Morgunblaðið - 13.04.1985, Síða 7

Morgunblaðið - 13.04.1985, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 13. APRÍL 1985 7 Frá stofnfundinum í gær. Vinstra megin við borðið eru þeir Albert Kemp, Fáskrúðsfirði, og Ófeigur Gestsson, Hofsósi, en hægra megin eru frá vinstri: Ólafur Már Sigurösson, Seyðisfirði, Jón Gunnlaugsson, Akranesi, Hermann Kr. Jónsson, Vestmannaeyjum, Sigurgeir Jónasson, Ijósmyndari, Vestmanna- eyjum, Hjalti Sigurbjörnsson, Kiðafelli, Kjós, Pétur Hjálmsson, Mosfells- sveit, Sigurður Sigmundsson, Syðra-Langholti, Hrunamannahreppi, Arnór Ragnarsson, Garði, og Davíð Pétursson, Grund, Skorradal. Gunnar Bjarnason, fréttaritari frá gamalli tíð, ávarpaði fundinn og sýndi gamalt fréttariUraskírteini. Aðrir á myndinni eru frá vinstri: Helgi Bjarna- son, Borgarnesi og blaðamaður á Morgunblaðinu, Ólafur Guðmundsson, Egilsstöðum, sem kjörinn var ritari félagsins, og Úlfar Ágústsson, Isafirði, formaður félagsins „Okkar menn“. Fréttarítarar Morgunblaðsins stofna félag: „Okkar menn“ um allt land STOFNFUNDUR félagsins „Okkar menn“, sem er félag fréttaritara Morgunblaðsins, var haldinn í veitingahúsinu Gauki á Stöng í gær og sóttu hann á fjórða tug fréttaritara hvaðanæva af land- inu, en alls eru frétUritarar Morg- unblaðsins á annað hundrað. For- maður félagsins var kjörinn Úlfar Ágústsson, Isafirði. Tilgangur félagsins samkvæmt samþykkt stofnfundar er að efla og treysta fréttaöflun Morgun- blaðsins og vinna að hagsmunum 1 fréttaritara blaðsins. Einkum eru menn þar með í huga aukna fræðslu við öflun frétta og fréttaskrif. Á fundinum kom fram jákvætt viðhorf fréttarit- ara til blaðsins og áhugi á að bæta enn fréttaþjónustu þess af landsbyggðinni. Nokkrir fréttaritarar, sem áttu ekki heimangengt á fund- inn, sendu kveðjur, m.a. nokkrir af elstu fréttariturunum. Öllum fréttariturum blaðsins verður sent boð um að ganga í félagið. Auk Úlfars Agústssonar, sem áður er nefndur, voru eftirtaldir kjörnir í stjórn félagsins: ólafur Guðmundsson, Egilsstöðum, rit- ari, Helgi Kristjánsson, ólafsvík, gjaldkeri, og í varastjórn: Her- mann Kr. Jónsson, Vestmanna- eyjum, Gunnar Berg, Akureyri, og Jón Gunnlaugsson, Akranesi. Endurskoðendur félagsins voru kjörnir: Davíð Pétursson, Grund, Skorradal, og Séra Halldór Gunnarsson, Holti undir Eyja- fjöllum, og til vara ófeigur Gestsson, Hofsósi, og Albert Kemp, Fáskrúðsfirði. Morgunbladið/Bjarni Eiriksson Frá stofnfundi „Okkar manna" í gær. Frá vinstri eru á myndinni: Trausti Þorsteinsson, Dalvík, Sveinn Þórðarson, Innri-Múla, Barðaströnd, Bjöm Guðmundsson, Ijósmyndari, Ólafsvík, Alfreð Jónsson, Grímsey, Matthías Jóhannsson, Siglufirði, Benedikt Guðmundsson, Staðarbakka, Miðfirði, Gils Jóhannsson, Hvolsvelli, Steinar Guðmundsson, Stöðvarfirði, Bernhard Jó- hannesson, Sólbyrgi, Borgarfirði, Haukur Gíslason, Ijósmyndari, Selfossi. Aftast sést séra Einar Jónsson, Arnesi á Ströndum, og við borðið lengst til hægri má m.a. sjá Jakob Ágústsson, Ólafsfirði, Svavar B. Magnússon, Ijós- myndara, Ólafsfirði, Kristin Pétursson, Bakkafirði, Ólaf Má Sigurðsson. Seyðisfirði, Sigurgeir Jónasson, Ijósmyndara, Vestmannaeyjum, og Albert Kemp, Fáskrúðsfirði. Mazda323 Glæsilegur, rúmgóöur 5 manna fjölskyldubíll meö framdrifi. Eftirfarandi búnaður fylgir Mazda 323 DeLuxe: Rúllubelti — Stillanleg hæð á framsæti með mjóhryggsstillingu — Sportrendur á hliðum — Heilir stuðarar með rauðri innfelldri rönd — Öryggisljós að aftan — Litað gler í rúðum — Niðurfellanlegt aftursætisbak í tvennu lagi — Handgrip í lofti — Tauáklæði á sætum — Quarts klukka — 60A rafgeymir — Sérstök hljóð- einangrun í farþegarými — 3 hraða rúðuþurrkur — Halogen aðalljós — Stokkur á milli framsæta — Blást- ur á hliðarrúður — Spegill í sólskyggni hægra megin — Farangursgeymsla klædd í hólf og gólf — 3 hraða miðstöð — Útispegill — Baksýnisspegill með næturstillingu — Þurrka og sprauta á afturrúðu — Hituð afturrúða — Opnun á afturhlera og bensínloki innan frá — Ljós í farangursgeymslu (HB) — Barnaöryggis- læsingar — Vindlakveikjari og margt fleira. Verð með öllu þessu aðeins kr. 337.900 Opið laugardag frá kl. 10—4 £ MEST FYRIR PENINGANA BÍLABORG HR Smiðshötða 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.