, rafvirkjar,
einingahúsaframleiðendur og hús-
byggjendur leiða saman hesta
sína.
ólafur M.
Jóhannesson
Landið
gullna
ELIDOR
— 8. þáttur, „Á flótta
mmm í kvöid ki. 20.00
OAOO verður fluttur
^ÍU— 8. þáttur fram-
haldsleikritsins „Landið
gullna Elidor" eftir Alan
Garner í útvarpsleikgerð
Maj Samzelius. Nefnist
þátturinn „Á flótta".
Sverrir Hólmarsson þýddi
leikritið, Lárus Grímsson
samdi tónlistina og leik-
stjóri er Hallmar Sigurðs-
son.
í 7. þætti voru krakk-
arnir staddir í unglinga-
boði hjá kunningjum sín-
um þar sem þau höfðu
m.a. fiktað við andaglas.
Þau urðu ekki lítið hissa
þegar „andinn" lét Róland
u
teikna mynd af einhyrn-
ingi. Kannski var Malebr-
on að senda þeim skilaboð
um Findhorn? Á leiðinni
heim urðu þau fyrir und-
arlegri reynslu. I gegnum
þokuna heyrðu þau hröð
hófaslög nálgast. Allt í
einu var eins og eldingu
slægi niður og rifa kæmi á
himininn og út úr henni
kom hvítur hestur með
eitt horn á enni. Hann
þaut froðufellandi fram-
hjá þeim yfir brú nokkra
og hvarf þeim sjónum.
Daginn eftir rannsökuðu
Róland og Davíð stíginn
við brúna. Hófförin voru
greinilega öðrum megin
Hallmar Sigurdsson leik-
stýrir.
við hana en hinum megin
voru þau hvergi sjáanleg.
Skömmu síðar gerðist það
kvöld eitt að börnin sáu
skuggana tvo í rósabeðinu
breytast í skykkjuklædda
menn sem hurfu hljóðlega
yfir garðmúrinn. Utsend-
arar hins illa frá Elidor
voru komnir að sækja
dýrgripina.
Lárus Grímsson samdi tón-
listina.
Leikendur í 8. þætti eru:
Viðar Eggertsson, Emil
Gunnar Guðmundsson,
Kjartan Bjargmundsson,
Kristján Franklín Magn-
ús, Sólveig Pálsdóttir, Að-
alsteinn Bergdal og Bessi
Bjarnason.
Tæknimenn eru Áslaug
Sturlaugsdóttir og Vigfús
Ingvarsson.
Nýjasta tækni og vísindi
■■■■ Nýjasta tækni
O A 50 °8 visindi er á
— dagskrá sjón-
varps í kvöld kl. 20.50.
Umsjónarmaður er Sig-
urður H. Richter.
í þættinum verða alls
sýndar tíu myndir. Fyrsta
segir frá framleiðslu og
gerð svokallaðra Win-
chester-tölvudiskadrifa.
Drifin eru hin mesta völ-
undarsmíð og hægt að
koma mjög miklum upp-
lýsingum fyrir á litlu
svæði. Á aðeins broti úr
sekúndu getur tölvan
fundið hvað sem er í þessu
minni sínu. Þá er mynd
sem segir frá því þegar
mistókst að koma banda-
ríska fjarskipthnettinum
TDRS á réttan stað og
hvernig starfsliðinu á
jörðu niðri tókst að finna
hnöttinn aftur í geimnum
og koma honum á rétta
braut um jörðina.
Þriðja myndin segir frá
tölvu- og vélmennavæð-
ingunni í bandarískum
bifreiðaiðnaði og sú fjórða
sýndir þjófavarnaklukku
sem illmögulegt er að
þagga niður í. Þá er mynd
sem segir frá því hvernig
farþegaflutningum í
stórborgum verður líklega
háttað í framtíðinni og
önnur sem sýnir nýtt
röntgenmyndatæki sem er
þannig að það getur tekið
samtímis myndir frá
tveimur sjónarhornum.
