Morgunblaðið - 12.03.1985, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1985
Neðansjávarbifhjól við kafbátavarnir
Hér getur að líta „neðansjávarbifhjól" það sem sænski flotinn hefur tekið í þjónustu sína. Það
er um 7,6 m langt og með því á að kanna getu kafbátavarna landsins. Unnt er að aka á tækinu
á allt að 40 metra dýpi. Á myndinni er fyrsta „áhöfnin" sem sérstaklega hefur verið menntuð
til að fara með „hjólið".
„Tíundi maðurinn"
fær góðar viðtökur
London, 11. mars. AP.
„TÍUNDI madurinn", nýútkomin bók eftir breska rithöfundinn Graham
Greene, sem hann skrifaði á fimmta áratugnum en gleymdi síðan þar til
handritið fannst í skjalasafni í Hollywood fyrir tveimur árum, hefur fengið
einstaklega góðar viðtökur. Ljúka gagnrýnendur upp einum munni um, að
bókin sé meðal bestu verka Greenes.
„Þetta er Greene eins og hann
gerist bestur," sagði í Sunday
Express, „og ekki að undra eftir að
verkið hefur geymst og „þroskast"
í 40 ár.“ Sunday Times sagði ein-
faldlega um bókina, að hún væri
„meistaraverk" og í Observer
sagði, að útgáfan væri „vafalaust
gleðilegasti bókmenntaviðburður-
inn á árinu".
Graham Greene, sem er áttræð-
ur að aldri, skrifaði „Tíunda
manninn" fyrir Metro-Goldwin-
Mayer-kvikmyndafélagið í Holly-
wood, „á þrælslegum samningi"
eins og hann segir sjálfur, en
kvikmyndajöfrunum leist ekki á
innihaldið og handritið fékk að
rykfalla í skjalasafni félagsins.
Þegar árin liðu og vegur Greenes
óx gleymdi hann handritinu að
mestu. „Mig minnti aðeins, að
þetta hefðu verið drög, sem ég
hripaði niður á tvær blaðsíður,"
sagði hann í viðtali fyrir skömmu
en raunverulega var um að ræða
60.000 orða handrit.
Það var svo seint á árinu 1983,
að Sam Marks, sem sér um skjala-
safn MGM, sýndi breska útgef-
andanum Anthony Blond handrit-
ið og sá var ekki seinn á sér að
kaupa útgáfuréttinn af kvik-
myndafélaginu fyrir 11.600 doll-
ara. Síðan fór hann til Nizza í
Frakklandi þar sem Greene býr og
fékk samþykki hans fyrir útgáf-
Svisslendingar vilja
ekki lengra sumarfrí
D 1 I AP ^ ■ *
Bern, Sviss, 11. mars. AP.
í þjóóaratkvæóagreiðslu, sem
fram fór í Sviss í gær, var því hafn-
að, að verkamenn yfir fertugt fengju
lengra sumarfrí en þeir hafa nú.
Svisslendingar hafa einnig hafnað
því í tveimur atkvæðagreiðslum að
stytta vinnuvikuna, sem er sú
lengsta í iðnríkjum Vesturlanda.
Augljóst var af fyrstu tölum, að
umtalsverður meirihluti kjósenda
var andvígur því að breyta stjórn-
arskránni þannig að allir verka-
menn yfir fertugt, um 700.000
manns, fengju fimm vikna sumar-
frí hið minnsta eins og Jafnað-
armannaflokkurinn og verka-
lýðssamtökin höfðu lagt til.
Svissneska stjórnin, þar á meðal
tveir ráðherrar úr flokki jafnað-
armanna, hvatti kjósendur til að
fella tillöguna. Sagði hún, að sam-
þykkt hennar gæti haft allt önnur
áhrif en ætlast væri til og valdið
því, að atvinnurekendur skirrtust
við að hafa fullorðna menn í þjón-
ustu sinni.
Svisslendingar hafa tvisvar fellt
tillögur um að stytta vinnuvikuna
og síðast fyrir níu árum þegar
meirihlutinn gegn því var fjórir á
móti einum. Samkvæmt skýrslu
Alþjóðavinnumálastofnunarinnar
vinna Svisslendingar að jafnaði
43,7 stundir á viku, Vestur-Þjóð-
verjar 40,4, Japanir 40,3, Frakkar
39,3, Bandaríkjamenn 35 og Belg-
ar 33,5. Heita má, að varla hafi
verið gert verkfall í Sviss í hálfa
öld.
Develop 10
Minnsta
Ijósritunarvél í heimi
Ljósritunarvél fyrir einstaklinga,
fyrirtæki og stofnanir. Ótrúlega lítil,
áreiðanleg og auðveld í notkun. Vél
sem skilar svörtu kolsvörtu og hvítu
snjóhvítu.
U KJARAIM HF
ÁRMÚLA 22 REYKJAVÍK SÍMi 83022
Kambódía:
Listaverki
stolið
CWago. 11. m»ra. AP.
MÁLVERKI eftir meistara Picasso
var stolið úr einkasafni á „Magnifi-
cent Mile“ í Chicago um helgina.
