Morgunblaðið - 18.05.1985, Síða 12

Morgunblaðið - 18.05.1985, Síða 12
12 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1985 Gleði haldið á loft Ása Svavarsdóttir, Kjartan Bjargmundsson og Gísli Halldórsson eru meóal leikara í Ástin sigrar. Leiklist Jóhann Hjálmarsson Leikfélag Reykjavíkur: ÁSTTIN SIGRAR. Gleóileikur eftir Ólaf Hauk Sím- onarson. Leikmynd og búningar: Jón Þór- isson. Lýsing: Daníel Williamsson. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. ólafur Haukur Símonarson segir að eftir að leikrit hans Milli skinns og hörunds var komið á fjalir í Þjóðleikhúsinu „fórum við að skemmta okkur ég og ritvélin mín. Ástin sigraði". Árangurinn var gleðileikurinn Ástin sigrar. Gleðinni er haldið á loft í leik- riti ólafs Hauks. Skiptir ekki máli hvort leikritið er kallað gaman- eða ærslaleikur. En vissulega eru í því alvarlegir undirtónar eins og vera ber. Sambúð og sambúðarvanda- mál verða illilega fyrir barðinu á höfundi leikritsins. Skopast er að opnu hjónabandi, vaxtarrækt, grænmetisáti og ýmsu því sem herjar á nútímafólk. Ástamálin eru flókin og öfugsnúin að vanda og ýmislegt ólíklegt kemur í ljós þegar líður á leikritið, persónur afhjúpaðar. En allt fer þetta fram á græskulausan hátt. Pólk er hvorki vont né gott. Það er einfaldlega fólk. Kjartan Bjargmundsson leik- ur hinn óhamingjusama Her- mann sem vill ekki missa Dóru sína sem Valgerður Dan leikur. Hann er ekki fyllilega ánægður með að sitja uppi með stúlkuna Kristínu sem Ása Svavarsdóttir leikur. Nói tannlæknir, leikinn af Gísla Halldórssyni, er farinn að gera hosur sínar grænar fyrir Kristínu, en Dóra hafnar í hönd- um kraftakarlsins Halls, Jóns Hjartarsonar, sem rekur vaxt- arrækt og mælir með heilbrigðu lífi. Bríet Héðinsdóttir er Drop- laug, aðstoðarstúlka Nóa tann- læknis, fyrst úr lagi færð og ósjáleg, en kemur í ljós að hún er alls ekki ólöguleg miðaldra dama. Margrét Ólafsdóttir leik- ur Oddnýju, móður Hermanns, sem er ekkja og krækir sér í ung- an mótórhjólagæja, Arnljót sem Helgi Björnsson gæðir lífi. Ónefndur er þá Steindór Hjör- leifsson í hlutverki Gumma. Týpurnar í Ástin sigrar eru á köflum svolítið Dariofolegar, fyrst og fremst skopgerðar per- sónur, ekki sérstaklega trúverð- ugar frá raunsæissjónarmiði. Samræmis i þessum efnum gæt- ir höfundur vel, enda fer illa á því að blanda saman raunveru- legum persónum og ýkjumynd- um í gervi manna. Þetta háir stundum ærslaleikjum, en eins og fyrr segir varast ólafur Haukur vítin. Ástin sigrar er tilraun til að skapa íslenskan gleðileik og heppnast sem slík, enda þótt leikritið geti ekki talist tíðindi í íslenskum ieikbókmenntum. En það er ágætis skemmtun. Þór- hallur Sigurðsson sýnir hér sem áður að hann er smekklegur leik- stjóri og fundvís á þau atriði sem skipta máli, leggur alúð við hið smæsta og hefur erindi sem erfiði. Leikmynd Jóns Þórisson- ar er með léttum og óhátíðlegum blæ og hvað bjart er yfir henni ekki síst Daníel Williamssyni að þakka, en hann sér um lýsingu. Kjartan Bjargmundsson nær sér vel á strik í gamanhlutverk- um og sýnir vel hæfileika sína i Ástin sigrar. Valgerður Dan kom á óvart í hlutverki Dóru. Slík hlutverk hafa verið fá á hennar leikferli, en hún virðist kunna á þeim góð tök. Jón Hjartarson hef ég sjaldan séð leika jafn óþvingað og hann ger- ði í hlutverki Halls. Allir hinir leikararnir áttu þátt í að skapa kátlegt andrúmsloft: Gísli Hall- dórsson, Bríet Héðinsdóttir, Ása Svavarsdóttir, Margrét ólafs- dóttir (hún ekki síst), Steindór Hjörleifsson og Helgi Björnsson. Gömul minni — ný viðhorf Myndlist Bragi Ásgeirsson FERILL íslenzkra myndlistar- manna er stóðu í eldlínunni um ný viðhorf eftir seinni heims- styrjöldina, er um margt sér- stæður. Engir íslenzkir mynd- listarmenn hafa mætt jafn hat- rammri andstöðu í orði og á borði og þeir, og engir verið nær því að vera hataðir og smáðir, hlegið að þeim og list þeirra höfð í flimtingum. Deilur þær, sem á eftir hafa risið eru næsta smávægilegar miðað við það moldrok er á þess- um mönnum dundi árum saman. Það taldist líka til viðburðar ef mynd eftir