Morgunblaðið - 14.04.1985, Síða 29

Morgunblaðið - 14.04.1985, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 29 hentar vel að styðjast við hljóðf- æri, þrátt fyrir góða svokallaða innri heyrn. Píanóið er einkum notað í þessu skyni, en ég hef aldr- ei lært á píanó og finnst það vera mér frekar til trafala en hitt.“ — Nauðsynlegt að heyra fyrir sér það sem skrifað er, segirðu. Eyrað er þá hinn æðsti dómari, ofar ströngum lögmálum tónlist- arinnar og skilyrði þess að tón- verk geti orðið listaverk. Með þetta í huga væri gaman að heyra hvað þú hefur að segja um nú- tímatónlist almennt, en það orð er nánast skammaryrði í eyrum al- mennings. Þykir bera vott um að tónskáldin geri sér annað hvort enga grein fyrir því hvers konar músík þau eru að semja eða hafi einfaldlega svona hrikalega slæm- an smekk. Hvað segirðu um þetta? Fyrst vil ég leggja áherslu á einfaldan hlut sem mönnum hættir til að sjást yfir þegar ný og gömul tónlist er borin saman. Þeg- ar menn heyra nýja tónlist eru þeir ekki að hlusta á úrval, það besta sem nútíminn býður upp á. Tíminn á eftir að velja og hafna og ákveða hvað lifir. Mjög hátt hlut- fall af þeirri músík sem er ný í dag kemur ekki til með að heyrast í framtíðinni. Og þannig hefur það alltaf verið. Sú gamla tónlist ser . orðið hefur ódauðleg og heyrist enn þann dag í dag, er á hinn bóg- inn aðeins lítið brot, það besta, af því sem samið var á undangengn- um öldum. Einnig hefur mér virst að í hug- um margra, sem ekki hafa kynnt sér málið sérstaklega, eigi orðið „nútímatónlist" tæplega við um þá tónlist sem samin hefur verið á undanförnum 10 til 15 árum, held- ur frekar tónlist sem var samin um og upp úr stríði, og fram á sjöunda áratuginn. Þá var óvenju mikið um djarfar tilraunir í mús- ík, sem skoða þarf í réttu félags- legu samhengi. Kannski bölvar fólk nútímatónlist fyrst og fremst vegna þess að það er að leita að hlutum sem það er vant að finna í eldri tónlist. Það nær til dæmis ekki fótfestu í verki sem samið er með raðtækni af þvi að það vantar í það tónræna þungamiðju og lag- línu í hefðbundnum skilningi. Raðtækni, eða seríalismi, var mik- ið notuð tækni við tónsmíðar á ár- unum frá 1920 til 1950 og felst meðal annars í því að endurtaka aldrei tón fyrr en búið er að leika alla aðra tóna í tónaröðinni. Sjón- armiðið var að allir tónar væru jafn réttháir. Annars held ég því fram að straumar í tónsmíðum séu mikið að breytast, við erum að sigla inn í nokkurs konar nýrómantískt tímabil. Þess gætir reyndar líka í öðrum listgreinum, eins og við sjá- um til dæmis á nýja málverkinu." — Merkirðu þessa breytingu hjá íslenskum tónskáldum? „Tvímælalaust. Hins vegar er ekki alveg víst að almenningur taki svo mikið eftir breytingunni — það er að segja sá hluti fólks sem hlustar aðallega á tónlist í útvarpi, sem er mikill meirihluti — því Ríkisútvarpið hefur staðið sig illa hvað varðar kynningu á nýrri íslenskri tónlist, og reyndar nýrri tónlist almennt. Otvarpið leikur mest klassíska og rómant- íska músík, eitthvað af nýklassík líka, en ný tónlist heyrist sáralít- ið. Og þegar hún heyrist er henni yfirleitt skipað á afmarkaðan bás sem sérfyrirbæri, og er oftast ókynnt að auki. Aðsókn að tónleik- um hér í bænum sýnir hins vegar að það er stór hópur fólks sem fylgist af áhuga með hræringum í íslenskri tónlist í dag.