Morgunblaðið - 14.04.1985, Side 7

Morgunblaðið - 14.04.1985, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 n Eþíópmmenn ræða við íslendinga um þátttöku í þróunar- verkefnum þar í landi VIÐRÆÐUR um þátttöku íslend- inga í þróunarverkefnum í Eþíópíu eru nú hafnar hér á landi. Fjórir Eþíópíumenn eru nú staddir hér í boöi utanríkisráðuneytisins, Hjálp- arstofnunar kirkjunnar og Þróunar- samvinnustofnunar íslands. Þeir eru að kynna sér jarðhita, vatnsveitumál og möguleika íslenskra sérfræðinga og fyrirtækja á að veita ráðgjöf og taka þátt í framkvæmdum á því sviði. þróunarhjálp en gert hefur verið til þessa þó svo að reynt verði að halda áfram skammtímahjálp eins og matargjöfum. „Við viljum hjálpa þjóðum eins og Eþíópíu til að hjálpa sér sjálfar þegar neyð- arástand kemur upp. Möguleikar eru á að þurrka matvæli svo hægt sé að geyma þau til lengri tíma og einnig eru góðir möguleikar á kælingu og frystingu á matvælum í Eþíópíu," sagði Árni. Morgunblaðið/Árni Sœberg Á blaðamannafundi þar sem væntanlegt samstarf íslendinga f þróunarverkefnum í Eþíópíu var kynnL Talið frá vinstri: Mabrahtu Fesseha, forstjóri Petram Co. Ltd., en fyrirtækið hefur haft samskipti vjð ýmis fyrirtæki á Norðurlöndum; Eshetu Habtemariam, skipulagsstjóri hjálparstarfs Landsnefndar um vatnsöflunarmál; Alem Al- Azar, yfirmaður Landsnefndar um vatnsöflunarmál; Getahun Demissie, framkvæmdastjóri Jarðrannsóknastofnunar Eþíópíu, og Árni Gunnarsson, starfsmaður Hjálparstofnunar kirkjunnar. Fjórmenningarnir hafa átt við- ræður við utanríkisráðherra, full- trúa Orkustofnunar, Jarðborana ríkisins og verktakafyrirtækja. Ræddar voru áætlanir Eþíópíu- stjórnar um boranir eftir heitu og köldu vatni, áveituframkvæmdir og fleira. Alem Al-Azar, yfirmaður Landsnefndar um vatnsöflunar- mál, sagði á blaðamannafundi að um níu milljónir manna hefðu nú að meira eða minna leyti orðið fyrir barðinu á þurrkunum í Eþíópíu sem hafa nú staðið yfir að undanförnu. Vegna ástandsins í Eþíópíu hefur ríkisstjórn landsins leitast við að sjá því fólki, sem orðið hefur hvað mest fyrir þurrk- unum, fyrir brýnustu nauðsynj- um. Einnig hefur stjórnin leitast við að gera langtímaáætlanir og eru vatnsveitu- og landbúnaðar- mál einna brýnust,“ sagði Al- Azar. í sambandi við langtímaáætlan- ir Eþíópíustjórnar þarf að lagfæra allar þær vatnsveitur, sem óvirkar eru nú sökum skorts á varahlut- um. Einnig þarf að leita að vatni og jarðhita víðar í landinu og byggja nýjar veitur og virkjanir. Árni Gunnarsson, starfsmaður Hjálparstofnunar kirkjunnar, sagði að rætt hefði verið á hvaða sviðum íslendingar og Eþíópíu- menn gætu starfað saman og hvernig hugsanlega væri hægt að koma til móts við hin Norðurlönd- in. „Fjórmenningarnir fara héðan til Svíþjóðar og Noregs til að ræða hugsanlegt samstarf. Eþíópía er eldfjallaland mikið og hefur nokk- uð verið borað þar.