Morgunblaðið - 12.03.1985, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1985
STJORNUNAR
ímynd
fyrirtækisins
„Fyrirtækið í
augum
almennings"
Öll rirta-ki sem vilja vaxa í hinni miklu samkeppni þjónustu-
samlelagsins þurfa að geta sett fram aðlaóandi imynd af
starfsemi sinm.
Nvlegar rannsóknir í Randarikjunum sýna aó sterkustu
fyrirtækin eru þau, sem hafa lagt mikla aherslu á þróun
ógþatttöku startsfólksins þannig, að þart hefur sjálft skýra
imýnd _af fyrirtækinu. Þetta hefur siðan leitt til þess'að
almenningur hefur tengt samheldni starfsfólksins vio traust
og vaxanai bjónustu viOkomandi fyrirtækis.
Þetta námskeiö mun kenna þeim aóilum sem fara með
almenningstengsl og þróunarmálefni hvernig þeir geti skil-
greint „menningu" (culture) síns fyrirtækis, stvrkt og skýrt
þá ímynd sem starfsfólkið sjálft hefiir af fvrirtækinu og bvggt
upp jákvæða og trúverðuga ímynd af starfseminni fyrir
almenning.
Námskeirnð byggir á þátttöku og hópvinnu. IVIyndrænt efni
og nákvæm verkefni styrkja hinn fræðilega grundvöll.
Árangur: í lok námskeiðsins munu þátttakcndur geta:
. . . seð hvernig ímyndin byggist upp í daglcgu Im fólks og
í auglýsingum
. . .Uekkt mismuninn á vöru-auglýsingum og auglýsingum
sem byggja á samskiptum og frammistoðu starfsfóTksins.
. . . vitao hvernig unnt er að búa til jákvæða ímynd fyrir
augu almennings áður cn einhver kreppa (crfiðleikar) koma
fram en ekki á eftir
. . . fundið nákvæmlega þau svið sem lagfæra þarf innan
fyrirtækisins til þess að unnt sé að leggja upp jákvæða ..innri
ímynd" af fyrirtækinu í huga starfsfolksins.
. . . skilgreina ýmsa þætti í menningu (culture) sins fvrirtæk-
is, syo sem: „andi" fyrirtækisins. skyrar viðmiðanir, „hetjur".
gildismat. hina „ósýnilegu" múra milli ýmissa hópa og
einstaklinga o.s.frv. '
. . . fundið þau svið sem hægt væri að lagfæra til þcss að
hægt sé að tala um skýra og samheldna „menningu".
. . . byggt upp auglýsingaherferð sem bvggir á skvrri „innri"
ímynd i augum starfsfólksins.
Leiðbeinandi: Pétur Guðjónsson. stjórnunarráðgjafi hcfur
rekið eigið rekstrarráðgjafafyrirtæki. Svnthesis Institute í
New York síðan 1977. I Tann hefur haldið föst námskeið fvrir
fiölda fvrirtækja í Bandaríkjunum. Suður-Ameríku og Asíu.
Pétur ér höfundur bóka sem fjalla báðar mikið um það
hvernig ímyndir verða til og hlutverk þeirra.
Tími: 21. mars kl. 9.00- 17.00.
TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU
í SÍMA 82930
ASJJÓRNUNARFÉLAG
ÆklSLANDS ilSSKi,23
Slys í heimahúsum
Árið 1984 komu 41.507 manns
til meöferðar á Sjúkra- og slysa-
deild Borgarspítalans þar af um
10.000 vegna slysa í heimahúsum
og af þeim eru 40% börn innan við
4 ára. Að baki þessum tölum er
mikill óþarfa sársauki, örkuml og
jafnvel dauðaslys.
Við vitum öll að börn meiða
sig í uppvextinum hvað eftir
annað, það er hluti af þroska-
ferli þeirra. En við skulum reyna
að koma í veg fyrir alvarlegu
slysin sem hafa lífshættu og
örkuml í för með sér. Ert þú með
í að vinna að fækkun slysa?
