Morgunblaðið - 13.04.1985, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 13.04.1985, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 13. APRIL 1985 37 Hvað segja fulltrúar á landsfundi? Ingimar Halldórsson, ísafirði: Dregið hefur úr krafti ríkis- stjórnarinnar INGIMAR Halldórsson, ísafirði, sagði landsfundinn fyrst og fremst verða að svara spurningunni um samstarf ríkisstjórnarflokkanna. Hann sagðist persónulega ekki telja að um annan kost betri væri að ræða, en sér fyndist að dregið hefði úr krafti ríkisstjórnarinnar eftir samningana við BSRB. Hann sagði síðan: „Vonandi ná þeir sér upp aftur, en í dag sé ég ekki ann- að betra stjórnarmunstur." Ingimar sagði í framhaldi af þessu, að hann teldi að lands- fundur ætti að álykta í þá veru, að ríkisstjórnarsamstarfið yrði styrkt og að stefna sjálfstæð- ismanna ætti þar meiri hlut. Af öðrum þjóðmálum sem bæru hvað hæst að hans mati sagði hann: „Það standa auðvitað fyrir dyrum nýir kjarasamningar þeg- ar fer að líða á árið. Ég held að þeir eigi að ná sem víðtækastri samstöðu um þá, þannig að það komi ekki til annarrar koll- steypu eins og varð á síðasta ári. Ég tel að það sé mál sem þarf sérstaklega að athuga." Um ástand mála í sinni heimabyggð sagði Ingimar: „í augnablikinu er nú ekki bjart yf- ir þar sem sjómenn eru í verk- falli. En nýjustu fréttir eru að Patreksfirðingar séu búnir að semja, þannig að það er von til þess að hjólin fari að snúast aft- ur. Að öðru leyti hefur verið góð atvinna og mikil á ísafirði á undanförnum árum.“ Hann sagði að lokum: „Ég hef setið einn landsfund áður, þann síð- asta. Mér sýnist að þessi verði með öðru yfirbragði þar sem ekki eru harðar kosningar hér, — kannski meiri friður." Drífa Hjartardóttir, Keldum, RangárvöIIum: Landbúnaðar- kerfið þarf að stokka upp DRÍFA Hjartardóttir frá Keldum á Rangárvöllum sagðist hafa starfaó lengi í Sjálfstæðisflokknum, er rætt var við hana á fóstudags- morgni. Hún hefði byrjað í Heim- dalli en síðan átt sæti í stjórn fé- lagsins fyrir austan. Um lands- fundinn sagði hún: „Mér finnst hann mjög sterkur. Ræða Þor- steins við setninguna var mjög góð og gefur okkur von um bjartsýni. Þá finnst mér eftirtektarvert hvað það taka margar konur til máls núna strax í upphafí fundarins, það boðar vonandi aukin ítök kvenna í flokknum." Drífa sagði margt athyglisvert af málefnum fundarins. Varð- andi afstöðuna til ríkisstjórn- arsamstarfsins sagði hún: „Ég vil að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram stjórnarsamstarf- inu. Ég held að það sé bjart framundan og ég tel að það sé von til að þeir geti bætt úr þessu og vinni upp það sem tapaðist." Drífa er bóndakona og var því spurð um landbúnaðarmál og af- stöðu Sjálfstæðisflokksins til þess málaflokks: „Ég vil að Sjálfstæðisflokkurinn sinni mál- efnum landbúnaðarins meira. Mér fannst afskaplega góð stjórn á landbúnaðarmálum þeg- ar Pálmi var og eins Ingólfur, en ég er mjög óánægð með núver- andi landbúnaðarráðherra. Mér finnst hann alls ekki nógu afger- andi. Það þarf að stokka upp í landbúnaðarkerfinu." Um málefni sinnar heima- byggðar sagði hún: „Atvinnu- málin eru þar hvað brýnust. Við sjáum