Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985
57
„Erfitt er að lifa
af list sinni“
segir Torfi Jónsson, skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans
en hann opnar vatnslitasýningu í Norræna húsinu í dag
TORFI Jónsson, skólastóri Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands, opnar
málverkasýningu í anddyri Norræna
hússins í dag, 14. apríl, klukkan
14.00. Sýningin stendur til 24. aprfl.
Torfl sýnir þar 26 vatnslitamyndir
málaðar á þunnan japanskan pappír.
I tilefni opnunarinnar flytja Ing-
veldur Hjaltested og Jónína Gísla-
dóttir norræn lög, en myndirnar
eru flestar málaðar í Finnlandi og
Noregi auk íslands.
„Ég mála aðallega ljóðrænar
myndir og þessi sérstaki japanski
pappír, sem ég nota, hjálpar mér
til að koma hugsun minni á fram-
færi. Ég hef unnið að þessari
tækni í um 20 ár og nota vatn,
vind og loft fyrir utan liti og pens-
il til að vinna með. Pappírinn hef-
ur þá kosti að hann drekkur í sig
litina svo að ef myndinni er snúið
við þá sést hún hinum megin eig-
inlega jafnvel. Blásara nota ég til
að blása lofti á þá staði sem ég vil
þurrka strax. Ég vann eitt vorið á
Tenerife á Spáni og málaði þar
nokkrar myndir og sáu sólin og
loftslagið þá um þurrkunina.
Ég kynntist japanska pappírn-
um fyrst við prentverk og síðan
vatnslitaði ég stundum ofan í
prentverkið og sá þá hvað liturinn
varð skýr miðað við hefðbundinn
pappír þar sem litir vilja frekar
grána af því að pappírinn drekkur
litinn í sig.
Verkin mín eru ýmiss konar
hugdettur eins og ein myndin, sem
heitir „Hugsað heirn". „Hugsað" er
bara eitt þankastrik og „Heim“ er
fjölbreytilegt samansafn forma.
Einnig kemur þessi ijóðræna
hugsun mín fram í landslaginu í
myndunum. Ég dvaldi á Vestfjörð-
um sl. sumar og sökkti mér niður í
mannlífið þar, bæði sögu staðar-
ins og ræddi við menn, þannig að
ég komst í snertingu við mannlíf-
ið. Upplifunin eða félagskenndin,
sem vaknaði í mér þá, birtist í
myndverkunum. Sumt tengist dul-
rænum hlutum og annað bar
ævintýraljóma, t.d. fólginn fjár-
sjóður í fjallstoppi, falinn hestur í
hól o.s.frv."
Torfi lærði í Listaháskólanum í
Hamborg á árunum 1956—1961 og
sagðist hafa orðið fyrir áhrifum
ýmissa þýskra listamanna svo sem
frá Nolde, sem hefur gert stór-
kostlegar vatnslitamyndir. Torfi
lærði letur- og bókagerð uppruna-
lega á skólanum í Hamborg og
sagöist hann vera hjartanlega
sammála listmálaranum Wilhelm
Grim er hann sagði að ekkert
hefði hjálpað sér meira við að
finna sína eigin liti en leturæf-
ingamar, sem nemendur þá voru
látnir strita við. Leturgerðarmað-
urinn finnur sjálfan sig í bókstöf-
unum og líklega heldur það áfram
á öðrum sviðum myndlistar,"
sagði Torfi.
7Það er erfitt að lifa af list sinni
á Islandi og vatnslitamyndir hafa
aldrei verið hátt skrifaðar sem
söluvara — flestir vilja nú sjá olíu
á striga, en vatnslitamyndir eru
alls ekki síðri og endast jafnvel
mun betur,“ sagði Torfi.
Torfi hefur haldið eina einka-
sýningu á „Loftinu" á Skólavörðu-
stígnum, og tekið þátt í samsýn-
ingum hér heima og í Ósló. Einnig
hefur hann tekið þátt í letursýn-
ingum hér á landi, í Hamborg og I
London.
„Nemendur í Myndlista- og
handíðaskólanum virðast hafa
mikinn áhuga á vatnslitun.
