Morgunblaðið - 13.04.1985, Síða 31

Morgunblaðið - 13.04.1985, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985 31 AP/Símamynd PRUÐBUIN PRINSESSA Díana prinsessa vekur mikla athygli hvar sem hún fer og ekki síst fyrir klæðaburdinn. Snemma í mánuðinum var hún viðstödd höggmyndasýningu í British Museum og þá skartaði hún þessum fallega kjól. Noregur: Þjóðhátíð — en ekki kröfuganga Ósló, 12. aprfl. AP. ÍBÚARNIR í Harstad í Norður- Noregi eru vanir að halda upp á þjóðhátíðardaginn, 17. maí, eins og aðrir Norðmenn, en að þessu sinni er óvíst með hvaða hætti hátíðar- höldin verða. Hafa ýmsir ákveðið að koma þar hvergi nærri vegna þess að bæjarstjórnin hefur leyft friðar- hreyfingunni á staðnum að flagga með kröfuspjöld og slagorðaborða í göngunni. Forsvarsmenn norska hersins í Harstad hafa neitað að taka þátt i hátíðarhöldunum vegna þessa máls og sömu afstöðu hafa ýmsir hópar nemenda og kennara tekið. Segja þeir það reginhneyksli, að 17. maí, sem sé hátíðisdagur allrar þjóðarinnar, skuli dreginn niður í svaðið og breytt í kröfugöngu fyrir ákveðinn hóp. Bæjarstjórnin í Harstad situr enn við sinn keip en ekki er talið ólíklegt, að hún láti undan síga fyrir almennri óánægju bæjarbúa og banni friðarhreyfingunni að misnota þjóðhátíðardaginn. Átta Spánarflugvellir lýstir stórhættulegir Flugvellir í Malaga og Kanaríeyjum í þeim hópi Madrid, 12. aprfl. AP. ÁTTA flugvellir á Spáni, þ. á m. flug- vellirnir í Malaga og þrír Kanarí- eyjaflugvellir, Hierro, Las Palmas og Los Rodeos á Tenerife, eru stór- hættulegir og væri skynsamlegast að loka þeim þegar í stað, samkvæmt áliti félags spænskra atvinnuflug- manna. Jose Antonio Silva, talsmaður félags spænskra atvinnuflug- manna, SEPLA, segir í samtali við óháða vikuritið Tiempo, að á átta flugvöllum sé leiðsögubúnaður ófullkominn. Stafi af því stór- hætta og hans vegna gæti þess- vegna skapast hættuástand er endað gæti með slysi. Flugvellirnir, sem spænskir flugmenn vilja láta loka, eru flug- vellirnir í Bilbao, Madrid, Malaga, San Sebastian, Melilla, og þrír flugvellir á Kanaríeyjum, flugvell- irnir Hierro, Las Palmas og Los Rodeos, sem er á norðurhluta Tenerife. Jafnframt segir Silva það niðurstöðu félags atvinnuflug- manna að átta flugvellir til við- bótar séu hættulegir. Frá því í nóvember 1983 hefur 421 maður týnt lífi í flugslysum á Spáni. Síðasta stórslysið var 19. febrúar sl. er þota frá spánska flugfélaginu Iberia brotlenti á fjalli skömmu fyrir lendingu i Bilbao. Fórust allir, sem með flugvélinni voru, 148 manns. Arið 1977 skullu tvær júmbó- þotur saman á Los Rodeos-flug- vellinum á Tenerife með þeim af- leiðingum að 585 manns fórust. Mestri flugumferð til Tenerife er nú beint til nýs flugvallar á suður- hluta Tenerife, sem nefndur er eftir Spánardrottningu, Sofia. Er hann fyrsta flokks, samkvæmt flokkun SEPLA. Félag spænskra flugumferðar- stjóra hótaði verkfalli í gær ef lendingar flugvéla yrðu ekki takmarkaðar við 15 á klukkustund á flugvöllum, þar sem flugumferð er stjórnað frá flugturni. Jafn- framt krefst félagið afsagnar Pedro Tena, flugmálastjóra Spán- ar, fyrir aðgerðarleysi hans í flug- öryggismálum. Fágætur kondór úr eggi í dýragarði San Diego, 12. aprfl. AP. Ein sjaldgæfasta fuglategund veraldar er kaliforníukondórinn, sem er í bráðri útrýmingarhættu. Ástand