þessa menn seldist og kaupandinn var umsvifalaust talinn í meira lagi klikkaður. Kappið var mikið í hinum ungu listamönnum ekki síður en í nýbylgjumálurunum í dag og þeir gripu feginshendi hverja nýjung að utan. Slíkt bendir vafalítið til þess, að hin listræna staðfesta og sannfæring risti ekki nægilega djúpt, og að kapp- ið sé meira en forsjáin. Sumir lentu í ógöngum er þeir fundu sig ekki í því sem efst var á baugi og voru ár geometríunnar ýmsum einkum örlagarík, — þeir hættu að mála um árabil eða lögðu fyrir sig hagnýta myndlist, eins og auglýsinga- hönnun hét þá á fínu máli og var í móð. Hagnýt myndlist var töfraorð og var mörgum sem björgun úr sálarháska. Er ný viðhorf ruddu geometrí- unni af stalli tóku sumir við sér aftur og hófu að mála á ný að fullum kraftj. Aðrir fóru sér hægar í sakirnar en hefur svo jafnt og þétt vaxið ásmegin og eru þannig virkari í list sinni í dag en þeir hafa nokkru sinni verið áður. Einn af þessum málurum er Kjartan Guðjónsson, sem þessa dagana er með stóra myndverka- sýningu í vestari sal Kjarvals- staða. Hefur það verið einkar fróðlegt að fylgjast með afköst- um hans hin síðari ár, en hann vinnur á mjög breiðu sviði en hefur þó markað sér sérstakan stíl, sem er auðþekkjanlegur yfir alla línuna. Hvort sem hann vinnur í málverki, vatnslit, tré- ristu eða myndrissi. t gamla daga, er hann kom fyrst fram, voru listamanninum einkum hugleikin myndefni af verkafólki og frá sjávarsíðunni, sem hann stíliseraði mjög og út- færði í anda meistaranna frá Frans. Eftir ýmsar krókaleiðir um völundarhús listarinnar eru þessi myndefni aftur orðin burð- arásin í list Kjartans Guðjóns- sonar en hann málar þau sam- kvæmt nýjum og breyttum við- horfum, þannig að um endur- tekningar er ekki að ræða. Þetta er listamanninum vel ljóst sjálf- um enda er hann sem fyrr segir haldinn einstakri starfsgleði um þessar mundir. Máski hefur ný- bylgjumálverkið enn frekar ýtt undir sannfæringu hans. Hvað nýbylgjur snertir, þá eru það að vissu marki einkenni ein- angrunar og minnimáttarkennd- ar að hlaupa stjórnlaust á eftir nýjungum að utan ekki síður en ef viðkomandi gerist samdauna umhverfinu. En þetta, að verða fyrir áhrifum, er lyfta undir eig- in listsköpun er allt annars eðlis og aflvaki átaka við viðfangsefn- in. ^ Kjartan Guðjónsson við eitt verka sinna. Þau viðfangsefni, sem Kjartan Guðjónsson hefur valið sér eru frjóuhi listamanni ótæmandi uppspretta. Málverk listamanns- ins hafa einnig tekið miklum stakkaskiptum frá því í gamla daga, öryggið og starfsgleðin eru ólíkt meiri. Myndirnar eru frísk- lega máíaðar og af mikilli leikni, fágun og færni, en helst saknar maður kröftugri átaka og safa- ríkari efnmmeðferðar. Myndirn- ar geta virkað nokkuð felldar og sléttar á köflum og myndmálið full kerfisbundið. Þegar maður skoðar þessar myndir þá kemst maður ekki hjá því að hugleiða hve ágætt hefði verið ef listamaðurinn hefði haldið sér við þetta myndsvið í gegnum þykkt og þunnt, þróað það hægt og bítandi og látið all- ar tímabundnar sveiflur og alls- herjarsannleik lönd og leið. En slíkt var erfitt, já fjarska erfitt því að á tíma kalda stríðsins syonefnda, þrjósku og sérhyggju, þróuðust og einnig níðþröngar skoðanir í listum, — og lista- menn eru börn síns tíma. Heimurinn hefur tekið mikl- um stakkaskiptum og skoðanir fólks einnig, ég efast t.d. stór- lega að þessi sýning hefði fallið fólki í geð fyrir 40 árum eða svo. En nú er þetta myndefni orðið að einskonar nostalgíu, — tákn tíma,'sem eru að hverfa í hít tæknivæðingarinnar. Jafnvel leikurinn er orðinn tölvuvæddur og myndbandið er komið í stað sippubandsins... Það er máski táknrænt, að sú mynd er mér er einna minnis- stæðust fyrir þróaða og sann- færandi myndbyggingu, hraða og jafnvægi er einmitt af tveim- ur börnum að leik og þríhjóli með gamla laginu úti í horni; „Sippuböndin" (11). Hér þykir mér listamaðurinn í essinu sínu og þessi mynd getur talist sam- nefnari fyrir það besta á sýning- unni svo sem mér kemur það fyrir sjónir. VJterkurog k/ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.