Morgunblaðið - 12.03.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.03.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1985 47 Morgunblaðið og kennaradeilan — eftir Þorstein Gunnarsson Laugardaginn 2. mars sl. fjallar Morgunblaðið um uppsagnir fé- lagsmanna Hins íslenska kenn- arafélags í framhaldsskólum. Sú umfjöllun varð mér hvati til þess að gera nokkrar athugasemdir við greinarskrif Morgunblaðsins í þessu sambandi. í upphafi vil ég taka fram að ég tel Morgunblaðið hafa gefið les- endum sínum fremur hlutlæga og málefnalega mynd af deilunum um uppsagnirnar og þær afleið- ingar sem þær hafa á skólastarf í landinu og allt þjóðlífið. Blaðið hefur reynt að gera grein fyrir sjónarmiðum flestra aðila málsins og sparað þar æsingaskrif og upp- hrópanir, sem algengar eru hjá fjölmiðlum í viðkvæmum og erfið- um deilumálum, og allt of oft hafa gert lausn slíkra deilumála mjög erfiða. Hófsemi Morgunblaðsins kemur mér þægilega á óvart því að oft áður hafa ritstjórar og blaðamenn Morgunblaðsins látið glórulaust ofstæki og þröngsýni ráða greinarskrifum sínum um skólamál sbr. nomaofsóknir blaðsins gegn samfélagsfræði- kennslu, friðarfræðslu og því sem blaðið hefur kallað „pólitíska inn- rætingu í skólum". Vonandi tákn- ar málefnaleg umræða á síðum Morgunblaðsins nú að skrif þess um skólamál verði vandaðri og heiðarlegri en oft áður. Nú er líka vá fyrir dyrum í skólastarfi og best fyrir alla aðila að halda still- ingu sinni. Lög og lagatúikanir Þrátt fyrir ánægju mína með málflutning Morgunblaðsins eru nokkur atriði sem ég vil gera at- hugasemdir við. f leiðara Morgun- blaðsins frá 2. mars sl. segir m.a. eftirfarandi: „Kennarar neita að virða löglega ákvörðun ráðherra og þar með landslög." Svo sem fram hefur komið í fjölmiðlum er það lagatúlkunaratriði hvort ráð- herra hafi mátt framlengja upp- sagnarrétt kennara svo seint. Það er því dómstólanna en ekki Morg- unblaðsins að kveða upp úr um það hvort útganga kennaranna er lögleg eða ekki. Síðan segir: „Líta verður á þá ákvörðun sem fram- hald af hliðstæðum í fyrri kjara- átökum opinberra starfsmanna sem hins vegar eiga sér ekki for- dæmi á hinum almenna vinnu- markaði." Hér er að vísu ýjað að því að ákvörðun kennaranna sé lögleysa en látum það liggja á milli hluta heldur veltum því að- eins fyrir okkur hvers vegna er svo mikil hætta á átökum um lagaskýringar og túlkanir í kjara- deilum opinberra starfsmanna. Það er grundvallaratriði sam- kvæmt lögum hverrar þjóðar að allir séu jafnir fyrir lögum. En þegar við komum að lögum um verkföll og vinnudeilur er augljóst að svo er ekki. Aðildarfélög BSRB búa við miklar takmarkanir á sín- um verkfallsrétti miðað við félög innan ASÍ og launþegar innan BHM hafa alls engan verkfalls- rétt. Það er sama hvernig á málin er litið að það verður ekki friður um framkvæmd kjaradeilna þess- ara félaga fyrr en þau búa við lög sem tryggja þeim verkfallsrétt og sem líkastar reglur gilda um framkvæmd slíkra verkfalla. Fjölgun opinberra starfsmanna Leiðari Morgunblaðsins reynir að setja uppsagnir kennara og kjaradeilu í samhengi við fjölgun opinberra starfsmanna. Víst þarf að huga að því. En sú forsenda sem blaðið gefur sér er að mínum dómi röng. Leiðarinn heldur fram þeirri klisju að ríkisstarfsmenn upp til hópa séu hluti af yfirbygg- ingunni í þjóðfélaginu sem sé að sliga frumvinnslu og úrvinnslu- greinarnar í okkar marghrjáða samfélagi. Hér vil ég gera þá at- hugasemd að í mörgum tilvikum stuðla ríkisstarfsmenn að aukinni framleiðni I þjóðfélaginu og eru því hluti af undirstöðu þjóðfélags- ins en ekki yfirbyggingu. Til þess að skýra þetta nánar má taka kennara og menntun í