fram á alvarlegt ástand í atvinnumáium. Það hefur dregið mjög úr atvinnu vegna sam- dráttar í virkjunarframkvæmd- um. Það vantar mörg atvinnu- tækifæri. Ég held að til bóta sé helst að styðja vel einkaaðila sem vilja setja upp fyrirtæki eða verksmiðjur." Drífa sagði í lokin aðspurð, að hún myndi væntan- lega velja sér umræðuhópinn um atvinnumál. Ólafur Stephensen, Reykjavík: Draumurinn er meirihluta- stjórn Sjálf- stæðisflokks ÓLAFUR Stephensen úr Heimdalli í Reykjavík er yngstur landsfund- arfulltrúa, eða a.m.k. einn af þeim yngstu, því hann er 16 ára. Um þennan fyrsta landsfund sinn sagði hann: „Hann hefur góð áhrif á mig og það er gott, ef maður kemur einhverju góðu til leiðar." Aðspurður um hvað það væri sem hann vildi helst koma til leiðar sagði hann: „Það er náttúrulega margt, en þó helst að flokkurinn sé sínum stefnumálum trúr, en verði ekki eitthvert dautt flykki, — að hann taki á málunum." Ólafur var spurður í framhaldi af því, hvort honum fyndist örla á, að Sjálfstæðisflokkurinn væri nærri því að vera „dautt flykki". „Já, einum of mikið." — Kosningaréttur ungs fólks hefur verið mikið til umræðu og lækkun kosningaaldurs. Hver er þín skoðun á því máli? „Mér finnst alveg sjálfsagt að lækka kosningaaldurinn, en hins vegar þurfum við að taka af- stöðu. Það eru alltof margir sem hafa ekki neina afstöðu tekið. Þetta er okkar land, við erum farnir að borga skatta og margir á þessum aldri komnir út á vinnumarkaðinn. Það er því ekki nema sjálfsagt að við tökum af- stöðu og ráðum því hverjir eiga að stjórna landinu. Það er minnihluti sem tekur afstöðu í mínum aldursflokki, þar sem ég þekki til.“ Þess má geta, að ólaf- ur er nemi í menntaskóla. — Hverju er um að kenna? Ná flokkarnir ekki til ykkar, til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn? „Nei, það er alltof mikið um að fólk álíti þessa jafnaldra sína, sem eru að tala um pólitík, lok- aða, einangraða náunga, sem eru ekki nógu hressir eða skemmti- legir. Ég tel að flokkarnir þurfi fyrst og fremst að beita nútíma- legri aðferðum til þess að ná til fólks, — koma ungu fólki í meiri skilning um hvað það græðir á því að styðja við hvem flokk.“ ólafur sagði í lokin aðspurður um hverjar vonir hann bindi við niðurstöðu landsfundar að þessu sinni: „Að það verði mörkuð skýr stefna og engin undanlátssemi leyfð að neinu leyti.“ Hann bætti því við, að hann væri engan veg- inn ánægður með þessa ríkis- stjórn og að hann teldi að lands- fundur hlyti að taka afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Aðspurður um óskaríkisstjórn sagði hann, að auðvitað væri draumurinn meirihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins, því í samsteypustjórn- um yrðu alltof oft ofan á póli- tískar málamiðlanir, sem væru hvorki fugl né fiskur. Þórður Björgvinsson, Akranesi: „Flokkurinn þarf að taka harðari af- stöðu í hús- næðismálunum“ „UNGA fólkið hefur verið mjög jákvætt í garð Sjálfstæðisflokksins en mér fínnst að menn þurfí nú að gæta mjög að sér í þeim efnum, sérstaklega í húsnæðismálunum. Flokkurinn þarf að taka harðari afstöðu, hann hefur ekki skilað því sem lofað var í húsnæðismálun- um,“ sagði Þórður