“ — Hvernig lítur þú á þig sem tónskáld? Er hægt að skipa þér á bás? „ájálfsagt er það hægt, en það verða aðrir að gera en ég. Hins vegar held ég að það sé algild regla hvað varðar stíl, að ef lista- maðurinn er einlægur í því sem hann er að gera hljóti persóna hans og umhverfi að endurspegl- ast að verulegu leyti í verkum hans.“ MorgunblaðiA/ól.K.H. Áskell með dóttur sinni Margréti, sem er tæplega fimm mánaða gömul. — En þessi nánu kynni þín af ásláttarhljóðfærum, hafa þau ekki haft mótandi áhrifa á tónsmíðar þínar, hvers konar músík þú sem- ur og fyrir hvaða hljóðfæri? Vissuiega hef ég skrifað tölvert fyrir slagverk, og þau verk eru mikilvæg meðal þess sem ég hef samið. En ég hef ekkert síður skrifað fyrir önnur hljóðfæri eða hljóðfærahópa, og stærstu verk mín eru til að mynda hljómsveit- arverkin." — Áttu þér eftirlætishljóðfæri? „Ég held mest upp á það hljóð- færi sem ég er að skrifa fyrir þá stundina.“ — Víkjum að öðru Áskeli, hvers vegna tókstu þá ákvörðun að leggja hljóðfæraleik á hilluna? „Eg gerði mér einfaldlega grein fyrir því að ég hafði mestan áhuga á því að skrifa, og raunar fannst mér að það væri það sem ég ætti að gera. En fleira kom til. Ég var á tímabili síspilandi á slagverks- hljóðfæri frá ýmsum þjóðlöndum sem ekki hentuðu í þeirri tónlist sem ég hafði mestan áhuga á. Sem handtrommuleikari stóð mér raunar ekki annað til boða en spila rytmíska músík — sem ég hefði prófað í popp- og djass- hljómsveitum og líkaði ekki nógu vel. Kjarni málsins er sá að hand- trommur eru afskaplega lítið not- aðar í alvarlegri tónlist, þær hafa orðið útundan, kannski fyrst og fremst vegna þess að það er ekki til handtromma sem er beinlínis hönnuð samkvæmt vestrænni tónhugsun. Ég fann sárlega fyrir þessari vöntun, og ákvað fyrir nokkrum árum að reyna að hanna hljóðfæri, sem gæti fyllt þessa eyðu, og nú liggja þessar teikn- ingar mínar fyrir hjá hljóðfæra- framleiðanda í Bandaríkjunum til umsagnar." — Hvers konar hljóðfæri er þetta? Istuttu máli er þetta hljóðfæri sem hefur nokkuð vítt tónsvið, tvær og hálfa áttund, og býður upp á mikla möguleika hvað varð- ar styrk og blæbrigði i tón. Þetta eru fjórar misstórar trommur úr fægðum kopar, sem sitja í grind úr þykkum viði, krómuðu stáli og jarni. Hver tromma er tiltölulega víður belgur sem kemur saman í stút eða háls neðarlega og endar í lúðurlaga bjöllu. Hljóðfærið er fyrst og fremst miðað við að leikið sé á það með höndum og fingrum, en einnig má leika á það með ýmis konar sleglum. Á því eru pedalar, svipað og á pákum og er því hægt að leika á það ýmis konar laglínur, mjög skýrt, vegna stærðar tromm- anna og lögunar.