Morgunblaðið - 13.04.1985, Síða 5

Morgunblaðið - 13.04.1985, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985 5 Gnuidarfjörður: Fyrra uppboð á Sigur- fara II verður 18. apríl STJÓRN Fiskveiðasjods hefur óskað eftir uppboði á 12 nskiskipum vegna vanskila við sjóðinn, en nokk- uð er síðan Bjarni Herjólfsson ÁR var boðinn upp. Af þessum 12 skipum eru þrír togarar og tvö vélskip stærri en 100 lestir, en sjö minni. Mál þessi hafa þann gang, að fyrst eru þau tekin fyrir og náist þá ekki sam- komulag um greiðslu er farið fram á fyrri sölu eða uppboð. Að loknu fyrra uppboði geta málsaðiljar síðan óskað síðara uppboðs og er það algengt. Mál togarans Sigurfara 11 hefur þegar verið tekið fyrir og fyrra uppboð ákveðið þann 18. apríl næstkomandi. Mál Sölva Bjarna- sonar var tekið fyrir á fimmtudag og verður fyrra uppboð síðari hluta maímánaðar. Mál Kolbeins- eyjar hefur enn ekki verið tekið fyrir, en það mun gert fljótlega. Mál vélskipsins Helga S var tekið fyrir á föstudag og verður fyrra uppboð væntanlega í fyrrihluta júnímánaðar. Þá er ekki búið að taka fyrir mál vélskipsins Freyju, en líkur eru taldar á því, að það leysist. Mál smærri vélskipanna eru á ýmsu stigi, en nákvæmar upplýs- ingar um stöðuna liggja ekki fylli- lega fyrir. Hafsteinn Þorsteins- son símstjóri látinn LÁTINN er í Reykjavík Hafsteinn Þorsteinsson, símstöðvarstjóri í Reykjavík, 67 ára að aldri. Hann lézt < í Borgarspítalanum þann 11. þessa mánaðar. Hafsteinn fæddist í Vestmanna- eyjum 5. marz 1918. Hann var son- ur hjónanna Þorsteins Hafliða- sonar, skósmiðs þar, og Ingibjarg- ar Þorsteinsdóttur. Hafsteinn tók gagnfræðapróf frá Vestmannaeyj- um, stundaði ritsímanám árin 1936 til ’38, lauk loftskeytaprófi 1941 og símvirkjaprófi árið 1943. Hann var símritari í Vestmanna- eyjum og Siglufirði 1938—1940 og símvirki hjá Landssímanum i Reykjavík 1941-1943. 1943 var hann skipaður stöðvarstjóri við símstöðina á Reyðarfirði. Haf- steinn var síðan skipaður verk- stjóri í símtæknideild Landssím- ans í Reykjavík 1947, fulltrúi í sömu deild 1954 og fulltrúi bæj- arsímstjóra í Reykjavík 1958. Hann var skrifstofustjóri bæjar- símans frá 1963, settur símstjóri í Reykjavík 1. janúar 1975 og skip- aður í stöðuna 1. apríl sama ár. Hafsteinn var ritstjóri símaskrár- innar frá 1952 en hann vann í rúm 50 ár hjá Pósti og síma og hlaut fyrir það viðurkenningu stofnun- arinnar. Fyrri kona Hafsteins var Mar- grét Snorradóttir frá Eskifirði, en þau slitu samvistir. Síðari kona hans er Nanna Þormóðsdóttir og lifir hún mann sinn. Grundfirðingar: Reyktur fiskur á Bandaríkjamarkað? „ENN sem komið er framleiðum við bara fyrir innanlandsmarkað, en höfum sent prufur utan og lofa við- tökurnar góðu. Annars höfum við mestan áhuga á að koma reykta Hskinum inn á Bandaríkin," sagði Ragnar Elbergsson á Grundarfirði 1 Tveir piltar í slysa- deild eftir átök TVEIR piltar voru fluttir í slysadeild Borgarspítalans eftir að til átaka kom miíli þeirra í leiguhúsnæði Fé- lagsmálastofnunar í Búðagerði fyrir drengi, sem eiga í erfiðleikum. At- burðurinn átti sér stað um klukkan þrjú aðfaranótt fimmtudagsins og kvaddi stúlka lögregluna á vettvang. Piltarnir slógust, beittu kylfum og var lögreglan kvödd á vettvang. Annar pilturinn fór þá út á svalir hússins, braut rúður og lét ófriðlega. Piltarnir skárust og voru fluttir í slysadeild, en meiðsli þeirra reyndust ekki alvarleg og voru þeir fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Skömmu síðar fengu þeir að fara þaðan í húsnæðið við Búðagerði. samtali við Morgunblaðið. Ragnar ásamt tveimur öðrum er eigandi fyrirtækisins Stólpa sf. í Grundarfirði, en fyrirtækið er ný- byrjað að