Morgunblaðið - 14.04.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 14.04.1985, Síða 1
96SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 84. tbl. 72. árg. Þingmaður þakinn skynjurum Ksnavcrilhörda, 13. apríl. AP. FERÐ geimferjunnar Discovery gengur að óskum og aðeins rúmri klukkustund eftir Dugtak frá Flórída í gær komu geimfararnir kanadísk- um fjarskiptahnetti á braut. Tókst það eins og bezt verður á kosið. Upp úr hádegi í dag, laugardag, var ætl- unin að koma öðrum hnetti á braut. Ferð Discovery vekur helzt eftir- tekt að þessu sinni sakir þess að um borð er ðldungadeildarþing- maðurinn Jack Garn. Urmull skynjara og rafskauta var festur á líkama hans skömmu fyrir flugtak til að fylgjast með meltingarstarf- semi hans og líkamsstarfsemi að öðru leyti. Tilgangurinn er að öð- last meiri þekkingu á því hvernig mannslíkaminn aðlagast þyngd- arleysi. Discovery lendir væntanlega á Flórída næstkomandi miðvikudag. Bólusótt í 140 ára gömlu líki? Lundúnum, 13. aprfl. AP. UPPGRÖFTUR fornleifafræðinga á kirkjulóð í Lundúnum hefur ver- ið stöðvaður af heilbrigðisyfirvöld- um eftir að 140 ára gamlar Ifk- amsleifar manns fundust óvenju- lega vel varðveittar. Telja sérfræð- ingar að maðurinn hafi dáið úr bólusótt og vírusinn kunni enn að vera virkur. Kirkjugarður þessi var notað- ur á síðustu öld til að jarðsetja fórnarlömb bólusóttarinnar, en slæmur faraldur gekk þá yfir og margir dóu. Víst er talið að maðurinn sem leifar hafa fund- ist af, hafi dáið úr bólusótt og sýni hafa verið tekin til rann- sóknar og uppgreftri frestað meðan unnið er úr þeim. Sér- fræðingar telja að vísu að lík- urnar á því að vírusinn sé enn virkur séu minni en að líkurnar á hann sé löngu óvirkur, það sé hins vegar rétt að storka ekki örlögunum og rannsaka málið áður en lengra er haldið Fariö að halla undan fæti hjá Neves Sto Piulo. Brasilíu. 13. upril. AP. HEIL.SU Tancredo Neves, kjörnins forseta Brasilíu, hrakaði rétt einu sinni síðla fostudags og á laugardag, og óttuðust læknar um líf hans. Nev- es, sem veiktist hastarlega fyrir fjór- um vikum, örfáum klukkustundum áður en hann átti að sverja forsetaeið- inn, gekkst á föstudag undir sjöunda uppskurðinn á umræddum tíma. Hann hefur verið með miklar innvort- is blæðingar og sýkingar. Antonio Britto, talsmaður for- setaembættisins, sagði gegnumlýs- ingar sýna „slæma hrörnun" í lung- um og nýrum Neves og vél sæi nú um að sía blóð hans þar eð nýrun væru orðin ófær um það. Britto sagði: „Það er alltaf von meðan líf er enn að finna, en það er ástæðu- laust að stinga staðreyndunum undir stól.“ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins 20 fórust í spreng- ingu á krá í Madrid Grunur beinist að hryðjuverkamönnum Mmdrid, 13. aprfl. AP. SÍDUSTU fregnir herma að 20 manns hafi látist og 79 særst í mik- illi sprengingu sem varð á föstu- dagskvöldið í veitingahúsinu El Dcscanso skammt fyrir utan Mad- rid. Veitingasalurinn var á jarðhæð í þriggja hæða húsi og hrundi húsið að mestu. 150 manns voru í veitinga- húsinu, þar á meðal 25 Bandaríkja- menn, en þarna skammt frá er bandari.sk herstöð. Spænska lögregl- an telur trúlegt að sprengju hafi ver- ið komið fyrir í húsinu og hryðju- verkinu beint gegn Bandaríkja- mönnunum sem yfirleitt eru þó miklu fjölmennari í veitingahúsinu. Rannsókn hefur leitt f ljós, að gasleki olli ekki sprengingunni, hún varð ekki út frá rafmagni né vegna bilaðrar olíukyndingar. Á hinn bóginn hafa fundist brot sem talin eru geta verið úr bhutan- gaskútum og byggir lögreglan sprengjukenningu sína fyrst og fremst á því. Bandarísk kona, sem sat að snæðingi í húsinu en slapp með skrekk og skrámur, lýsti at- burðinum á þann veg, að gífurleg- ur hvellur hefði skyndilega heyrst, síðan hefði þakið hrunið yfir and- dyrið og hálfan matsalinn. „Ég hélt að þetta hefði verið sprengja, eða þá að flugvél hefði hrapað ofan á húsið.” Þeir sem létust eða særðust voru flestir í þeim hluta hússins sem konan sagði að hrunið hefði yfir. Lögreglan leitar enn í rústun- um og óttast er að ekki séu öll kurl komin til grafar. Lögreglunni barst í dag símtal frá áður óþekkt- um hryðjuverkasamtökum baska sem lýstu ábyrgð á hendur sér. Taldi lögreglan ekki ástæðu til að taka mark á því, hins vegar sé ekki óliklegt að ETA eða einhver önnur baskasamtök hafi staðið að sprengingunni, eða jafnvel erlend hryðjuverkasamtök. Miðaldur Bandaríkja- manna hækkar stöðugt Winkinrton. 13. nprn. AP. O Waflhington, 13. nprn. AP. MIÐALDUR Bandaríkjamanna er nú kominn í 31,2 ár og hækkar óðum. Segir manntalsskrifstofa landsins að Bandaríkin séu á góðri leið með að verða gamalmennaþjóðfélag. Með miðaldri er átt við að jafnmargir séu fyrir neðan þann aldur og ofan, þ.e. helmingur Bandaríkjamanna sé eldri en 31,2 ár og helmingur yngri. Þetta miðgildi var 31,2 ár 1. júlí sl. en var 30,9 árið áður. Að sögn manntalsstofunnar mun miðaldur Bandaríkjamanna halda áfram að hækka. Orsakast það m.a. af því að börn eftir- stríðsáranna eru nú að komast á miðjan aldur. Fæðingum fjölg- aði gífurlega eftir stríð. Einnig hafa framfarir heilbrigðisþjón- ustu valdið því að mikill fjöldi aldraðra nær hárri elli. Miðaldurinn hefur hækkað árlega frá 1971 úr 27,9 árum í 31,2 ár. Búist er við að hann verði 33 ár 1990 og 39,3 ár 2020. Milli áranna 1980 og 1984 fjölg- aði Bandaríkjamönnum um 4,2% en miðaldra og öldruðum fjölg- aði miklu meir. Þeir sem eru 35—44 ára fjölgaði um 19,5% og 85 ára og eldri fjölgaði um 19,4%. Hvort tveggja sýnir hvert stefnir, og einnig það að 14—17 ára Bandaríkjamönnum fækkaði um 9,5% á sama tima og 5—13 ára um 3,2%. Miðaldur bandarísku þjóðar- innar fór í 30,2 ár 1950 vegna hlutfallslega fárra fæðinga á kreppu- og striðsárunum, en hafði fallið niður í 27,9 ár 1967 vegna gífurlegra barneigna eftir stríð. Samtals voru Bandaríkjamenn 236.681.000 talsins 1. júlí og hafði fjölgað um 9,6 milljónir frá 1980.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.