Morgunblaðið - 13.04.1985, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 13.04.1985, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985 59 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL 11-12 FRÁ MÁNUDEGI ^ TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . „Lögvernd“? Plata með Simon Le Bon Starfsmaður Fálkans kom að máli við Velvakanda og vildi koma því á framfæri, vegna mik- illar umfjöllunar um hljómsveit- ina Duran Duran í lesendadálk- um blaðanna, að væntanleg er i verslanir hér plata með einum meðlimi hljómsveitarinnar, Sim- on Le Bon. Þá er einnig væntanleg plata með hljómsveitinni næstkom- andi haust. Að síðustu vildi starfsmaðurinn kom því á fram- færi að Duran Duran'tnun ekki halda neina hljómleika á þessu ári. Því miður krakkar. Guðrún hringdi: I framhaldi af grein sem birt- ist i Morgunblaðinu sl. föstudag undir yfirskriftinni „Er réttar- far á Islandi sýndarmennska?" langar mig til að spyrja þá sem ábyrgð bera á nefndri grein, samtökin Lögvernd, að dálitlu. Hvaða samtök eru þetta eig- inlega? Hvar er hægt að ná sam- bandi við félagsmenn og hvernig stendur á þvi að samtökin eru svo illa kynnt almenningi? Veit ég að þessar spurningar brenna á vörum margra og vænti ég því svara. (Aths.: grein um samtökin birtist i blaðinu sl. föstudag.) Hvorki sundlaug né félagsmiðstöð Tvter úr Seljahverfinu hringdu: Okkur langar til að benda Æskulýðsráði á að sama sem ekkert er gert fyrir unglinga í Seljahverfinu, þar er hvorki fé- lagsmiðstöð né sundlaug. Næsta félagsmiðstöð er lengst niðri í Fellum og sundlaug er enn lengra í burtu. Er nú ekki hægt að gera eitthvað fyrir okkur, á Ári æskunnar? Afþakkið styrkinn B.I. hringdi: Bílastyrkir til bankastjóranna eru hið versta mál. Ef banka- stjórarnir okkar eru heiðarlegir menn þá leysa þeir þetta mál einfaldlega sjálfir og afþakka þessar greiðslur líkt og aðrir, sem eru undir sama hatti, ættu að gera. Slíkt sýndi gott fordæmi og myndi útkljá þetta kjánalega mál. Tónlist úr tölvum Einn úr Vesturbænum hringdi: Mig langar að spyrja forráða- menn rásar 2 að því hvort að ekki sé hægt að hafa einn þátt í viku á rás 2 með tölvutónlist? Mætti heyrast meira með hljómsveitum sem flytja þannig tónlist sérstaklega þá Depeche Mode. Ekki eru menn á eitt sáttir um það hvaða tegundir hjólbarða reynast best í snjó. Nagladekk engin bót Lárus skrifar: Ég get ekki lengur orða bundist yfir þessu nagladekkjafargani á götum borgarinnar. Núna hafa borgarstarfsmenn fundið út að um 93% af bílum borgarinnar eru á negldum dekkjum og það yfir vet- ur sem vart stendur undir nafni. Fyrir sjö árum eða svo bönnuðu V-Þjóðverjar alveg notkun nagla- dekkja og þá aðallega til að hlífa götunum. Nú í vetur var þetta mál tekið til umræðu aftur og prófaðar hinar ýmsu gerðir snjóhjólbarða á móti nagladekkjum. Útkoman var sú að hinar nýju gerðir snjóhjól- barða voru betri en nagladekk við allar aðstæður nema á blautum ís. Einnig kom í ljós að hemlunar- vegalengdin var 20% lengri á nagladekkjum við góðar aðstæður, þ.e.a.s. á þurru malbiki. Ástæðan var sögð vera sú að hjólbarðaframleiðendur hafa komið til móts við auknar kröfur og hannað nýjar gerðir mynsturs og harðara gúmmíi sem saman hafa ofangreinda eiginleika. Eins var þess getið að í neglda eða negl- anlega hjólbarða væri notað mýkra gúmmí þar sem það væri ódýrara. Hér með geri ég það að tillögu minni að borgaryfirvöld verði sér úti um niðurstöður tilraunanna eða láti framkvæma slíka könnun hér við hinar margrómuðu séris- lensku aðstæður. Þá mætti Hvað varð Inga Ingimarsdóttir, Njarðvíkum, skrifar: Mig fýsir að vita hvað orðið hef- ur um verslunina Dúllu sem var til húsa að Snorrabraut 22 í Reykja- vík og verslaði með notuð barna- föt. Þannig var að 10. febrúar 1984 fór ég með 96 barnaflíkur til eig- anda verslunarinnar. Áður hafði ég séð auglýst að hún keypti notuð barnaföt en þegar ég kom sagði hún mér að búið væri að breyta fyrirkomulaginu og nú seldi hún einungis fötin fyrir fólk í um- boðssölu. Gott og vel, ég afhenti henni flikurnar, hún skrifaði allt niður á blað og kvaðst ætla að hafa við mig samband þegar búið væri að selja allt saman, það kannski sannfæra bílaeigendur og tryggingarfélög um að nagladekk eru engin bót allavega ekki ef mið- að er við aðrar gerðir snjóhjól- barða. um Dúllu? myndi taka um 3—4 vikur. Eftir þrjá mánuði hafði ég ekki enn heyrt frá henni svo ég hringdi í hana til að leita frétta af fatnað- inum. Þá sagði hún að ennþá væri þó nokkuð eftir að selja og bað mig að hringja seinna. Svona hef- ur þetta gengið lengi vel, ég hringi og hún með sömu svörin, þ.e. að ekki sé allt selt. Um daginn gafst ég upp og dreif mig sjálf á staðinn. En viti menn, verslunin er þá hætt og horfin sporlaust. Ég hef ekki enn getað haft upp á eigandanum og bið ég konuna því að láta frá sér heyra, því margt af fötunum var ónotað og varla trúi ég því að hún sé svo óheiðarleg að ætla að stinga öllu I eigin vasa. Úterukomnar bækumar HANDBÓK UM SÖLUSKATT 2. ÚTG. (VERÐ 400 KR.) ÚRSKURÐIR KVEÐNIR UPP AF RÍKISSKATTANEFND Á ÁRUNUM 1981-82, ÚRTAK (VERÐ 350 KR.) Bækurnar eru til sölu í Bókabúö Lárusar Blönd- al, Skólavöröustíg 2, 101 Reykjavík, sími 15650. Verö bókanna er meö söluskatti. Fjármálaráöuneytiö, 12. apríl 1985. Bladburöarfólk óskast! Austurbær: Óöinsgata Meöalholt Sóleyjargata FLEIRI HESTÖFL FRITT meö Kynniö ykkur kosti Vc. 17 m antifozzing botnmálningar sem gefur 25% minna viönám botnsins meö tilsvarandi hraöaaukningu eöa minni orkuneyslu sem skapast af þessu rennislétta yfirboröi. Eyfjörö Ak., Véltak hf., Ellingsen Rvík. Utsölustaðir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.