Morgunblaðið - 18.05.1985, Page 18

Morgunblaðið - 18.05.1985, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAÍ 198fr Að túlka lög — úrsögn úr BSRB — eftir Kára Arnórsson Dagana 2. og 3. maí síðastliðinn fór fram atkvæðagreiðsla á vegum Kennarasambands íslands um úr- sögn úr BSRB. Ljóst er að mikill meirihluti (rúm 68%) þeirra sem afstöðu tóku til úrsagnar hafa samþykkt að segja sig úr BSRB. f 7. grein laga BSRB er áskilið að til þess að úrsögn sé gild þurfi % hluta greiddra atkvæða. Ekkert er tekið fram um að auða seðla eða ógilda skuli telja til þeirra atkvæða er niðurstöðu ráði. Fyrir því er held- ur ekkert fordæmi í neinum kosn- ingum. Auður seðill er ógildur samkvæmt öllum almennum laga- skýringum og getur af þeim ástæðum ekki haft vægi til fram- dráttar öðru hvoru sjónarmiðinu. Að skila auðum seðli í atkvæða- greiðslu er aðgerð í kosningu. Sú aðgerð felur í sér að viðkomandi tekur ekki afstöðu. Auður seðill hefur þá aðeins það vægi að geta tryggt að nægilegur fjöldi taki þátt í kosningu svo að hún sé lögmæt, en hefur engin áhrif á niðurstöður. Nú var það ekki svo f þessari atkvæðagreiðslu að krafist væri ákveðinnar þátttöku svo að auðu seðlarnir skipta heldur ekki máli þar. Þegar hlutfall kjörfylgis fram- boðslista í kosningum til Alþingis er reiknað út og þingsætum út- hlutað, er aðeins tekið mið af gild- um atkvæðum. Sá sem skilar auð- um seðli hefur fyrirfram sætt sig við ákvörðun meirihlutans. Eins og fram kemur í þingsköpum BSRB 9. grein er fram tekið að auðir seðlar skuli ekki teljast greidd atkvæði. Þingsköp eru m.a. nánari reglur um tilhögun kosn- inga. Nú er heimilt samkvæmt lögum BSRB að greiða atkvæði um úrsögn á aðalfundi eða þingi við- komandi félags. Þar ráða þing- sköp. Það hlýtur að teljast næsta óeðlilegt að það skipti máli með hlutfall atkvæða um úrsögn hvort um er að ræða kosningu á þingi eða allsherjaratkvæðagreiðslu. Því er fyllilega eðlilegt að tekið sé mið af þingsköpum í þessu tilfelli. Af framansögðu er ljóst að Kennarasambandi íslands ber að líta á niðurstöður kosningar fé- lagsmanna sem gilda úrsögn úr BSRB þar eð meira en % hlutar þeirra sem afstöðu tóku til máls- ins hafa greitt úrsögn atkvæði. Engin ástæða er fyrir stjórn KÍ að óska gerðardóms í þessu máli Kári Arnórsson „Auður seðill er ógildur samkvæmt öllum al- mennum lagaskýringum og getur af þeim ástæð- um ekki haft vægi til framdráttar ööru hvoru sjónarmiðinu.“ þegar svo skýr vilji mikils meiri- hluta félagsmanna liggur fyrir. Höfundur er skólastjóri Fossrogsskóla. Lætur af störfum eftir 40 ára starf SkagaHtröad, 17. aai. Þriðjudagskvöldið 14. maí var Höfðaskóla slitið. í vetur voru í skólanum 142 nemendur, 10 fast- ráðnir kennarar og 4 stundakenn- arar. f skólaslitaræðu Jóns Pálsson- ar kom fram að Elínborg Jóns- dóttir er nú að hætta kennslu eftir að hafa kennt við Höfða- skóla i 40 ár. Þakkaði Jón Elín- borgu heilladrjúg störf í þágu skólans og færði henni bókargjöf frá samkennurum hennar. Einn- ig flutti oddviti Höfðahrepps, Adolf Berndsen, ræðu og færði Elínborgu bækur frá hrepps- nefnd Höfðahrepps. Svo skemmti- lega vill til að á fjörutíu ára starfsferli sinum hefur Elínborg kennt flestum samkennara sinna og einnig bæði skólastjóranum og oddvitanum. Eftir að Elínborg hafði verið heiðruð kom stjórnarformaður Kaupfélags Húnvetninga í ræðu- stól og tilkynnti stórgjöf Kaup- félagsins til skólans. Var það tölvubúnaður með tölvu, mynd- skjá, diskettudrifi, prentara og öllum tengibúnaði. Verðmæti þessa búnaðar mun vera um 70 þús. kr. og er hann gefinn f til- efni af ári æskunnar og einnig vegna þess að Kaupfélagið verð- ur 90 ára á þessu ári. Þaö er ótrúlegt hvað góðir hjólbarðar eins og BRIDGESTONE gera fyrir bílinn. Með BRIDGESTONE fæst frábært vegggrip, rásfesta og mikið slitþol. Tryggðu öryggiþitt og þinna settu BRIDGESTONE undir bílinn — þeir iást hjá hjólbarðasölum um land allt. BILABORG HF. Smiðshöfða 23, Sími 81299 Tiiiiuuestuiie GERIR GÓÐAN BIL BETRI! Bygging nátt- úrufræðisafns Blaðinu hefur borist eftirfarandi frá áhugahóp um byggingu nátt- úrufræðisafns: Staða málanna nú: Fullkomið, alhliða náttúru- fræðisafn er ein helsta menningarmiðstöð hverrar þjóð- ar. Safn sem sýnir, fræðir og kem- ur okkur í snertingu við lífið sjálft og umhverfi þess, jörðina. En til þess að slíkt safn sé starfi sínu vaxið þarf það, eins og aðrar