Morgunblaðið - 12.03.1985, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1985
"mr 1
SAMLOiqjR
Taktu þér
fri frá
nestisstússinu
MS samlokur
• / vinnuna
• / skiðaferðina
• á helgarrúntinn
Mjólkursamsalan
ÁS-TENGI
Allar gerðir.
Tengið aldrei stál-í-stál.
SðyiíflaQiigjiyKí1
d)feoT)©©®ini <§t
Vesturgötu 16, sími 13280
Frá verðlaunaafhendingu. Á myndinni eru f.v.: Sigurður Áss Grétarsson, Þórður Jónsson, formaður Eðlisfræðifélags-
ins, Ingveldur Jónsdóttir, og Leó Kristjánsson, sem átti s*ti í dómnefnd Eðlisfræðikeppninnar.
OMRON
AFGREIÐSLUKASSAR
Minni fyrirhöfn-meiri vfirsvn
r , Dalc .
Carnegie
námskeiðiÖ
Kynningarfundur verður haldinn í kvöld,
þriðjudaginn 12. marz, kl. 20.30 í Síöu-
múla 35, uppi.
Allír velkomnir.
Námskeiöið getur hjálpaö þér:
★ Að öðlast melri trú á sjálfan þig og
hæfileika þína.
★ Aö byggja upp jákvæðara viöhorf
gagnvart lífinu.
★ Að ná betri samvinnu við starfsfélaga,
fjölskyldu og vini.
★ Aö þjálfa minniö á nöfn, andlit og stað-
reyndir.
★ Að ná betra valdi á sjálfum þér í ræðu-
mennsku.
★ Að eiga auöveldara meö aö hitta nýtt
fólk og mæta nýjum verkefnum.
★ Aö verða hæfari í því að fá örvandi
samvinnu frá öðrum.
★ Aö ná meira vaidi yfir áhyggjum og
kvíða í daglegu lífi.
★ Aö meta eigin hæfileika og setja þér
ný, persónuleg markmiö.
★ Carnegie-námskeiðin eru kennd í 62
löndum og metin til háskólanáms í
Bandaríkjunum. Fjárfesting í menntun
skilar þér arði ævilangt.
82411
Einkaleyfi á islandi
STJÓRNUNARSKÓLINN
Konráð Adolphsson
EÖlisfræðikeppni
framhaldsskólanema
— sagt frá verðlaunaafhendingu og rætt við keppendur
Síðari hluta Eðlisfræðikeppni framhaldsskólanemenda, sem Eðlis-
fræðifélagið og Félag raungreinakennara stóðu að með stuðningi Morg-
unblaðsins, lauk helgina 2.-3. mars. Úrslit urðu þau að fyrsta og annað
sæti hrepptu Ingveldur Jónsdóttir Menntaskólanum við Hamrahlíð og
Sigurður Áss Grétarsson Menntaskólanum í Reykjavík — þau deildu
því með sér fyrstu og öðrum verðlaunum og komu 7.500 kr. í hlut hvors
þeirra.
1 þriðja og fjórða sæti lentu
Ásgeir B. Ægisson MK og Sigur-
björn Þorkelsson MH. Þeir deildu
með sér þriðju og fjórðu verðlaun-
um og hlutu 2.000 kr. hver, en í
fimmta sæti var Reynir Krist-
björnsson MS sem hlaut 1.000 kr. í
verðlaun. Vilmundur Pálmason
MK, sem var efstur í undankeppn-
inni, forfallaðist vegna veikinda
og gat því ekki tekið þátt í úrslita-
keppninni. Auk peningaverðlaun-
ana fengu allir þessir keppendur
bókaverðlaun fyrir góða fram-
mistöðu í Eðlisfræðikeppninni, en
allir sem þátt tóku í forkeppninni
hafa fengið viðurkenningarskjöl.
Síðari hluti Eðlisfræðikeppn-
innar fór þannig fram að fyrir há-
degi sl. laugardag fengust kepp-
endur við skrifleg verkefni í húsa-
kynnum Raunvísindastofnunar.
Síðan var snæddur hádegisverður
í Lækjarbrekku ásamt aðstand-
endum keppninnar. Eftir hádegið
var farið í heimsókn á Veðurstofu
íslands og kynnti Hlynur Sig-
tryggsson veðurstofustjóri þátt-
takendum ýmsa þætti í starfsemi
stofnunarinnar.
Á sunnudag fengust keppendur
við verkleg próf í húsakynnum
Verkfræði- og raunvísindadeildar
Háskóla íslands. Að loknum há-
degisverði á Hótel Sögu var kepp-
endum sýnd Raunvísindastofnun
Háskólans þar sem dr. Hans Guð-
mundsson kynnti þátttakendum
íslenskar rannsóknir i eðlisfræði
þéttefnis og Sigfús J. Johnsen dós-
ent sagði frá ýmsum rannsóknum
í jarðeðlifræði.
Lokahóf var svo í Skólabæ, Suð-
urgötu 26, síðdegis á sunnuudag og
þar fór afhending verðlauna fram.
