Morgunblaðið - 12.03.1985, Blaðsíða 31
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1985
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1985
31
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
Tíd foringja-
skipti
Idag setjast fulltrúar
Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna til fyrsta viðræðu-
fundar um takmörkun víg-
búnaðar í Genf. Þar með lýk-
ur rúmlega eins árs hléi á við-
ræðum risaveldanna um
fækkun kjarnorkuvopna. Sov-
étmenn gengu frá samninga-
borðinu í árslok 1983 og sögð-
ust ekki koma til þess aftur
nema Bandaríkjamenn fjar-
lægðu meðaldrægar kjarn-
orkueldflaugar sínar frá
Vestur-Evrópu. Við þessum
kröfum hafa Bandaríkjamenn
ekki orðið. Sovétmenn skiptu
um skoðun og eru nú komnir
aftur til Genf með það á vör-
unum, að nú ráði úrslitum að
stöðva áform Reagan-stjórn-
arinnar í Washington um
varnarkerfi í geimnum.
Þessi sögulega stefnubreyt-
ing varð innan Kremlarmúra
á meðan Konstantín Chern-
enko var þar í forystu. Það
var í stuttri stjórnartíð Yuri
Andropov, fyrrum yfirmanns
KGB, sem ástandið varð verst
í samskiptum austurs og vest-
urs í kjarnorkumálum og Sov-
étmenn gengu frá viðræðum
við Bandaríkjamenn. Á þeim
tíma fylgdu Kremlverjar
þeirri stefnu, að með því að
sýna Vesturveldunum óbil-
girni gætu þeir helst haft
áhrif á almenningsálitið í lýð-
ræðisríkjunum. Að lokum sáu
þeir á glæsilegum sigri Ron-
alds Reagan í forsetakosning-
unum í Bandaríkjunum í nóv-
ember síðastliðnum að þessi
stefna væri síður en svo sig-
urstrangleg.
Foringjaskiptin í Kreml
hafa verið tíð. Á rúmum
tveimur árum hafa þrír for-
ingjar verið kvaddir. Leonid
Brezhnev í nóvember 1982,
Yuri Andropov í febrúar 1984
og nú Konstantín Chernenko,
sem aðeins sat í 13 mánuði í
foringjastólnum, skemmst
allra sovéskra leiðtoga. Tveir
hinir síðarnefndu voru raun-
ar veikir lengst af valdatíma
sínum. Chernenko var líklega
valinn til hins æðsta embætt-
is til að gefa þeim sem enn
lifa tóm til að komast að sam-
komulagi um það hver skuli
stjórna til lengri frambúðar.
Hafi Konanstín Chernenko
í raun setið í embætti flokks-
leiðtoga og ríkisforseta til að
ylja það á meðan samið yrði
um arftakann er ekki líklegt,
að hann hafi ráðið úrslitum
um þá stefnubreytingu sem
varð á afstöðunni til kjarn-
orkuviðræðna við Banda-
ríkjamenn á liðnu hausti og
leiddi til þeirra samninga-
funda sem hefjast í dag. Aðrir
menn hafa tekið þar af skarið
svo sem Andrei Gromyko,
hinn gamalreyndi utanríkis-
ráðherra, og Mikhail Gor-
bachev, sem nú hefur verið
útnefndur foringi Kreml-
verja.
Sé sú tilgáta rétt, að aðrir
hafi í raun ráðið fyrir Kon-
stantín Chernenko, er ekki við
því að búast að andlát hans
og foringjaskiptin nú spilli
fyrir framgangi afvopunar-
viðræðnanna í Genf. Hitt er
líklega sönnu nær, að vegna
viðræðnanna hafi Kremlverj-
ar verið fljótari en ella að
velja sér foringja. Þeir gátu
ekki reifað jafn alvarleg mál
og kjarnorkuvígbúnaðinn eða
varnarkerfi í geimnum lengi
foringjalausir.
Með valdatöku Mikhail
Gorbachev verður mesta
breyting á skipan æðstu
manna í Sovétríkjunum síðan
Nikita Krutchev var bolað frá
1964 af þeim sem studdu
Leonid Brezhnev til valda.
