Morgunblaðið - 12.03.1985, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1985
Kvíka
Bolli Gústavsson
í Laufási
Leikfélag Akureyrar
Edith Piaf
Höfundur: Pan Gems
Þýðandi leikrits og söngva: Þórarinn
Eldjárn
Leikmynd og búningar: Guðný Björk
Richards
Lýsing: Viðar Garðarsson
Hljómsveitarstjóri: Roar Kvam
Leikstjóri: Sigurður Pálsson
Þú ert á gangi á öræfum. Á upp-
blásnum mel sérðu lítið blóm
teygja sig upp á milli steina. Hvít
holtasóley ein í gráu grjóti; lítil og
hvít mitt í mikilli, grárri auðn, og
þér finnst hún vaxa, ljóma og
anga meðan sólin skín á hana. Þú
óttast að grannur stilkurinn geti
ekki öllu lengur valdið þessari
miklu krónu. En meðan sólin skin
teygir hún sig hærra og hærra og
þú sérð ekki grett grjótið um
stund, því þessi döggvuðu, hvítu
og mjúku blöð hylja allt kalt, hart,
miskunnarlaust og ljótt. Og þú
verður glaður, hrífst og hlærð létt,
þó þú vitir undir niðri, að innan
nokkurra andartaka hverfur sólin
á bak við fjallsöxlina. Allt verður
þá grátt, kalt, vonlaust og þig
langar til að gráta.
Stundum ber það við, að lista-
mönnum tekst að leiða fram and-
stæður með þeim hætti, að hrær-
ingar hugans verða svo sterkar og
heitar, að verkið fylgir manni
áfram áleitið og leyndardómsfullt.
Það breytir engu þótt efniviðurinn
virðist ekki gefa tilefni til þess,
þegar hátindar heimslistarinnar
eru hafðir í huga. Þannig birtist
Edith Piaf á sviöi leikhússins á
Akureyri og einhvern veginn
finnst manni tilgangslaust að
skrifa hefðbundinn leikdóm um
þessa sýningu. Það virðist nóg að
segja: Ef þú vilt skerpa tilfinn-
ingar þínar, þá sjáðu þetta ein-
stæða listaverk! Passía Edith Piaf
er undarlegur blendingur af helgi-
leik, nöktum ruddaskap, tærri ást,
rótarlegri mannfyrirlitningu og
djúpri sorg. Þrátt fyrir stundir
hverfullar upphafningar og ótví-
ræðra sigra, grær kvikan aldrei,
sár og hyldjúp. Þessi margræða
sýning er með þeim hætti, að engu
er ofaukið og heildarsvipurinn ber
vott um næman skilning leikstjór-
ans, Sigurðar Pálssonar, sem nýt-
ur þess jafnframt að vera fransk-
menntaður. Það er annars undar-
leg tilviljun, að úr Norður-Þing-
eyjarsýslu hafa komið menn, sem
virðast næmari á franska menn-
ingu og mannlíf, en aðrir íslend-
ingar. Þórarinn Björnsson frá
Víkingavatni var gæddur skáld-
legu innsæi og lýsandi tilfinningu,
sem opnaði nemendum hans
glögga sýn inn i andlegan heim
Frakklands og Sigurður Pálsson
frá Skinnastað, sem raunar er
ljóðskáld, virðist búa yfir þessum
sama hæfileika. Og þó er sú Edith
Piaf, sem hann leiðir fram á sviðið
hér á norðurslóð rammíslensk,
fjarri því að vera lagleg eftirlíking
þeirrar frönsku konu, sem fæddist
úti á götu fyrir utan hús númer 72
við Belleville-götu í samnefndu fá-
tækrahverfi í París. Af samvinnu
Sigurðar og Eddu Þórarinsdóttur
sprettur fram einstæð Edith Piaf,
Piaf og Marchel (Edda Þórarinsdóttir og Þriinn Karlsson).
Leíklist
Marlene Dietrich
(Guðlaug María Bjarnadóttir).
sem hlýtur að teljast til ógleym-
anlegra viðburða í íslenskri leik-
listarsögu. Ég geri mér fullljóst,
að hér er sterkt til orða tekið. En
áköf framsókn Leikfélags Akur-
eyrar er með þeim hætti, að hún
gerir þeim gagnrýnendum erfitt
fyrir, sem öðru hverju vilja ausa
hressilega úr skálum vandlæt-
ingar í þeirri trú að þá verði frem-
ur mark á þeim tekið.
Edda Þórarinsdóttir hefur þá
hæfileika, sem þetta erfiða hlut-
verk krefst. Rödd hennar fellur
með afbrigðum vel að söngvunum.
Leikkonan er söngvön, prýðilega
tónvfs og svo næm á lífsskala
þessarar ógleymanlegu söngkonu,
að veikir hlekkir verða ekki
fundnir í leik hennar. Og einu má
ekki gleyma: Hún kann að bera
fram íslenskt mál, svo ekkert fer
forgörðum. Sigurður Pálsson lýsir
viðfangsefni Eddu í fáum orðum á
þessa leið: „Edith Piaf lifði allan
skalann frá hæstu tindum til
dýpstu niðurlægingar. Hún týndi
aldrei sjálfri sér og uppruna sín-
um og rótum. Hún vissi hvaðan
hún kom og fyrir hvað hún stóð:
ástina, ástarsorg og gleði.“ Á einni
kvöldstund tekst Eddu Þórarins-
dóttur að sýna okkur langt inn í
þennan óstýriláta heim. Því vinn-
ur hún listsigur. En hún er ekki
ein á báti. Meðleikarar hennar
standa vel fyrir sínu og hafa aug-
sýnilega lagt metnað sinn í að
bregðast hvergi. Enn sýnir Sunna
Borg á sér nýja hlið og bætir við
sig litríku skrautblómi á leiklist-
arferli sínum. Sýnist löngu tíma-
bært, að atvinnuleikhús sunnan
heiða bjóði henni að leika hjá sér
gestaleik, svo L.A. fái tækifæri til
að endurgjalda heimsóknir leikara
þeirra hingað norður. í meðförum
Sunnu verður gleðikonan Toine
þróttmikið, taumlaust barn, sem í
ruddaskap sínum býr yfir einlægri
hlýju og viðkvæmni. Lokaatriði
sýningarinnar við dánarbeð Piaf
er ógleymanleg tjáning kærleiks-
sambands þessara ólíku kvenna.
Þar bætir Pétur Eggerz einng
þekkum drætti í myndina með
sannfærandi aðdáun og umhyggju
Theos, elskhugans unga, er tók
söngkonuna að sér brotna og
helsjúka. Pétri tekst það með
ágætum. Leikur hann jafnframt
fleiri persónur, sem verða á vegi
Piaf og eru sitt með hverju móti.
Það gera þeir einnig Theodór Júlí-
usson og Þráinn Karlsson. Sam-
eiginlegt hefur verið með þeim
Þráni og Sunnu Borg, að þau fest-
ast aldrei í hlutverkum, virðast
eiga svo auðvelt með nýsköpun
persóna. Það er mikilsvert fyrir
lltið leikhús, að eiga slíku fólki á
að skipa. Þessi hæfileiki Þráins
kemur glöggt fram í sýningunni
þar sem hann fer með sjö misstór
hlutverk. Hnefaleikakappinn
Marchel er þar minnilegastur í
meðförum Þráins, enda samleikur
hans og Eddu Þórarinsdóttur eitt
þeirra atriða, sem hæst ber í sýn-
ingunni. Theodór fer með sex hlut-