Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 14.04.1985, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 59 En læknirinn Maríanna? — Já, ég veit ekki. Ég hef nógan tíma enn. Kannski sest ég í lækna- deildina um sextugt, þá get ég allavega huggað mig við að hafa prófað. Ég á bara eftir eitt ár í öldungadeildinni, svo að þetta er hreint ekki fjarlægur draumur. En ég er mjög ánægð með dag- skrárgerðarstarfið, og það er ekki svo lítið að hafa unun af sínu starfi. Því miður eru það alltof fáir sem eiga þess kost að vinna við það sem þeir hafa gaman af. Ég er ein af þeim heppnu. Ég hlakka alltaf til að fást við nýtt verkefni. Er ekki hægt að segja að sjón- varpi eigi þig? — Auðvitað á það mikið í mér. Vegna þess hve ég var ung þegar ég byrjaði að vinna þar mótuðust mínar skoðanir og mitt lífsmat mjög af því fólki sem ég vann með, annað var óhjákvæmilegt. Og ég er á margan hátt ánægð með upp- eldið. Stofnunin var líka allt öðru vísi í þá daga. Þá unnu þar færri og tengsl milli samstarfsfólks voru miklu meiri en nú. Og svo fórstu sjálf að „pródús- era. — Já, þegar ég var búin að „skrifta" í 4 ár, fór ég að „pródús- era“ fréttirnar. Það var mjög góð- ur skóli, enda krefst fréttapró- dúsjón mikillar skipulagningar og athygli, og finnst mér hún vera lærdómsríkasta starf, sem ég hef unnið innan sjónvarpsins. Það væri hollt fyrir alla dagskrárgerð- armenn að fá þessa þjálfun, áður en ráðist er í annað. Og síðan? — Nú, svo fór ég smám saman að taka að mér aðra dagskrárgerð. Ég var t.d. með kosningasjónvarp- ið ’78 og þangað til ég fór sjálf í framboð fyrir síðustu alþingis- kosningar. Kosningasjónvarp er flókin dagskrárgerð. Þetta var bein útsending, sem stóð oft í 7—8 klukkustundir samfleytt og það þarf að samhæfa marga aðila úti um allt land og í stúdíóinu. Það veitti mér mikið sjálfstraust að vera treyst fyrir þessu verkefni og upp úr því fluttist ég á fræðslu- deildina 1981. Ég hafði líka alltaf góðan tíma fyrir sjálfa mig og vinnuna þá, vegna þess hve heim- ilisstörfin tóku lítinn tíma. Árni, elsti strákurinn minn, var mikið hjá mömmu, en hún hefur reynst mér mjög vel. gildi heimilisstarfa og hvernig réttarstöðu heimavinnandi fólks sé háttað. — Það er Ijóst, að þetta fólk býr við sérlega báborin réttindi, segir Maríanna. Það hefur t.d. ekki að- gang að lífeyrissjóðum og á ekki sama rétt til sjúkradagpeninga og aðrir. Og síðast en ekki síst þá eru störf heimavinnandi fólks ekki metin þegar út á hinn almenna vinnumarkað er komið. Hefur þú alltaf verið pólitísk? — Já, allavega mjög lengi. Ég er mjög óánægð með ýmislegt í þessu þjóðfélagi og það er mín skoðun að sé maður óánægður eigi maður að leggja eitthvað að mörk- um til þess að bæta það sem miður fer. Það stoðar lítið að sitja úti í horni og nöldra. Mér finnst konur yfirleitt alltof ragar við að taka afstöðu og þær hafa tilhneigingu til að skiija pólitíkina frá hinu daglega lífi. I mínum augum er það auðvitað hápólitískt hvaða verð er á mjólkurlítranum og hvort börnin í þessu þjóðfélagi eigi kost á góðri menntun. Pólitík er hin smæstu atriði daglegs lífs, ekki bara eitthvað sem birtist á síðum dagblaðanna. Þó að Maríanna sé í tveggja ára leyfi frá sjónvarpinu og sé fyrst og fremst heimavinnandi núna, tekur hún að sér einstök verkefni þegar hún hefur tíma, og þá aðallega fyrir sjónvarpið og Myndvarp, fyrirtæki, sem tekur að sér gerð myndbandaefnis. Hún sagðist ekki líta svo á, að hún væri að færa neina fórn að vera hjá börnunum, nema þá að þau hefðu alls ekki efni á j>essu. — Ég sætti mig alveg við að eyða tveimur árum í börnin mín, enda lít ég ekki svo á að mín tæki- færi séu um garð gengin. Ég hef eytt löngum tíma í að byggja upp mitt