Yngsti maðurinn í stjórn-
málaráðinu, æðstu stofnun
flokksins, hefur verið valinn
til forystu, 54 ára að aldri.
Hann gæti setið þar í næstu
20 ár.
Fróðlegt verður að fylgjast
með því á næstunni hvaða
mynd sovéska áróðursvélin
dregur upp af Gorbachev. Á
sínum tíma var mikið skrifað
um það, að Andropov væri
kannski besti karl af því að
hann drykki viskí og hlustaði
á jass. Hér á þessum stað var
sagt í tilefni af Bretlandsferð
Gorbachev í desember síðast-
liðnum, að í framgöngu
minnti hann á forstjóra al-
þjóðafyrirtækis. Þetta tóku
auðvitað sumir sem hrós og
einnig það, að Margaret
Thatcher sagðist eiga von á
því, að eiga auðvelt með að
ræða við hinn nýja sovéska
leiðtoga.
Ástæðulaust er að fara í
grafgötur um það, að Mikhail
Gorbachev er afsprengi
ómannúðlegs stjórnkerfis og
hann komst til æðstu metorða
undir verndarvæng Yuris
Andropov á meðan hann
veitti KGB forstöðu. Ekki er
líklegt að hinn nýi sovéski
leiðtogi geri nokkuð sem veiki
stöðu Kremlverja inn á við
eða út á við, hann mun því
hvorki láta af ógnarstjórn
innan lands né hætta að hlaða
undir sovéska herinn.
„Staða Félagsstofnunar góð
og gefur tilefni til bjartsýni“
— segir Ársæll Harðarson, framkvæmda-
stjóri Félagsstofnunar stúdenta
„Félagsstofnun er búin að vera í mikilli sókn á síðustu árum. Hún átti við
rekstrarvanda að stríða hér á árum áður, sem einkum kom til af því að
stofnunin var einfaldlega illa rekin. Það var ekki nægileg alvara í rekstrin-
ufn. Þar kom að menn viðurkenndu þetta og settu sér markmið í samræmi
við það og nú er ástandið þannig að það má segja að flest fyrirtæki Félags-
stofnunar hafi ágætis rekstargrundvöll.“
Umfangsmikill rekstur
Sá er svo mælir, er núverandi
framkvæmdastjóri Félagsstofnun-
ar stúdenta, Arsæll Harðarson,
sem tók við því embætti á miðju
síðasta ári. Félagsstofnun stúd-
enta er þjónustufyrirtæki í þágu
og eigu stúdenta, sem stendur
fyrir talsvert umfangsmiklum
rekstri. Má þar nefna ferðaskrif-
stofurekstur, rekstur bóksölu,
sumarhótels, fjölritunar, matstofu
og veitingasölu, rekstur garða auk
annars. Samtals eru það á milli
40—60 manns, eftir árstíma, sem
vinna hjá Félagsstofnun.
Stjórn skipuð fimm mönnum fer
með yfirstjórn Félagsstofnunar.
Af þessum fimm skipa stúdentar
þrjá menn, menntamálaráðherra
einn og háskólinn einn. „Hlutverk
Félagsstofnunar stúdenta er af-
markað í lögum," segir Ársæll.
„Hlutverk stofnunarinnar er að
annast rekstur og bera ábyrgð á
fyrirtækjum í þágu stúdenta og
beita sér fyrir eflingu þeirra. Á
undanförnum árum hefur verið
unnið að því að snúa rekstrinum í
nútímaform og við höfum sett
okkur það markmið að reka þjón-
ustufyrirtæki í þágu stúdenta á
eins hagkvæman hátt og kostur er
fyrir sem flesta, en þó þannig að
reksturinn beri sig. Þetta hefur
tekist nokkuð vel, en þó hafa kom-
ið fram vandamál hvað snertir
ákveðna þætti rekstursins.
