Morgunblaðið - 12.03.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.03.1985, Blaðsíða 60
BTT NORT AIIS SIISAR öfUÖ 10.00-00-30 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. - Morgunbladið/Snorri Snorrason. Nú er það ekki lengur verkfall sem hamlar veiAum, heldur hafa máttarvöldin verið sjémönnum óblíð og tekið hraustlega á móti þeim skipum, sem haldið hafa til veiða. Hér brýzt Víkurberg GK 1 út úr Grindavíkurhöfn á leið á miðin. Sjómannadeilan: Samið um allt land en ógæftir hamla veiðum VKKKFALLI sjómanna um allt land er nú lokið eða hefur verið frestað. Samkomuiag hefur náðst alls staðar nema á Kaufarhöfn og í Keykjavík, en þar stendur atkvæðagreiðsla enn yfir. í Vestmannaeyjum, Hólmavík og Grindavík var samkomulagið frá því á fimmtudag samþykkt óbreytt, en á Austfjörðum og Akranesi náðu sjómenn nokkuð lengra. Á Snæfells- nesi hefur verkfalli verið frestað meðan á gerð sérkjarasamninga stend- Sigfinnur Karlsson, formaður Alþýðusambatids Austfjarða, sagði í samtali við blm. Morgun- blaðsins, að samkomulag hefði náðst síðastliðið laugardags- kvöld og verkfalli þá verið aflýst og skipin farið út á sunnudags- morgun. Sigfinnur sagði, að það sem náðst hefði umfram síðustu samninga, væri ekki mikið. Sam- ið hefði verið um 900 krónur í fatapeninga í stað 750 á mánuði og hálfsmánaðar uppsagnarfrest í stað 7 daga. Mikil deila hefði verið um hafnarfrí á skuttogur- um, en bókað hefði verið, að þau skyldu vera eins og áður, en út- gerðarmönnum gefinn fjögurra mánaða frestur til lausnar í þessu deilumáli. Hafnarfríin væru nú frá 102 timum upp í 120 á mánuði. Í samkomulaginu á Akranesi eru helztu viðbætur þær, að fatapeningar verða 900 krónur á mánuði, vélstjórar, sem vinna á dekki fá sömu þóknun, vélstjórar frá greiddan sannanlega útlagð- an kostnað við vinnu áina í landi, jólafrí hefjast degi fyrr en áður og bráðabirgðauppgjör til skip- verja á rækjuskipum verður 60% í stað 50%. Afli frá þeim verstöðvum, þar sem gefið hefur, var góður fyrir helgina, en í gær var bræla víð- ast hvar. Var það mál manna í helztu verstöðvum að fiskigengd væri nú mikil og víða meiri en undanfarin ár. Gæftir hafa hins vegar verið erfiðar og hafa menn í sumum verstöðvum orðið fyrir nokkru veiðarfæratjóni af völd- um veðurs og sjógangs. 600 símanúmer í Árbæ breytast UM 600 símnotendur í Árbæjarhverfi fá nýtt og breytt símanúmer, sex stafa númer, eftir að símaskráin sem er nú í vinnslu kemur út, að líkindum um mánaðamótin aprfl, maí. Þetta upplýsti Ágúst Geirsson settur símstjóri Keykja- víkur. „Það eru nokkur hundruð not- endur í Árbæjarhverfi sem svona háttar til með,“ sagði Águst, „og ástæður þessa eru þær að ný sím- stöð var sett upp í Árbæjarhverfi, en hún var tekin í gagnið í síðasta mánuði. í sambandi við hana er nú verið að skipta út númerum sem voru ýmist tengd úr Múla- eða Breiðholtsstöð. Simarnir sem á að breyta koma til með að tengjast þessari nýju símstöð í Árbænum. Númerin sem breytast byrja ýmist á 7 eða 8, en eftir breytingu þá byrja þau á 6, önnur talan verður 7 og sú þriðja 1, en við reynum að láta seinni helming númersins halda sér eins og kostur er, frá gamla númerinu." Ágúst sagði að þeir sem fengju á annað borð nýtt númer nú, mættu eiga von á bréfi þar um innan skamms, þar sem þeim væri til- kynnt um breytingar og hvert númerið yrði eftir breytingu. „Serkin lék snilldarlega“ HINN ALDNI píanósni'lingur Rudolf Serkin lék í Háskólabíói í gærkveldi verk eftir Beethoven. Tónleikarnir voru helgaðir minn- ingu Ragnars Jónssonar í Smára. „Serkin lék snilldarlega enda var honum fagnað vel og lengi af fullu húsi áheyrenda," sagði Jón Ásgeirsson, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins í gærkvöldi. Rússar íhuga enn málsókn KVIKMYNDAHÁTÍÐ helguð hinum landflóUa sovéska kvikmyndagerð- armanni Andrei Tarkofskí var sett á laugardag, eins og til stóð, að við- stöddum forsætis- og utanríkisráð- Sigurður lék í 1. deild Akurnesingurinn ungi, Sigurð- ur Jónsson, lék sinn fyrsta leik með aðalliði enska liðsins Shef- neld Wednesday gegn Leicester sl. laugardag. Þrátt fyrir að