Ákveðnar vatnslitaannir eru á
öðru og þriðja ári málunardeildar.
Akrýllitirnir eru hvað vinsælastir
nú hjá nemendunum. Myndlista-
og handíðaskólinn er nú
óvenjufjölmennur — 218 nemend-
ur eru í skólanum í allt, þar af 41 í
málunardeild. Nýútskrifaðir lista-
menn fara auðvitað misjafnar
brautir eftir námið. Sumir fara í
kennarastörf, aðrir fara í vinnu
annars staðar og mála síðan í fri-
stundum og halda sýningar við og
við. Einnig tíðkast það nokkuð
mikið að nemendur fari erlendis í
framhaldsnám, en þar sem Mynd-
lista- og handíðaskólinn er ekki á
háskólastigi, gengur þeim illa að
fá námið metið í háskólum ann-
arra landa. Vonir standa nú til að
þessu verði breytt hér á landi,
a.m.k. er það ósk menntamálaráð-
herra, og mun þá birta til í málum
MHÍ,“ sagði Torfi að lokum.
Torfi Jónsson, skólastjórí Myndlista-
og handíðaskólans, við eitt verka
Gefum þeim mikið af mjólk!*
Nœstum allt það kalk sem Ifkaminn þarfnast í uppvextinum fer til uppbyggingar tanna og beina. Skorti
barnið kalk getur það komið niður á því síðar sem alvarlegir sjúkdómar f beinum og baki, auk þess sem
hœtta á tannskemmdum eykst. Foreldrar œttu að hafa f huga að nœr vonlaust er að fullnœgja kalkþörf
líkamans án þess að barnið neyti nœgs mjólkurmatar. Tvö mjólkurglös á dag innihalda lágmarksskammt af
kalki svo barnið vaxi og þroskist eðlilega. Ónóg kalkneysla getur stuðlað að beinþynningu síðar á œvinni.
Mjólk í hvert mál
■ Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk, eða undanrenna.
Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur af kalkiímg Samsvarandi kalk- skammtur f mjólkur- glösum (2,5 dl glös)* Lágmarks- skammturí mjólkurglösum (2,5 dl glös)**
Böml-lOóra 800 3 2
Unglingar 11-18 óra 1200 4 3
Ungtfólk og fullorðið Ófrískarkonurog 800” 3 2
brjóstmœður 1200*” 4 3
* Hér er gert róð fyrir oð allur dagskammturinn af kotkl koml úr mjólk.
- Að sjðlfsógðu er mögulegt að fá alít kalk sem likaminn þarf úr öðrum matvœlum en mjólkurmat en slíkt krefst
nökvcemrar þekklngar á nœringarfrœðl. Hér er miðað vlð neysluvenjur elns og þœr tfðkast f dag hér ö landl.
— Marglr sérfrœðlngar telja nú oð katkþörf kvenna eftlr tfðahvörf sé mun melri eða 1200-1500 mg ó dog.
‘•“Nýjustu staðlar fyrir ROS f Bandaríkjunum gera róð fyrir 1200 tll 1600 mg ó dag fyrir þennan hóp.
Mjólk inniheldur meira kalk en nœr allar aðrar fœðutegundir og auk þess B-vltamín,
A-v(tamtn, kallum, magnlum, zink og fleiri efni. Um 99% af kalkinu notar líkaminn til vaxtar
og viðhalds beina og tanna. Tœplega 1 % er uppleyst ( Kkamsvðkvum, holdvefjum og
frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrir þlóðstorknun, vððvasamdrótt, hjartastarfsemi
og taugaþoð. Auk þess er kalkið hluti af ýmsum efnaskiptahvótum. Til þess að Ifkaminn geti
nýtt kalkið þarf hann D-vftamfn, sem hann fœr m.a. með sólböðum og úr ýmsum fœðutegundum.
t.d. lýsi. Neysla annarra fcBðutegunda en mjólkurmatar gefur sjaldnast meira en 300-4Ö0 mg
ó dag, en það er langt undir róðlögðum dagskammti. Úr mjólkurmat fœst miklu meira kalk,
t.d. 800 mg úr u.þ.b. þremur glðsum af mjólk.
MJÓLKURDAGSNEFND