Bóksala stúdenta best
rekna fyrirtækið
Sem dæmi um rekstur fyrirtæk-
is í eigu stúdenta, sem hefur geng-
ið mjög vel, má nefna Bóksölu
stúdenta, sem er eitt stærsta
fyrirtæki sinnar tegundar hér á
landi og mér er óhætt að fullyrða
örugglega það besta rekna, enda
versla aðrir þar mikið auk stúd-
enta sjálfra. Annað dæmi sem
sama gildir um er Ferðaskrifstofa
stúdenta.
Hins vegar hafa verið ákveðin
vandkvæði við rekstur stúdenta-
garðanna og deilur verið uppi um
það hvernig reikna bæri út leig-
una. Stúdentagarðarnir voru
reknir af ríkinu allt til ársins
1979, er við tókum við rekstri
þeirra. Við tókum við görðunum
með því skilyrði að á þeim færi
fram gagngerð endurbygging, en
þeim hafði lítt verið haldið við allt
frá byggingu þeirra. Ríkið afhenti
okkur reksturinn og kostaði nauð-
synlegt viðhald, með því skilyrði
að garðarnir stæðu undir sér. Það
hafa þeir því miður aldrei gert frá
því við tókum við rekstrinum, þar
sem við höfum ekki fengið að hafa
leiguna nægilega háa. Fólk virðist
ekki gera sér grein fyrir því að
fjármagn kostar peninga, hver
sem leggur það til. Þetta horfir nú
til bóta og munu garðarnir verða
reknir án rekstrarhalla á þessu
ári.
Matstofa stúdenta rekin
með stórfelldum halla
Annað vandamál sem við höfum
verið að glíma við, er matstofa
stúdenta. Stúdentar eru hátt á
fimmta þúsund, en í matstofunni
borða aðeins 1—200 stúdentar að
staðaldri. Matstofan var rekin
Morgunblaðið/ ÓI.K.M.
Ársæll Harðarson, framkvæmda-
stjóri Félagsstofnunar stúdenta.
með stórfelldum halla árlega. Við
ákváðum að breyta þessu, því það
er ekki réttlætanlegt, þegar svo
fáir eiga í hlut, að greiða niður
matinn með peningum Félags-
stofnunar, sem er í eigu allra
stúdenta. Á síðasta ári fengum við
Ferðaskrifstofu ríkisins til að
reka matstofuna til reynslu í eitt
ár, en vegna reksturs Edduhótel-
anna hafa þeir fólk hjá sér með
reynslu af slíkum rekstri. Við vild-
um láta reyna á það, hvort hægt
væri að reka þetta hallalaust.
Matstofan er nú betur rekin en
áður, en það er samt ennþá tap á
henni. Persónulega tel ég enga
ástæðu til að halda þessum rekstri
áfram og jafn líklegt að þar verði
einhver allt annar rekstur, þegar
samningurinn við Ferðaskrifstofu
ríkisins rennur út í sumar.
Nýir hjónagarðar
Staða Félagsstofnunar í dag er
tiltölulega góð í heildina tekið og
gefur tilefni til bjartsýni. Það
helsta sem við höfum á prjónun-
um er að ráðast í rekstur nýrra
hjónagarða. Nú höfum við yfir að
ráða um 100 herbergjum fyrir ein-
staklinga og 55 íbúðum fyrir hjón,
sem er hvergi nærri nóg, því þörf-
in er gríðarleg. Leigunni er haldið
í algeru lágmarki, enda er hún
talsvert lægri en gengur og gerist
á almennum leigumarkaði.
Við erum nú að hrinda af stað
samkeppni um byggingu nýrra
hjónagarða, þar sem ætlunin er að
verði 150 nýjar íbúðir. Dómnefnd
hefur verið skipuð og vinnur hún
nú að gerð útboðslýsingar, en lóð
eigum við hjá hjónagörðunum við
Suðurgötu.
Ferðaskrifstofa stúdenta ger-
ir stúdentum fært að ferðast
Ferðaskrifstofa stúdenta er
annað fyrirtæki stúdenta, auk
bóksölunnar, sem hefur gengið
mjög vel og gert sig gildandi á al-
mennum ferðamarkaði, auk þess
að þjóna stúdentum sérstaklega.