stofnsins er slíkt, aó sér- fræðingar töldu að ekki einn ein- asti ungi myndi komast á legg þetta árið. Því ríkti mikil gleði í dýragarðinum í San Diego í dag, er kondórsegg klaktist út í útung- unarvél og stálhraustur ungi leit dagsins Ijós. Það eru eigi færri en fjórir sérfræðingar sem sinna ungan- um, sem kallaður hefur verið Kaweah, en það er indíánamál og merkir: „Staður nærri Sequ- oia“. Kyn fuglsins hefur ekki verið greint enn sem komið er, en ýmsar rannsóknir verða gerðar næstu daga, engar þó sem taldar eru geta skaðað litla skinnið. Aðeins 13 eggjum var orpið á þessu vori, þá eru talin bæði egg sem villt pðr urpu, svo og fuglar í dýragörðum. Talið er að aðeins milli 9 og 13 kondórar lifi villtir í Kaliforníu og 17 til viðbótar séu í dýragörðum. Þeir finnast ekki villtir utan Kaliforníu. Sport Sunny NISSAIM SUNNY Coupe 1.5GL Noregur: Gaf harðfiskknippi sem kosningaframiag ÓdA, 12. oprfl. Prá Ju Erik Loure, frétUriUro MM. NÝLEGA var harðflskknippi aö verðmæti um 7.000 ísl. kr. sent Káre Willoch forsætisráðherra og átti það að vera framlag til kosninga- baráttu Hægriflokksins. Á sama hátt fengu leiðtogar hinna stóru borgaraflokkanna tveggja, Miðflokksins og Kristilega þjóðarflokks- ins, sendan harðflsk. Það var fiskverkandinn Einar til þess að þrýsta á stjórnmála- Giæver frá Havnnes í Troms, mennina. sem sendi þessi óvenjulegu kosn- ---->♦«______ ingaframlög. Giæver segist hafa fengið bréf frá Hægriflokknum, þar sem hann hafi verið beðinn um að leggja sitt af mörkum til að tryggja sigur borgaraflokk- anna í haust. Hann sagðist hafa sent stjórn- málamönnunum harðfisk, svo þeim mætti verða ljóst, að það væri skylda ríkisvaldsins að leysa þau vandamál, sem tengj- ast þessari afurð. I Noregi eru nú fyrirliggjandi skreiðarbirgðir fyrir yfir þrjá milljarða ísl. kr. „Harðfiskur er frábært fram- lag til kosningabaráttunnar. Hann styrkir, auk þess sem hann skýrir hugsunina," segir Giæver. Hann kvaðst vona, að fleiri fisk- verkendur færu eins að og hann Carrington til Noregs Osló, 12. aprfl. AP. NORSKA utanríkisráðuneytið greindi frá því í dag, að Carrington lávarður, framkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsins, myndi koma í opinbera heimsókn til Noregs 15. til 16. aprfl næst komandi. Carrington mun ræða við ýmsa ráðamenn í Noregi, meðal annarra Kare Willoch forsætisráðherra, Svenn Stray utanríkisráðherra og Anders Sjaastad varnarmálaráð- herra. Munu leiðtogarnir ræða utanríkis- og varnarmál. Veitum frábær kjör á öllum Sunny-bílum. * —..— niiuav cmo iiciui varia þekkst hingaö til. Tökum flesta notaöa bíla upp í nýja. A aöeins kr. 429.000 Meö Nissan Sunny færöu bókstaflega alla þá aukahluti sem þú veröur aö panta sérstaklega í aöra bíla t.d.: Upphituö framsæti, útvarp, tölvuklukku, snúningshraöa- mæli, öryggisbelti fyrir fimm, þriggja hraöa miöstöö, rafhitaöa afturrúöu meö rúöuþurrku og rúöusprautu, þurrkur á framljósum, hliöarrúöur aö aftan og opnast meö tökkum úr framsæti, farangursgeymsla og bensínlok eru opnanleg úr öku- mannssæti o.m.fl. Vélin er 83 hestöfl, 1500 cc. Sunny er auðvitað framhjóladrifinn og fimm gíra eöa sjálfskiptur. Muniö bílasýningar okkar um helgar kl. 14—17. BINGVAR HELGASON HF _Sýningarsalimnn/Raiiöogerði, simi 33560

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.