Morgunblaðið - 13.04.1985, Side 22

Morgunblaðið - 13.04.1985, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Hermenn við brynvagn sem Ifbanskir shitar sprengdu f loft upp. Tekst shitum í S-Líbanon og ísraelum í N-ísrael að halda frið? ÞESSA DAGANA hraða fsraelar brottflutningi herja sinna frá Suður- Líbanon, eins og verða má. Áður en langt um líður verða engir ísraelskir berflokkar á þessu landsvæði, en þar með er ekki sagt að allt falli í Ijúfa löð. Þvert á móti eru menn uggandi og hafa áhyggjur af því hvernig samskiptum shita í Suður-Líbanon verði háttað við grannann — ekki sízt með hliðsjón af því sem á undan er gengið. ísraelar hafa lýst því yfir að það sé Líbana að halda uppi lögum og reglu á landsvæðinu og þeir hafa ennfremur ekki farið í launkofa með þá fyrirætlun sína að verði Norður- ísrael ógnað muni ísraelar tafarlaust ráðast á ný inn í Líbanon. Leiðtogar shita í Líbanon, þar á meðal sá hinn mest áber- andi, Nabib Berri, talsmaður AMA, stjórnmálasamtaka shita, hafa kunngert að shitar muni ekki hafa nokkra ástæðu til að áreita ísraela eftir að þeir hafa komið sér yfir landamærin. Á hinn bóginn eru ýmsir þeir bæði innan ísraels og Líbanons, sem eru ekki trúaðir á að svo verði. Það blandast varla neinum hugur um að aðgerðir ísraela á landsvæðum shita síðustu vikur hafa mælzt illa fyrir og er þá kurteislega til orða tekið. Árásir ísraelskra hermanna á bæi og þorp í Suður-Líbanon, undir því yfirskyni að þeir væru að leita að hryðjuverkamönnum shita, hafa verið fram úr hófi mis- kunnarlausar og margir óbreytt- ir borgarar látið lífið. Áður og fyrrum gerðu ísraelar atlögur af pessu tagi af því að þeir kváðust vera að leita að hryðjuverka- mönnum PLO, en það sýnir hversu staðan hefur breytzt að nú skuli ísraelar telja það einna mest aðkallandi að koma hönd- um yfir líbanska hryðjuverka- menn. Því að víst má hafa í huga hversu íbúar í Suður-Líbanon fögnuðu ísraelum eins og frels- urum þegar þeir gerðu innrásina í landið fyrir þremur árum og hröktu skæruliða PLO á brott. Auk þess hafði samvinna her- sveita Haddams heitins majors við ísraela verið mjög náin um árabil og Líbanir á þessum slóð- um hölluðust yfirleitt að stuðn- ingi við ísraela umfram Palest- ínumenn. Ástæður þess voru meðal annars hörmungar borg- arastyrjaldarinnar, og enda var Suður-Líbanon um margt nánast einangrað frá öðrum hlutum landsins um langa hríð. Skæru- liðar PLO sýndu mikla grimmd íbúunum og skelfing og óöryggi fólksins var á alvarlegu stigi. En nú hefur skipt um. Það hefur auðvitað ekki gerzt í einu vetfangi, heldur smám saman. Þegar ísraelar tóku suðurhlut- Ættingjar ísraelsks hermanns sem féll í Libanon. Myndin var tekin við útför hans á HerzÞfjalli. ann bjuggust Lfbanir áreiðan- lega ekki við því að þriggja ára herseta þeirra væri í vændum. Þeir trúðu því án efa flestir, að ísraelar myndu hverfa á brott eftir að hafa upprætt skæruliða- hreiður PLO-manna. En sú varð ekki raunin og smám saman komu upp samskiptavandamál milli Líbananna og ísraelanna. tsraelar þóttu ekki sýna minni grimmd en PLO-menn, ef eitt- hvað brá út af og hægt og síg- andi hefur andstaðan við her- námsliðið vaxið og skæruliða- sveitir shita á svæðinu, sem varla voru til fyrir þremur ár- um, hafa gerzt æ atkvæðameiri eins og fram hefur komið í frétt- um. í ísraelskum blöðum hefur verið skrifað mikið um framtíð- arþróun í Suður-Líbanon. Marg- ir hafa fullyrt að í reynd hafi ísraelar farið halloka fyrir Líb- önum og bent á hversu brott- flutningsáætlunum hefur verið breytt og hraðað. Á það hefur einnig verið bent að samkvæmt shitahefðinni er bezti vinurinn í augum