Flest slysanna eiga sér stað
seinni hluta dags þegar börnin
eru orðin þreytt og svöng. Þá
þarf að gæta þeirra sérstaklega
vel. Við skulum fara yfir heimili
okkar og reyna að gera okkur
grein fyrir slysagildrum og fjar-
lægja þær.
Fallslys
Flest slys barna verða þegar
þau detta. Ýmislegt er hægt að
gera til þess að koma í veg fyrir
þessi slys, t.d. að girða af tröpp-
ur og kjallarastiga með hlið-
grind sem hægt er svo að fjar-
lægja þegar ekki er lengur þörf
fyrir hana, setja öryggislokun á
glugga og gæta þess að ekki sé
neitt það úti á svölum sem börn
geta notað til að klifra upp á.
Munið að skilja barnið aldrei
eitt eftir á baðborðinu. Hafið öll
föt og áhöld við hendina þegar
þið byrjið að skipta á því eða
baða. Ef hringt er á meðan takið
þá barnið með ykkur þegar þið
svarið kallinu.
Varist lausar mottur á gólf-
um, þær verða ungum og göml-
um oft að fótakefli. Athugið
hvort ekki sé hægt að setja und-
ir þær stama renninga svo þær
renni síður.
Margur hefur dottið um leik-
föng og annað dót sem liggur á
gólfinu. Hér á landi hefur orðið
dauðaslys af þessum orsökum.
Munið að tína strax upp hluti
sem detta á gólfið og leikföngin
saman að kvöldi.
Eldhús og bað
Eldhúsið er aðalvinnustaður
heimilisins. Þar eru fjölmörg
áhöld sem hættuleg eru börnum
og þarf að ganga frá tryggilega
strax að lokinni notkun. Gætið
þess að pottar snúi þannig á
eldavélinni að börnin nái ekki i
höld né sköft og steypi yfir sig
sjóðandi innihaldinu. Sama gild-
ir um leiðslur hraðsuðukatla og
annarra rafmagnsáhalda. Takið
leiðslur alltaf úr sambandi í
vegg.
Þvottaefni, hreingerningar-
efni og sótthreinsandi efni eru
stórhættuleg. Geymið slík efni
aldrei í vaskaskápnum eða á bak
við klósettið. Setjið þau í efstu
hillur skápa sem hafa læsingar
sem börn ráða ekki við. Hið
sama gildir um skordýraeitur og
lyf. Geymið lyf alltaf í læstum
skápum, takið lykilinn úr
skránni og geymið á öruggum
stað.
Þegar slys verður er líka mik-
ilvægt að vita hvernig við eigum
að bregðast við. Á þann hátt get-
um við dregið úr afleiðingum
slysanna. Um þau atriði verður
fjallað í þætti um skyndihjálp í
sjónvarpinu kl. 20.40 í kvöld.
Fylgstu með þeim þáttum og
sæktu síðan við fyrsta tækifæri
námskeið i skyndihjálp.
Verndum líf og heislu,
vinnum gegn slysum.
(Frétt frá Rauða krossinum.)
iHróóleikur og
JL skemmtun
fyrirháa sem lága!
Námskeið í bókbandi
Nýtt námskeiö í handbókbandi er aö byrja.
Uppl. í bókabúöinni Flatey, Skipholti 70, simi 38780.
F I A T
FIAT ÞJONUSTA
Viljum minna eigendur Fiat-bifreiöa á aö
reglubundnar skoöanir og stilling á 10.000
km fresti fyrirbyggja oft alvarlegri bilanir,
viöhalda verögildi bílsins og auka öryggi
farþega.
Muniö aö vel stillt vél Tímapantanir í síma
sparar bensín. 77200, 77756.
EGILL VILHJÁLMSSON HF., DAVÍD SIGURDSSON HF. OG FIAT