Morgunblaðið - 18.05.1985, Page 16

Morgunblaðið - 18.05.1985, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAt 1985 Sigríður A. Þrastardóttir Hárgreiðslumeistarinn í hópi keppenda heitir Sigríður Þrastardóttir fædd 23.02.1962 á ísafirði. A Vestfjörðum dvaldi hún fyrstu níu árin, en þá var stefnan tekin á Kópavog og við bæinn hefur hún haldið tryggð síðan. 17 ára gömuí hóf hún nám í hárgreiðslu og hefur stundað hana síðan, nema hvað hún tók sér tveggja ára frí frá faginu og starfaði í Líkamsræktinni í Kjörgarði, „og hef verið viðloðandi likamsræktina síðan," segir Sigríður. Til áhugamálanna telst ýmislegt, meðal annars það að prjóna og sauma, en Sigríður saumar mikið af sínum fatnaði sjálf. „Að vísu ætla ég ekki að sauma síðkjólinn fyrir keppnina sjálf, en vil nú eigna mér hönnunina á honum að vissu leyti. En áhugamálin þar fyrir utan eru hlutir eins og tónlist og lestur góðra bóka,“ segir Sigríður. Keppnin um Fegurðardrottningu íslands er sú fyrsta sem Sigríður tekur þátt í — og hvernig leggst keppnin í hana? „Bara vel. Þetta er náttúrulega allt mjög spennandi, en Iíðanin er bara góð, að minnsta kosti ennþá!“ Halla Bryndís Jónsdóttir Halla Bryndís Jónsdóttir, fædd 12.09.1964, er Reykvíkingur í aðra röndina og á heima í Mosfellssveitinni, en hefur undanfarið ár verið með annan fótinn í Florida í Bandaríkjunum þar sem unnustinn er við nám. Um áramótin hóf hún sjálf enskunám í Florida Institute of Technology og hyggst Ijúka þvi að ári. Hér heima hefur hún starfað við verslun, þá löngum tengda einu helsta áhugamálinu — líkams- rækt sem er „áhugamál númer eitt“, eins og hún segir sjálf. „Eins vann ég um tíma í skíðaskálanum í Hveradölum og var þá töluvert á skíðum. Komst eiginlega ekki hjá því,“ segir Halla Bryndís. Hún hefur áður tekið þátt í fegurðarsamkeppni, keppninni um Ungfrú Hollywood og hafnaði þá í öðru sæti, með titilinn „sólar- stúlka Úrvals“. Hvernig leggst í hana að taka þátt í keppninni um Fegurðardrottningu Islands? „Ég tvísteig nú svolítið áður en ég afréð að vera með. Er fegin því núna, þvf að þetta hefur allt saman verið mjög skemmtilegt. Ég lít kannski alvarlegri augum á þessa keppni en hina og sviðsskjálftinn hefur ekki gert vart við sig og gerir það vonandi ekki úr þessu.“ Sif Sigfúsdóttir í hópi keppenda með heimilisfang í Garðabænum er Sif Sigfúsdóttir, fædd 16.11.1967, sem fyrr í þessum mánuði lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Islands. Stefnir síðan á stúdentspróf frá sama skóla, og þá úr máladeild. „Það er nú varla hægt að kalla mig Garðbæing, a.m.k. ekki ennþá,“ segir Sif. „Ég er búin að búa þar í ár og er nú meira og minna i Reykjavíkinni eftir sem áður, sérstaklega vegna skólans." En það eru ekki einungis ferðir á milli Reykjavíkur og Garðabæjar sem Sif leggur fyrir sig. Utanferðir eru á meðal helstu áhugamála og í framtíðinni hefur hún áhuga á að kynnast störfum á borð við farar- stjórn og flugfreyjustörf. „Ég hef bara svo gaman af því að ferðast um erlendis, sjá nýja hluti og nýtt fólk. Gerðu það samt fyrir mig að setja ekki „vill verða flugfreyja" eða eitthvað álíka í fyrirsögn!” segir hún hlæjandi og bætir við að framtíðin sé annars óráðin, en ekki sé ólíklegt að ævintýramennskan og nýjungagirnin fái einhverju um að ráða, a.m.k. til að byrja með. Til áhugamála flokkast ennfremur líkamsræktin. „Ég hef gaman af jassballett, sundi, trimma svolítið og fer síðan á skíði á veturna." — Nú, það er þetta með nýjungagirnina, átti hún sinn hlut í þátttökunni? „Já, það er alltaf svo gaman að prófa eitthvað nýtt, sérstaklega þegar maður er búinn að sitja á skólabekk alla daga í langan tíma. Svo að kynnast þessum stelpum öllum saman, koma saman í skemmtilegum hóp og samstilltum, þar sem við fáum stuðn- ing hver frá annarri. Það er ofsalega garnan."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.