Allah sá sem er bezti vin- ur vinar síns og bezti granni granna síns. Og margir israelsk- ir sérfræðingar hafa ritað lærð- ar greinar um það, hversu ísra- elum hafi orðið hált á því í sam- skiptum við Líbani svo og aðra að sýna ekki trúarhefð viðkom- andi tilhlýðilega virðingu, þar sem hún skipti meginmáli. Trúlegt er að engin niðurstaða fáist í þessu máli alveg á næst- unni. En það er líka trúlegt að ísraelar hinkri aðeins áður en þeir hefja nýja sókn inn í Suð- ur-Líbanon eftir það sem á und- an er gengið. Líbanir eiga svo sem ekki aðeins við þennan vanda að glima. Klofningut Inn meðal trúflokka og ættflokka í landinu virðist jafn alvarlegur og fyrr. Til að mynda ágreining- urinn sem er fyrir nokkru kom- inn upp meðal kristinna manna og sagt hefur verið frá. Það hef- ur svo aftur orðið til þess að Gemayel forseti hefur hallað sér æ meira að Sýrlendingum, en það er óneitanlega vafasöm ákvörðun og gæti haft afdrifa- ríkar afleiðingar. Ágreiningur kristinna manna, ágreiningur innan hinna ýmsu fylkinga mú- hameðstrúarmanna, ágreiningur allra þessara við drúsa og hvers við annan. Þetta virðist í raun og veru óleysanlegt vandamál. Sýr- lendingar kynda undir úlfúðina milli allra stríðandi fylkinga og geta í skjóli hennar haft áfram setulið í landinu. Það er litið illu auga af Líbðnum, en þar sem engir geta komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut, næst heldur engin samstaða um það. Þegar stjórn Rashid Karami tók við fylltust ýmsir vonum að honum tækist að bera klæði á vopnin og hefja endurreisnar- starf í landinu. Karami vill skella skuld á ísraela og Sýr- lendinga fyrir að það hefur ekki tekizt. En sjálfsagt er málið ekki svo einfalt. (Heimildir: Jerusalem Post, New York Times o.fl.) Góð ráð sitt úr hverri áttinni Nú er einmitt rétti tíminn til að sá fræjum og for- rækta blómin inni fyrir sumarið. Þá er alveg til- valið að nota eggjabakka fyrir gróðurreiti, svo þið getið byrjað að safna þeim strax. Þeir reynast mjög bel, bæði pappa- og plastbakkar. Þegar skipta þarf um mold á plöntum er stór- sniðugt að setja nokkur smá bein neðst í pottinn. í beinunum er fosfórsýra sem er afar gagnleg fyrir plönturnar, auk þess sem beinin eru ágætis „ræsi“ í moldinni. Eitt blómaráð í við- bót. Það hefur reynst mér afar vel að láta svampgúmmí í botn- inn á blómapottun- um. Auðvelt að gera það um leið og um- pottað er eða settir niður laukar. Ef vökvað er of mikið sýgur gúmmíið auka- vatnið til sín, og gleymist að vökva er alltaf einhver auka- lögg í svampinum. Agúrkur eru dýrar á þess- um árstíma, og því sár- grætilegt að þurfa að henda t.d. hálfri agúrku, sem er orðin lin. Skerið smá sneið af henni og lát- ið svo endann strax ofan í kalt vatn. Eftir smá stund er hún stinn og safarík á ný. Gott fyrir blóðlitla. Margir eru guggnir eftir veturinn og vilja ef til vill reyna gamalt ráð við blóðleysi. Hrærið eina hráa eggja- rauðu með örlitlu salti, og bætið út í 2 kúfuðum matskeiðum af hakkaðri steinselju (persille), ef þurrkuð, þá 1 matskeið. Notið blönduna sem sósu með hádegismatnum. Þetta er ekki bara gott, heldur einnig mjög bragð- gott. Te-toddý. Ljúffengt, heilnæmt og gott. Það er ekki óeðlilegt að álykta að einhver páskaferðalangurinn hafi náð sér í kvef um síðustu helgi, og þess vegna ætla ég að gefa ykkur þessa uppskrift. Hún er bæði góð fyrir nef og háls. 1 glas: Hrærið 1 eggjarauðu með 1—2 matsk. af hunangi. Hellið út í ca. 2 dl. af nýlöguðu tei. Bragðbætið með sítrónusafa, og ef þið kærið ykkur um, þá má setja smá slurk af rommi út í. Drekkið sjóðandi heitt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.