Morgunblaðið - 12.03.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.03.1985, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 12. MARZ 1985 24 Gorbachev er fulltrúi nýrr- ar kynslóöar valdamanna Almennt talinn sá maður, sem binda mætti vonir við ef breyta eigi sovézku þjóðfélagi Mikhail S. Gorbachev, sem í gær var útnefndur eftirmaAur Konst- antins U. Chernenko, sem aðalritari sovézka kommúnistaflokksins, er yngsti maðurinn í stjórnmálaráðinu og áhuga vekur að hann virðist fulltrúi nýrrar kynslóðar valdamanna, sem eru menntaðri en leiðtogar eins og Brezhnev og Krúsjeff og e.t.v. ekki eins fjandsam- legir umheiminum. í Moskvu hefur Gorbachev almennt verið talinn sá maður, sem binda mætti vonir við, ef breyta sovézku þjóðfélagi, einkum síðan Brezhnev lézt, þegar hann kom fram sem hægri hönd og trúnaðarmaður Andropovs, hins nýja leiðtoga. Þetta stafar m.a. af því að hann er tiltölulega ungur — 20 árum yngri en Chernenko. Gorbachev er yngsti maðurinn, sem verður aðalritari sovézka kommúnistaflokksins frá því Josef Stalín hlaut það embætti. Stalín varð aðalritari flokksins 3. apríl 1922, aðeins 43 ára. Lenín var í raun forystumaður þjóðarinnar og flokksins, en þegar Lenín lézt 21. janúar 1924 hófst mikil valdabar- átta Stalíns og annarra manna, sem endaði með því að Stalín náði alræðisvaldi. Eftir dauða Stalíns hófst sams- konar ófriður að nýju milli æðstu yfirmanna Sovétríkjanna, sem lauk með því að Krúsjeff bar sigur úr býtum. Síðar náði Brezhnev yf- irhöndinni eftir að Krúsjeff virtist fastur í sessi. Með fráfalli Chern- enkos má segja að Brezhnev-tíma- bilinu sé lokið og því spurning hvort nú hefjist harðvítug valda- barátta Gorbachevs og annarra leiðtoga. Gorbachev var aðeins unglingur þegar Rauði herinn sigraði þýzka herinn og lagði grundvöllinn að stöðu Rússa sem stórveldis. Á æskuárum hans unnu Rússar marga sigra: smíðuðu kjarnorku- sprengju og vetnissprengju og sendu gervihnött á braut. Hann hlaut frama sinn á tíma vaxandi veldis Rússa, sem urðu voldugri en jafnvel keisararnir og Stalín létu sig dreyma um. Ekki er ólíklegt að þetta hafi þroskað hann og alið með honum ábyrgð- artilfinningu. Fyrri kynslóð Kremlverja, sem lifði af hreinsan- irnar, var án slíks. Gorbachev ber það ekki beinlín- is með sér að hann sé orðinn hús- bóndi í Kreml. Hann lítur fremur út fyrir að vera það sem hann er — afkomandi rússneskra smá- bænda. Gagnstætt flestum sam- starfsmönnum sínum hefur hann ekki gefið út ræðusafn, e.t.v. vegna þess að það mundi minna á tak- markaða reynslu hans. Þar til Brezhnev lézt stjórnaði hann landbúnaðinum og ræður um syk- urreyr og kornskurðartækni vekja ekki athygli, jafnvel ekki í Moskvu. Mikhail Sergeyevich Gorbachev fæddist 2. marz 1931 í þorpinu Pri- volnoye í Stavropol, þlómlegu landbúnaðarhéraði norður af Kák- asus-fjöllum. Samkvæmt opin- berri ævisögu hóf hann landbún- aðarstörf þegar hann var enn í skóla, en 1950, 19 ára gamall, tók hann þá afdrifaríku ákvörðun að innrita sig í háskólann í Moskvu, þar sem hann stundaði nám við lagadeild. Hann er eini stúdentinn frá Moskvu-háskóla í núverandi for- ystuliði og eini menntaði lögfræð- ingurinn. Flestir forystumennirn- ir hafa í mesta lagi fengið tækni- menntun. Þetta hefur vafalaust aukið álit hans meðal menntaðra flokksmanna. Gorbachev var í háskóla á áhugaverðum og erfiðum tíma, Stalín lézt 1953 og Krúsjeff lýsti þeirri ólgu, sem dauði hans olli í leyniræðu sinni 1956 um glæpi hans. Á þessum tíma breyttust skoð- anir margra, einkum þeirra sem voru ungir og greindir. Rússar, sem þekktu Gorbachev í háskóla, segja að hann hafi gagnrýnt glæpi Stalíns jafnvel áður en Krúsjeff flutti ræðu sína. Þó sýna skjöl að hann var virk- ur félagi í Komsomol í háskóla, gekk í flokkinn 1954 og sneri aftur til Stavropol til að starfa fyrir flokkinn, ekki til að stunda lög- Með Margaret Thatcher Mikhail Gorbachev kemur glaður á svip til fundar við Margaret Thatcher forsætisráðherra Breta. Thatcher sagðist eiga gott með að skipta við Gorbachev. fræðistörf að loknu prófi. Metnað- argjarn og fær sveitapiltur hefur líklega ekki litið hlutina sömu augum og ungir, eirðarlausir menntamenn í Moskvu. Ferill Gorbachevs hefur verið einkennilega lítið fjölbreyttur og það getur komið honum í koll. Hann starfaði fyrir flokkinn í Stavropol frá 1956 til 1978, fyrst sem æskulýðsleiðtogi og að lokum sem æðsti maður hans þar, aðeins 39 ára gamall. Þótt hann næði at- hyglisverðum árangri í landbún- aði virðist hann ekki hafa markað djúp spor sem leiðtogi. Gorþachev þurfti sennilega ekki einu sinni að berjast fyrir því að komast til valda í Moskvu. Árið 1978 lézt Fyodor Kulakov, flokks- ritari sá sem stjórnaði landbúnað- inum, og Gorþachev var valinn eftirmaður hans. Hann stjórnaði gífurlegum fjárfestingum í land- búnaði, sem Brezhnev sjálfur beitti sér fyrir, og þær báru nokk- urn árangur, en ekki nógu mikinn. Vestrænir sérfræðingar segja Brezki utanríkisráðherrann Sir Geoffrey Howe aðstoðar Gorbachev úr frakk- anum er sovézki leiðtoginn kom til viðræðna við Howe í Lundúnaferð sinni í desember. RAFIÐJANsf. IGNIS-umboðið Ármúla 8 108 Reykjavík. Sími 91-19294. H: 133. Br: 55. D: 60. 270 lítra m/frystihótfi. H: 144. Br: 60. D: 60. 340 lítra m/frystihólfi. llppgefin verð miðas við staðgreiðslu H: 53. Br: 52. D: 60. 90 Irtra m/isbakka. H: 85. Br: 45. D. 60 H: 85- Br 55' D: 60 H: 81. Br: 45. D: 50. 140 ltra m/trystihóifi. 160 m/frystihólfi. 80 litra m/isbakk? ■—------*----------- H: 85. Br. 55. D: 60. 160 lítra án frystihólfs. Sjálfvirk afþíðing H: 104. Br. 47. D: 60 180 litra m/frystihótfi. H: 113. Br: 55. D: 60. 220 lítra m/frystihólfi. I I Kr. 11.700 Kr. 16530 Kr. m716 Kr. 14w905 Kr. 13J270 Kr. 13305 Kr. 15.105 Kr. mi40 Kr. 18-800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.