Ferðaskrifstofan byggir á því að
við erum aðilar að alþjóðlegum
samtökum stúdenta og getum því
boðið ódýr ferðalög víða um heim
auk þess sem gerðir hafa verið
samningar við íslensku flugfélögin
fyrir hönd stúdenta um ódýr far-
gjöld til og frá landinu. Þetta hef-
ur gert það að verkum að stúdent-
ar eiga nú kost á því að ferðast
eins og aðrir þjóðfélagsþegnar
fyrir viðráðanlegt verð og þeir
skipta hundruðum ef ekki þúsund-
um þeir stúdentar sem ferðast nú,
en gerðu ekki, einfaldlega vegna
þess að þeir höfðu ekki efni á því.
Fengu ekki leyfi til
sölu bjórlíkis
Auk þess sem að framan greinir
rekum við fjórar kaffistofur á há-
skólasvæðinu og höfum nú nýverið
opnað þá fimmtu í hinu nýja
Hugvísindahúsi. Þá erum við einn-
ig með veitingarekstur í hinum
fyrrverandi Stúdentakjallara, sem
var opnaður eftir róttækar breyt-
ingar fyrir um ári undir nafninu
Skálkaskjól 2. Þetta er hugsað
sem samastaður stúdenta og við
bjuggumst við að sitja við sama
borð og aðrir hvað varðaði leyfi og
annað slíkt. Það reyndist því mið-
ur ekki raunin, því þó við hefðum
öll tilskilin leyfi í lagi, sá ráðherra
ekki ástæðu til að leyfa okkur að
selja svonefnt bjórlíki. Ráðamenn
telja það greinilega ekki til menn-
ingarauka að stúdentar bragði
áfengi og skýtur það skökku við,
þar sem Stúdentakjallarinn var
fyrstur til þess á sínum tíma að
afla sér leyfis til veitinga léttra
vína. Skálkaskjólið hefur verið
rekið með tapi, vegna þess að
þetta verður auðvitað til þess að
stúdentar leita annað.
Auk þess sem að framan greinir
rekur Félagsstofnun einnig Há-
skólafjölritun sem gefur út ýmis-
legt efni til kennslu í ódýru formi
auk þess að bjóða stúdentum
Ijósritunar- og fjölföldunarþjón-
ustu gegn vægu gjaldi.
Spennandi og fjölbreytt starf
Þetta er mjög spennandi starf
og gefur kost á því að fást við
margt ólíkt á sama tíma. Eitt er
þó vandamál, að mínu mati.
Stjórn Félagsstofnunar er skipuð
til tveggja ára, en situr þó í reynd
aðeins í eitt ár. Það rýfur samfell-
una í starfinu, þegar ný stjórn
tekur við og þarf að kynna sér
málin frá grunni og breytir ef til
vill um stefnu. Þetta hefur einnig
orðið til þess að framkvæmda-
stjórar hafa setið mjög stutt.
Þetta skipulag stendur í vegi fyrir
skynsamlegum og samræmdum
vinnubrögðum og ég tel að það
hljóti að verða unnið að því í
framtíðinni að finna leiðir til að
lengja líftíma stjórnenda.
Stúdentar eiga aðild að þessari
stofnun og í þessu starfi er það
mjög mikilvægt að eiga góð sam-
skipti við stúdenta. Ég tel að það
hafi tekist, en auðvitað koma öðru
hvoru upp mismunandi sjónarmið
og þau þarf að samræma. Það má
þó aldrei gleymast og hlýtur að
vera það sem miðað er við, að
þetta er stofnun sem starfar í
þágu allra stúdenta, sagði Ársæll
að lokum.