Kemur þetta sérstaklega
að góðu gagni við aðgerðir
á beinum. Sjöunda mynd-
Sigurður H. Richter er um-
sjónarmaður þáttarins.
in fjallar um nýtt slökkvi-
efni sem er mjög gott, sér-
staklega á bensín- og olíu-
elda þar sem það myndar
þunna himnu sem leggst
yfir eldsneytið og hindrar
að það geti logað í því.
Þá er mynd sem fjallar
um rannsóknarhnetti sem
sendir eru út fyrir and-
rúmsloft jarðarinnar svo
að þeir geti kannað al-
heiminn ótruflaðir. Ní-
unda myndin segir frá
málningu sem er hitanæm
á þann hátt að ef hitinn
fer upp fyrir eitthvert
ákveðið mark, breytir hún
um lit. Tíunda og síðasta
myndin segir svo frá
þeirri tækni sem notuð er
í baráttunni við skógar-
elda.
Setið
fyrir
svörum
mmm Að loknum
00 25 þættinum um
&& ~~ Derrick situr
Davíð Oddsson borgar-
stjóri fyrir svörum um
borgarmálefni. Nýlega
var gengið frá fjárhags-
áætlun Reykjavíkurborg-
ar fyrir þetta ár, sem er
síðasta heila ár kjörtíma-
bils núverandi borgar-
stjórnar.
Ásamt Davíð mæta til
leiks fulltrúar tilnefndir
af minnihlutaflokkunum í
borgarstjórn. Umsjónar-
maður þáttarins er Ingvi
Hrafn Jónsson.
Davíð Oddsson borgarstjóri
situr fyrir svörum um borg-
armálefni.
UTVARP
ÞRIÐJUDAGUR
12. mars
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
Bæn. A virkum degi. 7.25
Leikfimi. 7.55 Daglegt mál.
Endurt. páttur Valdimars
Gunnarssonar frá kvöldinu
áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15
Veöurfregnir. Morgunorð —
Bryndls Viglundsdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Agnarögn" eftir Pál H.
Jónsson. Flytjendur: Páll H.
Jónsson. Heimir Pálsson og
Hildur Heimisdóttir (5).
9J0 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. 9.45 Þing-
fréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.45 „Ljáöu mér eyra“
Málmfrlður Sigurðardóttir á
Jaðri sér um þáttinn.
(ROVAK.)
11.15 Við Pollinn
Umsjón: Gestur E. Jónas-
son. (ROVAK.)
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12J0 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.20 Barnagaman
Umsjón: Guðlaug Marla
Bjarnadóttir. (ROVAK.)
13.30 Danskt popp
14.00 „Blessuð skepnan" eftir
James Herriot. Bryndls Vlg-
lundsdóttir les þýðingu slna
(24).
14J0 Miðdegistónleikar
„I Palpiti" eftir Niccolo Pag-
anini. Salvatori Accardo og
Fllharmonlusveit Lundúna
leika; Charles Dutoit stjórn-
ar.
14.45 Upptaktur — Guðmund-
ur Benediktsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Slðdegistónleikar
a. Sinfónla nr. 1 eftir Miklos
Maros. Sinfóniuhljómsveitin I
Búdapest leikur; höfundurinn
stjórnar.
b. „Lontano" eftir György
Ligeti. Sinfónluhljómsveitin I
Baden-Baden leikur; Ernest
Bour stjórnar.
c. Sinfónlskt söguljóð op.
21 eftir Johan Kvandal. Fll-
harmonlusveitin I Osló leikur;
Herbert Blomstedt stjórnar.
17.10 Síödegisútvarp
— 18.00 Fréttir á ensku.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynn-
ingar.
19.50 Daglegt mál. Sigurður G.
Tómasson flytur þáttinn.
20.00 Barna- og unglingaleik-
rit: „Landið gullna Elidor“
eftir Alan Garner. 8. þáttur:
„Á flótta".
