Morgunblaðið - 14.04.1985, Page 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985
Maríanna Friðjónsdóttir, dagskrárgeröar-
maöur hjá Sjónvarpinu og staögengili
Jóns Baldvins Hannibalssonar á Alþingi í
tæpar tvær vikur, tók vel í viötal, þegar
hún var spurö, en öllu verr gekk aö finna
tíma til þess. Þaö tókst þó í 6. lotu.
Maríanna er fædd á Siglufiröi, bjó á Akur-
eyri til 9 ára aldurs og síöan hefur hún
búiö í Reykjavík. Hún fór í Kvennó, eins og
aörar duglegar stelpur, eignaöist barn síö-
asta veturinn þar, byrjaöi stuttu seinna hjá
sjónvarpinu, þar sem hún hefur unniö
helming ævi sinnar. Hún var laus og liöug
í áratug, en fann þá manninn í lífi sínu ...
og gifti sig 1981. Nú eru karlmennirnir í lífi
Maríönnu orönir 4, enda er hún í tveggja
ára leyfi frá sjónvarpinu og heimavinnandi
húsmóðir í fyrsta sinn. í síðustu kosning-
um var Maríanna 4. maður á lista Alþýöu-
flokksins í Reykjavík, er því 2. varamaöur
flokksins.
Við spjölluðum saraan á laugar-
dagseftirmiðdegi meðan sá ný-
fæddi fékk brjóstið og sá næst-
yngsti, sem er 1 og hálfs árs,
tæmdi sykurkarið og drakk úr öll-
um kaffibollum, sem hann náði í.
— hann hefur alltaf verið svona,
sagði Maríanna, alveg ótrúlega
fjörugur. Þessi er aftur á móti svo
afslappaður, og átti við þann
yngsta. Unglingurinn á heimilinu
lagaði kaffi og heimilisfaðirinn
var í vinnunni. Maríanna leit mjög
vel út og erfitt að sjá, að hún hafi
staðið í barneignum síðustu tvö
árin.
Við byrjuðum á stjórnmála-
starfinu.
— Mér hefur fundist mjög
lærdómsríkt að sitja á þingi og
það hefur líka veitt mér tækifæri
á að ýta einhverjum málum af
stað. Eg reiknaði í sjálfu sér ekki
með þeim möguleika, að ég yrði
kölluð inn sem varamaður, þannig
að það kom mér á óvart þegar Jón
Baldvin hringdi og sagði að ég
þyrfti að koma inn, en ég hefði
vilja fá lengri fyrirvara. Hinsveg-
ar gaf ég kost á mér á sínum tíma
og því fylgir auðvitað sú ábyrgð að
hlýða kallinu, þegar að kemur.
Maríanna hefur þegar borið fram
2 þingsályktunartillögur, önnur er
um gildi heimilisstarfa og hin um
niðurfellingu söluskatts á auglýs-
ingatekjum sjónvarpsins. Ég vona
svo sannarlega, að þessar tillögur
mínar verði samþykktar, segir
Maríanna.
Ég spyr Maríönnu um dagskrár-
gerðarmanns hjá sjónvarpinu.
— Þetta er margþætt vinna og
felst helst í því að útbúa dagskrár-
efni þannig að sjónvarpsáhorfend-
ur eigi sem greiðastan aðgang að
því. Þegar búið er að ákveða að
gera þátt þá er sest niður og at-
hugað hvaða áhrif hann á að hafa
og hvernig best sé að meðhöndla
efnið þannig að það höfði til sem
flestra og oft einkum til þeirra,
sem ekkert eða lítið vita um efnið.
Kostnaðarhliðin er stór þáttur,
líka vegna þess að úrvinnslan er
háð því fjármagni, sem verja má í
dagskrána. Svo þegar áætlun ligg-
ur fyrir, þá er þetta samvinna
margra aðila.
Kemur þú með tillögur?
— Já, það kemur fyrir. Annars
koma tillögur um dagskrárgerð
víða að. Deildarstjóri kemur með
tillögur, eins útvarpsráðs svo og
alls konar fólk úti í þjóðfélaginu.
En það er ekki ráðist í gerð dag-
skrár án samþykkis útvarpsráðs.
Stefna sjónvarpsins er að hafa
sem fjölbreyttasta dagskrá, en það
reynist auðvitað erfitt, ef fjár-
magnið skortir. Dagskrárgerð hjá
sjónvarpinu er mjög flókin og
tímafrek vinna og flóknari en
menn gera sér almennt grein
fyrir. Og ekkert „sólóspil", heldur
hópvinna. Verkefni eru auðvitað
misskemmtileg, skemmtilegast
hefur mér þótt að fjalla um heil-
brigðismál. Ég hef alltaf verið
með nokkurs konar heilbrigðis-
dellu.
Af hverju?
— Ég hef ekki hugmynd um
það.
Stóðum á tímamótum,
ég og mamma
Það var af hreinni tilvilviljun að
Maríanna byrjaði að vinna hjá
sjónvarpinu. Síðasta veturinn sem
hún var í skóla eignaðist hún
strák og tók sér frí um sumarið til
þess að sjá um hann og reyndi þá
jafnframt að gera það upp við sig,
hvað hún ætlaði að gera í framtíð-
inni.
— Mig hafði lengi langaö í
læknisfræði, en hafði því miður
ekki efni á því að halda áfram
námi. Mamma skildi þegar ég var
14 ára og fjárhagur heimilisins
var ekki upp á það besta. Svo einn
daginn þegar við vorum í strætó,
ég og mamma, heyrði ég auglýst
eftir skriftu hjá sjónvarpinu. Ég
sagði mömmu að þetta starf ætl-
aði ég að sækja um. Við stóðum þá
báðar á tímamótum í lífi okkar.
Mamma var nýbúin að sækja um
inngöngu í nám, sem hana hafði
lengi langað í og ekki gátum við
báðar farið í nám þennan vetur-
inn. Nokkru seinna fékk ég að vita
að ég hefði verið ráðin hjá sjón-
varpinu og sama dag var mömmu
tilkynnt, að hún hefði komist í
skólann. Þeim degi gleymi ég aldr-
ei. Annars botnaði ég aldrei í því
af hverju ég var ráðin, ekki nema
16 ára unglingur. En kvennaskóla-
stelpur voru eftirsóttur vinnu-
kraftur þá, vissirðu það" Ætli ég
væri ekki enn ritari í einhverrt
stofnuninni ef ég hefði ekki fengið
þessa vinnu hjá sjónvarpinu.