Morgunblaðið - 14.04.1985, Side 9

Morgunblaðið - 14.04.1985, Side 9
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 9 „Ekki í takt við þjóðlífið“ eftir séra HEIMI STEINSSON JEftir stendur einnig sú gleðilega staðreynd, að allur þorri landsmanna rœkir raunverulega sína kristnu kyrruviku og páskahátíð. Kirkjusókn þessa daga sýnir með ótvírœðum hœtti, að hér ríkir þjóðareining um kristindóm. Margt kann að sundra ís- lendingum. En kirkjan sameinar þá. Flest bendir til, að sú samstaða fari fremur vaxandi en hitt. “ Nokkrum dögum fyrir páska var þar tilkvaddur embættis- maður spurður álits á lögum um almannafrið á helgidögum þjóð- kirkjunnar. Svarið birtist í stuttri blaðafregn. Fréttamaður benti á lagaákvæði, er valda því, að allt skemmtanahald liggur niðri á föstudaginn langa, frá því kl. 18.00 á laugardag fyrir páska, svo og páskadaginn endi- langa. Af þessu tilefni sagði téð- ur embættismaður: „Það er víst óhætt að fullyrða, að lög um al- mannafrið á helgidögum þjóð- kirkjunnar eru ekki lengur í takt við þjóðlífið og þyrfti að endur- skoða.“ Þessi athugasemd er hvorki einsdæmi né heldur nýlunda. Eigi að síður gefur hún tilefni til lítilsháttar vangaveltu — í fullri vinsemd. Réttindi þjónustustétta Ég geri ráð fyrir að umrædd lagaákvæði valdi því m.a., að dansleikir og annar mannfagn- aður falli niður að kvöldi föstu- dags og laugardags í kyrruviku. Sama máli gegnir um leiksýn- ingar. Þá munu kvikmyndahús vera lokuð. Starfsemi veitinga- staða er og næsta takmörkuð þann tíma er að ofan greinir. Hið síðastnefnda er mál fyrir sig. Matsala er ekki skemmtiat- riði, heldur nauðsyn. Menn, sem af einhverjum ástæðum eru ekki sjálfum sé nógir um matseld, geta verið óheppilega settir, ef hvergi er unnt að kaupa máls- verð dögum saman. Öðru máli gegnir um dans- leiki, kvikmyndasýningar og starfemi leikhúsa. Ekkert af þessu verður talið til þess konar brýnna nauðsynja, sem menn ekki geti verið án nokkra daga. Ég sé ekki ástæðu til að efast um, að starfsfólk skemmtistaða, kvikmyndasala og leikhúsa væri fáanlegt til að vinna þá daga, sem hér um ræðir. Jafnframt leyfi ég mér þó að geta þess til, að ýmsir í þessum starfshópum fagni sínu páskaleyfi rétt eins og annað fólk. Sama máli gegnir vafalítið um veitingamenn og þjóna. Allir þessir aðilar vinna mjög erfið störf; sennilega mikl- um mun erfiðari en við að jafn- aði gerum okkur ljost. Hví skyldu ekki þær þjónustustéttir njóta sömu réttinda og aðrir landsmenn í kyrruviku og á páskum? Alkunnugt er, að fjöldi fólks verður að vinna á stórhátíðum, einfaldlega af því að samfélagið fær ekki án verka þess verið eina andartaksstund. Þetta mun vera ærin byrði þeim einstaklingum og fjölskyldum, er hlut eiga að máli. Ekki verður séð, að ástæða sé til að stækka þennan hóp um- fram það, sem brýnasta nauðsyn krefur. Sízt af öllu er tilefni til að leggja skemmtanafíkn að jöfnu við þörf manna fyrir t.a.m. læknisaðstoð eða rafmagn. Vera má, að ástæða geti verið til að endurskoða opnunartíma matsölustaða og benzinstöðva í dymbilviku og á páskum. Þar skyldi þó fyllsta tillit tekið til þarfa þeirra starfsmanna, er hluta eiga að máli, fyrir páska- frið og helgi. Streita og næði Framangreind íhugunarefni eru engan veginn tæmd með því, sem nú var sagt. Raunar skal ekki meira lesið úr umræddu ör- stuttu blaðaviðtali en efni standa til. En fleira kemur { hugann, þegar mál þetta hefur verið vakið. Það er til almælis haft, að taktur virkra daga sé orðinn næsta hraður um þessar mundir. Þar munum við nær öll eiga óskilið mál, enda komast fæstir hjá því að taka þátt í hraðgöngu aldarinnar. Þessu göngulagi fylgja ýmsir kvillar, sem reynd- ar