Hörður Lárusson deildarstjóri
mætti fyrir hönd menntamálaráð-
herra. Bar hann fundinum kveðju
Ragnhildar Helgadóttur, sem ekki
gat verið viðstödd vegna anna, og
sagði hana hafa lýst ánægju sinni
með það framtak að stofnað hefði
verið til keppni sem þessarar og
þeirri von að Eðlisfræðikeppninni
yrði haldið áfram á komandi ár-
um.
Of þung verkefni
í forkeppninni
Blm. Mbl. ræddi við keppendur
eftir að úrslit urðu kunn og var
Ingveldur fyrst tekin tali.
„Ég bjóst alls ekki við að lenda í
efstu sætunum — ég hugsaði sem
svo þegar ég ákvað að taka þátt í
keppninni að ég gæti verið ánægð
ef ég yrði ekki neðst," sagði Ing-
veldur Jónsdóttir MH sem var í
fyrsta til öðru sæti.
— Hvað finnst þér um verkefn-
in?
„Mér þóttu verkefnin í for-
keppninni mjög þung — verkefnin
í lokakeppninni voru aðgengilegri
en verklega prófið gekk hins vegar
ágætlega. I heild var mjög gaman
að taka þátt í þessari keppni.
Ég held að það kæmi betur út að
hafa léttari dæmi með í forkeppn-
inni — þannig myndi keppnin ná
til fleiri. Mörgum þykja þessi
verkefni svo þung að þeir leggja
ekki í að vera með. Þannig var t.d.
með einn kunningja minn — við
höfum unnið töluvert saman og
hefði hann örugglega átt jafn
mikla möguleika og ég í þessari
keppni — en hann guggnaði á að
taka þátt í henni þegar til kom.
Ég kem víst ekki til álita um
þátttöku í Ólympíuleikunum, það
eru reglur um að þátttakendur
eigi að vera yngri en 20 ára en ég
verð tvítug núna í vor.
Nei, eðlisfræðin er ekki min
uppáhaldsgrein — ég hef meira
gaman af stærðfræði. Ég er ekki
ennþá búin að ákveða hvað ég tek
fyrir en fer í Háskólann í haust.
Eg gæti hugsað mér efnafræði eða
líffræði, jafnvel læknisfræði, það
er svo margt sem kemur til
greina."
Hefðu haft möguleika
ef þeir hefðu skilað
„Það voru tveir sem kepptu hjá
okkur,“ sagði Sigurður A. Grét-
arsson MR. „Að vísu voru fjórir
sem tóku þátt í prófinu en svo
voru tveir sem skiluðu ekki úr-
lausnum þótt þeir hefðu setið yfir
þeim alian tímann eins og við. Ég
held að þeir hefðu alveg haft
möguleika á að komast í úrslit ef
þeir hefðu skilað. Ekki datt mér í
hug að ég kæmist i úrslit eins og
mér gekk í forkeppninni — þetta
voru ansi erfið verkefni í fyrri
hlutanum.
Mér fannst verklegi þátturinn
mjög stressandi. Eitt verkefnið
fólst t.d. í að nota sveiflusjá til að
finna út áþekkt viðnám. Ég hef
aldrei unnið með sveiflusjá á
þennan hátt fyrr og varð þvi að
renna blint í sjóinn með þetta.
Annars hefur það verið mjög
skemmtileg reynsla að taka þátt í
Eðlisfræðikeppninni — maður
hefur kynnst ýmsu nýju og lært
mikið af því. Eðlisfræðin hefur
lengi verið áhugamál hjá mér og
mér hefur alltaf gengið vel að
læra hana.“
— Nú eru tölverðar líkur á að
þér verði boðið að fara á Ólympíu-
leikana í eðlisfræði sem haldnir
verða í Júgóslavíu í sumar —
hvernig líst þér á það?
„Ég kvíði óneitanlega dálítið
fyrir því ef til kemur — en það
hefur ekkert verið rætt við okkur
ennþá.“
— Hvaða framhaldsnámi stefn-
ir þú að?
„Ég fer í byggingaverkfræði í
Háskóla Islands í haust — mig
hefur lengi dreymt um að læra
það fag.“
Dæmin öðruvísi en við
eigum að venjast
„Það hefur verið mjög gaman af
þessari keppni, dæmin eru öðru-
vísi en við eigum að venjast í nám-
inu og eins er verklegi þátturinn
öðruvísi. Venjulega fáum við þetta
matreitt en í þessari keppni
reyndi tölvert á skapandi hugsun,“
sagði Sigurbjörn Þorkelsson nem-
andi í Menntaskólanum við
Hamrahlíð.
„Því er ekki að neita að dæmin
voru nokkuð þung og það fælir
marga frá því að taka þátt í
keppninni. Nei, eðlisfræðin er ekki
sérstakt áhugasvið hjá mér en þó
hygg ég á framhaldsnám í verk-
fræði — líklega erlendis. Ég er
reyndar á tónlistarsviði í MH og
legg stund á fiðluleik. Það eru nú
ekki margir á tónlistarsviði —
reyndar ekki nema nokkrar hræð-
ur."
— Nú átt þú eftir einn vetur í
stúdentspróf — ætlarðu að taka