Björgvinsson, vélvirki frá Akranesi. Þórður sagði að þessi mál virt- ust standa til bóta með ályktun- um landsfundarins. Sagði hann nauðsynlegt að láta Iánskjara- vísitöluna vera I tengslum við launaþróun í landinu. Sagðist Þórður hafa keypt sér raðhús fyrir skömmu og þekkti þessi vandamál af eigin raun. „Mér finnst að þar mætti breyta til,“ sagði Þórður þegar leitað var álits hans á umræð- unni um setu formanns Sjálf- stæðisflokksins í ríkisstjórninni. „Ekki endilega að skipta um einn ráðherra flokksins heldur jafn- vel þrjá, til að hreinsa and- rúmsloftið, og að formaður flokksins tæki sæti í stjórninni. Þetta tel ég nauðsynlegt fyrir flokkinn, bæði út á við og til að koma þeim mönnum, sem kjörn- ir hafa verið til að stjórna flokknum, til meiri áhrifa.“ Þórður var kosinn á lands- fundinn af fulltrúaráðinu á Akranesi en hann hefur starfað I mörg ár í Þór, félagi ungra sjálfstæðismanna á Akranesi. Hann er varabæjarfulltrúi og starfar í mörgum nefndum sem slíkur. „Það er mjög líflegt," sagði Þórður þegar hann var spurður um hvernig félagslífið væri hjá sjálfstæðismönnum á Akranesi. „Við höldum reglulega opna stjórnmálafundi og þá gjarnan með ráðherrum eða öðr- um forystumönnum flokksins sem frummælendur. Þá eru morgunfundir á sunnudögum fyrir hvern bæjarstjórnarfund þar sem bæjarmálin eru rædd. Þessir fundir eru alltaf vel sótt- ir. Þetta starf hefur skilað sér í kosningum. Til dæmis fengum við fjórða manninn inn í bæjar- stjórnina í siðustu bæjarstjórn- arkosningum og í síðustu alþing- iskosningum fengu sjálfstæð- ismenn flest atkvæði allra flokka, í fyrsta skipti í langan tíma,“ sagði Þórður. AÖalheiður Arnórsdóttir, Sauðárkróki: Margt í gangi sem gera mætti gott úr Aðalheiður Arnórsdóttir, Sauð- árkrókí, sagði að sér hefði fundist stemmningin við setningarathöfn- ina á fímmtudag benda til þess að menn gætu staðið vel saman. „Fundurinn hlýtur að verða til þess að sameina sjálfstæðisfólk um allt land í að styðja við bakið á okkar mönnum við það sem þeir eru að berjast fyrir," sagði hún. Varðandi stöðu þjóðmála og ríkisstjórnarinnar sagði hún: „Ég er ekki viss um, að við eigum að fara að tala um kosningar einmitt núna, en við erum öll með þetta á bak við eyrað. Ef þessi mál sem eru í brennipunkti núna nást ekki fram undir okkar stefnu, þá er spurning hversu lengi við eigum að halda í ríkis- stjórnina. En á þessari stundu er ég ekki tilbúin til að segja að það eigi að hætta stjórnarsamstarf- inu. Það er svo margt í gangi, sem gæti orðið gott úr.“ Um stöðu mála í sinni heima- byggð sagði Aðalheiður: „Þar er lítið eða ekkert atvinnuleysi. Við erum að koma steinullarverk- smiðjunni í gang og það rikir bjartsýni á hana. Útgerðin hjá okkur er eins og alls staðar — mætti ganga betur.“ Þetta er annar landsfundurinn sem Aðalheiður situr og um fundarhaldið sjálft sagði hún að lokum: „Mér finnst eins og það sé léttara yfir öllu á þessum fundi. Á síðasta fundi snérist reyndar allt um formannskjörið. Þá biðu allir eftir því, en nú finnst mér umræðan vera meiri um landsmálin og þar af leiðandi reikna ég með málefnalegri fundi.“ \
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.