reykja fisk með útflutn- ing í huga. Ragnar sagði, að þeir hefðu nýlega keypt fullkominn sjálfvirkan reykofn frá Noregi í gegnum Traust hf. Sagði hann ofninn afkasta 400 kilóum af flök- um á 10 tfmum. Nú væru þeir að- allega með ýsu, en einnig karfa og þorsk. Síðan væri ætlunin að reykja lax og rauðmaga i álegg. Starfsemin hefði hafizt í febrúar og enn sem komið væri færi öll framleiðslan á markað innan- lands. Prufur hefðu þó verið send- ar til Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands og lofuðu undirtektir góðu, þó engar beinar pantanir hefðu borizt. Hugsanlegt verð væri einnig vel viðunandi. Ragnar sagði ennfremur, að undanfarið hefði verið fremur erf- itt að fá ýsuna. Þeir hefðu orðið að sækja hana til Ólafsvíkur og Hell- issands, en hefðu þó einnig nokkur viðskipti við Hraðfrystihús Grundarfjarðar og Sæfang. Hann kvaðst bjartsýnn á framhaldið enda gengi reykingin vel. Helga með Gertrud Stein til Norðurlanda HELGA Bachmann leikkona, sem undanfarna tvo mánuði hefur leik- ið Gertrude Stein í einleiknum „Gertrude Stein Gertrude Stein Gertrude Stein“ á Litla sviði Þjóð- leikhússins, heldur nk. þriðjudag utan með verkið í hálfsmánaðar- langt sýningarferðalag til Norður- landa. Sýningar verða í Stokkhólmi þann 18. og 19. þessa mánaðar, í Gautaborg þann 21., i Lundi 23. og i Jónshúsi i Kaupmannahöfn þann 26. og 28. apríl. Möguleikar eru á að sýningar verði fleiri. Ákveðið var að Þjóðleikhúsið sendi uppfærslu sína á verkinu utan, eftir að óskir þess efnis bárust frá fslendingum i Svf- þjóð, en íslendingafélögin á ofangreindum stöðum munu taka á móti sýningunni. „Gertrude Stein Gertrude Stein Gertrude Stein“ er rúm- lega tveggja klukkustunda lang- ur einleikur eftir bandariska gyðinginn Marty Martin. Leik- stjóri er Andrés Sigurvinsson. Gott verð í Bretlandi — lakara í Þýzkalandi ÞRJÚ skip hafa selt afla sinn er- lendis síðustu daga í Bretlandi og Þýzkalandi. Verð hefur verið fremur lágt í Þýzkalandi en hærra í Bret- landi. Eitt skip selur afla sinn í Þýzkalandi í næstu viku. Dagstjarnan KE seldi á mið- vikudag og fimmtudag 162,6 lestir, mest karfa í Cuxhaven. Heildar- verð var 4.463.300 krónur, meðal- verð 27,45. Á fimmtudag seldi Keilir RE 93,8 lestir, kola, ýsu og þorsk, í Grimsby. Heildarverð var 3.971.000 krónur, meðalverð 42,32. Karlsefni RE seldi á föstudag 247,1 lest, mest karfa í Cuxhaven. Heildarverð var. 7.707.800 krónur, meðalverð 31,20. „Erum ánægð með aðsóknina“ — segir Anna Einarsdóttir „ÞÚSUNDIR titla fóru út á bóka- markaðinum." sagði Anna Einars- dóttir, framkvæmdastjóri bóka- markaðs félags bókagerðarmanna, sem haldinn var frá 22. mars kl. 8. apríl í Vörumarkaðinum á Eiðistorgi. „Síðasti bókamarkaður var haldinn fyrir tveimur árum og lík- lega er um helmingsaukning í sölu síðan þá. Aðstandendur bóka- markaðarins eru þvi mjög ánægð- ir og yfirleitt sýndist mér við- skiptavinir ánægðir líka. Bókaút- gefendur lækkuðu verðið veru- lega.“ Anna sagði að ekki yrði tekin ákvörðun um hvort fleiri slíkir bókamarkaðir verði haldnir fyrr en búið er að gera dæmið upp á aðalfundi i vor. ^\uglýsinga- síminn er 2 24 80 Frœðist og ferðist ListfræÖsla Fríklúbbsins Kynnist list og menn- ingu endurreisnartím- ans á Ítalíu. Aöalsteinn Ingólfsson, listfræöingur, fjallar í dag um eitt glæsilegasta tímabil í sögu mannsins, endurreisnartímann á Ítalíu, þá er Leonardo da Vinci og Michelangelo auöguöu heiminn meö list sinni. Missið ekki af fróölegu erindi og mynda- sýningu. Laugardaginn 13. apríl í Norræna húsinu kl. 14.00. Aðgangur kr. 100.- Ókeypis ferða- happdrætti. KLUBBURINN Ferðaskrifstofan ÚTSÝN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.