starf og kem til með að búa að því alla ævi. En börnin eru það dýrmætasta, sem við eignumst á lífsleiðinni, og þess vegna verðum við að búa vel að þeim. En mér leiðist auðvitað stundum, og ofan á bætist svo þessi tilfinning að finnast maður óhæfur til þess að gefa börnunum það, sem þau þurfa mest á að halda. Þegar um barnauppeldi er að ræða, er ekki hægt að mæla neinn áþreifanleg- ah árangur fyrr en kannski löngu seinna. Þolinmæðin þrautir vinnur allar Maríanna átti erfiðan meðgöngutíma með báða yngri strákana og lá töluverðan tíma á sjúkrahúsi. Auk þess fæddust báð- ir fyrir tímann. Ég spyr hana um þetta. — Þetta var aliavega óvenjuleg meðganga. Ég var við rúmið í ná- lega 25 vikur meðan ég gekk með strákana, og þá leiddist mér auð- vitað oft. Eg hefði aldrei getað gert þetta nema vegna stuðnings fjölskyldunnar og starfsfólks á meðgöngudeild Kvennadeildar, þar sem ég lá þennan tíma. Þetta er tímabil, sem reynir ekki bara á konuna, heldur á eiginmanninn og alla, sem hlut eiga að máli. Nei, ég lít ekki á þetta sem neitt afrek, heldur spurningu um val. Okkur langaði til að eignast börn saman, og þegar það kom í ljós, að ég gæti ekki haldið fóstri, nema liggja í rúminu, þá kaus ég það. Svo var bara að nýta þennan tíma á ein- hvern hátt, þannig að hann liði sem hraðast. Ég gerði kynstrin öll af handavinnu, trúlega fyrir allt lífið. Ég segi stundum í gríni, að ég hljóti að hafa verið óskaplega óþolinmóð þegar ég var yngri, og að nú séu örlaganornirnar að leika sér pínulítið með mig til þess að þroska með mér þolinmæðina. Strákarnir voru nokkrar vikur eft- ir fæðingu í umsjá starfsfólks vökudeildarinnar, en það er eina gjörgæslan fyrir nýbura á öllu landinu. Mér finnst sorglegt að horfa uppá þennan niðurskurð sem orðið hefur í heilbrigðismál- um þjóðarinnar eftir að hafa kynnst því að eigin raun, við hvaða aðstæður starfsfólk í heil- brigðisgeiranum þarf að vinna við. Erfiðið er kannski mest þegar þú kemur heim? — Já, við Birgir eru upptekin allan sólarhringinn. Ég á nefni- lega skrambi duglegan mann, sem lítúr ekki á heimilisstörfin sem mitt einkamál. Unglingurinn minn er líka alveg til fyrirmyndar, vaskar upp og setur í þvottavél án þess að vera beðinn um það. Stórhrifin af skólasjónvarpi Hvað um sjónvarpsmálin í framtíðinni? — Sjónvarpið er ótrúlega öflug- ur miðill, og ég hef mikinn metnað fyrir hönd sjónvarpsins og finnst að því beri skylda til að veita fólki jafnt fróðleik sem afþreyingu. Ef við horfum til framtíðarinnar og reiknum með að hér rísi upp frjálsar sjónvarpsstöðvar, þá er líklegt að þær munu fyrst og fremst bjóða upp á skemmtiefni, sem tryggt getur góðar auglýs- ingatekjur. Þetta yrði meira og minna aðkeypt efni, vegna þess að það er dýrt að framleiða innlent efni. Og þá er ég hrædd um að reyni á ríkissjónvarpið að sinna sínu hlutverki að fræða og upplýsa fólk. Það er að vísu dýrt að fram- leiða góðar fræðslumyndir, en þeir peningar skila sér áreiðanlega í betur upplýstum þjóðfélagsþegn- um. Ég er stórhrifin af skóla- sjónvarpinu í Bretlandi, sem kall- ast Open University. Þetta er nokkurs konar opinn skóli, eða sjónvarpsskóli, sem veitir almenn- ingi aðgang að kennslufni í ákveðnum fögum og gerir fólki kleift að vinna sér réttindi og próf, bæði á menntaskóla- og háskóla- stigi. Ég vona bara að sjónvarpið geti boðið íslendingum upp á slíka þjónustu í framtíðinni. Slíkt væri ómetanlegt fyrir fólk, sem hefur einhverra hluta vegna orðið að hætta námi, og gerir öðrum kleift að hefja nám, t.d. heimavinnandi fólki. Sjónvarpið á gott fólk, en það er samt þörf fyrir fleira fólk, með þekkingu á sjónvarpsmálum til þess að við getum sinnt því hlutverki, sem sjónvarpið sem fræðslumiðill kemur