íslenzkir fulltrúar á Norðurlandaráðsþingi:
Ekkert því til fyrirstöðu að tala
íslenzku á þingi Norðurlandaráðs
f tilefni af umræðtim, sem urðu á nýafstöðnu þingi Norðurlanda-
ráðs í Reykjavík, um stöðu íslenskunnar í málsamfélagi Norður-
landaþjóðanna, leitaði Morgunblaðið álits nokkurra þingmanna á
því hvort taka eigi upp þann sið á Norðurlandaráðsþingum framtíð-
arinnar, að íslendingar mæli þar á eigin tungu og láti túlka hana á
þinginu. En þann háttinn hafa Finnar oft haft á.
„Skynsamlegt að Jón
Baldvin hafi með sér
góðviljaðan túlk“
„Þetta er að vissu marki
spurning um kostnað, en það er
mjög dýrt að túlka og þýða ræð-
ur Finnanna," sagði Páll Pét-
ursson, þingmaður Framsóknar-
flokksins og forseti Norður-
landaráðs.
„Hins vegar er mönnum ekki
bannað að tala á íslensku á
Norðurlandaráðsþingum. Það
gerði Vilhjálmur Hjálmarsson
m.a. þegar hann var mennta-
málaráðherra og ræðunni var
dreift þýddri til fundarmanna.
Að sjálfsögðu er það mönnum
fjötur um fót að mæla ekki á
eigin tungu, sérstaklega í bein-
um orðræðum," sagði Páll. „En
ég held þó, að meira sé hlustað á
þá Finna sem tala sænsku á
þingunum og að besta leiðin sé,
að þingflokkarnir velji þá menn,
sem hafa eitthvert Norðurlanda-
málanna á valdi sínu, til setu á
þingunum.
Mér finnst hins vegar mjög
skynsamlegt hjá Jóni Baldvin
Hannibalssyni að hafa með sér
góðviljaðan túlk, líkt og Helga
Haraldsson í Osló í fyrra, sem
gæti haft heillavænleg áhrif á
málflutning Jón Baldvins þar
sem hann kemur fram,“ sagði
Páll að lokum.
„Ekkert sem bannar
íslendingum að
tala íslensku“
„Norðurlandaþjóðirnar reyna
að tala þannig að þær skilji hver
aðra á þingum Norðurlanda-
ráðs,“ sagði Guðrún Helgadóttir,
þingmaður Alþýðubandalagsins.
„Það er heldur ekkert, sem bann-
ar íslendingum að tala íslensku.
Yfirleitt er þó um það vel
menntað fólk að ræða, að það
hefur vald á a.m.k. einu Norður-
landamáli og mér þætti fárán-
legt að gera það að reglu, að ís-
lendingar eigi að tala íslensku og
ekkert annað. Til þess eru skóla-
börn á íslandi látin læra a.m.k.
eitt Norðurlandamál, að þau geti
gert sig skiljanleg á því.
Það er rétt að sumir Finnarnir
tala ekki annað en finnsku á
þingum Norðulandaráðs og við
því segir enginn neitt," sagði
Guðrún. „En ekki er það
skemmtilegt."
„Jafnast ekkert á
við eigið mál“
„Ég sé ekkert, sem mælir gegn
því að menn tali íslensku á Norð-
urlandaráðsþingum ef þeir óska
sérstaklega eftir því,“ sagði Eið-
ur Guðnason, þingmaður Al-
þýðuflokksins. „Það hefur verið
gert og ekkert við það að athuga.
Því þó að menn séu sæmilega
máli farnir, þá jafnast ekkert á
við það að tala sitt eigið mál.“
„Ekki sérstakt
vandamál“
„Ég veit ekki til þess að þetta
hafi verið neitt sérstakt vanda-
mál fram að þessu,“ sagði Ólafur
G. Einarsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins. „Mér finnst
heldur ekki að þetta eigi að vera
neitt stórmál, heldur eigi okkur
að vera opin leið til þess að tala
íslensku á þinginu og fá hana
túlkaða, eins og er gert með
finnskuna.
Veiting bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs er hins vegar
meira vandamál," sagði Ólafur.
„Ég held að það sé býsna hæpið
að fá menn sem hafa vald á
þetta mörgum tungumálum í
dómnefndina, ef leggja ætti ís-
lensk verk fram á frummálinu."
