Morgunblaðið - 13.04.1985, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRlL 1985
23
Björg Þorsteinsdóttir við eitt verka sinna.
Norræna húsið:
Björg sýnir collage-myndir
BJÖRG Þorsteinsdóttir opnar sýn-
ingu á collage-verkum í Norræna
húsinu í dag kl. 14.30.
Sýning þessi er 8. einkasýning
Bjargar, en sú fyrsta sem hún
heldur hérlendis á collage-
verkum eingöngu. Nýlega sýndi
hún hluta þessara verka á einka-
sýningu í París og eru öll verkin
unnin á þessu ári og hinu síð-
asta.
Auk náms við Myndlista- og
handiðaskóla lslands og Mynd-
listaskólann í Reykjavík hefur
Björg stundað nám við Lista-
háskólann i Stuttgart og „Ateli-
er 17“ í París. Frá árinu 1969
hefur hún tekið þátt í um 200
samsýningum hér heima og er-
lendis, þ. á m. fjölda alþjóðlegra
samsýninga. Sýning Bjargar í
Norræna húsinu er opin daglega
frá kl. 14—22, en henni lýkur 28.
april.
Lauk doktorsprófi í
fræðilegri eðlisfræði
SVERRIR Ólafsson lauk fyrir
nokkru doktorsprófi í fræðilegri eðl-
isfræði við háskólann í Karlsruhe í
Vestur-Þýskalandi.
í doktorsritgerð sinni, sem ber
nafnið „Supergravity in six dim-
ensions", beitir Sverrir stærð-
fræðilegum aðferöum til rann-
sókna á eiginleikum öreinda er
kunna að gegna mikilvægu hlut-
verki í skammtasviðskenningum
og í þyngdaraflsfræðum. Eitt að-
aleinkenni „supergravity“-kenn-
inga er að þær gera mögulega
sameinaða meðhöndlun tveggja
mismunandi eindahópa er nefnast
„bosónur" og „fermiónur". í kenn-
ingum þessum er fjöldi einda í
hvorum hópi jafn. í ritgerð sinni
setur Sverrir fram hugmynd um
eindastrúktur supergravity-
kenninga í sex víddum, sem gerir
ráð fyrir 40 „bosónum" á móti 40
„fermiónum".
Sverrir Ólafsson er sonur hjón-
anna Ólafs Sverrissonar, kaupfé-
lagsstjóra í Borgarnesi, og önnu
Ingadóttur. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð árið 1972 og stundaði
síðan nám í lífefnafræði, eðlis-
fræði og stærðfræði við háskólann
Dr. Sverrir Olafsson
í Túbingen. Framhaldsnám stund-
aði hann síðan í Karlsruhe og frá
1. október á síðasta ári hefur hann
verið lektor i hagnýtri stærðfræði
við Department of Mathematics,
King College, University of Lond-
on. Sverrir er kvæntur Shameem
Noorani Ólafsson frá Tanzaníu.
AÐ HREINSA
milli
tannanna
með
tannstönglum
og
tannþræði
Tannhirðudagur:
Börnum kennd notkun tann-
bursta, tannstöngla og tannþráðar
Tannhirðudagur verður haldinn tennur" dreift til allra grunn-
þriójudaginn 16. aprfl og er hann skóla landsins. í bæklingnum er
eins konar framhald tannverndar- börnum kennt að nota tann-
dagsins hinn 29. janúar sl., en þá stöngla, tannþráð og tannbursta
var lögð megináhersla á svonefnt á réttan hátt og er brýnt sér-
„laugardagssælgæti“. staklega fyrir þeim að hreinsa
Að þessu sinni verður lögð alla fleti tannanna tvisvar á dag,
áhersla á hreinsum tannanna og að sofa með hreinar tennur og að
verður bæklingnum „Hreinar nota fluor-tannkrem.
Músíktilraunir ’85:
Gypsy efst fyrsta kvöldið
Hljómsveitarkeppnin Músíktil-
raunir ’85 hófst i Tónabæ sl. flmmtu-
dagskvöld.
Fimm hljómsveitir spiluðu á
fyrsta músíktilraunakvöldinu. Úr-
slit urðu sem hér segir: 1. Gypsy
frá Reykjavík, 1976 stig, 2. Duo frá
Reykjavík, 1410 stig, 3. Bandalagiö
frá Akureyri, 1328 stig, 4. Woodoo
frá Reykjavík, 1186 stig, 5. Rocket
frá Vík í Mýrdal, 1181 stig.
Tvær efstu hljómsveitirnar
komast áfram af hverju tilrauna-
kvöldi. Hljómsveitina Gypsy
skipa: Heimir Sverrisson, Hallur
Ingólfsson, Jón Geir Ingólfsson,
Ingólfur Ragnarsson, Jóhann
Eiðsson.
viðir
® Kynnum
dag
I Mjóddinni:
Nýlagað Don Pedró kaffi
Kreatina Vorrúllur beint á diskinn.
Reyksfldar- og Sjólaxpasta frá Mar
Kynnum í Starmýri:
Estrella /^VD/^V Súkkulaöidrykk
Kartöfluflögur L/DU 1 frá Marabou
FRANSMANN Franskar ág^r [r|(/
Blandaðir CA .80
700 dg.oo iv2kg.98-00
Sr- BlandaðirCO
Skífur 700gr. q8'00 ávextir 1/1 dós
Kjúklingar 1 Q Q
AÐEINS JL ^
.00
pr. kg.
SRAR
f Ekta „
Avaxtasafi
Grape
f' '«■ Ný Egg
49M 12 900
Cheerios
“ v 55#0112M
pr.kg.
AÐEINS
;kkertvesen:
340 gr. 36stk.Bleiur
2! -æ , . r . _ með plasti og teygju
kg. Þvottaefm OQ.OO
- Lágfreyðandi
Opið til kl. 16
með plasti og teygji
29900
í MJODDINNI
& STARMÝRI
en til kl. 13 í
AUSTURSTRÆTI
VÍÐIR
AUSTURSTRÆTI 17 -STARMYRI 2
MJÓDDINNI