fara engan veginn dult. Sam- heiti þeirra kvilla er orðið „streita". Hér verður ekki fjallað um streitu, enda eru aðrir betur fallnir til þess en sá er þetta rit- ar. En spyrja má, hvort nokkur skaðist til muna af því, að eins konar lögskipuð kyrrð ríki á skeiðvelli samtíðarinnar þrjá daga á ári hverju. Er nokkur þjakaður af þessari kyrrð? Leggst hún á menn eins og farg? Raunar er fargið ekki þyngra en svo, að nokkur hluti landsmanna kemur fram vel heppnaðri úti- vist, skíðaiðkunum og skynd- iferðum frá því á föstudaginn langa fram á páskadagskvöld og reyndar lengur. Ekki er kunn- ugt, að reynt sé að setja neinar skorður við þessu, enda ekki ástæða til. Margur maðurinn eignast sína dýpstu unaðsstund- ir úti í náttúrunnar ríki. Næði til sjálfsræktar er sjald- fengið í nútímasamfélagi. E.t.v. er næði meðal þeirra lífsgæða, sem okkur skortir hvað mest. Næði er ókeypis, ef menn hafa tóm til að veita sér það. Kyrra- vikan býður nokkrar næðis- stundir, sem ástæðulaust er að rýra með athafnagleði umfram það, sem orðið er. Uppruni helgidaga Mál þetta hefur a.m.k. enn eina hlið: Öllum er kunnugt hvert hið upprunalega tilefni páskaleyfis er. Skírdagur, föstu- dagurinn langi, laugardagur fyrir páska og páskadagur standa djúpum rótum í menn- ingarsögu Vesturlanda. Þeir hafa lengst af verið til þess ætl- aðir einungis að minnast hinztu leyndardóma kristinnar trúar. Ef kirkjan ekki hefði haft for- göngu um þetta helgihald fyrir árþúsundum og iðkað það fram á þennan dag, væri ekki um að ræða neitt páskaleyfi. Spurning- in er, hvaða vit er í því að varð- veita þessa daga sem lögboðnar frístundir, ef vaxandi hluti þjóð- ar hefur upphaflegt tilefni þeirra að engu? Grátbroslegt dæmi úr annarri átt leitar á hugann: Fyrsti des- ember var á sínum tíma þjóðhá- tíðardagur Islendinga. Frá þeim árum býr hann yfir þjóðlegu innihaldi en ekki alþjóðlegu. Með þessu er ekkert misjafnt sagt um alþjóðahyggju, einungis bent á alkunna staðreynd. Hin síðari ár gerist það af og til, að háskólastúdentar nota þessa gömlu hátíð þjóðrækninnar til þess að syngja alþjóðasöng verkamanna í ríkisútvarpið yfir landsmönnum. Söngur þessi hef- ur eflaust margt til síns ágætis og skal ekki lastaður. En hann á ekki heima sem hátíðabrigði á degi þjóðlegrar arfleifðar. Ef sá dagur rynni, að söngurinn yrði fastur liður á dagskrá þessarar gömlu þjóðhátíðar, hlyti sú spurning að vakna, hvort ekki væri tímabært að leggja „fyrsta desember" formlega niður og benda stúdentum á einhvern annan dag. Áþekkar hugsanir fara á kreik, þegar kvartað er undan því hvað kyrravika og páskar séu kristilegir frídagar. Sannleikur- inn er auðvitað sá, að hátíð þessi er kristin og kirkjuleg að upp- runa, rót og öllum búnaði. Kirkj- an mun áreiðanlega varðveita hana meðan heimur stendur — í þeirri upprunalegu mynd. En það kann að vera ástæðuiaust að leggja niður vinnu dagana fyrir upprisuhátíðina, ef það stund- arhlé, sem þannig gefst, verður almennt notað til annars en þátttöku í helgihaldi kirkjunnar. Þeir, sem í einlægni vilja neyta sakramentisins á skírdag og fylgja frelsaranum í huga sér til Hausaskeljastaðar á föstudag- inn langa, geta án efa komið hvoru tveggja fram að kvöldi þessara dag, hvað sem líður vinnustundum dagsins. Hinir kynnu að vera betur settir en nú, ef þeir fengju nokkurra daga síð- vetrarleyfi í einhvern annan tíma, — og væri það leyfi ótrufl- að af kirkjulegu helgihaldi. Þjóðareining um kristinn dóm Þetta er að sjálfsögðu ekki fram borið sem tillaga. Einungis er á það bent í því skyni að setja á oddinn hina ýmsu eðlisþætti þessa máls. Eftir stendur það, sem fyrr var að vikið, t.d. þörfin fyrir næði, ásamt