“ Árni sagði um peningahliðina að nú væri Alþjóðabankinn með miklar áætlanir vatnsfram- kvæmdir í Eþíópíu. Einnig hafa kirkjudeildir víða í Evrópu ákveð- ið að snúa sér meira að langtíma- Leiðrétting í FRÁSÖGN Morgunblaðsins á miðopnu í gær, þar sem greint er frá því þegar ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins sátu fyrir svörum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, er ranghermt að á milli 60 og 70 fyrirspurnir hafi enn legið fyrir, þegar fundi var slitið. Hið rétta er að alls bárust á milli 60 og 70 fyrirspurnir, en ekki tókst að svara þeim öllum á fundinum og var því þeim sem eftir voru beint til viðkomandi ráðherra, til þess að þeir gætu svo svarað fyrir- spyrjendunum persónulega síðar meir. Er hér með beðist velvirð- ingar á þessum mistökum. Pétur sendiherra í Indónesíu PÉTUR Thorsteinsson sendiherra, afhenti Suharto, forseta Indó- nesiu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands i Indónesiu með aðsetur í Reykjavík. Fór af- hending trúnaðarbréfsins fram hinn 1. april sl. RHODOS er aó seljast upp! Sólarferðir okkar til Rhodos í beinu leiguflugi hlutu strax ótrúlegar undirtektir og nú er aö verða uppselt í allar ferðir sumarsins. Sólrík og falleg eyjan, stórkostlegar strendur, vönduð gisting, fjölbreytt mannlíf og síðast en ekki síst einstaklega hagstætt verð. - í stuttu máli: Rhodos hefur nánast allt sem hægt er að óska sér í lifandi sumarleyfi! o/ia ^eruiinlö íoKorfrti Við heimamenn urn surn han; SæSSsBSS 5JSS=Sass"— jos i sumar! iur 1. Brottför ^[íi^^dagur frjáls iur 2. Kynningarfundu um Rbodos l V 5 al™ .«FE8Ö«RSBar rkíit*»rUum kvöMið Rhodos. . Lf rjsls.waífer8 * rrtsmunandi SWurtrus SSÍuKrsúm "ŒS’i'seOinMt.KomiSaí SÍÍ'.S^niounumieuPum.muövmaum þaö r friáls _ Kvöldferð með Zorba ivafi. ■»»“' » SS Sg-nroWPr””'50' StíHislíiusf hfoí, /jrir> viðburðan'kthöl|0aðstaðan1aðveralífle9tog kallar á að þú verðir með i>,^^rðarfólkið beinlinis oteljandi og fara auðvifað efr r h? h Moguleikarnir eru ^ggja. og bví hvar þú kýst aðcivlL Var bín áhu9asvið bess sem stöðugra vinSfnÍtmáá~ En meða' • Spiiavíti • Markaður • Strandveisl ur • stærðumtaðlr <af ðllum sræroum og gerdumi • utldiskótek • Vín festivai • Jeppasafarí • Mótorhjólaferðlr • f!Vrm|nJasafnlð ÞJóðdansakvöld • stoðunarferðir (skipu- • Bá9t?ferrð®ÓSk,PU,a9ðar) • Minigoif • Camlar grískar krár .* feða án) spinnf ævintýraieg^^f1 aðstoð fararstióranna • Sólböð • sjóböð • Tennls • Kðfun • Sjóskfði • Fótboltl • Segibnettf • Slgiingar • Blak • strandtennls • Svlfskfðl • Pedaiabátar • Oiskótek • Naeturklúbbar • Sundlaugar • Velðar 1 4 júní - uppselt/blðllstl 25. júní - 6 saeti laus 16. júlí - uppselt/blðllstl 6. ágúst - uppselt/blöllstl 27. ágúst - uppselt/blðllstl *amvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRJETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÓLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÓTU 18 - SlMAR 21400 8 23727 ««•■5.90» Þórhallur sigurðsson. (verður á Rhodos 18/6 til 1/8) Edda BÍörgvinsCóttir ;

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.