lið Sheffield tapaði, 1:3, þótti Sigurður standa sig mjög vel. Fékk hann góða dóma i ensku blöðunum eftir leikinn. Sigurður er fyrsti fslending- urinn sem leikur með 1. deild- arliði í Englandi síðan Albert Guðmundsson lék með Arsenal skömmu eftir seinni heims- styrjöldina. Sjá nánar í iþróttablaði Morg- unblaðsins í dag, bls. Bl. Ahugamenn um úrbætur í húsnæðismálum stofna samtök: Hátt í þrjú þúsund manns létu skrá sig UM HKLGINA varð hátt á þriðja þúsund manns um allt land við hvatningu hóps, sem nefnir sig Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum, að láta skrá sig í hann, en hópurinn hefur sett fram þær kröfur að sambandið milli launa og greiðslubyrði af lánum verði lagfært þegar í stað og taki lagfæringin til opinberra lána, bankalána og annarra fasteignalána. Verði tryggt að lagfær- ingin sé til frambúðar og reiknist frá þeim tíma er misræmis fór að gæta milli launa og lánskjaravísitölu. Þá telur hópurinn að vextir af lánum til húsnæðiskaupa séu of háir og beri að lækka þá þegar í stað. Hópurinn, sem er framhald Sig- túnshópsins svonefnda, sem spratt upp fyrir rúmu ári kynnti sjón- armið sín á blaðamannafundi í gær. Kom fram að gjaldþrot blasir við fjölda fólks af þeim sökum að greiðslubyrði af lánum til hús- næðiskaupa hafi hækkað, á sama tíma og laun hafa staðið í stað. Fólk eigi enga von til að geta stað- ið í skilum og hljóti þetta að leiða til þess, sé ekkert að gert, að fjöldi fólks glati því húsnæði sem það hafi keypt fyrir sig og sína, þar sem afborganir af verðtryggðum lánum, sem beri háa vexti hljóti að vaxa þeim yfir höfuð. „Það er hinn stóri hópur fólks, sem fjárfesti í hóflegu húsnæði fyrir sig og sína og taldi sig hafa allt sitt á þurru, sem við berjumst fyrir. Síðan er forsendunum, sem fólk byggði á þegar það keypti breytt og fólk stendur frammi fyrir því að geta ekki staðið i skil- um. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þessi mál, þau þekkja flestir af eigin reynslu, annað hvort vegna þess að þeir standa í þessu sjálfir eða einhver sem þeir þekkja," sögðu forsvarsmenn hópsins á blaðamannafundinum. Þeir sögðu að fólkið sem skráði sig í hópinn væri úr öllum stigum þjóðfélagsins, spurningin væri einfaldlega um það hvort venju- legt fólk gæti eignast eigið hús- næði. Fólk getur skráð sig í hóp- inn út þessa viku, en hann hefur fengið aðstöðu i húsnæði Neyt- endasamtakanna. Hópurinn kvaðst ekki að svo stöddu myndu setja fram tillögur í smáatriðum um hvernig að þess- ari lagfæringu skuli staðið, sagð- ist myndi bíða og sjá til hver þróunin í þessum málum yrði. Sjá cnnfremur á bls. 32. herra, Steingrími Hermannssyni og Geir Hallgrímssyni. Jón Óttar Ragnarsson, sem sæti á í Tarkofskí-nefndinni á Íslandi, sem stendur fyrir kvikmyndahátíð- inni, sagðist hafa haft samband við sovéska sendiráðið hér á landi og hefði komið í ljós að Sovétmenn ihuguðu enn málsókn vegna sýn- ingar myndanna, en þeir telja sig eiga sýningarrétt á þeim myndum sem Tarkofskí gerði í Sovétríkjun- um áður en hann gerðist landflótta. Það eru fimm af þeim sex myndum, sem hér eru sýndar á hátíðinni. Háskólabíó hafði tryggt sér sýn- ingarréttinn á fjórum þessara fimm mynda, en Regnboginn á einni. Sagði Jón Óttar að Sovét- menn segðu að sýningarréttur Regnbogans á þessari einu mynd, sem heitir Stalker og á að frum- sýna í Háskólabíó á fimmtudags- kvöld, væri útrunninn, en talsvert er umliðið síðan Regnboginn aflaði sér sýningarréttarins. Jón Ragn- arsson, forstjóri Regnbogans er hins vegar ekki á landinu eins og er og sagði Jón að hann hefði spurt hvort möguleiki væri að fá sýn- ingaréttinn endurnýjaðan, ef þetta reyndist rétt og hefði málsvari sendiráðsins ekki útilokað það. Jón sagði að góð aðsókn hefði verið að kvikmyndahátíðinni nú um helgina. í dag verður mýndin Solaris frumsýnd í Háskólabíói kl. 21, en sá háttur er hafður á að myndirnar eru frumsýndar á kvöldsýningum í Háskólabíó og endursýndar daginn eftir á öllum sýningum í Regnboganum. Síðan verða sýndar í réttri röð, Spegill- inn, Stalker og Nostaglia.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.