Útvarpsleikgerð: Maj Sam-
zelius. Þýðandi: Sverrir
Hólmarsson. Leikstjóri: Hall-
mar Sigurðsson. Tónlist:
Lárus Grlmsson. Leikendur:
Viöar Eggertsson, Emil
Gunnar Guðmundsson,
Kjartan Bjargmundsson,
Kristján Franklln Magnús,
Sólveig Pálsdóttir, Bessi
Bjarnason og Aöalsteinn
Bergdal.
21.05 íslensk tónlist
a. Adagio fyrir flautu, hörpu,
planó og strengi eftir Jón
Nordal. Martial Nardeau, El-
,'sabet Waage og Anna Guö-
ný Guðmundsdóttir leika
með íslensku hljómsveitinni
á tónleikum I Bústaöakirkju
20. desember sl. Guðmund-
ur Emilsson stjórnar.
b. Múslk fyrir klarinettu eftir
Hróðmar Sigurbjörnsson.
Guðni Franzson leikur.
c. „Burtflognir papplrsfugl-
ar“ eftir Gunnar Reyni
Sveinsson. Blásarakvintett
Reykjavlkur leikur.
21.30 Útvarpssagan: „Folda"
eftir Thor Vilhjálmsson. Höf-
undur les (2).
22.00 Lestur Passlusálma (32).
SJÚNVARP
Þriðjudagur
12. mars
19JÍ5 Geimferjan Kólumbla,
seinni hluti.
Norsk fræðslumynd fyrir
börn og unglinga. Fylgst er
meö geimferð bandarlsku
geimferjunnar Kólumblu og
störfum áhafnarinnar. Þýð-
andi Jóhanna Jóhannsdóttir.
Þulur Ellert Sigurbjörnsson.
(Nordvision — Norska sjón-
varpiö).
19-50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Skyndihjálp
Þriðji þáttur: Um hættur á
heimilum. Umsjónarmenn:
Ómar Friðþjófsson og Hall-
dór Pálsson.
20.50 Nýjasta tækni og vlsindi
Umsjónarmaður Sigurður H.
Richter.
21.25 Derrick
9. Margot litla Ahrens
Þýskur sakamálamynda-
flokkur I sextán þáttum. Aö-
alhlutverk: Horst Tappert og
Fritz Wepper. Þýðandi Vet-
urliði Guðnason.
2225 Setið fyrir svörum
Nýlega var gengið frá fjár-
hagsáætlun Reykjavlkur-
borgar fyrir þetta ár, sem er
slðasta heila ár kjörtlmabils
núverandi borgarstjórnar.
Davlð Oddsson borgarstjóri
situr fyrir svörum um borg-
armálefni. Asamt honum
mæta til leiks fulltrúar til-
nefndir af minnihlutaflokkun-
um I borgarstjórn. Umsjónar-
maður Ingvi Hrafn Jónsson.
23.25 Fréttir I dagskrárlok.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 Kvöldtónleikar
a. Flautusónata op. 94 eftir
Sergej Prokofjeff. James
Galoway og Martha Arger-
ich leika.
b. Fiðlukonsert nr. 1 eftir
Dmitri Sjostakovitsj. David
Oistrakh og Nýja fll-
harmonlusveitin I Lundúnum
leika; Maxim Sjostakovitsj
stjórnar. Kynnir: Ýrr Bert-
elsdóttir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
14.00—15.00 Vagg og velta
Stjórnandi: Glsli Sveinn
Loftsson.
15.00—16.00 Með slnu lagi
Lög leikin af islenskum
hljómplötum.
Stjórnandi: Svavar Gests.
16.00—17.00 Þjóðlagaþáttur
Stjórnandi: Kristján Sigur-
jónsson.
17.00—18.00 Frlstund
Unglingaþáttur.
Stjórnandi: Eðvarð Ingólfs-