til með að hafa næstu áratugina. Annars er alveg óþarfi að tala um þessa hluti, sjálfsagt er búið að marg- tyggja þetta ofan í fólk. Þetta fer að minna á einhverja maníu ... En ég vona að sjónvarpinu tak- ist betur að halda í sitt starfsfólk í framtíðinni en nú er. Það tekur langan tíma að þjálfa upp gott starfsfólk til að sinna dagskár- gerð, og þess vegna er sorglegt, að loksins þegar fólkið fer að nýtast fullkomlega i starfi, þá hættir það. Þetta er fyrst og fremst vegna þess að fólki bjóðast betri laun annars staðar, og það stendur stofnuninni fyrir þrifum. Hagur sjónvarpsins er mikið áhugamál Maríönnu, enda nefur síðari þingsályktunartillaga henn- ar tengst þessu máli, en hún hljóð- ar þannig að fjármálaráðherra verði falið að fella nú þegar niður söluskatt af auglýsingatekjum sjónvarpsins. Finnst Maríönnu að sjónvarpið eigi að hafa sama rétt og dagblöðin, sem öll eru undan- þegin söluskatti. — Á síðasta ári borgaði sjón- varpið rúmar 46 milljónir í sölu--^ skatt, en það myndi stórbæta hag sjónvarpsins, ef þessir peningar rynnu beint til stofnunarinnar, eins og Maríanna orðaði það. — Hvort ég sé ánægð? Já, mjög svo. Ég er svo skotin í manninum mínum að það er ekkert venjuiegt, og ég er svo ánægð með börnin mín. Mér finnst ég vera alveg þrælheppin. Ég hef oft verið óþol- inmóð um ævina, en hef lært að temja mér þolinmæði og ró með árunum og þá líður manni betur. Ég sé ekki eftir neinu, sem ég hef gert né neinu, sem ég á eftir ógert og reyni að útrýma öllum áhyggj- um, sem kunna að leynast innra með mér. Annað foreldrið eigi að fá laun ... Aðstæður breyttust töluvert hjá Mariönnu eftir að hún gifti sig og eignaðist næstyngsta strákinn. Nýlega bættist sá þriðji í hópinn og ég spyr Maríuönnu hvort hún sé ekki alltaf dauðuppgefin. — Það að hafa stálpaðan ungl- ing og tvö kornabörn á heimilinu krefst mikillar vinnu og satt að segja finnst mér þetta vera erfið- asta vinna, sem ég hef fengist við um ævina. Kannski erfiðasta „pródúsjón", sem þú hefur staðið í? — Jú, ætli það ekki. Það er algert þjóðarhneyksli, hvað þetta starf er lítils metið. Og enn meira hneyksli, að foreldrum skuli ekki vera kleift að ala upp börnin sín á launum einnar fyrir- vinnu. Hér er fólk kúgað til þess að vinna myrkranna á milli, að- eins til þess að eiga ofaní sig og á. Það er mín skoðun, að annað for- eldrið eigi að fá greidd laun frá ríkinu fyrir að sjá um barnið sitt fyrstu tvö árin eftir fæðingu. Þetta þjóðfélag hefur alveg efni á því, það fæðast ekki nema 4.500 börn á ári, og það er alveg ábyggi- legt að peningarnir myndu skila sér margfaldlega í heilbrigðari og hamingjusamari einstaklingum. Maríanna lagði nýlega fram þingsályktunartillögu, sem tengist þessu áhugamáli hennar mjög vel, en hún hljóðar þannig að Alþingi feli ríkisstjórninni að skipa 7 manna nefnd, sem eigi að hafa það hlutverk að meta þjóðhagslegt Það ætti enginn að veija sér ofn án þess að kynna sér TOPPOFNINN fyrst HF.OFNASMIflJAN Háteigsvegi 7, s. 21220, 105 Reykjavik. TOPPOFNÁ BOTNVERÐI, TOPPOFNINN frá Ofnasmiðjunni er hannaður til þess að mæta ítrustu kröfum húseigenda. Hann er ekki aðeins ódýr, heldur einnig frábær hitagjafi og því ódýr í rekstri. TOPPOFNINN er fallegur og tekur ótrúlega lítiö pláss TOPPOFNINN er grunnmálaður þannig, aö honum er dýft á kaf í sterka ofnamálningu. TOPPOFNINN er unninn úr þýsku gæðastáli. TOPPOFNINN fæst í ýmsum stærðum og gerðum. TOPPOFNINN stenst allar gæðakröfur íslensks staðals, IST. 69.1. og DIN 4704. Ofnasmiðjan framleiðir einnig aðrar gerðir af vönduðum ofnum og að sjálfsögðu fást fullkomnir ofnakranar á alla ofna á sama stað. -engin suða ofan á ofninum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.