“ — Ég tók eftir því áðan Áskell, að þú talaðir um alvarlega tónlist og þá væntanlega til aðgreiningar frá svokallaðri léttri tónlist' eða jafnvel léttvægri. Á þessi aðgrein- ing rétt á sér? „Því ekki það. Það er til tónlist af öllu mögulegu tagi, sem gegnir ólíku hlutverki. Það er ballmúsík til að dansa eftir, bakgrunnsmúsík til að tala yfir, borðmúsík til að hlusta á yfir borðum og svo fram- vegis. Handel samdi dæmigerða tækifæris- og afþreyingarmúsík, sem var meðal annars leikin í hlé- um við flutning á óratóríum hans og óperum. Og Telemann samdi beinlínis músík sem hann ætlaðist til að yrði leikin undir borðum. Þessi músík á að sjálfsögðu rétt á sér, hún hefur hlutverki að gegna, og það sama gildir um afþrey- ingarmúsík nútímans, þrátt fyrir að þar ráði reyndar markaðslög- málin oft orðið svo miklu að mús- íkin er fjöldaframleidd, ekki á ósvipaðan hátt og dósir í verk- smiðju. En þessi músík er ekki tón—list, með áherslu á orðið „list“. Alvarleg tónlist gegnir ekki slíku hlutverki. Ef hún stendur undir nafni megnar hún hins veg- ar, á sama hátt og önnur listaverk, að dýpka og fegra mannsandann." Þegar hér er komið sögu er sú litla farin að ókyrrast, „líklega bæði orðin blaut og svöng,“ segir Áskell, svo við ákveðum að setja punktinn aftan við viðtalið hér. En þess má að lokum geta að í maí nk. munu gítarleikarinn Josef Fung og slagverksleikarinn Roger Carlsson frumflytja nýtt verk eft- ir Áskel, Duo, auk þess sem Roger Carlsson mun, ásamt Sinfóníu- hljómsveit íslands, flytja konsert- þátt fyrir litla trommu og hljómsveit, en það verk er nú með- al kennsluefnis í slagverksdeildum akademíanna í Kaupmannahöfn og Malmö, auk þess sem samn- ingaviðræður eru nú á lokastigi varðandi útgáfu þess á hljóm plötu. Einnig stendur fyrir dyrum útgáfa á prenti af sex tónverkum Áskels hjá bandaríska útgáfufyr- irtækinu Cortelu. GPA HASKOLAMENNTAÐIR RÍKISST ARFSMENN í BHMR Félagsmenn HÍK hafa staöiö i fjárfrekri baráttu fyrir hönd okkar allra. Okkur ber skylda til aö standa viö bakið á þeim. Fjárþörfin er mikil og þvi brýnt aö allir leggi umtalsvert framlag i vinnudeilusjóö BHMR nú þegar. Ávisanareikningur vinnudeilusjóös BHMR er nr. 21 21 22 viö Alþýöubankann, Suöurlandsbraut. Ef greitt er meö giró er stofnnúmer 815 og höfuö- bókarnúmer 25. Stjórn vinnudeilusjóós BHMR. VHSl -klipping fyrir þig Klipptu og settu saman efni á VHS-kassettunum þínum aö eigin vild. Hreinsaöu stubba af mörgum kassettum yfir á eina, settu saman eigin dagskrá úr efni sem þú hefur tekið upp. Fjölfaldaöu efni sem þú vilt gefa kunningjunum. Leigjum út full- komnustu klippi- og yfirfærslutæki sem til eru á markaönum fyrir VHS-kassettur. Viö klippum fyrir þig eöa þú getur klippt sjálfur meö eöa án ieiö- beinanda. Ef þú óskar þess frekar klippum viö eftir þinni uppskrift án þess þú þurfir aö vera viöstadd- ur- Upplýsingar í síma 28810 eöa 45387. ARGUSCO Fiöður þjóðarinnar Markmiðið með sölu á rauðu fjöðrinni er söfnun fyrir LÍNUHRAÐLI, tæki sem bjargar mannslífum. Sameinumst öll í þessu þjóðarátaki. 12.-14. APRÍL1985 LANDSSÖFNUN UONS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.