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Karamanlis með Bulent Ecevit þáverandi forsætisráðherra Tyrklands er þeir ræddu Kýpurdeiluna á fundum í
Sviss. Karamanlis og Ecevit náöu aó vísu ekki samkomulagi en samskipti Grikkja og Tyrkja voru skaplegri í
stjórnartíð Karamanlis en lengi áður — og eftir.
Grikkland:
Afsögn Karamanlis gæti haft
afdrifarík pólitísk áhrif
Sll SÉRSTÆÐA ákvörðun miðnefndar PASOKS að leggja fram tillögur um
breytingar á stjórnarskránni er m.a. stefndu að því að skerða völd forseta
landsins, hefur vakið undrun og kvíða. Það hafði síðan í fór með sér aö
Karamanlis forseti tilkynnti snarlega afsögn sína. PASOK hefur ákveðið að
bjóða fram dómarann Christos Sartzetakis sem forseta og verður fyrsta
umferð kosninganna næstkomandi Töstudag. PASOK hefur 165 sæti af þrjú
hundruð á gríska þinginu og til að forseti sé löglega kjörinn verður hann að
fá atkvæði 180 þingmanna. PASOK mun því á næstu dögum biöla ákaft til
kommúnistaflokks Grikklands sem hefur 12 sæti, svo og þingmanna ým-
issa smáflokka sem eru samtals ellefu. Papandreu hefur spáð því að
Sartzetakis nái kosningu í þriðju umferð. Fái Sartzetakis hins vegar ekki
tilskilinn meirihluta þá verður þjóðaratkvæðagreiðsla að fara fram.
Eins og í byrjun sagði þykir
þetta undarleg ráðstöfun hjá
Andreas Papandreu. Karamanlis
hafði fyrir æði löngu kunngert,
að hann myndi gefa kost á sér
annað kjörtímabil og Papandreu
hefði gefið í skyn, að PASOK
hefði ekki í hyggju að bjóða fram
gegn honum. Þótti það skynsam-
leg ráðstöfun, að margra dómi,
enda hefur Karamanlis notið
hylli og virðingar í starfi. Menn
hljóta því að velta fyrir sér hvort
miðnefnd stjórnarflokksins, sem
kom saman til fundar á laugar-
dag, hafi beitt Papandreu þrýst-
ingi til að leggja þessar tillögur
fram, þar eð Karamanlis er í öll-
um meginatriðum andsnúinn
þeirri stefnu í utanríkismálum
sem Papandreu hefur fylgt. Kar-
amanlis er eindreginn stuðnings-
maður NATO og hann beitti sér
manna mest fyrir því, að Grikkir
gerðust aðilar að Efnahags-
bandalagi Evrópu. Meö því að
forseta voru fengin töluverð völd
samkvæmt stjórnarskránni hefur
Karamanlis áreiðanlega verið
nokkur hemill á Papandreu og
ýmsa fylgismenn hans, talsmenn
þess að Grikkland hætti aðild að
nefndum bandalögum og banni
veru bandarískra hermanna í
Grikklandi.
Eftir að miðnefnd PASOKS
hafði lagt fram stjórnarskrár-
breytingarnar á laugardaginn
mun Karamanlis hafa lýst mikilli
andstöðu við hugmyndirnar og
sagði þær beinlínis hættulegar
öryggi Grikklands. Papandreu og
menn hans virðast hafa færzt enn
í aukana og sögðu þá frá væntan-
legum mótframbjóðanda Karam-
anlis við forsetakosningarnar.
Karamanlis hafði þá engar vöflur
á, og tilkynnti tafarlausa afsögn
sína.