Málverkið er metið á 39.000 dollara
og lögreglan viðkennir að hafa engar
vísbendingar um hver eða hverjir
stálu gripnum.
Skæruliðabúðir
Graham Greene
unni í samvinnu við útgefanda
hans.
„Tíundi maðurinn" hefst á tím-
um þýska hernámsins í Frakk-
landi og segir frá því, að Þjóðverj-
ar taka 30 franska gísla og hóta að
drepa þrjá þeirra, tíunda hvern
mann, fyrir dögun til að hefna
dauða tveggja þýskra hermanna.
Sihanouks falla
stöðvar sínar. Fóru Víetnamarnir
fyrst inn í Thailand en réðust síð-
an þaðan inn í búðirnar. Haft er
fyrir satt, að tveir helstu foringjar
skæruliðahersins hafi fallið.
Kínverska fréttastofan Xinhua
skýrði frá því í dag, að Víetnamar
hefðu gert meira en 20 árásir inn
yfir landamæri ríkjanna um helg-
ina og skotið meira eii 16.000 fall-
byssukúlum á kínverskt land.
Kváðust Kínverjar hafa hrundið
árásunum og eyðilagt mörg vígi
Víetnama við landamærin. Fyrir
nokkrum dögum fóru fréttir af
auknum liðsflutningum Kínverja í
átt til landamæranna en talið er,
að þeir hafi haft þar að undan-
förnu um 2—300.000 manns. Ví-
etnamar halda úti 600.000 manna
herliði við landamærin.
Aranyanprathet, Thailandi, 11. mara. AP.
UM 1000 MANNA víetnamskt her-
lið náði í dag á sitt vald síðasta vígi
skæruliða í Kambódíu eftir ákafa
bardaga í viku. Flúðu sumir skæru-
liðanna til Thailands að sögn þar-
lends herforingja.
Víetnamska herliðið, sem naut
stuðnings öflugs stórskotaliðs,
náði í morgun á sitt vald Tatum-
búðunum þar sem skæruliðar Si-
hanouks fursta hafa haft bæki-
Fágætir myrkvar
Plutó og Charons
WaHhington, 11. mara. AP.
TUNGLMYRKVAR sem standa yfir hjá reikistjörnunni Plútó og tungii
hennar Charon gefa stjarnfræðingum og vísindamönnum fágætt tæki-
færi til að gera ýmsar mælingar og útreikninga á þessari minnstu
reikistjörnu sólkerfisins.
Myrkvarnir standa yfir í 5 ár
og þeir hófust 16. janúar síðast-
liðinn. Þegar myrkvunum lýkur
munu líða 124 ár þar til þeir
hefjast á ný. Plútó, sem er
minnst reikistjarnanna, er líka
lengst frá sólinni á sporbaug sín-
um og er það ein skýringin á því
hve langur tími líður á milli um-
ræddra atburða.
f hvert skipti sem Charon fær-
ist á milli Plútó og jarðar
myrkvast hluti Plútó og með því
að mæla hvað hver myrkvi tekur
langan tíma, hve lengi hver
myrkvi varir í heild og hve birta
Plútó dofnar mikið geta vísinda-
menn mælt ummál, eðlisþyngd
og umfang bæði Plútós og Char-
on.
Stjarnfræðingar fundu ekki
Plútó fyrr en árið 1930, eftir
margra ára leit að „níundu reiki-
stjörnunni". Charon fannst ekki
fyrr en árið 1978. Svo lítið er
vitað um Plútó, að það kom
stjörnufræðingum í opna skjöldu
er myrkvunarhrinan hófst.
Mugabe líkt
við Hitler
Bulawayo, Zimbabwe, 11. mars. AP.
JOSHUA Nkomo, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe, hóf í gær
kosningabaráttuna með fjölmennum útifundi í borginni Bulawayo og réðst
harkalega á stjórn Mugabes. Kosningar í landinu eiga að fara fram um
miðjan júní nk.
Talið er, að um 50.000 manns
hafi sótt fundinn hjá Nkomo, sem
er þá sá fjölmennasti frá því
Zimbabwe varð sjálfstætt ríki.
Var hann mjög harðorður um
Mugabe, forsætisráðherra, og
sagði, að kosningasvikin væru
þegar hafin, löngu áður en til
kosninganna kæmi. Var gerður
góður rómur að máli Nkomos þeg-
ar hann sagði, að „sjálfstæði án
frelsis er út í hött og í Zimbabwe
er ekkert frelsi". Hélt Nkomo því
fram, að stjórn Mugabes lyti leið-
sögn „nasista, sem tækju Hitler
fram“.
Bulawayo er höfuðstaður Mat-
abelelands og Ndebele-ættflokks-
ins, sem Nkomo tilheyrir, en Mug-
abe er af Shona-ættbálknum, sem
er fjölmennastur í Zimbabwe og
ræður mestu um stjórn ríkisins. I
Matabe-landi hefur verið mikil
óöld og hermenn stjórnarinnar
gerst sekir um mikil óhæfuverk.
Mugabe og Nkomo voru samherjar
í stríðinu gegn minnihlutastjórn
hvítra manna en vinskapurinn
entist ekki nema fram að sjálf-
stæðistökunni.