menningarstofnanir, aðstöðu, út- búnað og nægilegt starfslið. Sýningarsalur Náttúrufræði- stofnunar Islands, eins og hann heitir nú, er á 90 m‘ gólffleti á 3. hæð á óaðgengilegum stað og vita fæstir af tilveru hans. Aðstaða starfsmanna til að sinna þörfum safnsins hefur alltaf verið afar slæm. Þessu til samanburðar má hugsa sér, að Þjóðminjasafnið, Þjóðarbókhlaðan, Listasafn ís- lands eða Þjóðleikhúsið hefðu 90 m2 gólfflöt til þess að sýna allt sem þessar stofnanir hafa fram að færa og aö hljómleikasalur Sin- fóníuhljómsveitarinnar væri ekki stærri. Húsakostur þessara stofn- ana er þó síst of mikill. Þetta aðstöðuleysi veldur því, að þjóðin fer á mis við mikilvæga fræðslu um náttúru landsins og náttúruvernd og kemur það ekki síst niöur á skólaæsku landsins. Auk þess ber að minnast þess, að erlendir ferðamenn heimsækja ís- land vegna hinnar sérstæðu nátt- úru landsins, en hafa nú mjög takmarkaða möguleika til að nýta sér þá upplifun til fulls. Frá áramótum hefur starfað hópur áhugamanna um byggingu Náttúrufræðisafns sem væri sam- boðið íslensku þjóðinni. Hann hef- ur skoðað sögu þessa máls, rætt þarfirnar frá ýmsum sjónarhorn- um og samið greinargerð um hvernig fyrirhugað safn ætti að vera og starfa. Þessa greinargerð er hópurinn að kynna ýmsum aðil- um um þessar mundir. Hvað er nú til ráöa? Að við öll, einstaklingar, fjöl- skyldur, fjölmiðlar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, náttúru- gripasöfn um landið allt, Reykja- víkurborg, Alþingi og ríkisstjórn, sameinumst nú sem einn maður og hrindum þessu mikilvæga máli í framkvæmd og það sem fyrst. Þetta verði forgangsmál, því að hér er um grundvallarmenning- arstofnun að ræða, sem við mun- um geta sótt alls konar afþrey- ingu, fróðleik og hagnýtar upplýs- ingar til. Auk þess að hjálpa okkur til að skilja listaverk íslenskrar náttúru og vernda þau, verður þetta okkar sterkasta landkynn- ing í orðsins fyllstu merkingu. Tökum höndum saman og leys- um þetta mál. Á meöan viö bíöum ... kynnum við þessi mál á ýmsan hátt síðasta sunnudag hvers mán- aðar, nema þá sé stórhátíð. í slík- um tilfellum verður kynningin næsta sunnudag á undan. Þá mun- um við fá í lið með okkur ýmsa aðila til þess að kynna eins og kostur er hluta af fyrirhuguðu náttúrufræðisafni. Einnig verður náttúrufræðidagiir árlegur viðburður. Fyrsti náttúru- fræðidagurinn verður haldinn sunnudaginn 19. maí. Með þessu vonumst við til að glæða áhuga og skilning á þessu brýna þjóðþrifa- máli okkar íslendinga, sem eigum alla tilveru okkar undir náttúru landsins. (Frí ihugahóp um byggingu nittúruíræðisafns) Steinþór Eiríksson sýnir í Hamragörðum „ÉG MÁLAÐI fyrstu mynd mína árið 1926. Þá var ég 11 ára gamall. Ég bélt síðan áfram að mála þar til ég var um tvítugt en þá tók við alvara lífsins og ég varð að fara að vinna fyrir heimili þannig að ég lagði málverkið á hilluna," segir Steinþór Eiríksson sem í dag, laug- ardag, opnar sýningu á 45 olíu- myndum í Hamragörðum í Reykja- vfk. Steinþór hefur lengst af verið búsettur á Egilsstöðum þar sem hann var fréttaritari Morgunblaðs- ins um áratugaskeið. Hann verður sjötugur á þessu ári og kveðst halda málverkasýninguna í tilefni af afmælinu. „Nei, ég hef aldrei lært neitt, — átti þess aldrei kost að stunda listnám. Ég byrjaði með vatns- liti en eignaðist svo olluliti árið 1933 og hef notað þá upp frá því. Ég starfaði sem vélvirkjameist- ari á Egilsstöðum milli 20 og 30 ár, en svo gerðist það árið 1966 að ég varð öryrki vegna liðakölk- unar í mjöðmum. Þá tók ég til við að mála fyrir alvöru. Mér datt reyndar aldrei i hug að nokkur vildi kaupa myndirnar mínar, en kunningjar mínir voru að hvetja mig til að halda sýn- ingu á þeim. Það var eiginlega fvrir orð vinar míns, Guðgeirs Agústssonar hjá Samvinnu- tryggingum, að ég réðst í það að halda sýningu hér Hamragörð- um árið 1973 og þá seldist hver einasta mynd. Það var til þess að ég fór að taka þetta alvarlega og þetta mun vera 19. einkasýning mín. Flestar sýningarnar hafa verið haldnar á Austurlandi. Ég vil nú ekki bera mig saman við mikla listamenn — kannski má segja að ég sé liðtækur leikmað- ur. Én tilgangur minn hefur allt- af verið sá að reyna að gera bet- ur og betur,“ sagði Steinþór Ei- ríksson. Langflestar myndanna eru af landslagi á Austurlandi. Sýning Steinþórs stendur fram yfir hvítasunnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.