Eftir að hún lá fyrir lýsti Pap-
andreu hryggð sinni með ákvörð-
un forsetans og sagði að aldrei
hefði neinn skugga borið á sam-
starf þeirra síðan PASOK vann
sinn mikla sigur í kosningunum
1981. Hvort Papandreu hefur
mælt af heilindum er auðvitað
ekki á færi nokkurs manns að
vita, sem hefur fylgzt með stjórn-
málaferli forsætisráðherrans. En
ýmis teikn eru á lofti um að
kannski hafi það eftir allt saman
ekki verið vilji Papandreu að
málin þróuðust svona. Sé það rétt
er einnig sýnilegt að sótt er nú
hart að forsætisráðherranum úr
ýmsum áttum. Auðvitað hefur
verið nokkurn veginn öruggt, að
hann myndi taka upp á ýmsu þar
sem þingkosningar verða í
Grikklandi á haustnóttum. Þrátt
fyrir skoðanamun þeirra Karam-
anlis, sem hefur að sumu leyti
hentað Papandreu ágætlega og
gefið honum átyllu til að fram-
kvæma ekki umdeild kosningalof-
orð í utanríkismálum, er ekki
sjálfgefið að Papandreu hafi bú-
ist við svo harkalegum viðbrögð-
um forsetans.
Constantin Karamanlis er
fæddur 23. febrúar 1907. Þrátt
fyrir bág kjör fjölskyldunnar
brauzt hann til mennta og lauk
lögfræðiprófi 1932. Þremur árum
síðar var hann kosinn á þing, en
klippt var snögglega á feril hans
árið eftir þegar einræðisstjórn
Metaxas tók öll völd. Karamanlis
var eindreginn andstæðingur
Mataxas-stjórnarinnar og ein-
ræðis í hvaða mynd sem það birt-
ist. Hann var síðan aftur kosinn á
þing 1946 og tók á næstu árum
við ýmsum ráðherraembættum.
Forsætisráðherra varð hann
1955, þótti skörulegur og stjórn-
samur vel en nokkuð ósveigjan-
legur í samskiptum. Hann réðst í
það þá af miklum krafti að
hyggja upp 20. aldar samfélag í
Grikklandi og meiri stjórnmála-
festa var í Grikklandi þessi ár en
um langa hríð á undan.
Honum sinnaðist iðulega við
konungsfjölskylduna í landinu og
árið 1963 hvarf hann úr landi eft-
ir að andstöðuflokkar hans höfðu
borið sigurorð af honum í kosn-
ingum og í odda skarst um svipað
leyti alvarlega milli hans og kon-
ungsfjölskyldunnar. Hann sagð-
ist þá óttast að flokkarnir sem
við tækju kæmu sér ekki saman
og hann varð sannspár því að
næstu fjögur ár var mikil upp-
lausn í stjórnmálum í Grikklandi
og átti það siðan sinn þátt í að
herforingjarnir gripu völdin vor-
ið 1967 og lýðræðið var í bili fyrir
bí — en hafði þó verið að veslast
upp nokkuð lengi.
Hafi grískt lýðræði átt hug-
myndafræðilegan samastað
næstu árin var hann án efa á
heimili Karamanlis í París. Þegar
herforingjastjórnin hrökklaðist
frá 1974 var hann kvaddur heim,
gekk frá stofnun Nýdemókrata-
flokksins og efndi til kosninga
eins fljótt og mögulegt var. Það
hefur án efa verið honum hjálp
hversu einhuga landar hans
fylktu sér um hann og undir hans
forystu vann flokkurinn síðan
sigur aftur í kosningum 1977. Við
forsetaembætti tók hann árið
1980. Karamanlis nýtur óumdeil-
anlegrar hylli meðal skoðanabr-
æðra og virðingar andstæðinga
sinna í stjórnmálum. Sú rósemd
sem kom með honum var Grikkj-
um um hríð vel að skapi þótt þeir
hafi sýnt tilhneigingu til að byrja
að hrista sig með því að fela Pap-
andreu forystu ríkisstjórnar.
Annað væri naumast í samræmi
við hinn gríska þjóðarkarakter.
En skyndileg brottför hans úr
þjóðhöfðingjasæti i Grikklandi
gæti reynzt afdrifarík og breytt
samskiptunum við Vestur-Evr-
ópu. Um allt slíkt er auðvitað
varlegt að spá að svo stöddu.