réttindum þreyttra erfiðismanna. Eftir stendur einnig sú gleði- lega staðreynd, að allur þorri landsmanna rækir raunverulega sína kristnu kyrruviku og páska- hátíð. Kirkjusókn þessa daga sýnir með ótvíræðum hætti, að hér ríkir þjóðareining um krist- inn dóm. Margt kann að sundra Islendingum. En kirkjan sam- einar þá. Flest bendir til, að sú samstaða fari fremur vaxandi en hitt. Af sjálfu leiðir, að kyrrðar- dagar í dymbilviku og á páskum eru í takt við þjóðlífið, í fyllsta samræmi við það bezta, er bær- ist í brjóstum Islendinga upp til hópa. Því verður að vísa á bug öllum óskum um verulega endur- skoðun á tilhögun þessara dag. Um er að ræða gersemar, sem helgaðar eru af langri hefð og hræra strengi við hjartarætur okkar allra. Það væri í meira lagi vafasamt að hrófla svo nokkru nemi við gersemum þeim. Fyrsti sunnudagur eftir páska Dagurinn í dag er eins konar framhaldspáskar. Fyrsta guð- spjall dagsins greinir frá því, er Drottinn Kristur birtist Tómasi postula. Síðari guðspjöllin tvö hafa að geyma einhverjar hug- ljúfustu upprisufrásagnir Nýja testamentisins. Þungamiðja dagsins felst i orðum Jesú: „Sælir eru þeir sem ekki sáu, og trúðu þó.“ — Þau orð tala vísast til okkar flestra, venjulegra karla, kvenna og barna hér á landi, sem annars staðar. Við státum að jafnaði ekki af stórtíðindum úr eigin hugarheimi. En við leggjum rækt við þá trú, sem feður og mæður létu okkur eftir. Og við göngum hljóðlega og vafninga- lítið í takt við þá kirkju, sem verið hefur grundvöllur íslenzks þjóðlífs í bráðum þúsund ár — og er það enn. SÖLUGENGI VERÐBRÉFA 15. april 1985 Spadskutelni og happduBtösltm nkusjoðs Söfugengl Avöxtun- Arflokkur pr. kr. 100 arkrafa til lnni.d. 1871-1 20.329,62 7,50% 150 d. 1972-1 18.224,23 7,50% 280 d. 1972-2 14.690,23 7,50% 150 d. 1973-1 10.697,83 7,50% 150 d. 1973-2 10.098,52 7,50% 280 d. 1974-1 6.483,65 7,50% 150 d. 1975-1 5.315,10 7,50% 265 d. 1975-2 3.956,34 7,50% 280 d. 1976-1 3.584,19 Innlv. I Seðlab. 10.03.85 1878-2 2.944,43 7,50% 280 d. 1877-1 2.628,89 Innlv. í Seðlab 25.03.85 1977-2 2.237,40 7,50% 145 d. 1978-1 1.782,39 Innlv. í Seðtab. 25.03.85 1978-2 1.429,31 7,50% 145 d. 1979-1 1.178,59 Innlv. I Seðiab. 25.02.85 1979-2 927,48 7^0% 150 d. 1980-1 838,03 Innlv (Seðtab 15.04.85 1980-2 637,45 7,50% 190 d. 1981-1 542,76 7,50% 280 d. 1981-2 394,40 7,50% 1 ár 180 d. 1982-1 369,97 Innlv. 1 Seðtaib. 01.03.85 1982-2 281,90 7,50% 166 d. 1983-1 215,46 730% 316 d. 1983-2 136,83 7,50% 1 ár 196 d. 1984-1 133,24 7,50% 1 ár 286 d. 1984-2 126,49 7,50% 2 ár 145 d. 1984-3 122^5 7,50% 2 ár 207 d. 1985-1 Nýttútboð 7,00% 2 ár 265 d. 1975-G 3.215,34 8,00% 226 d. 1976-H 2.935,69 8,00% 345 d. 1976-1 2.254,51 8,00% 1 ér 225 d. 1977-J 1.994,96 8,00% 1 ér 346 d. 1981-1FL 429,01 8,00% 1 Ar 16 d. 1985-1SIS 83,07 10,70% 4 ár 346 d. Voðskuldatról - veiðtryggð Lánst 2afb. áárl 1 ár 2ár 3ár 4ár 5ár 6ár 7 ár 8 ár 9 ár 10ár 4% 4% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% Sölugengl m.v. mlsm. ávöxtunar- krðfu Nytt á vorðbróíamaikaði IB 1985-1 tN 10 árs Afb.: 10. GO: 10/2. NV: 2% Avöxtunarkrafa: 10% 11% 12% Sðiugengi pr. kr.100: 74,11 71,24 68,54 Veðskuldabróí - óverðtryggð 1 ár 2 ár 3ár 4ár 5ár 20% 28% 28% í dag eru helstu vaxtakjörin á markaðnum þessi: Bankar og sparisjóðir 3-6 mánuðir Vextir umíram verðtryggingu .....0-616% Spariskírteini rikissjóðs 6 mán. - 3 ár Vextir umíram verðtryggingu .....7-716% Fjárvöxtun Fjáríestingarfelagsins og verðtryggð veðskuldabréí 1-10 ár. Vextir umlram verðtryggingu .. 14-16% Verðbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7. 101 Reykjavík, sími 28566.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.