skólum sem dæmi. Það ætti að vera hverjum heilvita manni augljóst mál að ekki dugar að veiða fisk og vinna úr fiski ef ekki kemur frá skóiun- um menntað vinnuafl til að stjórna veiðum, vinnslu, þróa hugbúnað sem stjórnar vinnslu, vinna markaði, gera líðan starfs- fólks bærilega o.fl. Þannig hefur menntunin bein áhrif á verðmæta- sköpunina í landinu. Auðvitað gerir leiðarahöfundur Morgun- blaðsins sér þetta ljóst því að ann- ars staðar segir hann: „Það er haf- ið yfir allan vafa að almenn og sérhæfð menntun og þekking veg- ur þyngst á vogarskálum velferðar hverrar þjóðar." En eins og við kennarar könnumst við þá er wp ur^ , a 1 f *“ Eigendur og starfsfólk Snyrtihallarinnar. F.v. Gústaf Sófusson, Guðrún Kjartansdóttir, Auður Guðjónsdóttir og Kolbrún Tómasdóttir. Snyrtihöll opnuð í Garðabœ NÝLEGA VAR opnuð í Garðabæ verslunin Snyrtihöllin og er hún við hliðina á Garðakaupum, að Garðatorgi 3. í Snyrtihöllinni munu snyrtifr- æðingar leiðbeina viðskiptavinum og kynna þeim það nýjasta á snyrti- vörumarkaðnum. í tenglsum við Snyrtihöllina verður einnig rekin snyrt- istofan Coral, þar sem boðið verður upp á alla almenna snyrtingu. Snyrtihöllina reka hjónin Guðrún Kjartansdóttir og Gústaf Jónsson. „I mörgum tilvikum stuðla ríkisstarfsmenn að aukinni framleiðni í þjóðféiaginu og eru því hluti af undirstöðu þjóð- félagsins en ekki yfir- byggingu.“ Þorsteinn Gunnarsson munur á því að búa yfir þekkingu og að kunna að beita þekkingu. Þáttur Sigurðar Líndal í áður tilvitnuðu Morgunblaði birtist einnig viðtal við Sigurð Líndal lagaprófessor þar sem hann heldur fram ýmsum af sín- um alþekktu sleggjudómum um virðingarleysi forystumanna stéttarfélaga fyrir lögum landsins. Ekki sést prófessor Sigurður þar fyrir í röksemdafærslu sinni því að hann heldur því m.a. fram að með því að taka við launum um síðustu mánaðamót veiki kennar- ar málstað sinn. Ég vil þó benda prófessor Sigurði á það sem hann á að vita að vegna samninga um vinnutíma kennara og sumarleyfis þeirra, þá áttu þeir gott betur en ein mánaðarlaun inni hjá fjár- málaráðuneytinu er þeir gengu út úr skólunum 1. mars sl. Niðurstöður og lokaorð Fyrir ráðamenn þjóðarinnar er hollt að gera sér grein fyrir að útganga kennara úr skólunum 1. mars sl. er fyrst og fremst afleið- ing af eftirfarandi: 1. Þeirri einsýni ráðamanna að efnahagsvandamál þjóðarinnar stafi nær eingöngu af of háum launum launþega á taxtakaupi. 2. Algjöru vanmati ráðamanna á störfum kennara og gildi menntunar fyrir velferð og hagsæld þjóðarinnar. 3. Algjöru öngþveiti í húsnæðis- málum þar sem tugir ef ekki hundruð húsbyggjenda eru gerðir gjaldþrota og þúsundir eru gerðir að vanskilamönnum vegna fáránlegrar vaxtastefnu. 4. Ótrúlegu sinnuleysi ráðamanna um að aðlaga íslenskt atvinnu- líf að nútíma atvinnuháttum og þekkingu. Þessi atriði samanlögð og með ýmsum fleirum geta leitt til þess að í nánustu framtíð fylli ísland ekki hóp velferðarríkja heldur verði meira í ætt við bananalýð- veldi þriðja.heimsins. Ég vil ljúka þessari grein með því að vitna í lokaorð fyrrgreinds leiðara Morgunblaðsins en minni samt ríkisstjórn og ráðherra á að láta verkin tala. „Góðviljaðir menn sem tvímælalaust eru beggja vegna samningaborðs verða að taka höndum saman um viðunandi sátt er tekur mið af að- stæðum öllum og þá ekki síst að- stæðum nemendanna." Undir þessi orð geta flestir skrifað. En hvar er hin „viðunandi sátt“ fjár- málaráðuneytisins í máli þessu? Þorsteinn Gunnarsson var kennari við Fjölbrautaskólann á Akranesi og er í stjórn Hins íslenska kenn- arafélags. ORMSSON Hi. Lágmúla9 sími 38820 AEG ALVEG EtNSTÖK GÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.